Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 53
esei ÍMÚL .8 HIJOAG'JIQIH'I QIQAJQMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 sst 53 } Minning: Hermann Jóhann- esson frá Saurum Fæddur 19. júní 1912 Dáinn 28. maí 1989 í dag þegar ég kveð með sökn- uði elsku afa minn sem ég á svo mikið að þakka, koma upp í hugann margar góðar minningar um þær' stundir sem við áttum saman. Eg var svo lánsöm að allt frá því að ég var pínulítil hefur heimili hans og Guðbjargar ömmu alltaf staðið mér opið. Eftir að mamma fór að vinna úti passaði afi mig meira og minna á daginn. Þá fékk ég tæki- færi til að kynnast honum og hans rólegu og notalegu lund. Einmitt á þessum árum kenndi hann mér að spila og tefla. Við fórum í margar gönguferðir saman og hann sagði mér margar góðar sögur frá því þegar hann var lítill drengur vestur í Dölum. Einnig eru ljóslifandi í minning- unni vordagamir sem við fórum niður á Ijöm saman að gefa öndun- um. Með söknuði hugsa ég til afa og mun alltaf minnast hans sem góðs félaga og vinar sem hafði alltaf lag á því að láta mér fínnast að við væram jafningjar, aldrei skorti hann tíma né þolinmæði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Með þessum orðum þakka ég afa fyrir allar ánægjustundimar, minn- ingin lifir. Elsku amma í Eyjó, Guð styrki þig og blessi. Ella, sonardóttír Genginn er góður drengur, Her- mann frá Ási. Við eram alltaf óviðbúin að heyra lát góðs vinar, en þar fáum við engu breytt. Þá er að ylja sér við góðar minningar. Þær eru margar ánægjustundirnar sem við hjónin áttum með Hermanni og hans ágætu konu, Guðbjörgu. Hermann var elstur systkina sinna. Hann fæddist að Sauðhúsum í Laxárdal, Dalasýslu, þann 19. júní 1912, sonur hjónanna Jófríðar Guð- brandsdóttur og Jóhannesar Bene- diktssonar. Það vora tveir veik- burða drengir sem fengu að líta dagsins ljós þann sumardag. Strax þótti tvísýnt um þessi litlu líf og var gripið til skemmri skírnar. Fengu þeir nöfnin Gísli og Her- mann. Gísli fékk ekki að fýlgja bróður sínum í þessari jarðvist. Hann dó stuttu eftir fæðingu. Árið 1914 fluttist Hermann með foreldram sínum að Vígholtsstöð- um, og þaðan að Sauram árið 1917. Þar sleit hann barnsskónum, ásamt þremur systkinum, þeim Benedikt og Margréti, sem eru látin og Guð- mundi, sem nú dvelur á dvalar- heimili aldraðra að Silfurtúni í Búð- ardal. Hermann ólst upp við algeng sveitastörf á búi foreldra sinna. Eftir fermingu fór hann einnig að vinna utan heimilis við ýmislegt sem til féll, s.s. uppskipun o.fl. Þann 20. júní 1943 steig hann gæfuspor og kvæntist Guðbjörgu Guðbrands- dóttur frá Jörva í Haukadal. Þau hófu búskap á Sauram, eignarjörð foreldra hans. Árið 1956 reistu þau nýbýlið Ás. Unnið var hörðum hönd- um að uppbyggingu nýja heimilis- ins. Þar byrjaði Hermann að fást við múrverk, sem gekk svo vel að upp frá því'var hann eftirsóttur múrari enda bæði duglegur og sam- viskusamur. Ekki veitti af að afla tekna með búskapnum þegar slíkar stórfram- kvæmdir stóðu yfir. Með dugnaði og ráðdeild tókst þeim að búa sér notalegt heimili sem bar vott um snyrtimennsku og samstöðu hús- ráðenda. Vart er svo hægt að nefna Her- mann að Guðbjörg komi ekki í hug- ann. Svo náin vora þau og sam- hent. Gagnkvæm umhyggja ein- kenndi þeirra daglega líf. Synir þeirra era Guðbrandur Ingi og Þor- steinn. Guðbrandur Ingi býr í Búðardal, kvæntur Hjálmfríði Hafliðadóttur. Böm þeirra era: Guðbjörg Sigríður, Huldís Halldóra, Hermann Ingi og Hafrún Breiðfjörð. Þorsteinn býr í Kópavogi, kvæntur Sigríði Gunn- arsdóttur. Dóttir þeirra er Elínborg. Hermann var góður afi og færðist sérstakt bros yfír andlit hans þegar minnst var á bamabörnin. í Ási undu Hermann og Guðbjörg vel hag sínum og unnu sveitinni sinni. Þegar synimir voru fluttir að heiman og þreyta fullorðinsáranna farin að gera vart við sig, komu til breytt viðhorf. Árið 1969 ákváðu þau að selja Ásinn og flytja í Eyja- bakka 10 í Reykjavík. Þar áttu þau fallegt heimili og þar leið þeim vel. Hermann starfaði áfram við múr- verk, jafnframt var sóst eftir vinnu hans til heimabyggðar. Við hjónin þökkum Hermanni alla hjálp, áralanga vináttu og tryggð. Minningin lifír um mætan mann. Guðbjörg mín, við sendum þér og öllum ástvinum samúðarkveðjur. Emilía Li\ja Aðalsteinsdóttir Ég veit þú heim ert horfinn nú og hafinn þrautir yfir svo mætur og góður og tryggur og trúr svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látinn lifir. (Steinn Sigurðsson) Okkur systkin langar að minnast afa okkar, Hermanns Jóhannesson- ar, sem lést á Landspítalanum þann 28. maí sl. Við eigum margar góðar minn- ingar um hann frá liðnum áram. Hann var alltaf mjög hjálpfús og góður við okkur systkinin og var alltaf tilbúinn að koma og hjálpa okkur ef þess þurfti. Hann kenndi okkur margt, t.d. að spila, og það tók hann alltaf alvarlega, hann sagði okkur líka margt frá liðinni tíð þegar hann var ungur um það hvemig lífíð hefði verið þá. Það var alltaf mjög gott að koma til þeirra afa og ömmu á heimili þeirra í Reykjavík, og þar var okkur alltaf tekið vel og heim- ili þeirra stóð okkur alltaf opið hvort sem við vildum dveljast þar í lengri eða skemmri tíma. Afi kom oft heim til okkar og stoppaði oft í nokkra daga í einu og okkur fannst alltaf jafn gaman er von var á afa og ömmu í heim- sókn. Á meðan við voram yngri fór hann alltaf með okkur í réttirnar á haustin, og hann var alltaf að bjóða okkur í smá bíltúr. Afi var þannig að hann varð allt- af að hafa eitthvað fyrir stafni og hann gat aldrei setið aðgerðarlaus. Að Ieiðarlokum er okkur þakk- læti efst í huga til afa í Eyjabakka, og kveðjum hann og biðjum Guð að blessa minningu hans. Hvíli hann í friði. Gugga, Hulddís, Hermann, Hafrún Leiðrétting Nafn Eiríks E. Einarssonar, sem minningarorð birtust um hér í blaðinu á laugardag, 3. júní, misrit- aðist í fyrirsögn. Um leið og það er leiðrétt era hlutaðeigendur beðn- ir afsökunar á mistökunum. Enn er hann að störfum hinn slyngi sláttumaður og sannast þá hið fornkveðna „ekki er feigum forðað né ófeigum í hel komið“. Mér kom þetta í hug þegar ég heyrði andlát Hermanns frænda míns. Hann hafði lifað svo fastmót- uðu lífí og fátt eða ekkert fékk honum haggað það var eins og allt væri löngu ákveðið, trygglyndi og festa var hann sjálfur, ekkert virt- ist koma honum á óvart ekki einu sinni okkar snöggu veðrabrigði, en hann var barn síns tíma og fannst hann alltaf eiga allt sitt undir veðr- inu. Hermann og Guðbjörg hófu bú- skap á Saurum 1943 og bjuggu þar til að þau reistu nýbýli 1956 á Ási í Laxárdal. 1969 fluttu þau til Reykjavíkur að Eyjabakka 10 þar sem þau bjuggu síðan en það verð- ur að segjast eins og er að ég held að Hermann hafi í raun aldrei flutt suður, svo hugleikin var æskusveit- in honum og mannlífíð þar enda veit ég að honum fannst ekki blær stórhátíðanna fullkomnaður fyrr en hann var kominn til barnabarna fyrir vestan. Aldrei hitti ég Her- mann, sem var alltof sjaldan, svo hann rekti ekki úr mér garnimar um sauðburð, sprettu, heyfeng, snjóalög og færð. Hermann stundaði lengi múrara- störf og það lýsir honum vel að aldrei minntist hann á hvað hann þénaði af peningum, heldur talaði hann um alla þá sem hann vann fyrir með hlýju og virðingu, það að hafa eitthvað fyrir stafni sem gerði öðram gagn var honum allt, hvort sem það var í starfi eða leik. Ekki duldist mér hvert stefndi er ég heimsótti hann á Landspítal- ann viku fyrir andlát hans, þó bar ekki á öðra en glettnin væri í lagi sem ætíð fylgdi honum og að sjálf- sögðu heimtaði hann fréttir að vest- an, reyndar skildist mér á honum en að hann væri stundum að passa börnin fýrir hjúkranarkonurnar. Ég sendi Guðbjörgu og fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðj- ur, minningin um góðan dreng geymist og vil ég gera orð ljóð- skáldsins Davíðs Stefánssonar að mínum. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskfl. í heimi þínum gekk þér allt í vi Þú hirtír lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. Jóhannes Benediktsson, Búðardal. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfí-éttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. 'F OG RUNNAR ‘Æíi eftir Ásgeir Svanbergsson Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum. ÖRN OG YþTj ÖRLYGUR SfÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866 EITT MERKI - ÓTAL GERDIR Það fást yfir 20 gerðir af MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugglega. Til dæmis MAZDA 323 SUPER SPECIAL HATCHBACK: • Nýtt glæsilegt útlit. • Lúxusinnrétting, nóg pláss fyrir höfuð og hné. • 1.3 L eða 1.5 L vélar. • Fæst 5 gíra eða sjálfskiptur. • Belti við öll sæti og dagljósa- búnaður. • Sérlega hagstætt verð. Athugió sérstaklega:_ Greióslukjör við ollro hæf i! Opið lougardoga fró 12-16 mazoa BÍLABORG HF. FOSSHALSI 1. S.68 12 99. MAZDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.