Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 12
81 12 886 í ÍMÚt .9 flUOAQUlgliM GiaAJaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 cCRM\gnW Hótel, veitingahús, sölu- skálar og mötuneyti. Hjá RV fáiö þiö servíettur, dúka, kerti, diska- og glasa- mottur á ótrúlega lágu verði. Ry REKSTRARVORUR Draghálsi 14-16 • 110 Rvik • Simar: 31956 - 685554 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Helstu Shell- - og Esso -stöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf. S. 77878, 985-29797. Tilbúinn stíflu Jóhanna A. Steingrímsdóttir; Líf á landsbyggðinni Þegar þessar línur eru skrifað- ar stendur yfir hráskinnaleikur á milli BHMR og ríkisins. Þau skinn sem togast er á um eru börnin okkar og unglingarn- ir, sjúklingar og gamalt fólk. Flestir eru sammála um það héma á landsbyggðinni að þetta sé siðlaus leikur gagnvart þeim sem hann bitnar á. í mjög mörgum tilfellum seinkar svona hráskinnaleikur námi um eitt ár og sumir ungling- ar hafa lent í þessu allt að fjórum sinnum. Við svona áföll, því varla er hægt að kalla það annað, hætta margir námi eða breyta námsbraut með ófyrirsjáanlegum afleiðiiigum, þá hafa deiluaðilar tekið á sig þá ábyrgð að breyta lífsstefnu einstaklinga með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum og só- að fjármunum sem foreldrar hafa lagt í menntun bama sinna og lagt hart að sér til að afla. Sjúkl- ingar hafa líka fengið að kenna á þessum hráskinnaleik, margir bíða rannsókna og þar verður kylfa að ráða kasti hvort seinkun rannsóknar veldur heilsutjóni sjúkhngs, eða jafnvel dauða, því slíkt getur auðvitað gerst ef læknishjálp dregst. Flestum á landsbyggðinni blöskrar þessi aðferð við að fjölga krónum í vasa. Enginn hér um slóðir dregur það þó í efa að kennarar og hjúkr- unarfólk eigi að fá launahækkun svo lífvænlegt sé, allir þurfa að bera það úr býtum fyrir störf sín að þeir geti uppfyllt þær skyldur sem fyölskylda og þjóðfélag kalla á. Um þetta em allir sammála. Á landsbyggðinni eru líka flestir sammála um að svona aðferðir geti ekki gengið ár eftir ár og satt að segja verða þær raddir æ háværari sem halda því fram að verkfallsrétt ríkisstarfs- manna eigi að afnema, og jafn- vel fleiri hagsmunahópa. Verkföll voru, í upphafi þeirrar baráttuaðferðar, neyðarúrræði þrautpínds og blóðsogins verka- lýðs og beindust gegn gróðasöfn- unarklíkum vinnuveitenda. Slíkt ástand er ekki fyrir hendi í lýðræðisríkinu íslandi? Verkföll eru sprottin úr allt öðrum jarð- vegi en nútíma þjóðfélag stendur í. Em verkföll ekki úrelt og ófor- svaranleg? Verkföll em bölvaldur í efna- hagslífi þjóðarinnar. • Atvinnuvegir lamast þar sem verkföll lítilla hópa geta stöðvað atvinnu og rekstur. Þetta hefur sýnt sig þegar flugfélögin hafa orðið að leggja vélum sínum og fiskveiðar hafa stöðvast hjá togurum, skipin hafa orðið að liggja við hafnargarðinn og fleira mætti telja. Verkföll em eldur í íjármunum „Á landsbyggðinni eru líka flestir sammála um að svona aðferðir geti ekki gengið ár eftir ár og satt að segja verða þær radd- ir æ háværari sem halda því fram að verkfallsrétt ríkis- starfsmanna eigi að afiiema, ogjaftivel fleiri hagsmunahópa.“ einstaklinga og þjóðar, svo mað- ur tali nú ekki um enn alvarlegri afleiðingar eins og nú blasa við, þ.e.a.s. lífsstefnu ungmenna og líf sjúklinga. Era verkföll ekki orðin úrelt, em þau ekki tímaskekkja eins og máske fleira í þjóðfélaginu. Þjóðhagslegt tap á verkföllum er svo yfirgengilegt að bændum sem burðast enn með aldagamla og sjálfsagt úrelta ábyrgðartil- finningu finnst tími til kominn að breyta einhvem veginn fyrir- komulagi á kaupsamningum. Á eftir verkföllum kom nær undantekingarlaust verðhækk- anir og kaupmáttarskerðing. Við héma á landsbyggðinni höldum að allir tapi á verkföllum, líka þeir sem fá kaupið sitt hækk- að um nokkrar krónur. Hér er líka stundum talað um það hvort hægt sé að ætlast til að stórveldin leggi niður vopn og setjist bara niður til að semja um deilumál sín fyrst ekki er hægt að semja um skiptingu þjóðar- tekna hjá einu smáríki án þess að grípa til vopna, og það meira að segja mannskæðra vopna eins og nú standa sakir. En era verk- föll orðin ómissandi „uppákoma“ og jafnvel skemmtilega æsandi? Mér þótti furðulegt viðtal sem ég sá í sjónvarpi um daginn: Fréttamaður kom inn á fund hjá verkfallshóp og spurði hvort hillti undir samninga. Sá sem fyrir svöram varð svaraði breiðbros- andi og mjög kátur „Nei en það er mikil verkfallsstemmning." Satt að segja fannst manni að hann liti á þetta sem besta grín. Er ekki hægt að fækka þeim hópum sem hafa verkfallsrétt? Er ekki hægt að finna raun- hæfari leið til kjarabóta en fjölg- un króna í launaumslaginu? Væri ekki til dæmis hægt að fá að fækka sköttum og spara í opinberam rekstri, jafna laun að einhveiju marki og semja eins og við ætluðumst til að stórveld- in geri, semja og leggja niður vopn. Væri ekki hægt að semja þannig að föst viðmiðun væri tekin af launum þeirra sem tekju- hæstir era í þjóðfélaginu og ákvarða laun sín sjálfir án verk- fallsréttar, ég trúi þeim alveg til að svelta ekki sjálfa sig svo að þetta ætti að geta verið nokkuð traustur grandvöllur. Brids ArnórRagnarsson Epsontvímenningur Bridgesamband íslands hefur nú ákveðið að verða með í hinni frægu Epsontvímenningskeppni í fyrsta sinn. Epsontvímenningurinn er spil- aður í flestum aðildarfélögum Al- heimsbridsambandsins (World bridge Federation), og er keppnin reiknuð út sem einn tvímenningur, og einnig sérstaklega innan hvers lands. Þessi tvímenningur verður spilaður föstudaginn 9. júní um all- an heim. Á þessu fyrsta þátttökuári ís- lendinga verður aðeins spilað á ein- Gott verð og gæði Harmony hillusamstæða. Viður: Maghony. Verð aðeins kr. 70*000stgr. __ Góð kjör. Kreditkortaþjónusta E VALHUSGOGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. um stað, þ.e. í húsi Bridssambands- ins í Sigtúni 9. Spilamennska hefst kl. 19.30 og era allir velkomnir í þessa keppni. spilagjald verður kr. 500 á spilara. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. World Bridge Federation stefnir að því að þátttakendur verði a.m.k. 100.000 að þessu sinni. (Fréttatilkynning) Sumarbrids ’89 Þátttaka í Sumarbrids er jöfn og góð, það sem af er. Sl. fimmtudag mættu 46 pör til leiks og var spilað í 3 riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör): A-riðiU: Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 244 Júlíana Isebam — Margrét Margeirsdóttir 227 Guðmundur Kr. Sigurðsson — Erlendur Björgvinsson 226 Björg Pétursdóttir — Laufey Ingólfsdóttir 225 Lovísa Eyþórsdóttir — Ólafur Ingvarsson 219 B-riðUl: er. Efstu stigamenn eru: Steingrfmur Steingrímsson Þórður Bjömsson 141 — Öm Scheving 197 Láras Hermannsson 96 Ingólfur Böðvarsson Óskar Karlsson 96 — Jón Steinar Ingólfsson 184 Jakob Kristinsson 87 Láras Hermannsson Murat Serdar 82 — Óskar Karlsson 181 Gunnþórann Erlingsdóttir 67 Anton R. Gunnarsson Sigrún Pétursdóttir 67 — Jón Þorvarðarson 179 Eiður Guðjohnsen 64 Eyjólfur Magnússon Gunnar Bragi Kjartansson 64 — Hólmsteinn Arason 179 Gunnar K. Guðmundsson 64 Spilað er alla þriðjudaga og C-riðilI: Gylfí Baldursson fimmtudaga í Sigtúni 9 (húsi Brids- — Sigurður B. Þorsteinsson 297 sambandsms) og opnar husið kl. ísak Örn Sigurðsson 17 báða dagana. Allt spilafólk vel- — Sveinn R. Eiríksson 267 komið. Jakob Kristinsson — Matthías Þorvaldsson 233 Alslemma 1989 Helgi Gunnarsson — Jóhannes Sigmarsson 232 Minnt er á skráninguna í Al- Hermann Sigurðsson slemmuna á Kirkiubæjarklaustri, — Þorbergur Leifsson Bemharður Guðmundsson 228 sem spiluð verður helgina 10.- — Júlíus Guðmundsson 223 ll.jum (næstu helgi). Mikill áhugi Skor þeirra Gylfa og Sigurðar, rúmlega 70% skor, er sú hæsta í Sumarbrids til þessa. Alls hafa 106 spilarar hlotið stig á þeim 8 spilakvöldum sem lokið er fyrir þessu móti, enda aðstæður á Klaustri frábærar. Skráð er hjá Forskoti sf., í s. 91-623326 (Jakob) og í s: 91-673006 (Ólafur). Kepp- endur era minntir á að panta eigin gistingu á Hótel Eddu. MERKI UM GÓÐAN UTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.