Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 61 Jóhannes Páll páfí H: Kristur er ljós íslands Páfi veitir kaþólskum drengjum altarissakramentið.MorBljnblaðlð/Bjarnl Hér birtist í heild predikun páfa I hámessu við Dómkirkju Krists konungs í Landakoti 4. júní 1989 „Herra .. .ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt.“ (Lk. 7:6). Kæru bræður og systur. Þetta eru kunnugleg orð. Vér segj- um þau í hvert skipti og vér göngum til altaris við messugjörð. Þau eru endurtekin hér í dag / Reykjavík á íslandi við þessa hátíðlegu athöfn sem haldin er í trú og kærleika til þess að útdeila altarissakramentinu, ásamt biskupnum í Róm, arftaka Péturs postula. Þetta heilaga sakramenti er til minningar um fómardauða Drottins vors, Jesú Krists, en vér íögnum líka 1000 ára afmæli kristnitöku á ís- landi. Vér minnumst með þakklæti „þeirra sem helgaðir voru krossinum og famir em á undan oss“; fyrstu munkanna á 9. öld sem getið er í fomsögum og komu líklega frá Ir- landi, fyrsta íslenska biskupsins, ísleifs Gissurarsonar og Þorláks biskups helga Þórhallssonar. Vér geymum líka minninguna um þjóð- hetju yðar, Jón Arason biskup, jes- úítaprestinn Jón Sveinsson og Gunn- ar Einarsson sem beið þolinmóður eftir Drottni eins og Símon og dó mánuði eftir að Jóhannes sonur hans varð kaþólskur biskup yfir íslandi, fyrstur Islendinga á vorum tímum. Og marga fleiri sem of langt yrði að telja upp. Bæði kaþólikkar og lúterstrúarmenn minnast tryggra karla og kvenna sem báru kristni vitni í þessu landi, einlæg og stað- föst í trú sinni. Krístur er Ijós þjóð- anna, ljós þessara norðlægu landa sem ég heimsæki, ljós íslands! Hon- um sé lof um aldir alda! Kristur sjálfur gaf oss þetta sakra- menti. Hann gaf oss það í eitt skipti fyrir öll þegar hann fómaði lífi sínu á krossinum „til að veröldin mætti lifa“. Hann stofnaði reyndar sakra- menti líkama síns og blóðs við síðustu kvöldmáltíðina, þegar hann blessaði brauðið og vínið og sagði lærisvein- unum að gjöra ávallt svo „í sína minningu", uns hann kæmi aftur. Kristur gaf þeim — og gefur oss einn- ig — líkama sinn til að eta og blóð sitt til að drekka, oss til andlegrar styrktar. Altarissakramentið, sem viðhaft er margoft í kirkjunni, er fómfæring og veisla í senn. í því er fólginn all- ur andlegur auður kirkjunnar: Jesús sjálfur, eins mennskur og hann getur orðið, og þó jafn föðumum í guðdómi sínum. Það er þungamiðjan í sam- komum trúaðra þar sem presturinn stjómar (sbr. Presbyterorum Ordinis, JÓHANNES Páll páfi II og fylgd- arlið hans hélt af landi brott áleiðis til Helsinki á hádegi á sunnudag. Forsætisráðherra, ut- anríkisráðherra og kirkjumála- ráðherra voru meðal þeirra sem kvöddu páfa á Keflavíkurflug- velli, í kulda og vindstrekkingi. Páfi hélt stutta kveðjuræðu utan við flugvélina rétt áður en hún fór í loftið og er ræðan birt hér í blaðinu. Bílalest páfa renndi upp að flug- vél Alitaiia flugfélagsins nákvæm- lega tveimur mínútum seinna en áætlað var. Fyrir voru á flugvellin- um Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Niels P. Sigurðsson, sendiherra Páfagarðs, Gunnar J. Friðriksson, formaður undirbúningsnefndar, Alfred Jolson, kaþólski biskupinn á íslandi, Þorgeir Þorsteinsson, lög- reglustjóri á Keflavíkurflugvelli og Pétur Guðmundsson, flugvallar- 5). Annað Vatíkanþingið lýsir því greinilega yfir að enginn kristinn söfnuður geti haldið uppi starfi nema það sé grundvallað á altarissakra- mentinu. Þar er upphafið að and- legri fræðslu safnaðarins (sbr. Pres- byterorum Ordinis, 6). Reyndar er sagt þar berum orðum að meginstoð kirkjunnar sé mikil og virk þátttaka trúaðra í athöfninni með biskupinn fremstan í flokki, ásamt prestum og prelátum (sbr. Sacrosanctum Con- cilium, 41). Við þetta er allt annað starf í kirkjunni miðað. Mér er það því mikið fagnaðarefni þennan sunnudag á íslandi að geta notið þessarar guðsgjafar með ka- þólska söfnuðinum: — með Jolson biskupi og prestun- um sem þjóna hér; — með nunnum og leikmönnum; — að viðstöddum kærum lútersk- um bræðrum og systrum sem ósk- uðu að deila þessari bænastund með oss. Mér er tjáð að nú sé Sjómannadag- ur, þegar beðið er sérstaklega í kirkj- um landsins fyrir þeim sem stunda sjóinn. Minnumst þeirra sem hafa týnt lífi eða slasast í þessari gamal- grónu atvinnugrein íslendinga er útheimtir svo mikinn dugnað, hug- rekki og þrautseigju. Megi Guð vera sálum þeirra dánu náðugur og megi hann hugga þá sem hafa orðið fórn- arlömb hafsins sem er svo gjöfult, en þó svo grimmt á stundum. Orðin „Herra.. .ég er ekki verður þess ...“ (Lk. 7:6) sagði rómverskur hundraðshöfðingi sem gegndi her- þjónustu í Gyðingalandi. Þótt hann væri útlendingur og þar á ofan heið- inn elskaði hann fólkið og hafði meira að segja byggt handa því sam- kunduhús — eftir því sem guðspjallið hermir (sbr. Lk. 7:5). Þess vegna studdu Gyðingar heilshugar þá bón sem hann hugðist leggja fyrir Jesúm: að lækna þjón hans. Jesús varð við beiðni hundraðshöfðingjans og lagði af stað heim til hans. En hundraðs- höfðinginn vildi spara Jesú ómakið og sagði við hann: „Ómaka þig ekki herra, því að ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt; þess vegna hef ég ekki heldur álitið sjálfan mig verðan að koma til þín; en seg það með orði, og mun sveinn minn verða heilbrigður" (Lk. 7:6—7). Kristur varð við bón hundraðshöfð- ingjans, en „furðaði sig jafnframt á orðum hans og mælti til mannfjöl- dans sem fylgdi honum: „Ég segi yður að ekki einu sinni í Israel hef ég fundið svo mikla trú“ (Lk. 7:9). Vér notum orð hundraðshöfðingj- ans við altarissakramentið vegna þess að þau lýsa einlægni og sterkri trú. Orðin eru látlaus, en fela þó í stjóri. Páfi skiptist á nokkrum orðum við Steingrím Hermannsson áður en hann flutti kveðjuræðuna. Steingrímur kveðst hafa sagt við páfa að hann hafi vonandi ekki kvefast héma. Pafi hafi þá sagt að svo væri ekki, og Steingrímur svar- að að páfinn væri enda mikill skíða- maður og vanur kuldanum. Páfi hafi þá spurt hvort forsætisráð- herrann færi á skíði og segist Steingrímur hafa svarað því ját- andi. Eftir að páfi hafði flutt kveðju- ræðu sína kvaddi hann viðstadda með handabandi og faðmaði ka- þólska biskupinn í kveðjuskyni. Nánustu samstarfsmenn páfa, sem hlýtt höfðu á ræðuna ásamt íslend- ingunum, kvöddu einnig og gengu upp í flugvélina. Jóhannes Páll páfí II fór síðastur inn í vélina og veif- aði úr dyrunum. Þannig lauk sólar- hrings dvöl páfa á Islandi, 84. landinu sem hans heilagleiki heim- sækir. sér grundvallarskilgreiningu á því, hver Guð er og hver maðurinn er. Guð er heilagur, skaparinn mikli sem gefur oss líf og er höfundur alls í tilverunni. Vér erum sköpunarverk hans, böm hans sem þarfnast lækn- ingar vegna synda vorra. I velferðarþjóðfélagi eins og þér búið við, þar sem allir hafa nóg viður- væri, þar sem menntun og heilsu- gæsla stendur öllum til boða og fé- lagslegt réttlæti er á háu stigi er auðvelt að missa sjónar á skaparan- um sem hefur rétt oss þetta allt úr dýrlegum höndum sínum. Það er auðvelt að lifa eins og Guð sé ekki til. Reyndar er sterk tilhneiging í þá átt, því oss getur virst að með því að viðurkenna Guð sem upphaf og endi alls sé verið að draga úr sjálf- stæði mannsins og leggja óþolandi hömlur á athafnafrelsi hans. En ef vér gleymum Guði glatast fljótt skiln- ingur vor á dýpri merkingu tilverunn- ar, vér vitum ekki lengur hver vé_r erum (sbr. Gaudium et Spes, 36). Á þetta ekki stærsta þáttinn í þeirri óánægju sem svo víða verður vart í velferðarþj óðfélögum? Bætir það ekki sálræna og félags- lega líðan vora að heyra rödd Guðs í hinum dýrlega samhljómi alheims- ins? Er það ekki í rauninni lausn að viðurkenna að stöðugleiki, sannindi, gæska og reglufesta, sem verður mönnum æ augljósari í umheiminum, endurspegli sannleika og fegurð skaparans sjáifs? Það mikla verkefni sem mannkyn- ið verður að takast á við í lok 20. aldar er að nýta auðlindir jarðar at skynsemi og ábyrgðartilfínningu. Vér þurfum að taka tillit til þess að auðlindir vorar eru ekki óþijótandi. Með því gerum vér vilja skaparans. Á sviði mannlegra samskipta ber oss að byggja upp heim réttlætis, friðar og kærleika, þar sem líf hverrar mannveru er vemdað og verðleiki allra er metinn jafnt, án nokkurrar mismununar. Til þess þurfum vér að sjá ásjónu Guðs í hveiju mannsand- liti og þó einkum í tárum og þjáning- um þeirra sem eru ástarþurfí eða beittir ranglæti. Enginn einn maður getur leyst öll vandamál heimsins. En hvert og eitt góðverk er mikilvægt framlag til þeirra breytinga sem vér æskjum. Það var djúp réttlætiskennd sem kom Einari Ásmundssyni til að taka ör- bjarga útlending, séra Baudoin, inn á heimili sitt. Áfleiðingamar urðu örlagaríkari en Einar gat gert sér í hugarlund. Þannig stuðla öllgóðverk vor að því að réttlæti, friður og mannleg reisn beri hærri hlut. En sjálfselska og skortur á siðferðisþreki verða til að viðhalda og jafnvel auka ranglæti í heiminum. Orð hundraðshöfðingjans eru rödd þess sem lofar skapara sinn fyrir gæsku hans og örlæti. Allt fagnaðar- erindið felst raunar í þessum orðum, allur boðskapurinn um hjálpræði vort. Þau bera vitni þeirri undursam- legu guðsgjöf sem kemur fram í Orði lífsins. Guð veitir mannkyninu hlutdeild í himnesku eðli sínu — án endurgjalds. Hann gefur bömum sínum eilíft líf í Kristi. Maðurinn nýtur náðar Guðs. Trú rómverska hundraðshöfðingj- ans var mikil. Honum var Ijóst að Kristur hafði veitt honum „sérstaka náð“. Hanri vissi að hann var ekki verður slíkrar gjafar, að þessi gjöf fór langt fram úr því sem hann, jarð- neskur maður, gat nokkum tíma öðlast eða jafnvel vænst. Því þessi gjöf er í sannleika sagt guðleg. Dá- semd hennar er fólgin í því að hún gerir oss fært að fá innilegustu löng- un vorri fullnægt: að lifa að eilífu I nánu sambandi við Guð sem er upp- spretta allrar gæsku. Vér fáum hlut- deild í þessari sömu gjöf við altaris- gönguna. Hún er til að minnast þján- ingar og dauða Krists. Vér verðum full náðar og fáum þá jafnframt fyr- irheit um himneska dýrð. Vér hljót- um að sýna stöðugt þakklæti vort fyrir þessa guðsgjöf með því að trúa. Gjöf altarissakramentisins er boð- in öllum, þvíKristur er hin himneska gjöf, gjöf fagnaðarerindisins. Öllum er boðið að verða hluti af „fjölskyldu trúaðra“ (sbr. Gal. 6:10). í þessari kirkju eru engir „6kunnugir“. Jafn- vel sá sem kominn er frá „fjarlægu landi“, langar leiðir að, er eins og „heima hjá sér“ í kirlq'unni. Um það fjallar einmitt kaflinn í Konungabók- inni sem lesinn er hér í dag: þegar Salómon vígir musterið mikla í Jerú- salem er bæn hans til Drottins þessi: „ .. .gjör allt það sem útlendingurinn biður þig um, til þess að öllum þjóð- um jarðarinnar verði kunnugt nafn þitt“ (1. Kon. 8:43). Þrátt fyrir ólík- an litarhátt, þjóðemi, tungu og menningu er öllum boðið að skipa jafnan sess í kristnu samfélagi. Enda þótt oss sé fyllilega ljós sá ágreining- ur og mismunandi túlkunaratriði sem vegna sögulegrar þróunar hafa að- skilið oss, svo vér getum ekki tekið þátt í altarisgöngunni saman, biðjum vér þess í einlægni að bæn Krists megi rætast að lokum: .. .„að allir verði eitt, til þess að heimurinn skuli trúa“ (sbr. Jóh. 17:21). „Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsa- mið hann allir lýðir, því að miskunn Kæru vinir. Er ég nú býst til brottfarar frá íslandi vil ég enn einu sinni lýsa þakklæti mínu yfir einstakri gestrisni sem þér hafið sýnt mér. Einkum þakka ég hæstvirtum forseta, forsætisráðherra og öðr- um yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert til að gera þessa heim- sókn mögulega. Það er einlæg ósk mín að hirðisheimsóknin verði til að hleypa auknum krafti í andlegt líf íslendinga. Ég hef í heimsókn minni boðað fagnaðarerindið um kærleika_ Guðs sem birtist oss í Jesú Kristi. Ég hef reynt að styrkja kaþólska bræður mína og systur í trúnni og borið fram bæn mína ásamt mörgu öðru fólki sem trúir á Krist. í öllu sem hefur verið sagt og gjört hef ég minnst sameiginlegra trúargilda fagnaðarerindisins sem kristnir eiga og boða mannkyni öllu. Vér erum þess fullviss að þessi gildi eru kyndill vonar í heimi þar sem æ fleiri vilja kynnast traustum friði og finna lífi sínu fullnægingu. Kristin gildi með rótfestu í heil- agri ritningu eru óaðskiljanleg frá menningu og andlegri arfleifð ís- lendinga. í allri sögu yðar hafíð þér treyst samhygð yðar sem þjóð með trú á gildi þess að bera virðingu fyrir öllum mönnum, virðingu fyrir hinu mannlega, og göfgi sálarinnar sem leitar friðar. Þér hafið einnig reynt að kenna þessi sannindi fjöl- skyldum yðar, bömum yðar og í samskiptum við aðra. Lýðveldi Is- lands á vorum tíma er gmndvallað á þessum gildum og áframhaldandi gæfa yðar sem þjóðar mun ráðast hans er voldug yfír oss og trúfesti Drottins varir áð eilífu" (Sálm. 117:1-2). í dag hljóma þessi orð hvarvetna í kirkjunni, hvar sem kristnir menn koma saman á sunnudegi til að taka við altarissakramentinu, rétt eins og vér gerum hér á íslandi, þessari eyju í Norður-Atlantshafi! Orð hundraðs- höfðingjans eru endurtekin á mörg- um ólíkum tungumálum: „Herra.. .ég er ekki verður þess ...“ Þau orð — eins og orðin í sálminum — bera vitni þeim guðs-, gjöfum sem vér fáum hvert og eitt: lífi voru og fjölskyldu, velgengni í samfélaginu, trú vorri og þeirri dýrmætustu af öllum gjöfum Guðs, syni hans eingetnum, Jesú Kristi. „Herra .. .ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt, en seg það með orði, og mun ég þá verða heilbrigður“ (sbr. Lk. 7:6). Drottinn minn, Jesús Kristur! Ég þakka þér fyrir að mér var leyft að kunngjöra leyndardóma trúarinnar hér á íslandi í hópi hjarðar þinnar, þeirra sem eru að taka við sakra- menti þínu í fyrsta sinn og kaþólska safnaðarins, að viðstöddum lútersk- um bræðrum mínum og systrum. af því hve vel yður tekst að nota þau sem vegvísi og innblástur. Kæru vinir, þegar ég fer frá ís- landi er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst svo margvíslegri andlegri auðlegð hjá yður. Trúarvissa og kærleikur kaþólskra bræðra minna og systra urðu til þess að ég var ekki framar gestur og aðkomandi heldur samþegn hinna heilögu og heimamaður Guðs (Efes. 2:19). Lúterskir bræður mínir og systur tóku mér af mikilli hlýju á Þingvöll- um; það varð til að minna mig á mikilfenglegan sameiginlegan arf okkar sem við höldum áfram að deila en ekki síður styrk heilags anda sem hvetur okkar til að sam- einast í trú og kærleika. Allir ís- lendingar, trúaðir jafnt sem þeir er segjast engu trúa, hafa sýnt mér virðingu og hafa hlýtt á mig; slík gestrisni kemur frá hjartanu. Ég þakka Guði fyrir allt sem ég hef þegið hjá yður og vona að boð- skapur minn verði til þess að þér fínnið meiri hamingju, frið og full- nægju. Gæfan sem Guð hefur auð- sýnt íslendingum fyrr á tímum bendir til velfamaðar yðar í fram- tíðinni. Megið þér, fyrir tilstuðlan hans sem ræður friði og er upphaf allrar gæsku, öðlast gleggri skiln- ing á sjálfum yður, sem þjóð, og hlutverki því sem yður er ætlað meðal þjóða heimsins. Er þér rækt- ið friðinn í eigin hjörtum, í fjölskyld- um yðar, kirkjum og samskiptum öllum vænti ég þess að þér megið sem fyrr þekkja þann styrk og þær háleitu hugsjónir sem trúin ein get- ur veitt. Guð blessi ísland og íslensku þjóðina! Páfi kveður Island Kveðjuávarp Jóhannesar Páls II páfa á Keflavíkurflugvelli: Trúin ein getur tryggt yður farsæla framtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.