Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989
4-
JARDFRÆDI ÍSLANDS
Á TÖLVUMYNDUM
Brotalina
Suöurlands-
skjálftanna
Upplýsingar úr þyngdarmæling-
um, segulsviðsmælingum og jarð-
skjálftamælingum á Suð-Vestur-
landi, eru samankomnar á þessari
tölvumynd. Stefnugreining og
stefnusíun á segulkortinu hefur
leitt í Ijós skörp skil í segulsvið-
inu, þar sem græna línan er dreg-
in þvert yfir myndina. Segulsvið
er yfirleitt hærra sunnan við
þessa línu en norðan hennar.
Þyngdar- og segulfrávik eru klippt
sundur um þessa iínu og hreyfist
nyrðri brúnin til austurs (hægri
hliðrun), öfugt við það sem al-
mennt hefur verið talið. Þessi lína
er túlkuð sem brotalína Suður-
landsskjálftanna. Skjálftarnir
núna verða sunnan línunnar, með-
an verið er að spenna bogann, en
stóru skjálftarnir verða trúlega á
brotalínunni sjálfri.
mW’
Morgunblaðið/Sverrir
Litmyndir crf lai
/
‘Hekla
Vestmannaeviar
ATHUGUNARSVÆÐIÐ
ILágt þyngdarsvið sýnt
með rauðum lit og jarð-
skjálftar frá árunum
1974 til 1987 í gulum lit.
Þyngdarlægðin endur-
speglar eðlislétt berg í
jarðskorpunni og er talin
benda til gliðnunarbeltis
í landrekinu. Stærsta
skjálftaþyrpingin er á
Hengils- og Hellisheiðar-
svæðinu. Aðrir skjálftar
eru annars vegar í
þyngdarlægðinni, og
hins vegar þeir sem
nefndir eru Suðurlands-
skjálftar og dreifast um
suð-austurhluta myndar-
innar.
Þeir hryggir í segulsviði,
sem snúa nokkurn veg-
inn SV-IMA eru dregnir
f ram með bláum lit. Þetta
er gert með því að stefn-
usía segulhæðirnar frá
öðrum þáttum í segul-
korti. Stór segulhæð
fylgir Hengilsvæðinu og
önnur byrjar ■ Grímsnes-
inu og teygir sig norður
eftir öllu kortinu. Segul-
hæðirnar tengjast eld-
virkni síðustu 700 þús-
und ára, og eru hluti af
því sem venjulega er
nefnt vestara gosbeltið.