Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDÁ'GUR 23. APRÍL 1989 ÆSKUMYNDIN... ERAF VILHJÁLMIEGILSSYNI, FRAMKVÆMDASTJÓRA VERSL UNARRÁÐS Villi ritstjóri Hann var lítið gefinn fyrir handavinnu en hafði þeim mun meiri áhuga á lestri og skrift. Honum reyndust ritsmíðar auð- veldar og gaf út skólablað ásamt félögum sínum í tólf ára bekk barnaskólans á Sauðárkróki. Þar birtist á jólum 1964 fyrsta og ; eina kvæði eftir Vilhjálm Egils- son, framkvæmdastjóra Verslun- arráðs, svo vitað sé. Nú skálmum við út úr skólunum og skreppum í stundarfrí. En leikum á litlu-jólunum svo létt og giöð á ný. Vilhjálmur er fæddur 18. des- ember 1952 á Sauðárkróki, sonur Egils Bjarnasonar ráðunauts og Öldu Vilhjálmsdóttur sauma- konu. Vilhjálmur er elstur íjögurra V bama þeirra hjóna, yngri eru Ásta, Bjami og Ámi og ólust þau upp á Króknum. Móðir þeirra segir systk- inunum hafa komið vel saman enda friðsamt fólk á ferð. Vilhjálmur, ætíð kallaður Villi, hafi verið hægur krakki og frekar hlédrægur og hún hafi því lítið þurft að skipta sér af honum. Mönnum ber saman um að Vil- hjálmur hafi verið vel gefinn krakki og fljótur að læra. Hann hafi lítið Hjá mömmu er gott að vera Vilhjálmur með mömmu, Öldu Vilhjálmsdóttur, einn sumardag á Króknum um miðjansjötta áratuginn. þurft að hafa fyrir náminu en verið skyldurækinn, bæði hvað varðaði skóla, sem annað. Fremur hlédræg- ur, en félagslyndur og tók t.d. virk- an þátt í æskulýðsfélagi bæjarins. Ásamt félaga sínum, Einari Gísla- syni og fleirum, gaf hann út skóla- og bæjarblaðið Molduxann, sem síðan hefur unnið sér fastan sess meðal skólanema á Króknum. Sveitasælan freistaði ekki Vilhjálmur hafði snemma mikla ánægju af því að ræða um iandsins gagn og nauðsynjar við sér eldri menn. Hann eyddi löngum stundum með frænda sínum, margfróðum manni, ekki síst í pólitík og sótti einnig mikið til verslunareigenda í bænum. Á endanum réð einn þeirra, Erling Pétursson í Tindastól hann í vinnu. Hann segir Vilhjálm hafa verið samviskusaman og nákvæman, en minnist þess ekki að hann hafi haft sérstakan áhuga á rekstrinum. Á sumrin var Vilhjálmur sendur í sveit, fyrst á Lón í Viðvíkursveit og síðar á Ketu á Skaga. Sveitastörf munu ekki hafa höfðað til hans en hann lét það þó ekki á sig fá. Hefði hann mátt ráða, hefði hann líkiega valið sjóinn. Ekki þótti Villi málgefinn og móðir hans segir hann hafa verið mikið í sínum hugarheimi. Stráksskapur Þeir félagar ræddu mikið saman, ekki síst um fótbolta, sem Villi spilaði með Tindastól. Og þeir áttu það til að vera svolítið hrekkjóttir, segir Erling og minnist þess þegar þeir börðust með eggjum í búðinni. En ástæðan er löngu gleymd og eggin þvegin úr hári Villa, þar sem þau enduðu flest. UR MYNDASAFNINU ÓlafurK. Magnússon Brugðið áleik áMelavelli Uppákomur af ýmsu tagi voru ekki óalgengar hér á árum áður enda höfðu menn þá ekkert sjónvarp til að stytta sér stundir við. Gamli Mela- völlurinn í Reykjavík var þá oft vettvangur margvíslegra úti- skemmtana eins og þeirrar sem þéssar myndir eru frá. Hér hafa leikarar og blaðamenn brugðið á leik og eru myndirnar teknar rétt eftir 1950. Á þessari skemmtun leiddu þessar stéttir saman hesta sína í knatt- spyrnu þar sem leikið var meira af kappi en forsjá og leik- reglur ekki alltaf í heiðri hafðar. Ekki höf- um við uppflýsingar um hvernig leikurinn fór enda skipti það sjálf- sagt minnstu máii. Að- alatriðið var að fólk skemmti sér og ef marka má aðsóknina hafa þessar uppákomur notið mikilla vinsælda. Fyrirliðarnir, Haraldur Á. Sigurðsson fyrir hönd leikara og Thorolf Smith fyrir blaða- menn, takast í hendur og skiptast á gjöfum fyrir leikinn. ErlendurÓ. Pétursson, sá mikli íþrótta- frömuður og formaður KR til margra ára, var dómari í leikn- um. STARFIÐ Hrefna Gudnadóttir töskuvidgerdarmadur BÓKIN PLATAN Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Hrefna Guðnadóttir Gamla taskan semný Nú eru sennilega margir farnir að íhuga hvemig eyða skuli sum- arfríinu. Flestir vilja leggja land undir fót, ef Qárhagurinn leyfir og þá er taskan ómissandi föm- nautur. En töskur gefa sig með aldrinum og dýrt er að kaupa nýja svo það væri kannski athug- andi að lappa upp á þá gömlu. Hrefna Guðnadóttir rekur Töskuviðgerðina við Suðurgötu og þar fæst gamla lasburða task- an gerð upp. Hrefna gerir við allar gerðir af töskum, ferðatöskur, hand- töskur og skjalatöskur, og það er sama hvort um er að ræða saum- sprettu, rifinn hanka, gat eða bilað- an lás Hrefna reynir að greiða úr því. Hrefna starfaði í Leðuriðjunni í mörg ár og byijaði að starfa sjálf- stætt með því að búa til hattöskjur og barnarólur en hefur nú alfarið snúið sér að töskuviðgerðum. Hún segir það hafa aukist mikið að fólk komi með töskur í viðgerð, enda sé það vaninn þegar harðna fer á dalnum í fjármálunum. Sumar tösk- ur séu það illa farnar að engin ieið sé að gera við þær, en hún reyni eftir megni að verða við óskum fólks. ÞETTA SÖGDU PAU ÞÁ . . . ión ísak auglýsir í Skutii 22. júní, 1935. Allt á sama stað Líkkistur hefi ég lager á, líka húsgögn og fleira að sjá, einnig hurðir, glugga og gler, gersemar ýmsar fást hjá mér. Össur Skarp- Eg er að lesa ævisögu Harold MacMillan eftir Alistair Horne, en hann er talinn einn af mestu stjómmálaskörungum Breta á þess- ari öld. Súper Mac, eins og hann var stundum kallaður, er sá stjómmála- maður sem hefur heillað mig hvað mest þvi hann stóð í forsvari fyrir þeirri tegund íhalds sem ég aðhyllist. Ævisögur og bækur um stjómmál Breta eru þær bókmenntir sem ég hef hvað mest dálæti á núorðið. Bjarni Snæbjörn Jónsson, markaðsstjóri Skeljungs Núna er ég að lesa sjálfsævisögu Armand Hammer, forstjóra Oxidental Petrolium-olíufélagsins. Mér var bent á að lesa hana enda er hún merkileg fyrir margra hluta sakir. Ég er ekkert sérstaklega fyr- ir sjálfsævisögur, les þær eins oft og hvað annað. Helst eru það erlend tímarit og fagbækur sem ég gríp í á kvöldin. Eg hlustaði síðast á tvo safnd- iska. Annar var þýskur, Belieb- te Barokmusik en hann inniheldur barokk-tónlist eftir ýmsa höfunda, með ýmsum flytjendur. Hinn er safn laga frá ýmsum löndum, m.a. eftir Villa-Lobos og Rachmaninov, með Akademy of St. Martin in the Fields. Ég hlusta töluvert mikið á tónlist og mest á klassík. Benedikt Jóhannes- son, stærð- fræðingur Yfirleitt leigi ég ekki myndir á myndbandaleigum, en þó minnir mig að ég hafi séð myndina Baby Boom um daginn. Það var grínmynd og sæmilegasta afþrey- ing. Ég nota tækið aðallega til að taka upp það sem ég missi af í sjón- varpinu, svo sem fréttir og annað efni, því ég vinn oft á kvöldin. Nanna Mjöll Atla- dóttir, fram- kvæmdastjóri Leðuriðjunnar. Hér spila börnin Michael Jackson frá morgni til kvölds. Ég þoli það vel en reyni þó að lauma einni og einni bítlaplötu á fóninn. Síðast hlustaði ég á Seargent Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Börnin segjast ekki skilja hvað sé svona sérstakt við Bítlana, en þeir voru nú alveg sérstakir ög maður kunni plöturnar utanað. Níu ára sonur minn ræður hvaða myndbönd horft er á, þá sjald- an það gerist. Síðast horfðUm við á spólu um Michael Jackson, sem var fengin að láni hjá heimilisvini. í myndinni er rætt við vini hans og leikin lögin hans. Mér fannst myndin skemmtileg, að ekki sé minnst á son minn, sem dreymir um að eignast hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.