Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 24
<"24 3C MORGUNBLAÐIÐ WmVINIWGTARsUNNUDAGUR 23Í APRiÍL 1989 Knsiján Franklín Oddsson - Minning Fæddur 16. ágúst 1912 Dáinn 26. mars 1989 Kristján Franklín Oddsson, móð- urbróðir minn, fæddist að Vöðlum í Önundarfirði hinn 16. ágúst 1912. Hann var sonur Odds Kristjánsson- ar frá Lokinhömrum í Amarfirði (Oddssonar frá Lokinhömrum og Sigríðar Ólafsdóttur konu hans). Móðir hans var Kristjana Péturs- dóttir frá Bala á Kjalarnesi af Fremrihálsætt í Kjósarsýsiu. Þau hjónin Oddur og Kristjana fluttust síðar að Múla í Dýrafirði og árið 1928 til Reykjavíkur. Kristján ólst upp í glaðværum og stórum systkinahópi, en systkini hans voru: Guðný Maren, Fjóla, Rannveig, Hjálmar og uppeldis- bróðirinn Kristófer. Þeir Hjálmar og Kristófer eru látnir en systurnar lifa enn og sjá á bak góðum bróður. Árið 1931 hóf Kristján störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði hann þar í liðlega 40 ár eða til ársins 1972 en þá varð hann að láta af störfum vegna aldurs og þess sjúkdóms sem hijáði hann í mörg ár og varð honum að aldur- tila. Lengst af starfaði Kristján sem línumaður, en til þess starfs hafði hann hlotið sérstaka menntun og starfsþjálfun. Vandvirkni hans og kunnáttu við vandasamar tengingar var viðbrugðið. Sérstaklega reyndi á þessa hæfni á árum áður, en þá var efni og búnaður til tenginga ekki eins haldgóður og nú er. Á tímum innflutningshafta var oft mjög erfitt að fá gott tengingaefni. Þá tók Kristján sig til og hannaði sérstakar tengiklemmur, sem um langt árabil voru notaðar til jarðlínutenginga hjá rafmagnsveit- unni. Hann smíðaði sjálfur áhöld og verkfæri til að útbúa tengi- klemmurnar og framleiddi þær heima hjá sér. Sýnir þetta vel hve mikill hagleiksmaður Kristján var. Fleiri rafveitur nutu góðs af þessu frumkvæði Kristjáns og hagleik hans. Ég átti því láni að fagna að starfa um nokkurra ára bil á sama vinnustað og Kristján með mörgum góðum vinnufélögum hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og minnist ég þess oft með hlýhug. Kristján var þá einn reyndasti tengingamað- ur rafmagnsveitunnar og þótti okk- ur sem yngri vorum gott að leita til hans með úrlausn verkefna. Síðustu starfsár sín starfaði Kristján á bilanavakt Rafmagn- sveitunnar og fjölmargir Reyk- víkingar muna eftir hinum lipra og prúða vaktmanni, því bilanir og útköll vegna rafmagnsleysis voru mun algengari fyrr á árum. Það má því með sanni segja að Kristján hafi valið sér að ævistarfi að flytja samborgurunum ljós og yl. Þetta starf átti hug hans og hann sinnti því af alhug og kostgæfni. Árið 1939 kvæntist Kristján eft- irlifandi konu sinni Sigrúnu Krist- jánsdóttur. Hún er dóttir Kristjáns Jóhannessonar og Ingibjargar Jóns- dóttur konu hans, en þau eru bæði ættuð austan úr Flóa. Heimili Sigrúnar og Kristjáns var lengst af að Hólmgarði 22 í Reykjavík. Þau voru samrýnd og mjög samhent hjón og það var gam- an að heimsækja þau á hið vistlega og myndarlega heimili í Hólmgarð- inum. Dætur þeirra eru Ingibjörg og Kristjana. Ingibjörg er gift Haf- liða Ólafssyni og eiga þau þijú börn, Kristján, Haflínu Ingibjörgu og Sig- urð Rúnar. Þau búa í Garpsdal í Reykhólasveit. Kristjana er gift Sigfúsi Garðarssyni. Þau eiga tvö böm, Sigrúnu og Garðar, sem búa í Reykjavík. Kristján og Sigrún áttu lengi sumarbústað upp með Hólmsá, skammt frá Jaðri. Ég minnist þess hvað mér fannst landslagið hijóstr- ugt þegar þau eignuðust landið. En það tók skjótum breytingum eftir að það komst í þeirra eigu. Þær skiptu hundruðum tijáplönt- urnar sem settar voru niður og á nokkmm ámm breyttist það í fal- legan gróðurreit. Kristján var mik- ill náttúruunnandi og fjölskyldu- maður og honum var kært að dvelja í þessum unaðsreit með fjölskyld- unni. Hann naut þess að vera úti í náttúmnni með börnum sínum og síðar barnabörnum og segja þeim til um ýmsa hluti og störf, bæði í þessum gróðurreit í fjölskyldunnar og hin síðari ár í Garpsdal, en þar dvaldi hann oft á sumrin í lengri eða skemmri tíma eftir að Ingibjörg flutti þangað. Kristján var félagi í Oddfellow- stúkunni Þormóði Goða nr. 9. Þenn- an félagsskap mat hann mikils og þar voru honum falin ýmis trúnað- arstörf, sem hann leysti af hendi með sinni sérstöku samviskusemi. Hin síðari ár var Oddfellow-félags- skapurinn honum sérstaklega mik- ils virði. Ég minnist þess þegar ég í fyrsta sinn fór í heimsókn með foreldrum mínum til Sigrúnar og Kristjáns. Ég var ekki hár í loftinu, en þarna fann ég hlut sem ekki var mjög algengur á þeim tíma. Þetta var sími. Ég var ekki búin að snúa skífunni Jengi þegar rödd heyrðist í tólinu. Ég man hvað ég varð hissa t Eiginmaöur minn, HÁKON BJARNASON fyrrv. skógrœktarstjóri, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 10.30. Guörún Bjarnason. t Faðir okkar, BALDVIN ÞÓRÐARSON, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala 14. þ.m., verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 24. apríl kl. 15.00. Anna Kristfn Baldvinsdóttir, Helgi Baldvinsson, Hulda Baldvinsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, GUÐRÚNAR JÓNÍNU EYJÓLFSDÓTTUR frá Flatey. Kristfn Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jóhann Salberg Guðmundsson, Sigurborg Guðmundsdóttir, Regfna Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, SIGURÐAR R. GUÐMUNDSSONAR, Breiðási 9, Garðabœ. AglaTulinius, Guðmundur Karl Sigurðsson, Þóra Sigurðadóttir. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem veittu okkur hjálp og stuðning á erfiöri stundu við fráfall ástkærs unnusta míns, fóstur- föður, sonar og bróður, SKARPHÉÐINS RÚNARS ÓLAFSSONAR, Bakkastfg 10, Bolungarvfk, sem lést af slysförum í Óshlíð 8. mars. Sérstakar þakkir færum við björgunarsveitamönnum við Djúp og öðrum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í leitinni að honum. Sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur. Emelfa Þórðardóttir, Kristinn ísak Arnarsson, Álfheiður Skarphéðinsdóttir, Ólafur E. Þórðarson, Björn Árni Ólafsson, Ástmar Ólafsson, Þóröur J. Ólafsson, Katrfn A. Ólafsdóttir. Minning: Jón Thorlacius Fæddur 4. mars 1910 Dáinn 13. apríl 1989 Á morgunn mánudaginn 24. apríl, verður til moldar borinn, Jón Thorlacius, mágur minn. Hann fæddist að Öxnafelli í Eyjafirði 4. mars 1910. Foreldrar hans voru hjónin Jón bóndi Thorlacius og kona hans Þuríður Jónsdóttir. Jón ólst upp í hópi tíu systkina, en nú eru fimm þeirra fallin frá. Ég minnist þess, að Þórunn kona mín og Margrét systir hennar, sögðu mér að Jón bróðir þeirra hefði verið kátur og léttur sem unglingur og sérstaklega skemmti- legur leikfélagi. Frá þeim árum áttu þær góðar minningar úr Eyjafirðin- um sínum fagra. Ég kynntist Jóni ekki fyrr en um 1942, en þá hafði hann herbergi hjá Margréti systur sinni, og seinna dvaldist hann nokk- ur ár á heimili okkar hjóna. Jón var afar fáskiptin á seinni árum, enda átti hann við ýmsa erfiðleika að stríða. Hann var með afbrigðum barngóður og nutu dætur mínar þess. Ég minnist þess er ég heim- sótti hann á elliheimilið Grund og LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 t Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU KARLOTTU KRISTJÁNSDÓTTUR. Karl Einarsson, Kristján Á. Bjarnason, Kristfn Sveinbjörnsdóttir, Einar Karlsson, Sverrir Karlsson, Birgir Karlsson, Agnes Raymondsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Tómas Tómasson og barnabörn. og um leið hálf smeikur þegar rödd- in fór að vanda um við mig í höstug- um róm og segja að óvitar ættu ekki að vera að fikta í símanum. Þá sá Kristján frændi hvað um var að vera, kom og greip af mér símtólið. Líklega hefur það verið fyrir einstæða tilviljun að hann kannaðist við þann sem var í síman- um. Lauk því samtali á þann veg að bæði hann og röddin í símanum skellihlógu. Þannig var Kristján frændi, gerði gott úr öllu. Ég minnist Kristjáns líka úr ijöl- skylduferðum á veturna þegar farið var í heimsókn til Odds afa og Ólafs Kristjánssonar bróður hans, en þeir voru á veturna vaktmenn við stífluna á Elliðavatni, en þaðan var vatni miðlað til Elliðaárstöðvarinn- ar, sem framleiddi rafmagn fyrir Reykvíkinga. í þá daga var þetta lagt upp í sveit og þeir bræður dvöldu þarna allan veturinn. í þess- um ferðum var Kristján alltáf glað- ur og kátur og lagði venjulega til bílinn. Gleði hans breyttist ekkert þótt bíllinn sæti fastur í snjóskafli og að hann væri orðinn lúinn við moksturinn. Já, það eru margar minningar sem leita á og það er líka gott að geyma góðar minningar í huga sér. Minningar um glaðan og góðan dreng. Ég og fjölskylda mín sendum Sigrúnu, dætrum þeirra og fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Kristjáns Franklíns Oddssonar, þess. ljúfa drengskaparmanns. Magnús Oddsson barnabörnin voru með mér, átti hann þá alltaf eitthvað í skúffunni sinni, til að stinga upp í litla munna. Að lokum viljum við þakka öllu því hjúkrunarfólki, sem sýndi hon- um velvild og umönnun á liðnum árum bæði á elliheimilinu Grund og annarsstaðar. Nú er gatan hérna megin gengin á enda. Við þökkum samfylgdina og óskum þess að hinn hæsti lýsi honum á þeirri leið sem hann hefur nú lagt út á. Þorsteinn Guðmundsson Blómostofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ÖII tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.