Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR sUNNLDAC LK 23. APRÍL 1989 Steingrímur blæs eins og hann eigi lífið að leysa. Ljósmynd/An Matthiasson BLÚS/Tuifir blúsinn á íslandi? Vinir Dóra á Borginni BLÚSINN lifir góðu lífi hér á landi og hefur ekki lengi verið önnur eins gróska í spila- mennsku þegar hann er annars vegar. Starfándi blússveitum fjölgar sífellt, en ekki er langt síðan Centaur var eina sveitin sem lék blús opinberlega. Vinir Dóra er ein hinna nýrri sveita sem kom fyrst fram á stærri tónleikum á Hótel íslandi með John Mayall. Vinir Dóra er laustengdur félagsskapur, sem í eru um þessar mundir Halldór Bragason gítar- leikari og söngv- ari, Guðmundur Pétursson gítar- leikari, Andrea Gylfadóttir söngkona og Þorleifur Guð- jónsson bassaleikari, en eitthvað er óljóst með trommuleikara sveit- arinnar. Fyrir stuttu héldu vinir Dóra blúskvöld á Hótel Borg og fengu til liðs við sig ýmsa gesti. Borgin var troðin fólki og greinilegt að Vinir Dóra hafa náð að vinna sér nafn. Sveitin er og skemmtileg þó ekki sé prógram- mið uppbyggt af nægri kost- gæfni. Keyrslan er of samfelld og menn þreytast fljótt, ef ekki sleg- ið á léttari strengi á stundum. Að þessu sinni lék Asgeir Óskarsson á trommur af stakri snilld og smekkvísi. Fyrsti gesturinn var Bobby Harrison, sem lék á trommur og söng klassíska blúsa. Bobby var í betra formi þetta kvöld en oft áður og virtist áberandi afslapp- aður. A eftir honum kom á svið Steingrímur Guðmundsson, snjall gítarleikari Langa Sela og Skugg- anna. Steingrímur var ekki með gítarinn með sér að þessu sinni en blés í munnhörpu af mikilli fimi og list. Nokkuð sem hann mætti gera oftar, því hann er lítið síðri munnhörpuleikari en gítarleikari. Bubbi Morthens var þriðji gestur kvöldins söng eina flóra blúsa með Dóra og vinum hans. Það var gaman að heyra hve rytmagrunn- urinn var allur annar í lögunum sem Bubbi söng, en í þeim lögum sem komin voru og var það kær- komin hvíld frá nær samfelldri keyrslu allt frá upphafi tónleik- anna. Greinilegt var að þeir Bubbi og Guðmundur Pétursson gitar- leikari sveitarinnar mögnuðu hvor annan upp, því sjaldan hefur Bubbi sungið blús af meir krafti en þetta kvöld. Fjórði og næstsí- ðasti gesturin var John Collins „beint frá Bandaríkjunum". Fyrsta lagið sem hann söng, The Thrill is Gone, lag Roy Hawkins sem B.B. King gerði ódauðlegt, var tvímælalaust hápunktur kvöldsins og réð þar mestu um einkar snjall gítarleikur 'Guð- ■ mundar sem sýndi á sér sínar bestu hliðar. Síðastur á gestalista var Björgvin Gíslason, sem lék með sveitinni tvo frumsamda blúsa. Þeir blúsar voru nær því að vera rokkfrasar sem tengdir voru saman með liprum gítarleik. Gaman var að sjá og heyra þá Guðmund og Björgvin saman á sviði, en enn betra hefði verið ef þeir hefðu tekið fyrir eitthvert Iag sem hefði gefið þeim báðum svigr- úm til að sýna sitt besta. Dagskránni þetta kvöld lokaði svo Andrea Gylfadóttir sem syng- ur jafnan með Vinum Dóra. Hún hefur mjög góða rödd og vel ag- aða, en tekur fyrir lítilvæga frasa og tilgerðarlega sem skemmir fyr- ir. eftir Árno Molthíasson { SÍCILD TÓNLIST/Verða menn aldrei ofgamlir til ab syngja? Svissneski tenórínn Hugeus Cuénod syngur enn LÝRÍSKI tenórinn frá Sviss, Hug- eus Cuénod er nú á 87. aldursári og enn í fullu fjöri ef marka má grein sem ég rakst á í tímaritinu Opera Now. Mér kemur það svo- sem alls ekki á óvart, því minnis- stæðir eru mér tónleikamir í Wig- more Hall í London í júní í fyrra, sem hann hélt í tilefni af 86 ára afinæli sínu. Aefnisskránni var m.a. Le mort de Socrate, eftir Erik Satie, úr Díalóg Platós, Eight Epitaphs eftir Thoedore Chanler, samið sérstaklega fyrir Cuénod árið 1937, og ennfrem- ur var hann sögu- maður í sögunni um litla fílinn Ba- bar eftir Jean de Brunhoff sem Pou- lenc samdi tónlist við. Það var ótrú- legt að sjá gamla manninn sem var hreinlega eins og unglamb uppá sviði. Töfrandi og ógleymanlegur. „Eg er kannski alltaf svolítið of seinn í þessu lífi,“ segir Cuénod kæruleysislega. Hann bytjaði söng- feril sinn sem kabarettsöngvari og fór ekki út í klassíkina fyrr en um þrítugt. Og hann var kominn yfir áttrætt þegar hann debúteraði hjá Metrópólitan-óperunni. í vor hefur Hugeus Cuénod — töfr- andi og ógleymanlegur. Cuénod verið í Aldeburgh í Englandi en þar heldur hann námskeið í frönskum ljóða- og óperusöng, ásamt belgísku sópransöngkonunni Suz- anne Danco, við Britten-Pears skólann. Þau hafa oft sungið saman og m.a. er til hljóðritun með þeim í L’enfant et les sortiléges eftir Ravel undir stjórn Anserment. Um nám- skeiðið segir Cuénod: „Danco sér um tæknihliðina en ég um túlkunina, eða svoleiðis á það víst að vera, en stund- um eigum við það til að rífast útaf nemendum og þá er garnan." Eftir námskeiðið í Aldeburgh fer Cuénod til Glyndeboume en þar hef- ur hann oft sungið á óperuhátíðinni, t.d. hlutverk Monsieur Taupe í Capriccio eftir Strauss, Sellem í The Rake’s Progress eftir Stravinsky, en það hlutverk söng hann fyrst ’51, og Monsieur Triquet í Eugene Oneg- in eftir Tsjaikovský. Hann tekur að vísu ekki þátt í óperuhátíðinni í ár heldur er hann með tónleika 7. maí nk. ásamt píanóleikaranum Julius Drake og eru tónlejkamir hluti af Brighton-hátíðinni. Á tónleikunum í maí er eitthvað um sömu verk og hann flutti i Wigmore Hall í fyrra og m.a. L’Histoire de Babar, Le pet- it éléphant eftir Francis Poulenc, sem var góður vinur Cuénod. Við „tu- uðum“ hvor annan. Hann spilaði á píanóið fyrir mig á sunnudagskvöld- um þegar ég söng við Polignacs." Cuénod flytur einnig þriðja hlutann um Sókrates eftir Satie. „Það er eig- inlega ástríða,“ segir hann, „í stuttu máli eru þetta hugsanir viturs manns um dauðann. Hugsanir sem gætu skelft einhvem, en áhrifin geta líka verið ljóðræn." Og fleiri góðar fréttir, Hugues Cuénod syngur hlutverk M. Taupe á Glyndebourne-hátíðinni árið 1990. eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur K VIKMYNDIR /Afhverju allar þessar tvíburamyndir? Tvöfold ánægja í jjórum myndum Þegar þetta er skrifað eru þrjár tvíburá- myndir í gangi í kvikmyndahúsunum í Reykjavík, ein til viðbótar var í bíó fyrir skemmstu og eitt tvíburaleikrit er á fjöluni Leikfélags Reykjavíkur. Fimm stykki í einu. Jeremy Irons2 í „Dead Ringers"; tvíbura- myndir í tísku. Hljómar eins og hressileg glasa- frjóvgun. En tvíburamyndimar eru ekki eineggja heldur eins ólíkar hver annarri og hægt er að ímynda sér; tvær em grínmyndir, „Big Busi- ness“, sem sýnd var í Bíóhöllinni, og „Twins“, sem sýnd er í Laugarásbíói, ein er sálfræðilegur hryllir, „Dead Ringers", sem sýnd er í Regnboganum og ein er tilfinn- ingalegt melódr- ama, „Nicky og Gino“, líka í Regn- boganum. Þú getur setið í bíó í heil- an dag og ekkert séð nema tvíbura- myndir. Svona koma þær oft í hópum að vestan. „Dead Ringers” Davids Cron- enbergs stendur uppúr. Það er ein- staklega mögnuð og andlega þrúg- andi hrollvekja sem öll gerist á sál- fræðilega sviðinu og smýgur í gegn- um vitundina eins og kaldur skurð- hnífur. Hún nýtur góðs af drunga- legu andrúmslofti sem Cronenberg skapar af snilld og stórkostlegum leik Jeromy Irons í hlutverkum tvíburabræðra sem eru snillingar í fijósemisaðgerðum en hin sterku og dularfullu bræðrabönd taka að rofna og þeir stefna í tortímingu þegar sá veiklyndari verður ástfanginn af ein- um sjúklingnum þeirra og tekur að fjarlægjast tvíbura sinn. Ohugnaður- inn liggur í stigmagnandi, einkar nákvæmri og hrottalegri lýsingu á Ieið tvíburanna í glötun og þeim hryllilegu áhrifum sem hugsanlegur aðskilnaður hefur á sálarlíf hvors um sig. Aðskilnaður er nokkuð sem Danny DeVito og Arnold Schwarzenegger eru aldir upp við í gamanmyndinni „Twins" enda má ekki á milli sjá hvor er ólíkari hinum þegar þeir hitt- ast. Þetta er léttklikkuð Ivan Reit- man-gamanmynd sem hefur ekki margt annað sér til ágætis en þessa frábæru hugmynd að láta vöðvafjal- lið og fitubolluna leika tvíbura. Það er besti brandarinn og alltof oft sá eini í mynd sem er aldrei meira en brosleg þó hún sé sólrík og indæl frá upphafi til enda. Það sama má segja um „Big Busi- ness“ með grínleikkonunum Bette Midler og Lily Tomlin undir leik- stjórn Jim Abrahams úr ZAZ-geng- inu (Zucker + Abrahams + Zucker= „Airplane"). Það er eina tvíbura- systramyndin hingað til og er haldið uppi af stórkostlegum grínleik þeirra Tomlin og Bette sérstaklega. Sú tvíburamynd sem minnst hefur borið á er „Nicky og Gino“. Hún er eins tilfinningarík og Regnmaðurinn hans Dustins Hoffmans er tilfinn- ingalaus og segir líka frá aðskilnaði tveggja bræðra, sem Tom Hulce og Ray Liotta leika frábærlega, en ann- ar þeirra er vangefinn og ber allar sínar miklu tilfinningar og barnalegu gleði utan á sér. En af hveiju tvíburamyndir? Hluti svarsins liggur í möguleikanum sem þær hafa uppá að bjóða. Þessar fjór- ar fara allan skalann frá þekkilegri grínmynd til misskilningsfarsa, frá tilfinningadrama til hrollvekju og þær kanna í leiðinni á misalvarlegan hátt (Cronenberg gerir það best) eðli tvíbura og þau ósýnilegu sálrænu og tilfinningalegu tengsl sem á milli þeirra eru. Fólk er forvitið um tvíbura og ánægjan er tvöföld á hvíta tjald- inu. eftir Arnold Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.