Morgunblaðið - 07.05.1989, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
ERLENT
IBMNLENT
Isömu
sporum
ogfyrir
verkfall
Hvorki'gengur né rekur í við-
ræðum BHMR og ríkisvaldsins.
Deiluaðilar segja að þeir standi
enn í sömu sporum eftir mánaðar-
verkfall. Verkfallið er farið að
hafa mikil áhrif á skólastarf, og
hafa bæði nemendur og foreldrar
hvatt til þess að það verði leyst.
Ólafiir Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra mætti á fund með
kennurum, en þeir gerðu hróp að
honum og gengu út.
Björguðust úr flugslysi
Tveggja hreyfla íslenzk flugvél
nauðlenti í sjónum við Kristian-
sand í Noregi seint á miðviku-
dagskvöld. Tveir íslenzkir flug-
menn, sem voru innanborðs,
björguðust lítið slasaðir. Talið er
fullvíst að benzínleysi hafið valdið
því að flugvélin missti afl.
Ekkert skipulag í Fossvogi
Skipulagsstjóm ríkisins hefur
ályktað að ekkert skipulag sé í
gildi í Fossvogsdal og því sé
óheimilt að gefa leyfi fyrir nokkr-
um framkvæmdum þar. Skipu-
lagsstjómin vill gera óháða könn-
un á áhrifum Fossvogsbrautar á
umferð og umhverfi.
Stuðningur við umsókn
um EB-aðild
I nýrri skoðanakönnun, sem
gerð hefur verið fyrir Morgun-
blaðið, kemur fram að 35,2% að-
spurðra telja æskilegt að sækja
um aðild að Evrópubandalaginu.
Af þeim, sem afstöðu tóku, eru
54% hlynnt aðild.
Sjálfstæðisflokkur fengi
42% atkvæða
Félagsvísindastofnun kannaði
fylgi flokkanna og afstöðu til
ríkisstjórnarinnar. Ef teknir eru
þeir, sem afstöðu tóku, fær Sjálf-
stæðisflokkur 42% og bætir við
sig um 12% frá síðustu könnun
Félagsvísindastofnunar í nóvem-
ber. Ríkisstjómin nýtur aðeins
stuðnings 42% þeirra sem afstöðu
tóku, en 28% kjósenda Kvennalist-
ans styðja hana.
Taprekstur hjá Eimskipi
100 milljóna króna tap varð á
rekstri Eimskipafélags Islands á
fyrsta fjórðungi þessa árs. Eim-
skip hefur nú stofnað fyrirtæki á
eynni Antigua í Karíbahafi til
skiparekstrar á alþjóðamarkaði.
Tvö banaslys í umferðinni
Tvö banaslys urðu í vikunni. I
fyrra sinnið lézt tólf ára piltur í
slysi á Bláfjallavegi, en á fimmtu-
dag lézt ungur bifhjólamaður
samstundis er hann ók hjóli sínu
aftan á bifreið. Eldur kom upp í
hjólinu og læsti sig í bifreiðina.
Aflamet Þórunnar Sveins
Þómnn Sveinsdóttir VE sló
nítján ára gamalt vertíðarmet, en
hún hefur nú fært 1734 tonn að
landi á vertíðinni.
Aldís kemur heim
Aldís, hin nýja Boeing-þota
Flugleiða kom til landsins á laug-
ardagsmorgun og var tekið á
móti henni með viðhöfn á
Keflavíkurflugvelli.
ERLENT
Arafat
ógildir stofli-
skrá PLO
Yasser Arafat,
leiðtogi PLO,
lýsti yfir því á
þriðjudag að
stofnskrá sam-
takanna frá ár-
inu 1964 væri úr
gildi fallin. í
henni segir m.a.
að ísraelsríki
eigi sér engan tilvemrétt. Arafat
lét þessi orð falla í sjónvarpsvið-
tali í París eftir að hafa átt við-
ræður við Mitterrand Frakk-
landsforseta. Róttækir Palestínu-
menn hafa fordæmt þessa yfirlýs-
ingu Arafats en Shamir forsætis-
ráðherra ísraels vísaði henni á bug
með þeim orðum að Arafat væri
„óforbetranlegur lygari".
Forsætisráðherra í tíu ár
Á miðvikudag vom tíu ár liðin frá
því Margaret Thatcher tók við
embætti forsætisráðherra Bret-
lands. Thatcher sagði mikilsverð-
asta árangur sinn í starfi hafa
verið þann að hafa endurreist
orðstír Breta á alþjóðavettvangi
og kvað linnulausa gagnrýni
stjórnarandstæðinga hafa hert sig
í þeim ásetningi að tryggja Bret-
um betri framtíð.
North fúndinn sekur
Oliver North, ofursti og fyrmrn
starfsmaður Þjóðaröryggisráðs
Bandaríkjanna, hefur verið fund-
inn sekur um að hafa hindrað
rannsókn Bandaríkjaþings á ólög-
legri vopnasölu til klerkastjómar-
innar í Iran og leynilegum stuðn-
ingi við kontra-skæmliða í Nic-
aragua. Ákæran á hendur North
var í tólf liðum en hann var sýkn-
aður af níu ákæmatriðum og þótti
það umtalsverður sigur fyrir
hann. North á yfir höfði sér tíu
ára vist innan fangelsismúra auk
fjársekta.
Lubbers biðst lausnar
Ruud Lubbers,
forsætisráðherra
Hollands, hefur
beðist lausnar
fyrir sig og ráðu-
neyti sitt en
búist er við að
kosningar fari
fram í septem-
ber. Deilur innan
stjómarinnar um skattlagningu
til umhverfisvemdunar urðu henni
að falli en boðað hafði verið stórá-
tak til að minnka mengun í
landinu um 70% fyrir árið 2010.
Forsetakosningar í
Paraguay
Andres
Rodriquez,
frambjóðandi
Colorado-flokks-
ins I Paraguay,
sigraði í forseta-
kosningum sem
fram fóm í
landinu á mánu-
dag. Rodriquez
tók við forsetaembættinu í febrú-
ar er Alfredo Stroessner einræð-
isherra var komið frá völdum.
Þetta vom fyrstu frjálsu kosning-
amar í Paraguay í rúma þijá ára-
tugi en mjög bar á ásökunum um
kosningasvik.
Óöld á Nýju
Kaledóníu?
Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÓTTAST er að alda ofbeldisverka
muni skella á Kyrrahafsnýlendu
Frakka, Nýju Kaledóníu, eftir að
tveir æðstu leiðtogar FLNKS,
sjálfstæðishreyfingar Kanaka,
þeir Jean-Marie Tjibaou og Yéw-
éné Yéwéné, voru myrtir á
fimmtudag. Öfgasinnaður félagi í
samtökum þeirra skaut þá til
bana.
Deilur milli íbúa af frönskum uppr-
una og Kanaka, sem em 43% íbúa,
hafa blossað upp reglulega og kostað
flölda mannslífa. I apríl og maí í
fyrra, er frönsku forsetakosningarn-
ar vora í algleymingi, réðust nokkrir
Kanakar á bækistöð franskra herlög-
reglumanna, myrtu fjóra og tóku á
annan tug í gíslingu. Rétt fyrir síðari
umferð kosninganna frelsuðu sér-
sveitir hersins gíslana. 21 lét lífið í
áhlaupinu, aðallega Kanakar, og var
þá lagt hart að stjómmálamönnum
að finna leið til að stilla til friðar.
Stjórn Michels Rocards kynnti
áætlun um að efnahagsleg staða
Kanaka yrði bætt og síðan gengið
til kosninga eftir tíu ár um það hvort
íbúar Nýju-Kaledóníu vildu áfram
tilheyra Frakklandi. Var áætlunin
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í
Frakklandi 6. nóvember sl. Miklar
vonir voru bundnar við áætlunina og
morðin því vemlegt áfall fyrir Roc-
ard.
Reuter
Kosningar í Panama
Forseta-, þing- og sveitarstjómarkosningar verða í Panama í
dag, sunnudag, og hefur alþjóðleg eftirlitsnefnd verið send til
landsins til að fylgjast með kosningunum þar sem stjómarand-
stæðingar í landinu og Bandaríkjastjórn hafa sakað stjórnvöld
um að ætla að beita kosningasvikum til að tryggja stuðnings-
mönnum Manuels Noriega hershöfðingja sigur. Jimmy Carter
og Gerald Ford, fyrrnm Bandaríkjaforsetar, sem myndin er af,
em formenn eftirlitsnefiidarinnar. Forsetaframbjóðandi vald-
hafanna í Panama, Carlos Duque, náinn samstarfsmaður Nori-
ega, sem í raun hefiir verið æðsti valdamaður Panama, segist
ætla að viðhalda nánum tengslum milli stjómarinnar og hers-
ins. Margir Panamabúar óttast að til átaka komi eftir kosning-
arnar verði stjómin staðin að kosningasvikum.
Spánverjar óttast vaxandi
andstöðu við „kvótahoppið“
EINS og sagt hefiir verið frá hér í blaðinu stendur mikill styr
um fiskveiðimál innan Evrópubandalagsins og einkum um það,
sem kallað er „að hoppa á milli kvóta“. Er þá við það átt, að
fiskiskip frá einu landi séu skráð í öðm til að þau geti veitt úr
kvóta viðkomandi lands. Era það aðallega Spánveijar, sem hafa
stundað þetta og að langmestu leyti í Bretlandi. Bresk stjómvöld
settu nýlega lög, sem banna þetta nema skipin séu að 75% í eigu
breskra þegna, en fyrir breskum dómstól var þeim hrandið og
sagt, að þau gengju gegn ákvæðum Rómarsáttmálans um al-
ftjálsa atvinnustarfsemi innan bandalagsins. Breskur áfrýjunar-
réttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu og staðfesti lögin.
Þar við situr að sinni.
Það em sem fyrr segir einkum
Spánveijar, sem lagt hafa
fyrir sig „kvótahoppið", og ekki
síst sjómenn frá Galisíu á Norð-
austur-Spáni. Þar hafa fiskveiðar
verið stundaðar frá aldaöðli og
Galisíumenn eiga þriðjung
spænska fiskiskipastólsins, sem
telur alls 17.700 skip. Hann er
svo aftur að tölunni til rúmur
helmingur veiðiflota allra Evrópu-
bandalagsríkj-
anna.
Galisískir sjó-
menn eiga í
miklum erfið-
leikum um þess-
ar mundir eins
og er raunar um alla starfsbræður
þeirra innan EB. Langvarandi
rányrkja hefur valdið því, að
víðast hvar em fískstofnamir í
lágmarki og af þeim sökum hafa
spænsk stjómvöld leitað eftir fisk-
veiðisamningum við önnur ríki, til
dæmis Afríkuríkin Marokkó og
Angóla. Önnur aðferð þeirra er
svo að skrá skipin í öðmm EB-
ríkjum og fiska úr takmörkuðum
kvóta þeirra.
BAKSVIÐ
Eftir Svein Sigurðsson
sem honum er landað fást fyrir
kílóið um 45 kr. ísl. en ekki nema
9 kr. í Bretlandi.
Nú er hins vegar allt á huldu
um framtíð þessara veiða gal-
isísku skipanna og afleiðingamar
geta orðið margvíslegar. í Galisíu
mun fjöldi manna missa atvinn-
una án þess að eiga í nokkur
önnur hús að venda; sósíálista-
stjórnin í Madrid kemst í vemleg
vandræði og það
gerir henni ekki
auðveldara fyrir
þótt undarlegt
sé, að Spánveij-
ar fara nú með
forsetaembættið
í framkvæmdastjóm EB. Forset-
inn er nefnilega um leið eins kon-
ar sáttasemjari og á erfitt með
að ganga hart eftir hagsmunum
sinnar þjóðar. Þá má nefna, að í
Galisíu verða mikilvægar kosning-
ar seint á árinu, síðasta eiginlega
skoðanakönnunin fyrir þingkosn-
ingarnar á næsta ári, og ef sósía-
listar geta ekkert fyrir sjómennina
gert mun þeim verða sparkað úr
valdastólum í héraðinu.
Fimm milljarðar af
breskum miðum
Fyrsta spænska skipið var
skráð í Bretlandi árið 1957 en það
er ekki fyrr en á síðustu ámm
að þeim hefur fjölgað vemlega
og em nú 101 talsins_ í eigu 80
galisískra fyrirtækja. í fyrra var
aflaverðmæti skipanna tæpir
fimm milljarðar ísl. kr. og 5.000
Galisíumenn höfðu beint og óbeint
framfæri sitt af þessum veiðum
úr breska kvótanum. Er aflinn
mikið til lýsingur en á Spáni þar
Bretar ekki til viðræðu
Eigendur spænsku skipanna
hafa skotið máli sínu til lávarða-
deildarinnar, æðsta dómstigsins í
Bretlandi, og framkvæmdastjóm-
in skrifaði breskum stjómvöldum
og lagði áherslu á, að lagasetning-
in umdeilda stríddi gegn Evrópu-
bandalagslögunum eða anda
þeirra. Bretar láta þó engan bilb-
ug á sér finna og í svari stjómar-
innar við bréfinu fyrir nokkmm
dögum er bent á, að hér sé um
að ræða bresk lög, sem Spán-
veijar hafi vitað þegar fyrir tveim-
ur ámm að yrðu sett, og borið er
á móti því, að lögin stangist á við
Rómarsáttmálann. Málið sé í
hnotskurn það, að Evrópubanda-
lagið hafi úthlutað breskum fiski-
mönnum ákveðnum kvóta, sem
Spánveijar veiði síðan úr og landi
aflanum í Galisíu. Með þetta séu
breskir sjómenn ekki aðeins óán-
ægðir, heldur æfareiðir. Þá
rökstyður stjómin lagasetninguna
einnig með Genfarsáttmálanum
frá 1958 en í honum er kveðið á
um þau tengsl, sem þurfi að vera
á milli skips eða eigenda þess og
þess fána, sem það siglir undir.
Eins og málum er komið er eins
líklegt, að deilan lendi fyrir Evr-
ópudómstólnum og breska stjórn-
in hugsar augljóslega til þess með
nokkmm óhug, að þar verði ógilt
lög, sem breska þingið hefur sam-
þykkt. Bretum getur þó verið það
nokkur huggun harmi gegn, að
þeir standa ekki einir og óstuddir
í þessu stappi. Danir, Hollending-
ar og Þjóðveijar styðja þá heils-
hugar. Þeir kæra sig ekkert um
innrás spænskra togara á sín mið.
Lars P. Gammelgárd, sjávarút-
vegsráðherra Dana, sagði nýlega,
að „kvótahoppið" yrði að stöðva
með öllum ráðum og breyta Evr-
ópubandalagslögunum ef með
þyrfti.