Morgunblaðið - 07.05.1989, Side 31

Morgunblaðið - 07.05.1989, Side 31
G8er íam fluoAauMií'jg MUTT3OT I XJKH eiaAjaMUOHOM 08 ,, MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 31 KVIKMYNDALIST Islensk kvikmynda- vika í Moskvu ■ Hér með er óskað eftir nöfnum þeirra sem gengið hafa í hjónaband nýiega. Vin- samlegast hringið í síma 691162 á skrifstofutíma eða sendið inn upplýsingar um nöfii brúðþjóna og símanúm- er merkt Morgunblaðið „Fólk í fréttum" Pósthólf 1551, 121 Reykjavík. Friðrik Þór Friðriksson heilsar hér upp á félaga Lenín. Fyrir skömmu fóru nokkrir íslenskir kvikmyndagerðar- menn til Rússlands þar sem í fyrsta skipti var haldin íslensk kvikmynda- vika. Sýndar voru sjö kvikmyndir, meðal annars Hrafninn flýgur, Skyttumar, Eins og skepnan deyr, Húsið og Foxtrott. Farið var í boði Rússa á vegum menntamálaráðu- neytisins. Það voru þeir Hrafn Gunnlaugs- son, Hilmar Oddsson, Friðrik Þór Friðriksson og Knútur Hallsson hjá menntamálaráðuneytinu sem komu þar sem fulltrúar íslands og létu þeir félagar mjög vel af allri að- hlynningu. Sýningar vom bæði í Moskvu og Odessu og sögðu þeir Rússa sýna kvikmyndunum gífur- lega mikinn áhuga; myndirnar vom mjög vel sóttar. Hins vegar heyrð- ist sag^ í spaugi að landinn mætti gjarnan koma með ,jákvæðari pakka“ næst en eins og íslenska áhorfendur rekur minni til em myndir þessar ekkert léttmeti. Hrafh Gunnlaugsson við Odessa- tröppurnar. Þar var tekið eitt eftirminnilegasta atriði kvik- myndasögunnar í myndinni Beitiskipið Potemkin eftir Eisen- stein þar sem barnavagn er lát- inn rúlla niður tröppur þessar. Fyrir kvikmyndagerðarmennina varð heimsóknin þangað nokkurs konar pílagrímsferð! Hilmar Oddson á Rauða torg- inu í Moskvu. Færeyski leikhópurinn stillti sér upp að hefðbundnum sið, enda knáir kanttspyrnumenn. án þess að missa af neinu í fót- boltanum; á vellinum horfa þeir á leikina og í leikhúsinu fylgjast þeir nieð leikmönnunum að tjaldabaki. „Sannkölluð fótboltaveisla,“ segja Færeyingar, himinlifandi yfir þess- ari vel heppnaðu samvinnu sinna ihanna við þær Sigrúnu og Messí- önu. Og mun verið að kanna mögu- léika á því að Færeyingamir komi trieð þessa sýningu hingað til ís- lands í vor svo áhugafólk um leik- hús og knattspyrnu getur tekið böndum saman og látið sig hlakka til í sameiningu. Sósíalurinn, Dimmalætting og Dagblaðið í Færeyjum drógu hvergi af hrifningu sinni yfir uppfærslu Sigrúnar Valbergsdóttur og leikmynd og búningum Messíönu Tómasdóttur á fótboltaleikritinu FRAMÁ. Björk Haraldsdóttir. ARKITEKTÚR Valin best Björk Haraldsdóttir sem stundar nám í arkitektúr við Mackintosh- skólann í Glasgow var nýlega valin besti arkitektinn í samkeppni í húsagerðarlist þar sem þátt tóku 53 hópar á öllum Bretlandseyjum. Er þetta mikil viðurkenning fyrir Björk sem þar að auki var valin besti nemandi skólans, þriðja árið í röð. Björk, sem er 23ja ára að aldri, hlaut viðurkenningu sem besti arkitektinn í samkeppni um hönnun og teikningu á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, en það mun ekki verða byggt. Hún hefur nú verið í þrjú ár í arkitektúr og frá byijun náð einstökum árangri á námsferl- inum. Eftir skólaslit fer Björk ásamt unnusta sínum til London þar sem hún mun starfa á arki- tektastofu í sumar. EB BÚIÐ AÐ SKOÐA Bium ÞINIÍI? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegnal BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. YDDA Y8.13/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.