Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 36
eaor jwm .5 StUOACTJlSIHcI lUBS MORGUNBLAÐIÐ AjaWUOHOM • , ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1989 Fólk í atvinnulífinu Nýir starfsmenn hjá SAS SAS HEFUR nýlega ráðið til sín tvo starfsmenn, Qármálastjóra og deildarstóra Stöðvar- og fragtdeildar. Jón Gunnar Bergs hefur verið ráðinn fjár- málasljóri SAS á íslandi. Hann er fæddur 1962 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1982, lokaprófí í vélaverkfræði frá Háskóla Islands 1986 og BS-prófí í tölvunarfræði frá HÍ 1987. Hann hefur síðan unnið að markaðsmálum hjá Þróun hf., tölvu- og rekstarráðgjöf. Jón Gunnar er kvæntur Maríu Soffíu Gottfreðsdóttur. Hún lýkur læknanámi frá Háskóla íslands í vor. Jóhann Haraldsson hefur verið ráðinn deildar- stjóri Stöðvar- og fragtdeildar á íslandi. Jó- hann er fæddur 1959. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Sund árið 1979, lauk BS-prófí í viðskiptafræði við Háskóla íslands 1984 og stund- aði framhaldsnám í Verslunarhá- skólanum í Kaupmannahöfn til árs- ins 1987. Hann hefur síðan starfað sem markaðsstjóri hjá Jöfri hf. Jóhann er kvæntur Gretu Pape snyrtifræðingi og eiga þau einn son. Framkvæmdasíjóraskipti hjá Kværner Eureka FRAMKÆ VMD ASTJ ÓRA- SKIPTI hafa orðið hja Kvæmer Eureka A/S á íslandi. Geir Helliesen, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri frá því að fyrirtæk- ið var stofiisett hér á landi flutti á ný til Noregs, þar sem hann tekur við nýju starfi hjá Kvæmer Eureka. Við starfí Geirs tók Magnús Már Valdimarsson tæknifræðingur. Magnús er fæddur 1951. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1972. Þá lauk hann fyrrihlutaprófi í vél- tæknifræði frá Tækniskóla íslands 1976 og BS-prófi frá Odense Tekn- ikum 1978 í véltæknifræði. Að námi lo- knu stafaði Magnús hjá Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna, árin 1979—'81 í framleiðnideild og í tæknideild 1982—’86. Frá 1987 fram í byijun þessa árs starf- aði Magnús hjá Vald. Poulsen hf. Magnús er kvæntur Sigríði G. Magnúsdóttur og eiga þau tvær dætur. GAP G.Á. Pétursson hf. IláMuwéla markaðurinn Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 AMERÍSKA GARÐSLÁTTUVÉLIN NÝ SENDING Frábær vinnuhestur í heimilissláttinn! 3,5 hestafla Briggs & Stratton mótor. 20 tommu hnífur. Ótrúlega gott verð vegna hagstæðra samninga við verksmiðjuna! Aðeins kr. 14.900,- ÓDÝRASTA VÉLIN Á MARKAÐINUM LONDON — Flugleiðir hafa tekið í notkun níundu Saga Class setustofu sína, sem ætluð er Saga Class farþegum sem bíða flugs á viðkomustöðum félagsins, og er hún á Heathrow flugvelli í London Setustofan er staðsett á Terminal 1, rétt innan við vegabréfsskoðun. Aðrir staðir sem bjóða Saga Class setustofur eru: Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Frankfurt, Lúxemborg, Glasgow, New York, Orlando og Keflavík. Unnið er að þvi að koma upp setustofum á öllum áætlun- arstöðum Flugleiða erlendis, en aðeins tveir viðkomustaðir eru án Saga Class setustofu, Osló og Gautaborg. Steinn Lárusson svæðis- stjóri Flugleiða í Bretlandi og Þorvarður Guðlaugsson sölustjóri. Lúxemborg Tekjur Cargolux jukust um 3% ífyrra CARGOLUX-flugfélagið í Lúx- emborg sýndi hagnað i fyrra og námu tekjur flugfélagsins 226,9 milljónum bandaríkjadala sem er 3 prósenta hækkun frá árinu 1987. Hreinn hagnaður félagsins eftir skatttöku nam 11 milljónum bandarikjadala, eða sem svarar 616 milljónum ísl. kr., en var 12 miHjónir dala árið 1987. Þetta kemur fram í Créttatilkynningu Cargolux-flugfélagsins. Flugfélagið hélt stöðu sinni á meðal 20 stærstu flutningaflugfé- laga í heimi samkvæmt mælikvarð- anum tonn/km. Flutningar félags- ins jukust um 11.843 tonn á síðasta ári og námu þeir alls 106.258 tonn- um. Um 57% af flutningunum voru á Asíumarkaði. Farþegaflutningar hófust í maí. Cargolux hefur leigt tvær Boing 747-100 til farþegaflutninga. 670 manns voru á launaskrá hjá fyrirtækinu víða um heim í árslok 1988 miðað við 622 árið 1987. 535 manns starfa að jafnaldri í höfuð- stöðvum Cargolux í Luxemborg. Flugstöðin Heildaryfírsýn vantaðiyfír framkvæmdir við Leifsstöð — var m.a. niðurstaðan á ráðstefnu sem félagið Verkefna- stjómun hélt um byggingu flugstöðvarinnar MÁ eitthvað af þessari miklu fram- kvæmd læra?, var yfirskrift ráð- stefiiu sem félagið Verkefiiastjórn- un hélt fyrir skömmu um bygg- ingu Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar. Tilgangur ráðstefnunnar var að Qalla um byggingu flugstöðvar- innar út frá verkstjómunarlegum sjónarmiðum og Ieita svara við þvi hvaða lærdóm mætti draga af. Flugstöðin er talin eitt margbrotn- asta og tæknivæddasta mannvirki sem reist hefur verið hér á landi. Á hinn bóginn er ljóst að ýmislegt fór úrskeiðis við skipulag fram- kvæmdarinnar að því ógleymdu að kostnaður fór hundruðum millj- óna fram úr áætlun. Indriði Þorláksson, hagsýslustjóri, sagði að heildaryfírsýn hefði vantað á hveijum tíma, yfir fjárhagsstöð- una, t.d. í formi heildaráætlunar sem tæki við upplýsingum á hveijum tíma, um áfallinn kostnað, gerðar skuldbindingar og áætlanir um ólokna verkþætti. „Það vantaði líka, ■ að tiltækum upplýsingum um kostn- að og skuldbindingar væri komið á framfæri við fjármálayfirvöld, hvort sem það stafaði af því að heildaryfír- sýnina skorti eða að þau viðhorf hafi ríkt að ekki væri þörf á slíkri upplýsingamiðlun. Þegar litið er til framkvæmda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og athugað hvað þar var sérstakt og frábrugðið því sem al- mennt gerist um opinberar fram- kvæmdir kemur í ljós að afbrigði eru í undirbúningsferli, í framkvæmda- ferli og fjármögnun. Þegar á undir- búningsstigi er vikið verulega frá almennum ferli. Undirbúningurinn er unninn af nefnd sem skipuð var af því ráðuneyti sem eðli máls sam- kvæmt fór með þessi mál og er það í sjálfu sér ekki ástæða til athuga- semda. Hins vegar er það svo að þessi áætlanagerð, bæði frumáætlun og endanleg áætlun fór aldrei í hend- ur utanaðkomandi aðila til skoðunar eða athugasemda." Indriði varpaði fram þeirri spum- ingu hvers vegna framkvæmda- kostnaður gat hækkað, um þá fjár- hæð sem væri hærri en t.d. fram- kvæmdakostnaður ríkisins á öllum skólabyggingum í landinum, og ámóta og öll bygging Þjóðarbók- hlöðunnar til þessa, án þess að nokk- ur tæki eftir honum fyrr en um sein- an. „Mér sýnist að líklega megi rekja þetta að einhveiju og væntanlega að verulegu leyti til að heildarskipu- lag á framkvæmdinni var ekki með nógu góðum hætti." Halldór V. Sigurðsson, ríkisendur- skoðandi, benti á að munurinn á byggingu flugstöðvarinnar og ann- arra opinberra mannvirkja, fælist í því að yfírstjóm hefði ekki verið í höndum sömu aðila. Þá vakti Halldór athygli á því að byggð hefði verið flókin og dýr bygging í samvinnu við erlenda aðila sem að hluta til hefði verið fjármögnuð af þeim og að hluta til af erlendum lánum. Hann sagði það álit Ríkisendur- skoðunar að auk áætlanagerðar fyrir hvem verkhluta hefði átt að skoða dæmið jafnhliða út frá heildinni. Gera hefði átt samræmda fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun þannig að ávallt hefði legið fyrir staða verks- ins. Aðlaðandi o g sérstætt hlið að umheiminum Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, sagði að það hefði strax í upphafi verið markmið bygginga- nefndarinnar og arkitekta að reisa hagkvæmt en aðlaðandi og sérstætt hlið landsins að umheiminum. „í þessari byggingu erum við að §ár- festa til margra ára, bæði í góðri vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn svo og vingjamlegu, en alþjóðlegu um- hverfí fyrir aðra notendur. Auk þess er byggingunni óbeint ætlað að vera jákvæð auglýsing fyrir íslenskt hand- verk og jafnvel óbein auglýsing fyrir almennt mannlíf, kúnst og fram- leiðslu á íslandi.“ Garðar sagði að hönnunin væri í þeirra augum, sem að þessu hefðu unnið, mikið átak, á stuttum tíma, miðað við stærð verk- efnisins og venjur á íslenskum bygg- ingamarkaði." Stanley Pálsson, ráðgjafarverk- fræðingur, sagði m.a. að sumt við framkvæmdimar hefði verið þess eðlis að það þjónaði engum tilgangi að skoða það eftir á og reyna að læra eitthvað af því vegna þess að það yrði varla endurtekið á íslandi. Sem dæmi um slík verkstjómunarleg vandamál nefndi hann að flugstöðin hefði þurft að uppfylla bandaríska og íslenska staðla. Mjög mikið af byggingarefni hefði orðið að kaupa frá Bandaríkjunum vegna milliríkja- samninga. Þá væri það sérstakt við flugstöðina hversu stór og óhemju flókið mannvirki hún væri. Stanley benti á að ýmislegt hefði mátt gera betur við byggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Það væri hins vegar jafn öraggt að mjög margt þar væri svo vel gert að varla yrði gert betur. „Byggingin er frábær auglýsing fyr- ir um fæmi íslenskra verktaka og íslenskra iðnaðarmanna. Það er ekki auðvelt að finna smíðagalla í þessari stóra byggingu og öll kerfí virka.“ Stanley kvaðst ennfremur telja að bygginganefndin hefði leyst verk- stjómunarlegt þrekvirki þegar hún kom flugstöðinni í rekstur á réttum tíma. Svavar Jónatansson, fram- kvæmdastóri, benti á að upphafleg kostnaðaráætlun sem gerð hefði ver- ið í nóvember 1980 hefði miðast við hönnun sem þá lá fyrir og að heildar- kostnaður hefði verið áætlaður um 49 milljónir dollara á verðlagi þess tíma. Áætlunin hefði verið endur- skoðuð í mars 1981 og svo aftur í ágúst 1983 og þá miðast við ýmsan niðurskurð framkvæmdaþátta til spamaðar. Hann sagði ennfremur að frá því að fyrsta áætlunin hefði verið gerð í nóvember 1980 til verk- loka hefðu átt sér stað veralegar breytingar á umfangi verksins, verk- þættir felldir niður og teknir inn aft- ur, og ekki síður miklar sveiflur í framkvæmdakostnaði og gengis- þróun. „Ég er, þegar upp er staðið, bærilega ánægður með fyrstu kostn- aðaráætlunina frá nóvember 1980 en sú áætlun byggðist á hönnun sem býsna nálægt Flugstöð Leifs Eiríks- sonar eins og hún er i dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.