Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIBJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 15 Vöndum val okkar Tilnefningar og verðlaun fyrir barna- og unglingabækur eftir Jónínu Friðfínnsdóttur Félag skólasafnskennara hefur tilnefnt bók Guðlaugar Richter „Jóra og ég“ til norrænu bama- bókaverðlauna Nordisk Skolebiblio- tekarforening, NSF, 1989. Árlega veitir NSF norræn bama- bókaverðlaun. Verðlaun þessi em einu norrænu bamabókaverðlaunin sem veitt em nú og hafa þau verið veitt frá árinu 1985. Hér er um heiðursverðlaun að ræða og til þeirra stofnað til að styrlq'a og örva útgáfu góðra barna- og unglingabóka á Norðurlöndun- um. Sami tilgangur er með verðlaun- unum í hveiju landi fyrir sig. Því með því að tilnefna það besta, að okkar dómi, til norrænu verðlaun- anna getum við stutt og styrkt okkar efnilegustu höfunda hér heima. Félag skólasafnskennara fagnar því mjög tækifæri sem gefst í norrænu samstarfj. Okkur sem að tilnefningunni standa er ljós ábyrgð okkar. Gerðar em miklar kröfur um vönduð vinnu- brögð af hálfu allra þeirra sem að tilnefningunum standa innan nor- Götukortaf Akranesi ÚT ER komið nýtt götukort af Akranesi. Á kortinu sem er hag- lega brotið saman gefiir að líta upplýsingar um þá þjónustu og verslun sem boðið er uppá á Akranesi. Auk þess em almennar upplýs- ingar um staðinn, ýmsar gönguleið- ir og ávarp bæjarstjóra. Nokkuð er síðan kort af þessu tagi var gefið út og var orðin nauðsyn á nýju korti. (Fréttatilkynning) rænu félaganna. Hér er um að ræða verðlaun sem hafa skipað sér virðulegan sess á norrænum vett- vangi. Til þessara verðlauna hafa á undanfömum ámm verið tilnefndir margir þekktustu og virtustu höf- undar bama- og unglingabók- mennta Norðurlanda. Þeir höfundar sem til þessa hafa hlotið verðlaunin em: Maria Gripe 1985, Thormond Haugen 1986, Kaarina Helakisa 1987 og Metta Newth 1988. Frá Norðurlöndunum em til- nefndir í ár Ib Spang Olsen og Svend Otto S. frá Danmörku, May Bylock frá Svíþjóð, Christina And- ersson frá Finnlandi og Guðlaug Richter frá íslandi. Félag skólasafnskennara hefur tilnefnt til þessara verðlauna frá upphafi. Ekki höfum við þó ætíð getað staðið að tilnefningum eins og við hefðum viljað. Því ekki hefur verið unnt að leggja fram þýðingar á þeim bókum sem tilnefndar hafa verið vegna kostnaðar við þýðingu hveiju sinni. En alltaf hefur verið lagður fram þýddur útdráttur og greinargerð um tilnefndu bókina og vísað í þýðingar á bókum eftir sama höfund á einhveiju Norður- landamáli ef til hafa verið. Nú er unnið að því í stjóm NSF, að allar norrænu þjóðimar hafi jafnan rétt á þessu sviði og geti lagt fram þýdd verk til verðlaunanna. Félag skólasafnskennara hefur áður lagt fram verk höfundanna Guðrúnar Helgadóttur, Magneu frá Kleifum og Stefáns Aðalsteinsson- ar. Einnig hefur Ármann Kr. Ein- arsson verið tilnefndur fyrir fram- lag sitt til bamabókmennta á ís- landi í fímmtíu ár. Guðlaug Richter hefur með til- nefningu Félags skólasafnskennara sest á bekk með mörgum þekktustu og bestu bama- og unglingabóka- höfundum Norðurlandanna. Að mati félagsins sómir hún sér þar vel. Við sem að tilnefningunni stóð- um vonum að Guðlaug telji það heiður og sóma fyrir sig að vera komin í þennan hóp. Ef tilnefningin verður Guðlaugu hvatning og styrk-. ur í framtíðinni, þá er tilgangnum náð. Guðlaug er nú einn af okkar efni- legustu bama- og unglingabókahöf- undum. Hún hefur skrifað þijár bækur. Fyrsta bók hennar kom út 1985. Sú bók var um böm sem alast upp í nútímaþjóðfélagi en í tveim síðari bókum sínum fer Guðlaug inn á nýjar brautir. Þar færir hún sögu- svið sitt aftur í aldir og sækir efni: við sinn til löngu liðinna atburða. í síðustu bók sinni, „Jóra og ég“, er raunverulegur atburður í íslands- sögunni umgerð um skemmtilega sögu. Þar fer Guðlaug inn á sömu braut og margir norrænir höfund- ar. Sem dæmi má nefna Torill Thor- stad Hauger frá Noregi sem til- nefnd var til Norrænu bamabóka- v^rðlaunanna 1988. Þessu ber að fagna því hér velur Guðlaug mjög svo vænlega leið til að vekja áhuga bama og unglinga á sögunni og atburðum liðinna alda. Vegna þátttöku minnar í dóm- nefnd NSF undanfarin þijú ár og hlutdeild í tilnefningu Félags skóla- safnskennara langar mig að segja nokkur orð um hugleiðingar mínar í sambandi við þessa tilnefningu og um leið verðlaunaveitingar til bama- og unglingabókahöfunda yfírleitt. Hvers vegna verður bók verð- launahæf? Er það vegna þess að hún er mikið auglýst? Er það vegna þess að hún selst vel fyrir jólin? Er það vegna þess að mikið er beð- ið um hana í bókasöfnum? Ef við svömm öllum þessum spumingum játandi er um að ræða verðlaunabók og verðlaunahöfund. Er verðlauna- bók alltaf góð bók og og verðlauna- höfundur alltaf góður höfundur? Þessum spumingum ætla ég lésend- um eftir að svara hveijum fyrir sig. Í þeirri vinnu sem ég hef tekið þátt í fyrir Félag skólasafnskenn- ara, Bamabókaráðið, íslandsdeild Jónína Friðfinnsdóttir „Við þörfiiumst góðra bóka fyrir börn og ungl- inga, bóka sem eru skrifaðar á góðu máli, eru trúverðugar og höfða til lesenda sinna.“ IBBY og Nordisk skolebibliotekar- forening hef ég forðast að taka ein- göngu tillit til þeirra atriða sem fram koma í spumingum mínum hér á undan. En hvað er það þá sem gerir bama- og unglingabók verðlaunahæfa og til hvers er verið að verðlauna bók og um leið höfund hennar? Aðilar þeir sem veita viðurkenn- ingar og verðlaun vilja með því án efa verðlauna það sem vel er gert á þessu sviði og örva höfunda til frekari dáða. En við skulum alltaf gera sömu kröfur til bama- og unglingabóka- höfunda og við gemm til annarra höfunda. Metum bama- og ungl- ingabækur á sama hátt og önnur bókmenntaverk. Ef þetta er haft að leiðarljósi þá geta bama- og unglingabókahöfundar okkar verið stoltir af þeim viðurkenningum sem þeim hlotnast á innlendum og er- lendum vettvangi. Nokkrir aðilar hér á landi veita árleg verðlaun og viðurkenningar til bama- og unglingabókahöfunda. Bamabókaráðið, íslandsdeild IBBY, veitir árlega viðurkenningar fyrir það sem vel er gert á sviði bamamenningar, þar á meðal bamabókmennta. Vaka-Helgafell veitir verðlaun fyrir handrit, Fræðsluráð Reykjavíkur veitir verð- laun fyrir frumsamda og þýdda bamabók og Félag skólasafnskenn- ara tilnefnir til Norrænu barna- bókayerðlaunanna. Auk þess til- nefnir Bamabókaráðið, íslandsdeild IBBY, til alþjóðlegra barnabóka- verðlauna, H.C. Andersen-verð- launanna annað hvert ár. Þessir aðilar bera mikla ábyrgð. Því þegar höfundi em veitt verðlaun eða tilnefndur til þeirra er verið að segja að þessi höfundur sé góður og verk hans góð. Böm og unglingar sem lesa verk þessara höfunda eiga að geta treyst því að um góðar bókmenntir sé að ræða. Foreldrar og þeir sem gefa bömum bækur og kaupa þær eiga einnig að geta treyst því að verð- laun gefí þeim vísbendingu um gott verk. Þeir höfundar sem verðlaun- aðir em ættu að gleðjast og fínna fyrir stolti yfír því að taka sæti með öðmm verðlaunuðum höfund- um. Ef vel tekst til hjá þeim aðilum sem veita þessi verðlaun og viður- kenningar em þau af hinu góða, ef ekki, þá er verr af stað farið en heima setið. Við þörfnumst góðra bóka fyrir böm og unglinga, bóka sem em skrifaðar á góðu máli, em trúverð- ugar og höfða til lesenda sinna. Góð bók er æskilegur hluti af dag- legu umhverfí og uppeldi bama og unglinga. Vöndum val okkar. Höfiindur er formaður Félags skólasafhskennara, varaformaður Bamabókaráðs, íslandsdeildar IBBY, og formaður dómnefhdar Nordisk skolebibliotekarforening. VIÐ H Ö F U M nýtt fyrirtæki, aó Strandgötu 75 í Hafnarfirði, sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu allra tegunda bolta og festinga. Aó auki veröur boöið upp á úrval verkfæra, bora, slípiefnaog fl. Frá upphafi munum við bjóða landsins mesta úrval festinga, þar sem strax verða yfir 15.000 vörunúmer á lager. Fullkom- ið tölvuvætt birgðabókhald og vikulegar vöru- sendingar frá framleiðanda munu tryggja við- skiptavinum okkar 1. flokks þjónustu. Við bjóðum: • Afgreiðslu beint af lager bæði í kössum og M stykkjatali. • Allar símapantanir afgreiddar strax. • Ókeypis 44 síðna vörulista. • Sérpantanir afgreiddar með örskömmum fyrirvara. • Heildsala — Smásala. ijljlimj; Komdu og skoðaðu úrvalið hjáokkur, eða hringdu og fáðu vörulistann sendan í pósti. ísboltar# Festingameistarar® t Q STRANDGÖTU 75, HAFNARFIRÐI SÍMI: 65 29 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.