Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ ii 1 ’I .::'í TJD FJÖLMIÐLAR sunnupagur c* r/.i jí f■ w-«í'Íi11 i*Ki■ ■ ^^ '■ i 23. APRÍL 1989 ----------!--- Fj ölmiðlaglaðir grænfriðungar Fréttamenn, sem dvöldust nýlega í boði grænfriðunga á skipi þeirra Gondwana við Suðurskautslandið í vetur luku lofsorði á góða þjón- ustu, sem þeir veittu, einkum fullkomna Qarskiptatækni, sem þeir höfðu yfir að ráða. Fréttamennimir vom allan tímann í beinu sam- bandi við skrifstoíur sínar og gátu valið um beint tölvusamband, „fax“, telex eða símasamband um gervihnött. Engin vandkvæði vom á því að senda símamyndir, svart-hvítar eða í lit. Grænfriðungar hafa langa reynslu á sviði upplýsingamiðlunar og þurfa nauðsynlega að koma áróðri sínum á framfæri sem skjót- ast. Þeir hafa 17 skrifstofur víða um heim og dreifa ógrynni af til- kynningum með tölvupóstkerfi, sem þeir segja að sé svo hraðvirkt að þeir geti haldið kostnaði í lág- marki. Allar tilkynningar eru sendar í tölvubanka í Bandaríkjun- um og áskrifendur fá þær þaðan. „Við getum miðlað upplýsingum til staða hvar sem er í heiminum á örfáum mínútum," sagði Peter Wilkinson, einn af forystumönnum Einokuná undanhaldi VIKURITIN Radio Times og TV Times hafa haft einokun á birtingu vikudagskrár útvarps og sjónvarps í Bretlandi. Fyrr- nefnda ritið er gefið út af BBC, en hitt af ITV-samsteypunni. Þessi tvö rit eru langvinsæl- ustu tímaritin í Bretlandi. Rad- io Times selst í 3,2 milljónum eintaka á viku, en TV Times í 3,1 milljón eintaka. Þau sem næst komast eru mánaðarritið Reader’s Digest (ein og hálf milljón) og vikuritið Woman’s Weekly (1,2 milljónir). Síðan í desember hefur flest bent til þess að þessari einokun verði aflétt. Þá úrskurðaði framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins að BBC og ITV misnotuðu aðstöðu sína með því að leyfa engum öðrum að birta vikudagskrána. Síðan hef- ur staðið yfir undirbúningur að > útgáfu nokkurra rita, sem munu sérhæfa sig í kynningu á útvarps- og sjónvarpsefni viku fram í tímann. Eitt þessara rita hefur þegar hafíð göngu sína: TV Guide, sem er í eigu Ruperts Murdochs og segir frá efni gervihnatta- sjónvarps. Það mun bæta við vikudagskrám BBC og ITV jafnskjótt og það verður leyft. Greenpeace, í samtali við brezka blaðið The Guardian. „Við verðum að vera eins klókir og andstæðing- arnir. Við stöndum eða föllum með upplýsingum." Um borð í Gondwana voru græn- friðungar af níu þjóðum og þeir gátu talað við allar útvarpsstöðvar, sem báðu um viðtöl. Það eina sem olli vandkvæðum var tímamismun- ur — til dæmis var 12 tíma munur á tímanum í Frakklandi og við Suð- urskautið. Hringt var í skipið nær látlaust allan sólarhringinn og Wilk- inson og staðgengill hans skiptust á um að vera á vakt til að tryggja að allir fengju úrlausn. Fjör í út- gáfu sunnu- dagsblaða MIKIL gróska er í útgáfii sunnudagsblaða í Bretlandi. Nýtt sunnudagsblað, Sunday Corre- spondent, hefur göngu sína í haust, Sunday Times hefiir verið stækkað, The Observer hefur bætt við fylgiblaði, þrátt fyrir erfiðleika í rekstri blaðsins, og breytingar hafa verið gerðar á Sunday Telegraph, sem verður sameinað systurblaðinu Daily Telegraph til að bæta samkeppn- isstöðuna. Nú síðast hefur ritstjóri dag- blaðsins The Independent, Andreas Whittam-Smith, staðfest að hann hafí hug á að gefa út sunnudagsblað. Hann skýrði einnig frá því á ritstjómarfundi að The Independent mundi kaupa The Obs- erver, ef það blað yrði boðið til sölu á „hóflegu verði“. Áætlaður stofnkostnaður Sunday Correspondent mun nema 18 millj- ónum punda. ■Hvað skal gera þegar hörmungar og harmleikir birt- ast óvænt í beinum sjón- varpsútsend- ingum? Hörmungar á Hillsborough — frétt í beinni útsendingu. Þegar allt getur gerst SJÓNVARPSÁHORFENDUR verða nú æ oftar vitni að hroðaleg- um atburðum og miklum harmleikjum í beinum útsendingum. Síðastliðinn laugardag gafst íslendingum ásamt nokkrum öðrum Evrópuþjóðum kostur á að fylgjast með einum ógurlegasta at- burði evrópskrar íþróttasögu. Knattspymuáhugamenn höfðu komið sér fyrir í þægilegum sófiim fyrir framan viðtækin og búið sig undir að sjá áhugaverða knattspymuviðureign, — þess í stað urðu þeir vitni að því þegar hundrað áhorfenda öttu kappi við dauðann og yfir eitt hundrað menn biðu lægri hlut. Ótal spum- ingar vakna varðandi hlutverk og skyldur sjónvarps við aðstæður af þessu tagi. Á að rjúfa útsendingu? Ber sjónvarpi að svala fréttaþorsta áhorfenda og um leið eigin metnaði með því að vera fyrst með fréttimar? Eiga sjónvarpsstöðvar að hafa til reiðu neyðaráætlanir þar sem fylgt er fyrirfram mörkuðum brautum frekar en að byggja allt á ákvörðunum sem teknar em í hita augnabliksins. A að undirbúa fréttamenn sérstaklega undir það að atburðir geti farið á annan veg en ætla má. Gera íslenskir frétta- og Qölmiðlamenn sér grein fyrir því að beinar útsending- ar era grafalvarlegt mál? Ibeinum útsendingum afsala fréttamenn sér ákveðnu rit- stjórnarvaldi. Efni þátta sem unn- ir eru fyrirfram er valið með hlið- sjón af því sem á undan er og á eftir kemur. Fréttamenn eru ge- rendur. í beinum útsendingum ræður atburðarásin ferðinni. Fréttamaðurinn er teymdur áfram og hefur ekki tök á að grípa í taumana með öðrum hætti en þeim að rjúfa ------------------------------ útsendingu. Ingólf- eftir Jhgeir Friðgeirtson ur Hannesson, for- stöðumaður BAKSVID borough sl. laugardag með það m.a. í huga að allt að þriðjungur áhorfenda íþróttaþátta hér á landi eru böm og unglingar. Einnig hafði stór hópur fólks hringt og látið í ljós vanþóknun sína á út- sendingunni. Sú ákvörðun byggð- ist á siðferðilegu mati og í slíkum tilfellum verða sjónvarpsstöðvar HHi að styðjast við við- miðanir sem þær telja sér sæmandi. Ljóst er að það mat byggðist á því að réttara væri að vernda viðkvæmar íþróttadeildar Sjónvarpsins, ákvað að ijúfa útsendinguna frá HiIIs- sálir en að svala fréttaþyrstum. Hins vegar var það kaldhæðni örlaganna að í staðinn skyldi Sjón- varpið sýna böm dansa enskan vals. Örlögin verða hins vegar all oft kaldhæðin ef þau fá að leika lausum hala. Ákvörðunin um að senda myndina með bamadönsun- um út var örugglega ekki tekin í ljósi þess hvað hún nákvæmlega innihélt og undirstrikar þetta nauðsyn neyðaráætlana. Slík áætlun þarf ekki endilega að hafa í för með sér að litið sé framhjá atburðinum heldur að um hann sé Ijallað með öðmm hætti en að sýna hann, t.d. með viðtölum við fólk sem þekkir til aðstæðna eða þá sem málið varðar á einhvem hátt. Slík vinnubrögð léttu undir með þeim lítt öfundsverða frétta- manni sem lýsa þarf því sem fyr- ir augun ber á skjánum. íslenski íþróttafréttamaðurinn, sem í því hlutverki lenti, þurfti að tala sleitulaust í langan tíma um at- burði sem hann hafði litlar upplýs- ingar um. Hann hefði betur þagað á köflum. Hann dró víðtækar og alvarlegar ályktanir af litlum upp- lýsingum. Ályktanir sem reyndust rangar og fóm mjög fyrir brjóst þeirra sjónvarpsáhorfenda sem skynjuðu snemma að atburðir þeir sem þama áttu sér stað áttu lítið skylt við villimennsku, skræl- ingjahátt og óeirðir. Það að einn okkar reyndasti maður í beinum útsendingum skyldi ekki þekkja þær þröngu skorður sem atburðir af þessu tagi setja ályktunum manna segir okkur að undirbún- ingi var ábótavant. Fjölmiðlamenn verða að gera sér grein fyrir að beinar útsendingar kreflast ann- ars af þul en orðaflaums, sérstak- lega þegar út af ber. Ekki er ráð nema í tíma sé tek- ið. Innan fárra ára verða beinar útsendingar mjög áberandi í dag- skrám sjónvarpsstöðva. Eftirsótt- ustu beinu útsendingamar em frá viðburðum þar sem allt getur gerst. íslenskir ijölmiðlamenn þurfa í æ ríkari mæli á mark- vissri starfsþjálfun að halda sem býr þá einmitt undir það að allt geti gerst. Aldreiþessu vant tla ég að minnast á orðið prósent og notkun þess. Ekki svo að skitja, að ég hafí ekki fyrir löngu gefízt upp fyrir orðley- sunni prósentustig, sem er að vísu einhver klaufalegasti samsetningur sem fram hef- ur komið í máli upp á síðkas- tið, en virðist að sama skapi vinsælt sem það er vitlaust; og að stinga upp á nothæfum orðum í þess stað er eins og að bjóða hundi heila köku. Þess er kannski vart að vænta, að fólk sem leggur sér slíkt til munns, hirði um að fara rétt með sjálft orðið prósent, enda er því sí og æ hraklega misþyrmt í fjölmiðl- um. Ekki verður því þó um kennt, að þar sé neinn vandi á ferðum, heldur einungis vítaverður trassaskapur, sem verðskuldar engin blíðmæli. Eigi að síður skulu hér hvorki nefnd nöfn manna né ijöl- miðla, heldur aðeins gripið af handahófí eitt splunkunýtt dæmi, sem á sér óteljandi jafningja í blöðum og út- varpi. Skal hveijum leyft að kenna þar sitt afkvæmi; en um leið mætti dæmið verða öðrum víti til vamaðar. Sagt var: „Þar hefúr orð- ið þrjú prósent hækkun." Hvemig snúa kvamimar í fólki sem svona talar? Þetta er eins og að segja: Þar hefúr orðið þrir hundraðs- hlutar hækkun. Sjá ekki allir að þetta ætti að vera: þriggja hundraðshluta hækkun? Hveijum getur dulizt, að hér hlýtur hvorug- kyns-orðið prósent að hegða sér öldungis eins og karl- kyns-orðið hundraðshluti, svo þama hefði átt að segja: Þar hefiir orðið þriggja prósenta hækkun. Auðvitað var lítill fögnuð- ur að tökuorðinu prósent, sem naumast á sér hliðstæðu í málinu. En fyrst það hefur hlotið viðurkenningu og fest sig í sessi sem íslenzkt hvor- ugkyns-orð, má ekki minna vera en að það sé notað á sama hátt og önnur tökuorð og beygt að Sslenzkum hætti. Ég býst við það vefðist fyrir fáum að beygja enska gjald- miðils-heitið sent, sem svo er nefnt á íslenzku. Ætli nokkur íslendingur segði: Það hefúr orðið þijú sent hækkun á þessari vöm? Ég hygg að allir segðu rétti- lega: þriggja senta hækk- un. Kannski gæti það orðið til hjálpar, að orðin sent og prósent beygjast eins. Þess er skylt að geta, að ýmsir fíölmiðlamenn fara ævinlega rétt með þetta orð. En hinir em of margir, sem fara of oft ranglega með það. Það á aldrei að henda neinn fjölmiðlamann. Það er ótæk fyrirmynd og býður heim frekari spjöllum á beyginga-kerfínu. Og nú skora ég á alla ritstjóra og alla útvarpsstjóra að krefjast þess af öllu starfsfólki sínu, að það fari ævinlega rétt með orðið prósent. Það er öllum vorkunnarlaust; vilji er allt sem þarf. En það er farið rangt með fleira sem varðar tölur en prósent. Einhver var sagður hafa unnið til tveggja verð- launa á leikunum í Söúl. Samkvæmt því hefði hann fyrst fengið eitt verðlaun og síðan annað verðlaun í viðbót, og væntanlega átt skilið að fá þau bæði. Eigum við ekki heldur að vona, að blessaður vinurinn hafi unnið til tvennra verðlauna, feng- ið fyrst ein verðlaun og síðan önnur verðlaun í við- bót, og vonandi staðizt pissu- prófíð, svo hann hafí átt ski- lið að fá þau hvortveggju (eða hvor tveggja). Á flugvél vom sagðar vera fjórar dyr. Samkvæmt því hefði trúlega verið ein dyr framarlega hvomm megin og önnur dyr hvomm megin aftar. Hitt væri þó senni- legra, að á vélinni hafí verið femar dyr, einar dyr hvor- um megin framarlega og aðrar dyr hvomm megin aftar. Svo var eitthvað sagt vera tuttugufalt í stað tvítugf- alt, og er sú endurbót ekki með öllu ný af nálinni. Það uppátæki reiknings- manna að kalla það, sem er helmingi meira en annað, tvöfalt meira, hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Þessi misþyrming á þeim hluta beygingakerfisins, sem varðar stigbreytingu, hefur svo illilega mglað ýmsa í ríminu, að öll tilfínning fyrir þvt, hvenær þágufall á að fara á undan miðstigi, virðist rokin út í buskann. Nýjustu fjölmiðla-fregnir af þeim vettvangi em hins vegar þær, að einhver skollinn sé þrisvar sinnum minni en eitthvað annað, hvemig sem það er nú hugsað. Helgi Hálfdanarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.