Morgunblaðið - 07.05.1989, Qupperneq 21
ATVINNU RAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
A TVINNUAUGL ÝSINGAR
Virðisaukaskattur
Ríkisskattstjóri auglýsir eftir lausu starfi á þjónustusviði
vegna upptöku virðisaukaskatts. Fram kemur að um sé að
ræða nýja og áhugaverða stöðu þar sem starfssvið er m.a.
upplýsinga- og kynningarstarfsemi, eftirlit og þjónusta við
skattskyld fyrirtæki. Ahersla er lögð fyrirbyggjandi eftirlit
með greiðslu óbeinna skatta. Menntun eða góð reynsla á
sviði bókhalds er sögð æskileg.
Viðskiptafræðing-
ur á lánasvið
Iðnaðarbankinn vill ráða starfsmann til starfa á lánasvið og
segir í auglýsingu að starfið sé laust samkvæmt samkomu-
lagi. Starfssvið er m.a. arðsemismat, mat á lánsumsóknum
og skýrslugerðir ýmiskonar. Um er að ræða sjálfstætt og
krefjandi starf. Einhver starfsreynsla er sögð æskileg.
íþróttir, stangveiði
og gítarleikur
Óskað er eftir barngóðu, reglusömu og duglegu starfsfólki
að Þingeyrum í A-Húnavatnssýslu frá 28. maí til 1. septem-
ber. Um er að ræða matráðskonu, aðstoðarmann í eldhúsi
og leiðbeinendur á aldrinum 17-35 ára. Sérstaklega er óskað
eftir þeim sem kunna á gítar og hafa áhuga fyrir íþróttum
og stangveiði.
Morgunblaðið/Sverrir
Hinn 1. júní nk. er hinn opinberi sameiningardagur Brunabótafélags íslands og
Sjóvá. Um 40 manns var sagt upp störfúm, en aðeins fjórir hafa fengið störf
hjá öðrum fyrirtækjum. Ennþá er útlitið þó ekki slæmt fyrir hina vegna
sumarafleysinga.
Uppsagnir vegna sameiningar
tryggingafélaganna:
Flestir fá vinnu í
Yfirhagfræðingur
Fjárlaga- og hagsýslustofnun auglýsir lausa til umsóknar
stöðu yfirhagfræðings. Starfið tengist vinnu við fjárlagagerð
m.a. mat á áhrifum verðlags- og launaþróunar og vinnu við
tölvukerfi sem notuð eru við fjárlagavinnsluna. Ennfremur
felur starfið í sér vinnu við athuganir og úttektir í ríkis-
fjármálum. Tekið er fram að við mat á umsóknum verði
lögð áhersla á þekkingu og reynslu við skyld störf.
RAÐAUGL ÝSINGAR
Tannsmíðanám
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um nám
Tannsmíðaskóla íslands sem skal senda til skólans fyrir 1.
júní nk. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi
og hafa jafngildi stúdentspróf í ensku og einhveiju Norður-
landamáli.
Prjónastofa
Eignir þrotabús prjónastofunnar Dyngju hf. á Egilsstöðum
eru auglýstar til sölu. Þar er um að ræða eignarhluta í
Lyngási 12 þ.e. 600 fermetra iðnaðarhúsnæði ásamt vélum
og tækjum t.d. pijónavélum, saumavélum, pressum, ýfingar-
vélum og sniðhlífum.
'smáÁÚglýsÍngar
Fuglaskoðunarferð
Ferðafélag íslands gengst í dag fyrir fuglaskoðunarferð
um Suðurnes. í auglýsingu segir að ferðin sé kjörin fyrir
fjölskyldur. í fylgd sérfræðinga geti þátttakendur lært að
þekkja fugla og fræðst um lifnaðarhætti þeirra. í upphafi
ferðarinnar verður þátttakendum afhent ljósrit af skrá yfir
þá fugla sem sést hafa í þessum ferðum en þetta er 19.
ferðin síðan skráning hófst. M.a. verður staldrað við á Álfta-
nesi, í Hafnarfirði, á Garðskaga, í Sandgerði, Hafnarbergi
og víðar. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin
kl. 10.00.
sumarafleysingum
- segja talsmenn BÍ og Samvinnutrygginga
FJÓRIR af þeim tæplega 40 manns, sem
sagt var upp störfum við sameiningu
Brunabótafélags íslands og
Samvinnutrygginga hafa fengið störf í
gegnum Atvinnumiðlun félaganna og mál
eins starfsmanns er í athugun. Þá fara
þrír fara beint á eftirlaun hjá
Samvinnutryggingum og Qórir hjá
Brunabót, en formlega sameinast félögin
1. júní næstkomandi.
Halldór Frímannsson hjá
Samvinnutryggingum segist finna
inn á það, að sú aðstoð sem þeir
hafi auglýst hafi haft jákvæð áhrif
bæði innanhúss sem utan. Hann
hafi fengið upphringingar frá
utanaðkomandi aðilum, sem hafi
sýnt áhuga. Einnig hafi þeir átt
góða samvinnu við það starfsfólk
sem ekki var hægt að bjóða
áframhaldandi starf. Hann segist
ánægður hvernig málin hafi þróast
og hann sé miklu bjartsýnni nú en
fyrst þegar séð var fram á að yrði
að segja einhveijum upp. Hjá
Samvinnutryggingum var
uppsagnafrestur lögbundnir 3
mánuðir, en þó rýmri í sumum
tilvikum, þar sem starfsfólk hafði
ekki áunnið sér full réttindi.
„Til að mæta þessu eins og hægt
er höfum við í samráði við
trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna
reynt að taka sem flesta af þeim
sem sagt var upp inn í
sumarafleysingar og lengt þannig
uppsagnarfrestinn. Þá ætla
einhveijir í nám í haust og verða
hjá okkur í sumar, þannig að það
eru um það bil 10 manns hjá okkur,
sem ekki er ljóst með hvað verður
um,“ sagði Halldór Frímannsson.
Pétur Már _ Jónsson hjá
Brunabótafélagi íslands, sagði að
lengri aðlögunartími væri hjá þeim.
Uppsagnir miðuðust við það að fólk
hætti störfum 31. maí, en héldi
launum eitthvað lengur, allt að 9
mánuðum, það færi eftir starfsaldri.
Vegna þessa hefðu þeir farið rólega
af stað. Pétur Mar sagði að þeir
myndu ráða eitthvað af
starfsfólkinu í sumarafleysingar og
að það væru 5—7 manns, sem
þyrfti að útvega aðra atvinnu.
Sjóvá-Almennar tóku þá afstöðu
að segja ekki upp starfsfólki, en
ráða ekki heldur í þær stöður sem
losnuðu.
Iðntæknistofn-
un gefiirút
upplýsingarit
IÐNTÆKNISTOFNUN íslands
hefúr gefið út 28 síðna rit, þar
sem teknar hafa verið saman
upplýsingar um þá þjónustu, sem
Iðntæknistofnun býður fyrir-
tækjum og öðrum sem tengjast
iðnaði.
í frétt frá stofnuninni segir, að
efni ritsins sé raðað þannig upp,
að aðgengilegt sé fyrir lesandann
að átta sig á hvernig þjónusta stofn-
unarinnar getur komið honum til
góða.
Hægt er að fá ritið hjá stofnun-
inni.
Reyðarfiörður:
Fækkun um
35 á atvinnu-
leysisskrá frá
áramótum
Reyðarfirði.
Um áramótin voru 40 manns á
atvinnuleysisskrá á Reyðar-
firði en í dag eru aðeins 5, þar af
2 konur og þrír karlmenn. Hjá
hreppnum Verður næg vinna í
sumar, þar sem stendur til að fara
að stækka skólann. Segja má að
næg vinna sé í plássinu eins og
er en það breytist þegar Snæfugl
SU 20 fer að frysta um borð. Þá
gæti farið svo að hráefni minnk-
aði mikið sem bærist á land og
þá minnkar atvinna um leið.
Um 70 manns vinnur t.d. í frysti-
húsi KHB núna en þeir eiga '/< hluta
í togaranum Hólmanesi á Eskifirði
og fá ‘4 af þeim afla til að vinna úr
hjá frystihúsinu og eins hjá Hólma-
borg, en svo minnkar mikið þegar
Snæfuglinn hættir. Nýlokið er vinnu
hjá Síldarverksmiðjunni, en þar
höfðu 24 atvinnu. Þar voru brædd
31.500 tonn frá áramótum. Búið er
að segja upp öllum mönnum utan 5
eða 6. En þéssir menn hafa ekki
fengið neina vinnu ennþá og létu
ekki skrá sig á atvinnuleyssiskrá.
Bergsplan er með 6 menn í fastri
vinnu, taka fisk af smábátum og
setja upp í skreið á Ítalíumarkað, og
þegar því lýkur verður ekkert eftir
af fólki. Verktakar hafa sagt upp
sínum mönnum og lokað. Því er ekki
gott útlit fyrir skólafólk.
- Gréta.
Höfti í Hornafiröi:
Þokkalegt
atvinnu-
ástand
Hö&i.
Atvinnuástandið er þokkalegt
um þessar mundir, að sögn
Hallgríms Guðmundssonar bæjar-
stjóra á Höfii.
Á Stokksnesi er byijað að byggja
fyrir Ratsjárstofnun og á Höfn eru
framkvæmdir við 14 kaupleiguíbúðir,
sem nær 50 umsækjendur voru um,
í fullum gangi. Hallgrímur telur að
byggðar verði allt að 20 íbúðir í ár
á Höfn, þótt þörfin fyrir fleiri virðist
mjög mikil.
„Við þurfum ekki vinnuafl hér til
að vinna þann afla, sem fer í burtu,“
segir Hermann Hansson kaupfélags-
stjóri. Það er ljóst að einhveijir hum-
arbátar munu landa afla sínum í
öðrum byggðariögum á komandi
vertíð. Það helgast meðal annars af
þvi að þeir fengu viðbótarkvóta utan
héraðs, með því skilyrði að landa
humarafla hjá viðkomandi aðilum. Á
síðustu humarvertíð voru 15 bátar í
viðskiptum við Kaupfélag A-Skaft-
fellinga. Þá eru 28 trillur byijaðar á
handfærum og línu en á síðasta ári
lögðu 39 smábátar upp afla sinn á
Höfn.
- JGG