Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri á Flateyri í ræðustól, sitjandi eru fundarstjóramir, Pétur Sigurðsson forseti ASV og Illugi Gunnarsson laganemi og fiskvinnslumaður. um stjórnenda þegar þeir deila út hlunnindum sem felast í heimildum til að veiða fisk, en það siðgæði sem vakir yfír þeim þegar þeir deila út hlunnindum sem felast í því að halda vinum og flokksbræðrum ókeypis drykkjuveislur á kostnað almennings.“ Enginn svo illa innrættur Ámi Kolbeinsson færði fundinum kveðju frá Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra, sem komst ekki á fundinn vegna heimsóknar páfa, en hefði allan hug á að koma vestur og halda fund með Vest- firðingum um fiskveiðimálin að sögn Áma. Hann sagði markmið fiskveiðistjómunarinnar vera að hámarka arðsemi veiðanna. „Ég held að enginn íslendingur sé þann- ig gerður að hann vilji nota þessa auðlind til að þjóna illri lund sinni, í öðmm tilgangi en að hámarka hagsæld þjóðarinnar. Hitt er svo annað mál hvemig mönnum tekst til með þetta ætlunarverk sitt.“ Ámi fór yfir helstu gagnrýnisat- riðin sem fram hafa komið á kvóta- kerfið og sagði að þetta kerfi, sem og öll önnur, væri byggt á mála- miðlunum á milli margra sjónar- miða og hagsmuna. „Það er einmitt sveigjanleikinn í kerfinu, það er sóknarmarkið, sem hefur leitt til þess að kerfið hefur ekki hitt í mark varðandi heildarafla. Ef litið er til aflamarksskipanna, þá er ná- kvæmlega, nánast, dreginn á land sá afli sem kerfið ætlast til. Það er sóknarmarkssveigjanleikinn sem skapar þessi vandræði." Hann sagði að afli hafi ekki dreg- ist frá einstökum fjórðungum til annarra, heldur fremur færst milli skipa innan sömu svæða. „Við höf- um reiknað það út, hveiju það skipti öll þau skip á Vestfjörðum sem í fyrra völdu sóknarmarkið að hafa valið það en ekki aflamark, og nið- urstaðan varð sú að í heildina séð stóðu þau nánast jafnkeik eftir, það munaði einungis ef ég man rétt rúmlega þijú hundruð þorskígildum á öllum Vestfjarðaflotanum. En, þau röðuðu sér upp innbyrðis og þetta kerfi hefur valdið því að þau skip sem byggja á eigin reynslu hafa heldur vinninginn yfir þau sem byggja á meðaltalinu." Hann sagði þama byggt á lögunum, en ekki reglugerð frá ráðuneytinu. Ámi skýrði reglur um grálúðu- veiðar og sagði þær byggðar á ótta um tilvist stofnsins. „Það má sjálf- sagt alltaf deila um hvort menn hafi hitt á nákvæmlega rétta leið til þessarar takmörkunar og það verður að segjast eins og er að maður skilur ákaflega vel óánægju þeirra manna sem skyndilega eru hindraðir með þessum hætti. En staðreyndin er sú, að langtíma- reynsla í grálúðuveiðum var ekki fyrir hendi nema hjá tiltölulega fáum skipum og sú reynsla var að fullu tekin inn í granninn. Málið var það, að það vora svo mörg skip að byija, grálúðuveiðamar hafa jú stórvaxið eins og öllum hér er kunn- ugt um á síðustu þremur áram, þannig að langtímareynsla var ekki fyrir hendi. Engu að síður var þetta auðvitað mjög þungbær skerðing." Síðan sagði hann: „Ég held, að hvort sem menn sætta sig við skýr- ingar sem ég hef fært fram eða ekki, að þá geri þær allavega það skiljanlegt sem menn hafa verið að gera, það orkar allt tvímælis þá gert er og það era öragglega skipt- ar skoðanir um ágæti þess að öllu leyti.“ Vá fyrir dyrum Matthías Bjamason ræddi um endurskoðun kvótakerfisins, sem samkvæmt núgildandi reglum á að gilda í þijú ár, og nefnd vinnu við að endurskoða. Hann sagði: „Mér er kunnugt um það, að í þeirri nefnd er mikill áhugi fyrir því að halda þessu kvótakerfi áfram, halda því lifandi, heist um alla framtíð. Helst er þar að færa þetta kerfi til lögfest- ingar á Alþingi til langs tíma.“ Síðan lýsti Matthías algjörri and- stöðu sinni við kvótakerfí. Matthías greindi frá samstarfi hans og Karvels Pálmasonar, þegar þeir vora formenn sjávarútvegs- nefnda Alþingis, um að reyna að ná fram lagfæringum á framvarpi ráðherrans. „Það tókst að nokkra leyti, en aðeins að takmörkuðu leyti, fyrir það, að það var ekki vilji til þess að ganga lengra. Og það var beitt þvingunum og hótunum um það, að ríkisstjómin myndi fara frá ef það yrðu samþykktar nokkr- ar tillögur frá svona uppreisnar- mönnum eins og væra komnir héð- an frá Vestfjörðum." Þingmenn kreistir Hann greindi frá helstu tillögum þeirra. „Þessar tillögur allar sem við fluttum vora drepnar. En, það munaði stundum aðeins einu at- kvæði. Og, þegar séð varð, að til- laga ætlaði að ná fram að ganga, þá vora þingmenn teknir og kreist- ir, alveg eins og þeir í laxeldisstöðv- unum kreista laxinn. Og þeir létu kreista sig, vesalingamir þeir ama, hver um annan þveran." Matthías rakti síðan hvemig sá tilgangur kvótakerfisins að minnka flotann og hafa hemil á fiskveiðum hefði gjörsamlega mistekist. Hann líkti kvótakerfínu við skömmtun á stríðsáranum. „Ætli það þekkist nokkurs staðar í veröld- inni að æðsta stjórnvald í einu landi eigi að ákveða og ákveði áram sam- an hvað hver bátkoppur má veiða og það meira að segja af hverri tegund? Og það er farið oft með þetta eins og mannsmorð, hvemig staðið er að málum,“ sagði hann. „Þetta er ekkert betra núna á áram frjálsræðis, athafnafrelsis heldur en það var á skömmtunarárunum þeg- ar stríðið kom í veg fyrir að hægt væri að flylja til landsins vörar. Það er þetta sem er verið að inn- leiða hér, en svo er hrópað á frelsi á öllum öðram sviðum. En, héma er búið að færa þetta til fomaldar, meira að segja er komið svo langt Ámi minn Kolbeinsson, að menn era famir að sakna danska kans- ellísins." Sjálfsblekking Ólafur Þ. Þórðasron sagði það sjálfsblekkingu að halda að núver- andi fiskveiðistefna væri eins manns verk „Staðreyndin er sú, að meirihluti íslenskra útvegsmanna og meirihluti sjómanna við ísland og meirihluti á Alþingi íslendinga hefur markað þessa stefnu. Menn, úr öllum stjómmálaflokkum. Við sem höfum orðið undir í því að ná fram okkar sjónarmiðum, verðum að játa það hreinskilnislega, að þannig hefur til tekist. Ég vil segja það hér og nú, að það fyrsta sem verður að gera, ef á að nást árang- ur, það er að leita að því með log- andi ljósi: Er hægt að ná samstöðu á Vestfjörðum um þessi mál? Það var ekki hægt þegar kvótanum var komið á.“ Ólafur sagði ráðuneytismenn vera víðsíjarri því, að skilja hvað Vestirðingar væra að tala um og hvað i húfí væri fyrir þá. „Það gleymdist í stöðunni, að um leið og meira var af vestfírsku skipunum tekið, þá var verið að taka miklu meira af þorpunum á Vestíjörðum, heldur en nokkram öðram þorpum á íslandi. í þeirri stöðu að 47 pró- sent af Vestfirðingum lifðu á físk- veiðum og fiskvinnslu, á sama tíma pg hæsta hlutfall annars staðar á íslandi, sem var á Austíjörðum, var 35 prósent. Það er þessi skerðing, sem er að rústa vestfirskt atvinn- ulíf í dag.“ Helstefha Karvel Pálmason kallaði kvótann helstefnu gagnvart Vestfírðingum. Hann riflaði upp baráttu þing- manna þegar kvótalögin vora sett og kvaðst fagna þessum fundi. „En ég hefði gjaman viljað fá svona fund í þeim slag og það hefði yljað manni um hjartarætur í slagnum, þegar við lá að maður yrði rekinn úr flokknum af því að maður var ekki sammála ráðherranum og vildi ekki styðja þá í þessu máli og þá tóku menn til við að kreista og ein- hveijir sljómarliðar vora kreistir." „Ég legg áherslu á það, að þessi fundur þarf að vera upphafið. End- irinn getum við þurft að skoða í hörðum átökum og aðgerðum, við þá aðila sem ferðinni ráða í þessum efnum," sagði Karvel að lokum. Áróðursbrögð Þorvaldur Garðar Kristjánsson lagði höfuðáherslu á samstöðu gegn kvótakerfinu, sem hann sagði vera orsök vanda Vestfírðinga. „Þeim sem era með kvótakerfinu er sér- lega tamt að dreifa athyglinni, frá kjama málsins. í stað þess að kryfja kvótakerfið til mergjar, er einfald- lega gengið út frá því, að það sé óforgengilegt. Það er látið, nánast, sem kvótakerfið sé lögmál sem verði að lifa við og starfa eftir. Það er rétt eins og það hafi ekki verið dreginn fiskur úr sjó frá upphafi íslandsbyggðar fyrr en tekið var upp þetta kvótakerfi, sem fundið var upp fyrir fímm áram. Og þá vantar oft ekki föðurleg ráð: Menn verða að beygja sig fyrir staðreynd- um, heitir þetta á fínu máli. Menn verða að sætta sig við kvótakerfíð, hafið þeið ekki heyrt þetta? Þessi boðskapur má ekki glepja okkur, það verður að gjalda varhug við öllum áróðursbrögðum og það ætti ekki að veijast fyrir okkur Vest- fírðingum." Á hveiju ætla íslendingar þá að lifa? Sighvatur Björgvinsson sagði kvótakerfíð vera afleiðingu þess, að menn tóku ekki viðvörunum fyr- ir tíu áram. „Við skulum gæta þess, að næstu tíu ár líði ekki með sama hætti og síðustu tíu ár. Þá upp- skára menn kvótakerfi fyrir að haf- ast ekki að. Eftir tíu ár til viðbótar geta menn uppskorið það að fisk- veiðar og fiskvinnsla verði ekki lengur arðsöm atvinnugrein á Is- landi og á hveiju ætla Islendingar þá að lifa? Það kemur mér nokkuð á óvart ef svo er að sú nefnd sem nú situr að störfum við endurskoðun fiskveiðistefnunnar sé á þeim bux- unum, að rétt sé að framlengja kvótakerfið. Það kemur mér á óvart, vegna þess, að það er alveg sama hvaða skoðun menn hafa á stjórnun fiskveiða, hvort menn telja rétt að stjóma þeim með stjórn- valdsákvörðunum eða ekki, þá hljóta allir að vera sammála um, ... að kvótakerfið sem stjómkerfi í fiskveiðum dugi ekki.“ Tal um klofiiing er ekki frá okkur komið - segir Árni Páll Árnason, einn stofiienda Birtingar Undirbúningsstjórn til stofriunar nýs félags vinstri manna í Reykjavík innan vébanda Alþýðubandaiagsins var Iqörin um helg- ina. Stefiit er að forlegri stofiiun félagsins þann 18. júní næstkom- andi, en félaginu hefúr þegar verið valið nafiiið Birting. Fundinn um helgina sátu 50 til 60 manns. Ami Páll Amason er formaður undirbúningsstjómarinnar, en hana skipa auk hans Hrafn Jökuls- son, Helgi Hjörvar, Bima Bjama- dóttir og Vigfús Geirdal. Ámi Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið, að unnið væri að stofnun félagsins í samræmi við lög Al- þýðubandalagsins. Verið væri að nýta heimildir til að efna til pólitísks málefnastarfs með óflokksbundnu fólki. „Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér, hvort þetta er upphaf klofn- ings Alþýðubandalagsins eða ekki. í raun og veru blasir klofningur alls ekki við. Við verðum áfram í tengslum við Alþýðubandalagið og engin bein tengsl eru við Alþýðu- flokkinn. Allt tal um klofning er í raun komið úr öðrum herbúðum en okkar," sagði Ámi Páll. Samkvæmt lögum Alþýðu- bandalagsins munu þeir félagar í Birtingu, sem flokksbundnir eru í Alþýðubandalaginu, njóta sama réttar og aðrir flokksbundnir fé- lagar við mótun stefnu flokksins og skipan á framboðslista, en óflokksbundnir félagar á hinn bóg- inn ekki. Hugmyndin að nafni félagsins mun vera komin frá Einari Karli Haraldssyni, ritstjóra Nordisk Kontakt, en hann er meðal annars fyrrverandi ritstjóri Þjóðvilians.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.