Morgunblaðið - 07.05.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
29
Úttekt Byggðastofhunar:
Róttækra að-
gerða er þörf
í úttekt, sem Byggðastofii, hefúr gert eru 28 útvegsfyrirtæki með
meira en 100 milljónir i veltu árið 1988. Flest fyrirtækjanna eru
með blandaðan rekstur, en rækju- og loðnuverksmiðjur eru ekki í
þessum hóp. Nettóskuldir (heildarskuldir að frádregnu veltufé) þess-
ara fyrirtækja hækkuðu um 2,3 milljarða króna á siðasta ári. Árið
1987 voru nettóskuldimar 5,5 miHjarðar, en 7,8 árið eftir og hækk-
uðu því um 41%. Á sama tíma var
kjaravisitölu 19%.
Lausafjárstaða fyrirtækjanna er
talin hafa versnað um einn milljarð
króna þrátt fyrir skuldbreytingar
viðskiptabankanna og Byggða-
stofnunar. Hreint veltufé
(skammtímaskuldir að frádregnu
veltufé) minnkaði um einn milljarð
á árinu 1988. í upphafi þess árs
var það neikvætt um 1,7 milljarða
en 2,8 í árslok. Bókfært eigið fé
fyrirtækjanna var í ársbyijun já-
kvætt um 151 milljón króna, en í
lok ársins neikvætt um einn millj-
arð. Hlutfall eigin fjár lækkaði því
úr 2% og snérist í 11% tap.
Afkoman var slæm, segir í út-
tektinni. Heildartekjur hækkuðu
aðeins um 13% milli áranna 1987
og 1988, úr 6,8 milljörðum í 7,7.
Verg hlutdeild fjármagns (það sem
reksturinn skilar upp í afskriftir og
allan fjármagnskostnað), var aðeins
10 til 11% bæði árin. Það þýðir í
reynd stórfelldan taprekstur. Undir
Sleppingar
háðar leyfíim
Landbúnaðarráðuneytinu
hefúr fengið fáar umsóknir
um sleppingar hafbeitarlaxa í
laxlausar ár í sumar vegna
endurveiði. Dæmi um slíkar
sleppingar er Norðlingaf(jót í
Borgarfirði og Blikdalsá á
Kjalarnesi. Fleiri eru að hugsa
sér til hreyfings í sumar.
Sveinbjöm Eyjólfsson deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu
segir að í fyrra hafi verið sett
reglugerð um flutning og slepp-
ingu laxfiska og varnir gegn
fisksjúkdómum og blöndun laxa-
•stofna. Þar væri kveðið á um
að slepping hafbeitarlaxa til end-
urveiða sé háð leyfi landbúnað-
arráðherra.
verðlagshækkun mæld með láns-
eðlilegum kringumstæðum þarf
verg hlutdeild íjármagns að vera
að minnsta kosti 15% í blönduðum
fyrirtækjum, - en vegna mikilla
rekstrarskulda frá fyrri árum, þyrfti
hún nú að vera nær 20%. Á árinu
1987 var bókfærður hagnaður
þessa hóps 15 milljónir, en bókfært
tap árið eftir 1,2 milljarðar.
í niðurstöðum úttektarinnar, sem
send hefur verið forsætisráðherra,
seglr orðrétt svo: „Árið 1988 var
eitthvert það versta, sem sjávarút-
vegur hefur gengið í gegnum á
síðustu árum. Ohóflega þungur
skuldabaggi á fyrirtækjunum í upp-
hafi árs, léleg afkoma og háir vext-
ir lögðust þar á eitt. Þessi vandi
er þó ekki nýtilkominn. Um nokk-
urt árabil hefiir rekstrartap í sjávar-
útvegi verið fjármagnað með er-
lendum lántökum í gegnum við-
skiptabankana, Byggðastofnun og
nú síðast Atvinnutryggingasjóð út-
flutningsgreina. Án þess að á því
hafi verið gerðir útreikningar má
ætla að nettóskuld í hlutfalli við
tekjur sé nú helmingi hærri en 1982
þegar gripið var til aðgerða vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu sjávarút-
vegs. Rétt er að undirstrika að hér
er ekki um að ræða vanda ein-
stakra fyrirtækja eins og var á
árum áður. Flest sjávarútvegsfyrir-
tæki eru að sökkva í skuldafenið,
þar á meðal mörg fyrirtæki sem
talin voru góð fyrir aðeins tveimur
árum.
Gífurlegar skuldir sjávarútvegs-
fyrirtækja og áframhaldandi tap-
rekstur er mesti byggðavandinn
sem þjóðin stendur frammi fyrir.
Hlutafjársjóður getur ekki leyst
nema lítinn hluta af þessum vanda.
Ef afkoman verður áfram svipuð
og hún hefur verið undanfarin ár
verða flest fýrirtækin gjaldþrota
áður en mörg ár líða. Sum þeirra
eru það í reynd þótt þau séu enn í
gangi. Róttækra aðgerða er því
þörf.“
Kór Stykkishólmskirkju og Þor-
valdur Halldórsson. A innfelldu
myndinni eru hljóðfæraleikarar,
sem tóku þátt í tónlistardag-
skránni 9. apríl sl.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Tónaveisla í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
SANNKALLAÐ tónaflóð var í Stykkishólmi í aprilmánuði og helgin
22. og 23. apríl var einhver sú mesta tónlistarviðburðarhelgi sem
fréttaritari Morgunblaðsins man eftir síðan hann kom í Hólminn.
Þess var minnst í Stykkishólmi 20.
apríi, sumardaginn fyrsta, að 45
ár voru liðin frá stofnun Lúðrasveit-
ar Stykkishólms. Forystu um stofn-
un hennar höfðu þeir Árni Helgason
og Víkingur Jóhannsson, sem áður
höfðu starfað í Lúðrafélagi Eski-
íjarðar. Víkingur varð kennari og
stjórnandi í yfír 30 ár og Ámi form-
aður í um 20 ár. Núverandi stjóm-
andi er Daði Þór Einarsson.
í tilefni afmælisins var efnt til
fjölbreyttra tónleika í Félagsheimil-
inu og var þar fjöldi manns að fagna
þessum áfanga. Kirkjukórinn söng
svo nokkur lög með hljómsveitinni.
Á eftir var öllum boðið í veitingar
og stóðu aðstandendur lúðrasveitar-
manna fyrir því boði.
Nú eru liðin 25 ár síðan Tónlist-
arfélag Stykkishólms var stofnað
og þá um leið Tónlistarskóli Stykk-
ishólms. Var þessa afmælis minnst
með fjölbreyttri tónlistardagskrá
9. apríl sl.. Fyrstu árin var aðeins
einn kennari, Víkingur Jóhannsson,
skólastjóri, en Árni Helgason stöðv-
arstjóri var formaður í rúm 10 ár.
Nú em 85 nemendur í skólanum
og 4 kennarar auk skólastjórans
Daða Þórs Einarssonar. Að tónleik-
um loknum ávarpaði Sturla Böð-
varsson bæjarstjóri viðstadda og á
eftir bauð Tónlistarskólinn öllum
viðstöddum veitingar. Var þetta
mjög skemmtilegt og ógleymanlegt
öllum sem þama voru mættir.
Og er þá komið að helginni 22.
og 23. apríl. Kór Stykkishólms-
kirkju byijaði á vortónleikum í Fé-
lagsheimilinu undir stjórn Ronalds
Turner tónlistarkennara og organ-
ista kirkjunnar. Undirleikari var
Elías Davíðsson tónlistarkennari í
Ólafsvík og undir einu lagi lék
Daði Þór á básúnu og undir öðru
Hafsteinn Sigurðsson á harmon-
ikku. Kórinn söng bæði innlend og
erlend lög. Mosfellskórinn, blandað-
ur kór undir stjóm Páls Helgasonar
var hér á ferð og flutti nokkur lög
í sönghléi, en um 40 manns em í
þeim kór. Þorvaldur Halldórsson
söng með kórnum. Seinustu lögin
lék Lúðrasveit Stykkishólms með
og er hún skipuð yfir 30 hljóð-
færaleikurum og í lokalaginu, Úr
útsæ rísa íslandsfjöll eftir Pál
ísólfsson, bættist Mosfellskórinn í
hópinn.
Þessir liljómleikar og söngur stóð
yfir í rúma 2 tíma og liðu þeir fljótt
við þessa ánægjulegu skemmtun.
Aðsókn var góð og þeim sem komu
fram alúðlega tekið.
Eftir kvöldmatinn var áframhald
tónleika. Mosfellskórinn kom aftur
fram og eins var mætt 19 manna
léttsveit Tónlistarfélags Keflavíkur
undir stjóm Karen Sturlaugsson og
lék hún undir dansi og Þorvaldur
Halldórsson tók með þeim lagið.
Og svo kom stórsveit Vesturlands,
18 hljóðfæraleikarar víðsvegar af
Vesturlandi og lék af miklum krafti
og ekki má gleyma tríói Guðmund-
ar Ingólfssonar. Þetta fjör stóð til
kl. 2 á sunnudagsnótt og í heiðri
haft, að best er að hætta hveijum
leik þá hæst hann fer og þannig
verður stundin lengst í minni.
- Arni
MtAWÞAUGL YSINGAR
5JALF5TIEDISPLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Sjálfstæðismenn
Suðurnesjum
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi boð-
ar hór með til fundar með stjórnum sjálfstæöisfélaga og fulltrúaráða
í Grindavík, Njarðvíkum, Keflavik, Sandgerði, Garði og Vogum í Flug-
hótelinu, Keflavik, mánudaginn 8. maí kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kynning styrktarmannakerfis.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfólk
Sauðárkróki
Sameiginlegur fundur sjálfstæöisfélaganna á Sauðárkróki verður í
Sæborg mánudaginn 8. maí kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Styrktarmannakerfið.
2. Afmæli Sjálfstæðisflokksins.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Málfundafélagið Óðinn
Fundur um stjórnmálaviðhorfin og
borgarmálefnin
Málfundafélagið Óðinn heldur almennan
félagsfund miðvikudaginn 10. mai kl. 20.30
i Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
Fundarsetning:
Kristján Guðmundsson, formaður Óðins.
Stjómmálaviðhorfin og borgarmálefnin:
Davíö Oddsson, borgarstjóri.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri Pétur Hannesson.
Fundarritari Sveinn Ásgeirsson.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Dalvík
Kvöldverðarfundur i Sæluhúsinu sunnudag-
inn 7. maí kl. 18.00.
Fundarefni:
Reikningar Dalvíkurbæjar
1988.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins mæta.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Sjálfstæðisféiag Daivikur.
Njarðvík
Fundur um umhverfis-, skipulags-
og byggingamál.
Miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30 verður
haldinn fundur í Sjálfstæðishúsinu i
Njarðvik. Umræðuefni verður umhverfis-,
skipulags- og byggingamál hér í Njarðvík.
Gestir fundarins og framsögumenn verða
Magnús Guðmannsson, byggingafulltrúi og
Jón B. Olsen, garðyrkjumaður og bæjar-
verkstjóri.
Umræðustjóri veröur Árni I. Stefánsson,
bygginganefndarmaður.
Njarðvíkingar fjölmennið og kynnist bæjar-
félagi ykkar nánar.
Stjórnirnar.
Sjáifstæóisféiögin i Njaróvik