Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 29
MÓÉÖÚNBLÁÐÍÐ VELVAKANDI 'SUN’ AGUR 23. A'PRÍI. 1989 C 29 Jóhann Marinósson miðað við þær sem settar voru fram hjá BSRB en auðvitað þarf fólkið á þessum peningum að halda í sinn heimilisrekstur. Mér finnst orðið verulega dýrara núna að kaupa inn eftir að verðstöðvuninni lauk og kostnaðurinn hefur aukist meira en launin," sagði Ragnhildur Jónsdótt- ir. Verðbólguna niður „Ég fer með svona 10-12 þúsund í mat á mánuði en við erum þrjú í heimili," sagði Þórey Pálsdóttir bankastarfsmaður sem stóð í dyrum á fokheldu raðhúsi sínu ásamt syni sínum Pálma þriggja ára. „Húsaleig- an er 14 þúsund á mánuði, raf- magn, hiti og sími rúm 4 þúsund, barnapössunin er 7.500 og bensín- kostnaðurinn 1.500-2.000 kr. á mánuði. Mér finnst launakröfurnar of háar hjá þeim sem eru í verkfalli en það þarf að ná 'niður verðbólgunni og koma á jafnvægi. Ég var ánægð með ástandið í vetur en það þyngd- ist allt eftir að verðstöðvuninni lauk.“ - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ragnhildur Jónsdóttir til að reka heimilið og þá tala ég um það allra nauðsynlegasta,“ sagði Ragnhildur Jónsdóttir sem sat inni í bíl sínum utan við verslunina Hor- nið. „Inní þessu hjá mér eru öll heim- ilisútgjöld, húsnæðisafborganir, fastagjöldin og allt. Ætli maturinn nálgist ekki 40 þúsund á mánuði. Kröfurnar í verkföllunum eru háar Þórey Pálsdóttir með Pálma son sinn þriggja ára. Af verslunum, stofii- unum og fyrirtækjum Oft hefur það verið sagt um okk- ur íslendinga að við værum skyggnari á það neikvæða en já- kvæða sem mætir okkur á vegferð- inni. Nokkuð mun til í þessu. En nú langar mig að komá með sína ögnina af hvoru. Það er hörmulegt hversu margir sem vinna við almenna þjón- ustu og verslun kunna lítt til verka, enda mörg þjónustustörf ekki talin hér til fagvinnu eins og tíðkast víða erlendis. Það eru þó sem betur fer margar undantekningar frá þessu og er ég þá kominn að tilefni þess og ég sting hér niður penna. Ég hef þurft að undanförnu að skipta nokk- uð við fyrirtæki hér í Reykjavík. Ekki þættu þau viðskipti mikil á landsvísu, en á mína vísu eru þetta nokkuð mikil viðskiptk Fyrirtæki þetta er Húsasmiðjan í Reykjavík. Þetta er stórglæsilegt fyrirtæki stofnað af framsýni þess mikla sóma- manns, Snorra heitins Halldórssonar. Afkomendur Snorra tóku algerlega við rekstri fyrirtækisins að honum látnum og hafa haldið áfram upp- byggingu af þvílíkum myndarbrag að vert er að halda á lofti. Hátt er til lofts og vítt til veggja í þeirra glæsilegu verslun, vöruúrval ótrúlegt og verði stillt í hóf. En þá er ég kominn að kjarna málsins, þ.e. því andrúmslofti og við- móti sem maður mætir þegar inn er komið. Þar fullyrði ég að Húsasmiðj- an sé í algjörum sérflokki meðal íslenskra stórfyrirtækja. Hlýja, nota- legheit og hjálpsemi eru aðalsmerki hvers einasta manns sem hjá fyrir- tækinu vinnur. Ég held að það væri ekki svo vit- laust að fyrirtæki sem eru að endur- skipuleggja starfsemi sína, leituðu til starfsmanna Húsasmiðjunnar sem gætu miðlað miklu um hvernig ætti að mæta og þjónusta viðskiptavini. Um leið og ég óska Húsasmiðj- unni velfarnaðar í uppbyggingu sinni vil ég sérstaklega óska henni til ham- ingju með hvern einasta mann sem þar vinnur. 0675-2160 Framúrskarandi lestur Margur maður harmar að ekki skuli vera til lestur föður míns, Helga Hjörvar, á Bör Börssyni og vera má að það sé rétt. Nú er tæki- færi til að bjarga lestri, þar sem er flutningur Péturs Péturssonar á ævi- sögu sr. Árna Þórarinssonar. Pétur hefur nú lokið öðru bindi, í Sálar- háska, og þá eru fjórar bækur eftir ófluttar. Ég vona að forráðamenn útvarpsins sjái sér nú leik á borði að biðja Pétur að lesa sem fyrst inn á bönd til varðveislu um ókomin ár þessi fjögur bindi. Lestur Péturs er framúrskarandi og efa ég að nokkur maður hafi lesið og leikið sögu með öðrum eins kynngikrafti síðan Bör leið. Solveig Iljörvar spurt og svarað Seltimingur spyr: WT Hvað mega margir vera I inni á ölstofuimi Rauða ljóninu við Eiðistorg á Seltjariuir- nesi og hve lengi á það að viðgang- ast að yfir þúsund manns séu á staðnum sjálfúm og við hann um helgar? Hver sér um eftirlit á staðnum? Sigurgeir Sigurðsson, bæjarsljóri Selljamamesi: Rauða Ljónið er vínveitinga- hús og því sér lögreglustjór- inn í Reykjavík um eftirlit hvað þá hlið snertir. StaðUr- inn hefur veitinga- leyfi fyrir 160-170 gestum og öðmm eins fjölda úti fyrir, en að sjálfsögðu einskorðast vínveit- ingaleyfið við stað- inn sjálfan. Bæjar- yfírvöldum á Sel- ijamamesi ber að fylgjast með um- gengni um Eiðistorg sem er í eigu bæjarins. Ekki hafa borist beinar kvartanir vegna íjölda gesta á Rauða ljóninu en það hefur heldur ekki farið fram hjá manni að þar er margt um helgar og það kann að hafa valdið pirringi hjá þeim sem búa í nágrenn- inu. Vandamál okkar hefur fram til þessa verið að fá fólk til að sækja Eiðistorg sem er miðstöð verslunar á Seltjamamesi. Umhverfið hefur verið gert vistlegt og aðlaðandi, þama er hægt að sitja úti á torgi líkt og menn þekkja erlendis frá og boðið er upp á margháttaða þjónustu. Þegar bjór- stofa var opnuð við Eiðistorg mátti búast við einhveijum breytingum á aðsókn að torginu. í sjálfu sér er það gleðilegt að svo margir vilji nú hafast við í hinu vistlega umhverfi. Hins vegar viljum við höfða til fólks að það misnoti ekki þessi nýju aðstöðu. Ég á nú sjálfur von á því að þessi bylgja gangi yfír þegar nýjabmmið verður farið af. SVAR Signý Sen, fulltrúi lögreglustjóra: Bæjarfógeti í Hafnarfirði gefur út veitingaleyfi fyrir Rauða ljónið, dómsmálaráðuneytið vinveitingaleyfi og lögreglustjórinn í Reykjavík sér um löggæslu á staðn- um. í vínveitingaleyfi útgefnu 28. febrúar segir að það sé „bundið við nafn veitingamanns og það húsnæði sem leyfishafi nú hefur og matsnefnd vínveitingahúsa hefur skoðað.“ For- maður matsnefndar hefur upplýst að nefndin hafi ekki skoðað neitt fyrir utan það húsnæði sem veitingastaður- inn hefur. Samkvæmt reglugerð um sölu og veitingu áfengis er bannað að bera með sér áfengi út af veitinga- stað. í upphafi bar veitingamaðurinn áfengið út til gesta á torginu en nú hefur honum verið gerð grein fyrir því að það megi hvorki hann né gest- ir gera. Samkvæmt lögregluskýrslu frá síðasta vetrardegi hefur verið bætt úr þessu. Hins vegar er torgið öllum opið og nú er tekið að bera á því að fólk komi með áfengi með sér utan frá. Þar með hefur skapast nýtt vandamál sem lögreglan og bæjar- stjóm Seltjamamess verður að taka sérstaklega á. Þar er ekki við veit- ingamanninn að sakast. Ilulda Hafsteinsdóttir ísafirði spyr: WT Mig langar til að spyrja I um afdrif Happdrættis Bilaklúbbs Akureyrar. Það átti að draga 1. október 1988 en aldrei svarar í þeim síma sem gefinn var upp. Jón Thors, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu: SVAI Happdrætti Bílaklúbbs Akur- eyrar fékk frest til 31. des- ember til að draga út vinningsnúm- er. Vinningshafar geta vitjað vinn- inganna hjá formanni Bílaklúbbs Akureyrar i síma 96-21896. Sunnudagur 23. apríl Heiti potturinn StefánS. Stefánsson Gunnar Hrnfnsson Jazztónleikar 0.(1. Hvert sunnudagskvöld kl. 21.30. Aðgangseyrlr kr. 500,- Skálafell Guðmundur Haukur leikur í kvöld OHOTELa Aögangseyrirkr. 300, ----eftirki. 21- W0RDPERFECT REIPRENNANDI RITVINNSLA Viltu auka afköst þin og vinnugetu? WordPerfecter öflugtíslenskað ritvinnslukerfi. Á þessu nám- skeiði lærir þú að nýta þér margvíslega möguleika þess. Dagskrá: • Grundvallaratriði í MS-DOS • Byrjunaratriði í WordPerfect • Helstu skipanir við textavinnslu • Verslunarbréf og töflusetning • Dreifibréf • Gagnavinnsla • íslenska orðasafniðognotkun þess • Umræður og fyrirspurnir. Tími: 26. og 28. apríl, 3. og 5. maíkl. 13-17. Leiðbeinandi: GuðlaugLöve VR og BSRB styðja félaga til þáttöku í námskeiðinu. Nýja WordPerfect bókin er innifalin í námsgjaldi. B&Tölvufræðslan Borgartúni 28 Góðan dagitm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.