Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 47
fjárfrekar en full ástæða er til að huga að þessari aðferð betur en nú er gert. Talningar úr lofti er annar kostur. Árið 1987 var gert sérstakt átak á vegum Hafrannsóknastofnunar í talningu hvala. Talið var einkum frá skipum en einnig að hiuta úr lofti. Samkvæmt mati vísindanefndar hvalveiðiráðsins, byggðu á þeim taln- ingum, eru langreyðar í sk. A- Grænlands/íslandsstofninum, sem einkum hefur verið veitt úr, taldar vera um 6.500. Hins vegar hefur ekki enn fengist haldgóð vitneskja um stofn sandreyðar við ísland. Spumingunni _ um hvort stofni lan- greyðar við ísland stafí hætta af veiðum í atvinnuskyni er enn ósvarað svo óyggjandi sé. Að mati margra veita sk. vísindaveiðar ekki heldur nein skýr svör. Náttúruvernd og auðlindanýting Öllum er ljóst að hvalveiðar íslend- inga, í hvaða skyni sem þær eru stundaðar, snerta fyrst og fremst pólitísk viðhorf. Þar verður hver og einn að taka afstöðu eftir eigin sann- færingu. Hvalamálið er flókið og gerir kröfu um hlutlausa og ekki síst víðtæka umfjöllun í fjölmiðlum. Þar hafa flestir íslenskir fjölmiðlar brugðist, þar sem afstöðu Hvals hf. og íslenskra stjómvalda hafa verið gerð mjög einhliða skil í fjölmiðlum. Andstæðingum hvalveiða er gjaman lýst sem öfgamönnum eða tilfinn- ingasömum grænmetisætum sem finnst ljótt að meiða dýr, en ekki ijallað um afstöðu þeirra á málefna- legan hátt. Aldrei er spurt um rétt íslendinga til að nýta fardýr sem hugsanlega eru í útrýmingarhættu. Hvaða tón gefa íslendingar í náttúru- vemdarmálum og auðlindanýtingu? Nú þegar hafa Japanir og Suður- Kóreumenn tekið sér íslendinga til fyrirmyndar; hætt hvalveiðum en hafið „vísindaveiðar". Hvalveiðar eru í augum umheimsins orðnar tákn- rænar fyrir rányrkju mannsins í náttúrunni, hvort sem íslendingum líkar betur eða verr. Hér á undan hefur ekki verið rak- ið að marki það tjón sem hvalveiði- stefnan hefur valdið á mörkuðum í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ekki hefur heldur verið minnst á þann möguleika að efna til hvalaskoðunar- ferða frá íslandi. Sú atvinnugrein veltir árlega mun meira fé í Banda- ríkjunum og Noregi en hvalveiðar íslendinga. Að mati greinarhöfunda em þessar veiðar orðnar þrákelkni, einskonar meinloka sem haldið er uppi af þjóðrembu og með sjómanna- glýju i augum. Stefna Hvals hf. og íslenskra stjómvalda, oft lýst sem „stefnu íslendinga", hefur þegar valdið óbætanlegu tjóni á ímynd ís- lendinga erlendis. Sá orðstír sem ís- lendingar gátu sér í landhelgismál- inu, sem andstæðingar rányrkju og málsvarar skynsamlegrar nýtingar náttúruauðlinda, er því miður löngu glataður. Stefna stjórnvalda í hval- veiðimálum hefur leitt okkur á villi- götur. Af þeirri braut verður að snúa áður en það er um seinan. Sveinn Aðalsteinsson leggurstund á doktorsnám ogkennslu ípiöntu- lífeðlisfræði við háskólann í Lundi, Svíþjóð. Ólafur Ingólfsson lauk Bl. dr.- prófiíjöklajarðfræði viðháskól- ann í Lundi haustið 1987. Hann hefur síðan unnið að rannsóknum íheimskautajarðfræði viðLundar- háskóla. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 47 g ÞIIMGHLÉI stefán friðbjarnarson Helgidagafriður Almenn afstaða til helgidagalöggjafar ókönnuð Mynd tekin í dómkirkjunni í Reykjavík. Séra Hreinn gjartar- son, sóknarprestur í Fellasókn í Reykjavík (Fella- og Hóla- kirkju), fyrir miðju. Á síðasta Alþingi var lagt fram stjórnarfrumvarp um helgidagafrið. Það dagaði uppi í nefnd. Meginefiii þess var í samræmi við vilja kirkjuþings 1986, en áherzlumunur er nokkur. Kirkjuþingið taldi heppi- legra að Qalla um suma þætti málsins í reglugerð. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið taldi hinsvegar rétt að binda regl- umar í lög. Það var einkum rökstutt með tvennu: 1) helgi- dagalöggjöfin varði n\jög allan almenning, 2) ákvæði laga séu að jafhaði betur kunn en ákvæði reglugerða. I Tilgangur laga um helgidagaf- rið er að „vernda guðsþjónustu og almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar". Samkvæmt frumvarpinu, sem lagt var fram en ekki afgreitt, verða helgidagar þjóðkirkjunnar þessir (markaðir með tímasetningum): „ * 1) Sunnudagur, annar dag- ur jóla, nýársdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu frá kl. 10-15. * 2) Jóladagur, föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnu- dagur frá upphafi dags til loka hans. * 3) Aðfangadagur jóla frá kl., 18.“ Óheimilt er, samkvæmt frum- varpinu, að trufla guðsþjónustu eða aðra kirkjuathöfn með hávaða eða öðru því sem andsætt er helgi hennar. Meðan helgidagafriður ríkir er og skemmtanahald óheimilt, með nokkrum undantekningum þó. II Löggjöf um helgidaga og helgi- dagahald á langa sögu að baki hér á landi. Hún var lengstum eingöngu af trúarlegum toga spunnin. Síðar komu til ýmis vinnuvemdarsjónarmið, þ.e. við- leitni til að tryggja vinnandi fólki ákveðna frídaga. Einnig lög- gæzlusjónarmið, enda verður að haga löggjöf svo að unnt sé að framfylgja henni. í katólskum sið var víðfeðm helgidagalöggjöf í heiðri höfð. Við siðaskiptin varð mikil breyting á löggjöf að þessu leyti, m.a. er talið að 26 messudagar hafi verið af lagðir með kirkjuskipan Kristj- áns III frá 1537. Helgisiðir breytast síðan smám saman í tímans rás (m.a. með alþingissamþykkt 1552, helgi- siðabók 1685 og tilskipunum 1770 og 1855); urðu „frjálslegri". Sérstök lög um helgidaga og helgidagahald er síðan sett 1901. Núgildandi lög eru frá 1926. Þau fólu í sér rýmri heimildir til verzl- unar og þjónustu á helgidögum en áður var, en bönnuðu almennar skemmtanir eftir kl. 18 kvöldin fyrir stórhátíðir. Þau lög hafa gilt, óbreytt að kalla, í rösklega sex áratugi. III Umdeilt er hvort löggjöf sem hér um ræðir [helgidagahald] á að taka til atvinnustarfsemi, svo sem verzlunar og þjónustu ýmis konar, enda þjóðfélagsaðstæður gjörbreyttar frá því gildandi lög vóru sett. Spuming er, hvort ákvæði um verzlun og þjónustu eigi ekki að einskorða við löggjöf um þá starfsemi. Svo mun vera í Noregi. Hér hefur hin leiðin verið farin, sem kunnugt er, það er að setja takmarkandi ákvæði um þessháttar starfsemi í lög um helgidaga. Þá hafa raddir heyrzt um af- nám skírdags og uppstigningar- dags sem helgidaga, sem og frið- un laugardaga fyrir páska og hvítasunnu. Frumvarpið gerir hvorki ráð fyrir því að uppstign- ingardagur né skírdagur verði numdir úr tölu helgidaga, enda mætir það trúlega andspymu bæði almennings og kirkjunnar manna. Hinsvegar dregur frum- varpið, ef að lögum verður, úr friðun laugardaga fyrir páska og hvítasunnu, t.d. að því er varðar kvikmyndasýningar. Hvort á að setja ákvæði sem tryggja helgidagafrið í lög eða reglugerð? Norðmenn tíunda þessi ákvæði greinilega í lögunum sjálf- um. Danir greina þetta með al- mennu orðalagi í lögum en „láta annað velta ýmist á reglugerðar- ákvæðum eða mótast af laga- framkvæmd". Frumvarpið, sem hér um ræðir, fylgir norsku reglunni, að sér- greina þær athafnir og þá starf- semi, sem bann er lagt við, sem og frávik frá þeim, er taka m.a. mið af meintri viðskiptaþörf, list- sýningum, íþróttum o.fl. Ekki er vikið að skólahaldi, útvarpi né sjónvarpi í frumvarpinu. Helgidagar eru hinir sömu í frumvarpinu og í eldri lögum, en friðun laugardaga fyrir páska og hvítasunnu takmörkuð, sem fyrr segir. Ekki er kunnugt um að fyrir liggi fagleg rannsókn eða úttekt á afstöðu landsmanna til helgi- daga né löggjafar um helgidaga. Það er út af fyrir sig miður. Þetta þingmál er hér lítillega kynnt í þeim tilgangi einum að ljá kirlq'ulegu málefni fréttalega um- fjöllun. I því efni þurfa fjölmiðlar betur að gera hér eftir en hingað til. Itilefniþjódhátiáardags Svía 6. júníoghagstœdra samn- inga viö ELECTROLUX-samsteypuna, veitum vió sérstakan afslátt afsœnskum ELECTROLUX-hágœðaheimilistœkjum 5.júnítil lO.júní. Gegn framvísun þessa miða veitum við afslátt sem hér segir: 1500 kraf ELECTROLUX ryksugum 8.000 kraf - BIV 310-uppþvottavélum 7.500 kraf — eldavélum 8.000 kraf - frystiskápum 6.000 kr af — kceliskápum 4.000 kraf — N-20-hrœrivélum 5.000 kraf - NF 3244-örbylgjuofnum 3.000 kraf - RM 212-gaskæliskápum ATH.: AFSLATTURINN GILDIR AÐEINS TIL 10. JÚNÍ NK. ;o;o Kringlunni - sími 685440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.