Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 23
68ei JÍOTA .82 HUOAaUMHUg “ morgunbLáðið 5ÍAMUAHT35IAOI/III/II/I3M amtAmúwou MINNINGAR SUNNUÐAGUR- 28. APRÍL 1989 ss 23 Kveðjuorð Ingólfur Fr. Hall- grímsson, Eskifírði Hann var tengdur Eskifirði óijúf- andi böndum. Þar var hans líf og starf. Á þessu ári eru 60 ár síðan ég var sumartíma í starfi hjá föður hans Friðgeiri Hallgrímssyni út- gerðar- og kaupmanni, minnisstæð- um manni og húsbónda. Síðan þá hefir samband okkar haldist traust og vinátta ekki síður, fyrst í sam- starfí á Eskifirði uns ég gerðist Snæfellingur, og síðan samskipti sem við báðir nutum og geymast lengi í minningunni. Ingólfur var að öðrum þræði Snæfellingur. Fað- ir hans fæddur á Kóngsbakka í Helgafellssveit og snemma fór hann til sjós, var í verbúðum hér á Nes- inu og siglingum á barkskipum uns hann fluttist til Eskifjarðar og gerð- ist þar mikill forystumaður og at- hafna. Friðgeir taldi sig alltaf Jökl- ara. Móðir Ingólfs var Kristrún Gísladóttir, mikil mannkostakona. Hún átti stóran frændgarð á Reyð- arfirði. Ingólfur tók snemma við verslun föður síns. Þeir ráku hana saman uns Friðgeir lést snemma á 4. ára- tuginum. Hann varð umboðsmaður ýmissa fyrirtækja og allt rækti hann með stakri skyldurækni. Hann var ákveðinn í stjórnmálaskoðunum, fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál- um og var bæði fulltrúi hans í hreppsnefnd og sýslunefnd. Ingólfur kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur og eignuðust þau 3 myndarstúlkur sem upp komust. Það vantaði ekki mörg ár á að þau Inga og Ingólfur gætu haldið upp á 60 ára brúðkaupsafmæli. Eins og áður er sagt, varð okkur Ingólfi og hans fjölskyidu strax gott til vina og ekki fannst mér ég hafa komið á Eskifjörð nema ég hefði rétt þeim vinarhönd. Það var sannarlega mikils virði að eiga vináttu þeirra hjóna. Aldrei mætti ég honum öðruvísi en í góðu skapi og hann kunni svo vel að láta erfiðar stundir ekki trufla sig. Gat gert gott úr öllu. Af slíkum mönnum er alltof fátt. Það munu margir sjá. Það er sjónarsviptir að Ingólfi. Ég er'þakklátur fyrir að hafa átt hann að samferðamanni. Það auðg- aði mitt Iíf. Þetta þakka ég nú þeg- ar við skiljum í bili. Sendi hans ástvinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Góðs manris er gott að minnast. Árni Helgason Ingólfur Fr. Hallgrímsson fædd- ist í Stóru-Breiðvík á Eskifirði 24. mars 1909. Hann var sonur hjónanna Krist- rúnar Gísladóttur sem ættuð var frá Bakkagerði í Reykjarfirði og Frið- geirs Hallgrímssonar skipstjóra og kaupmanns á Eskifirði. Hann var ættaður frá Kóngsbakka í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi. Ungur fór hann utan og í siglingar og er hann kom heim settist hann að á Eski- firði sem þá var lífvænlegur staður vegna síldarinnar og ílerígdist þar, og varð mikill athafna- og dugnað- armaður. Hann rak þar útgerð, 3-4 báta og verslun. Ingólfur vann á sínum unglingsá- rum við fyrirtæki föður síns, fór síðan til náms við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og nam síðan verzl- unar- og viðskiptafræði við Skerry College í Edinborg, og lauk þaðan burtfararprófi 1926 og hóf þá lífsstarf sitt á Eskifirði. Hinn 1. október kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, dóttur hjónanna Þór- unnar J. Óladóttir og Jóns Ingvars Jónssonar. Þau hjón Ingibjörg og Ingólfur voru mjög samrýnd og samhent og nautu virðingar og trausts hvors annars. Þau eignuðust fjórar dætur, sú næstelsta, Þórunn Jónína, lést fimm ára gömul árið 1941. Þau hjón ólu upp yngsta bróður Ingólfs, Frið Björn Guðmunds 1 son - Kveðjuorð Fæddurl2. októberl914 Dáinn 17. mars 1989 Þann 17. mars sl. lést í Borg- arspítalanum elskulegur móður- bróðir okkar, Björn Guðmundsson. Hann var fæddur í Reykjavík 12. október 1914, sonur hjónanna Konráðínu Pétursdóttur og Guð- mundar Þórarinssonar. Hann var næstelstur sinna systk- ina en þau voru fímm. Eftirlifandi systirin Valgerður og bróðirinn Þór- arinn og uppeldisbróðirinn Karl. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (P.J.B.) Bjössi frændi, eins og við systkin- in kölluðum hann, kvæntist 16. nóvember 1938 Guðlaugu Markús- dóttur. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjargar Jónsdóttur og Mark- úsar Guðmundssonar. Bjössi og Lauga eignuðust eina dóttur er Þóra hét. Hún var fædd 3. desember 1941, en hún lést 4. nóvember 1987, eft- ir langa og stranga sjúkdómslegu, og var það okkur öllum mikill harm- dauði. hugum að þegar annað var nefnt fylgdi hitt alltaf með. Bjössi var okkur meira en bara frændi, hann var einnig góður vinur okkar allra, sem við munum aldrei gleyma, hann skipaði stóran sess í hjörtum okkar allra. Einnig þökkum við honum og þeim hjónum hlýhug og elskuleg- heit sem þau hafa sýnt föður okkar í hans miklu veikindum. Móðir okkar kveður elskulegan bróður og þakkar honum fyrir allt og allt. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem.) Elsku Lauga, þú hefur þurft að reyna mikið hin síðari ár, en alltaf hefur þú staðið eins og klettur í lífsins ölduróti. Við biðjum góðan Guð að blessa þig og styrkja um ókomin ár. Elskulegan frænda og vin kveðj- um við með virðingu og þökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Guð blessi minningu Bjöms Guð- mundssonar. Fyrir hönd okkar systkinanna frá Austurkoti. Bryndís Rafiisdóttir Elsa V. Engilberts- dóttir - Kveðjuorð Þóra var kvænt Sigþóri B. Sig- urðssyni og áttu þau 3 börn, sem voru yndi og gleði ömmu og afa, og svo hin síðari ár er barnabarna- börnin bættust í hópinn. Sigþór og börn hans og tengda- börn reyndust Bjössa og Laugu mikil stoð í þeirra erfiðleikum und- anfarnar vikur, við biðjum Guð að blessa þau um ókomin ár. „Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta, A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. (Davíðssálmur.) Þegar við voram börn og fórum til Reykjavíkur með foreldrum okk- ar var fastur punktur í tilverunni að koma við á Klapparstíg 9 en þar bjuggu Bjössi og Lauga allan sinn búskap. Fyrst var komið við í bak- húsinu hjá ömmu og afa og síðan var farið yfir til Bjössa og Laugu. Eins fannst okkur jólin fyrst komin þegar við fengum eplakass- ann með þessum ekta eplailm frá Bjössa frænda og Laugu frænku eins og við kölluðum hana. Svo samtaka voru þau í okkar Fædd 24. ágúst 1940 Dáin 7. apríl 1989 Föstudaginn 7. apríl lést í Land- spítalanum Elsa V. Engilbertsdótt- ir, Bæ í Reykhólahreppi, eftir stutta en stranga legu. Kynni okkar hófust er hún ásamt eiginmanni og börnum flutti úr Borgarfirði að Bæ vorið 1977. Fyr- ir nokkrum árum gekk hún í Kven- félag Geiradals. Álltaf var hún boð- in og búin að leggja sitt af mörkum í félagsstarfi okkar. Minnisstæð er ánægjuleg ferð sem kvenfélagskonur fóru sumarið 1986 um sveitir Borgarfjarðar und- ir leiðsögn Elsu. Við þökkum Elsu fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginmanni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og foreldrum hinnar látnu. Guð styrki ykkur. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort við lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Vald. Briem) Kvenfélag Geiradals geír, sem nú er einn á lífi þeirra systkina, kvæntur Elsu Jónsdóttur og er búsettur á Eskifírði. Einnig fóstruðu þau hjón upp son Friðgeirs er Ingólfur heitir og var mikið hændur að afa sínum. Allt er þetta myndar- og dugnaðar fólk. Ingólfur hefur rekið á Eskifirði umboðsverslun frá árinu 1935 til 1984 og verið mikill máttarstólpi í atvinnumálum staðarins. Hann var einn af stofnendum Olíufélagsins Skeljungs og umboðsmaður þess á Eskifirði frá upphafi. Umboðsmað- ur Eimskipafélags íslands og Loft- leiða meðan það var og hét og síðast Flugleiða. Hann var einn af stofnendum Hraðfrystihúss Eski- fjarðar og framkvæmdastjóri þess frá 1950—1960 og sat í stjórn þess til dauðadags. Hann var stofnandi margra annarra félaga er nutu starfskrafta hans. . Félags-, atvinnu- og efnahagslíf- ið á Eskifirði var Ingólfi alla tíð mikið hjartans mál og það sýndi hann í verki, því að hann var mikil- virkur á þeim vettvangi. Frá 1942—1966 sat hann í hreppsnefnd og var formaður Sjálfstæðisfélags Eskiljarðar um árabil og í sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu um 12 ára skeið, og var mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Ingólfi og Ingibjörgu konu hans kynntist ég fyrst sumarið 1951, er ég ásamt fleiri skipsfélögum mínum var boðinn á þeirra myndarlega heimili, sem orðlagt var fyrir gest- risni og myndarbrag. Þetta var eft- ir komu togarans Austfirðings SU-3 til Eskifjarðar. Ingólfur var þá framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Með þessari heimsókn hófust löng og ánægjuleg kynni, sem fylla hug- ann mörgum góðum og ljúfum minningum, sem of langt yrði upp að telja. En það gleymist engum, sem gengur sinn veg, hve gott er að mæta þar vini, og fínna sam- kennd og einlægni á langri leið, í lífsins hverfula skini. En hvað munu orð og hámæli geðjast þér? sem hljóðastur varst og hógværastur alira manna, háttvísastur og lítillát- astur í allri framkomu. Þessir eigin- leikar mótuðu allt líf hans og af- stöðu til manna og málefna er hann deildi með drengskap sínum í dags- ins önn. Það var dyggð hans, ham- ingja og gleði, að gera öðrum mönn- um greiða og leysa hvers manns vanda væri það á hans færi. Vináttu hans og þeirra hjóna, örlæti og höfðingsskap er tímabært að þakka nú að leiðarlokum. Mjög að heillum lifir dánum orðstír. Heilsu Ingólfs og sjón fór að hraka mjög árið 1983 og þurftu þau hjón oft að kortia hingað suður til læknisskoðunar og meðferðar. Síðastliðið haust keyptu þau hjón sér íbúð í Kópavogi til þess, að vera nær þeirri þjónustu. Vanheilsa Ingólfs ágerðist og lést hann hinn 24. mars sl., á sama degi og hann fæddist, á áttatiu ára afmælisdegi sínum. Utför hans fór fram hinn 1. apríl sl. og var hann lagður til hinstu hvíldar í kirkju- garði Eskifjarðar. Hvort sem langt líf eða skammt Iént er, um daga skeið. . Hvort sem braut, blítt eða strangt brott fellur eða greið. Lifendum Guð minn, líkni þú. Liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun þeim, er harma nú, hvíld væra, þeim er sefur. Góðir menn, Drottinn, gef þú að, í góðra manna komi stað. Á öllu ráð, einn þú hefur. (Sveinbj. Egilsson rektor.) Ég kveð Ingólf Fr. Hallgrímsson með söknuði og bið Guð að gefa honum náð sína, frið og blessun. Ingibjörgu, börnum þeirra og barnabörnum sendi ég mínar ein- lægustu samúðarkveðjur og öllum vinum þeirra og ættingjum. Björn Olafsson t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG ÞORLEIFSDÓTTIR, Grýtubakka 8, v andaöist í Landakotsspítala fimmtudaginn 20. apríl. Magnús Helgason, Helga Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Páll Þ. Pálsson og barnabörn. t Móðir okkar, NJÁLA EGGERTSDÓTTIR, Skúlagötu 66, Reykjavfk, lést í Landakotsspítala að morgni 21. apríl. sfðar. Jarðarförin auglýst Börnin. t Eiginkona mín og móðir, DAGRÚN ERLA HAUKSDÓTTIR, Blöndubakka 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd foreldra og systra, ÁrniÁrnason, Rósa Hrönn Árnadóttir. t Bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN THORLACIUS, er lóst þann 13. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. apríl kl. 15.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.