Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 12
Masauna, ískóngurinn í Thule, krækir sér í lúr á náhvalaveiðunum. Það er ótrúlegt hvað veiðimennirnir eru þjálfaðir í að sofa úti í kuldanum. MORGUNBLAÐJÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 FOLKIÐ Á HJARA VERALDAR Aðverða hlutíaf hjartslætti norðursins Suðið í sleðaprímusnum er ótrúlega heimilislegt grein Árni Johnsen/myndir Ragnor Axelsson STUNDUM beit kuldinn harkalega ef maður hafði setið lengi á hundasleðanum. Ferðalag á hundasleða klukkustundum saman reynir á þolinmæðina og þá er að drífa sig af sleðanum og hlaupa í kapp við hundana, fá blóðið til að renna, fínna að það býr í manni líf þrátt fyrir óendanleika íssins og kuldann á hjara veraldar. í fyrstu er það sérkennileg tilfínning að hlaupa með sleðahundunum, eiga það á hættu að hrasa á ísnum og verða eftir. En það er hressandi og rífiir upp í manni skapið að taka sprettinn og henda sér síðan á sleðann á fiiliri ferð og láta hundana um púlið. Veröld norðursins er varasöm en reynslan hefúr kennt mönnum að vera vitrir varðandi það sem skiptir máli, hvernig á að hegða sér og komast af. Hundasleði, byssa, hnífiir, tól og tæki að meðtöldum potti og prímus, það er Iífíð og einfalt tæki eins og þríkrækjan getur skipt sköpum. Þríkrækjan í enda kastlínunnar er notuð til þess að kasta að selnum sem hefur verið skotinn á sjónum, hún er notuð til þess að draga selinn að bóli, hún er notuð til þess að draga litla ísjaka sem brúa rifiir á milli hafísflckanna svo hægt sé að þeysa yfír á hundasleðum og ef maður er á gangi úti á rekísnum er þríkrækjan mesta þarfaþing ef ísflekinn er kominn á rek og þörf er á að krækja sér I lítinn jaka til þess að fleyta sér á að traustari dvalarstað. Þegar maður er á annað borð kominn á þessar slóðir er engra kosta völ annarra en að ríma við þá j möguleika sem eru fyrir hendi, j finna taktinn í þjartslætti i norðursins, verða hluti af : honum og taka til hendinni í samræmi við það. Hundalíf á hjara veraldar. Borgarísjakarnir setja reisulegan svip á umhverfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.