Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 62
62 MGRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1989 ISLANDSHEIMSOKN JOHANNESAR PALS PAFA II Finnland; Helsinki- sáttmálinn vonarsijarna milljóna Evrópubúa Heisinki. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. JÓHANNES PÁLL páfi II talaði um mikilvægi trúfrelsis í ræðu sem hann hélt í boði Paasikivi-félagsins í Finlandía-höllinni í gærkvöldi. Helsinki-sáttmáli var undirritaður þar fyrir fjórtán árum. Pálí sagði að ráðstefhurnar á grundvelli hans hefðu fengið miklu áorkað í mann- réttindamálum og lokaskjöl þeirra væru vonarstjarna milljóna Evr- ópubúa. Hlýtt og milt veður beið páfa er hann kom til Finnlands á sunnudags- kvöld. Dagskráin þar var svipuð og 'á íslandi. í gærmorgun tók hann þátt í samkirkjulegri bænastund í dómkirkjunni í Turku þar sem Hen- rik helgi hvílir. Hann var fyrsti bisk- upinn í Finnlandi. Sagan segir að bannfærður bóndi hafi myrt hann árið 1156 en jarðneskar leifar hans voru fluttar í kirkjuna tæpum 150 árum seinna. Biskup fínnsku orþó- dox-kirkjunnar, sem er jafnrétthá Iútersku-kirkjunni þótt aðeins 1,1% þjóðarinnar séu í henni, tók þátt í bænastundinni. Eftir hádegið söng páfí messu í skautahöll borgarinnar. Yfír 8.000 manns voru viðstaddir. Aðeins 4.200 Finnar, eða 0,08% þjóðarinnar, eru rómversk-kaþólskir. Páfí heldur til Danmerkur í dag. Færðist yfir mig sálarró Morgunblaðið/Sverrir Þúsundir hlýddu á páfa á Þingvöllum SÉÐ yfír Þingvelli og Almannagjá, en á miðri mynd sést tjaldið þar sem guðsþjónustan fór fram á laugardag. Talið er að 6-7000 manns hafi verið á Þingvöllum við þewssa samkirkjulegu guðs- þjónustu sem íslenska þjóðkirkjan bauð Jóhannesi Páli páfa H til. Skilur eftir góð áhrif á I slendinga -segir Pétur Sigurgeirsson biskup HERRA Pétur Sigurgeirsson biskup segir að með heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til ís- lands hafí verið stigið stórt skref í átt til meira samstarfs kirlqu- deildanna hér á landi, þótt margt beri enn á milli þeirra. Bæði páfí og biskup lögðu áherslu á sameiningu kirkjunnar í ræðum sem þeir fluttu á Þingvöllum. „Þetta var ákaflega stór við- burður, bæði fyrir okkur sem þjóð og kirkjuna, að hafa fengið heim- sókn páfans,“ sagði hr. Pétur Sigur- geirsson við Morgunblaðið. „Það sem er mér minnisstæðast er hvað hann er hlýr persónuleiki og hvað hann hefur lagt mikið á sig til að búa sig undir þessa ferð til Norður- landa. Það kom ekki hvað síst fram í því hvað hann hafði æft sig mikið í að tala íslensku því hann talaði hana merkilega vel. Þetta er greini- lega mjög mikilhæfur maður. Ég átti örstutt viðtal við hann á Bessastöðum, og minntist einmitt á að það væri þýðingarmikið að kirkjudeildimar ynnu saman. Ég fann að hann tók undir þau orð og það kom raunar fram í máli hans síðar. Hann gaf mér eintak af Nýja testamentinu í latneskri útgáfu frá byijun 13. aldar. Þar skrifaði hann orð á latínu, sem ég hafði einmitt að inntaki í minni ræðu á ÞingvölL um: „Allir eiga þeir að vera eitt“ I þessum orðum opnaði Kristur okkur hjarta sitt og um leið lætur hann okkur eftir að bera umhyggju fyrir þessari einingu „til þess að heimur- inn megi trúa.“ Það eru auðvitað ýmis atriði, sem kirkjudeildimar þurfa að ræða um áður en þær færast nær hver ann- ari, en stefnan er greinilega í þessa átt, eins og boðskapur páfa sýndi. Það er ný reynsla fyrir hann, að koma til þjóða sem að eru lúterstrú- ar og ég fann, að hann var með opinn huga til að ná sem bestu samstarfi þarna á milli.“ Pétur sagði að heimsókn páfa hefði skilið eftir góð áhrif á íslend- inga sem kristna menn, og með henni hefði verið stigið skref í átt að meira samstarfi kirkjudeildanna. „Guðfræðin þróast hægt. Auðvit- að þurfum við að vera opnir í sam- starfí og vinna markvisst að því að svo verði. Það sem ég held að þurfi hvað fyrst að yfirstíga í samskiptum okkar á milli, er að við getum geng- ið sameiginlega til altaris. Það yrði bænheyrsla um þá einingu sem Kristur biður um, hvenær og hvem- ig sem það verður. Það verðum við að láta heilagan anda leiða okkur til,“ sagði herra Pétur Sigurgeirs- son. Páfa færð- ar þýðingar á pólsku JÓHANNESI Páli páfi II voru gefnar tvær íslenskar bækur í pólskri þýðingu þegar hann tók á móti katólska söfnuðinum á íslandi í Landakotskirkju. Það vom Halldór og Auður Lax- ness sem gáfu páfa Islandsklukk- una og vom þau viðstödd athöfnina í Landakotskirkju á laugardaginn. Þama var um að ræða pólska þýð- ingu á öllum þremur bindum verks- ins. Hin bókin sem páfi fékk var Nonni og Manni í pólskri þýðingu, sem gefin var út í heimaborg hans Krakow árið 1916. Þetta mun vera fyrsta íslenska bókin, sem gefín var út í Póllandi. Gefandi Nonna og Manna var Safn Jóns Sveinssonar. LITPRENTUN Morgunblaðið/Einar Falur Þessar konur skörtuðu peysu- fötunf þegar þær tóku við altar- issakramentinu úr hendi Jó- hannesar Páls páfa við messu hans á Landakotshæð síðastlið- inn sunnudag. Nunnur úr Karmelklaustrinu í Hafiiarfírði sátu nærri altarinu í Kristskirlqu á laugardaginn þegar páfi hitti þar um 300 manns úr kaþólska söfnuðinum. Þær réðu sér vart af kæti yfír að hitta hans heilagleika og hrópuðu öðru hvoru fagnaðar- orð, þannig að páfí sá ástæðu til að gefa þeim merki um að sýna stillingu. Þá köstuðu nunnurnar marglitum rósa- blöðum að fótum páfans sem sat á rósabeði undir lok athafii- arinnar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg kirkju á laugardaginn.“ Halína segir að páfí hafí heilsað sér þegar hann gekk inn eftir kirkj- unni og spurt hana hvort hún væri pólsk og frá hvaða borg hún væri. „Ég hafði fest lítinn pólskan fána í jakkann minn og páfínn hlýtur að hafa komið auga á það. Og þeg- ar hann heyrði að ég væri frá Kraká spurði hann hvort hann hefði skírt mig eða gefíð mér fýrsta sakra- ^mentið. Drengurinn minn bauð hann vel- kominn á pólsku á flugvellinum. Þegar páfí veitti honum ásamt 59 öðrum bömum sakramentið daginn eftir sagði hann „líkami Krists" á pólsku og hefur greinilega munað eftir drengnum þrátt fyrir miklar annir og mörg andlit." - segir Halína Bogadóttir búið hér á landi í mörg ár. Jó- hannes Páll páfí II fermdi Halínu fyrir 25 árum þegar hann var biskup í Kraká, og átta ára sonur hennar gekk í fyrsta sinn til alt- aris í páfamessunni á sunnudag. Raunar var sonur Halínu og tíu ára dóttir hennar í hópi bamanna sem tóku á móti páfa við komu hans til Keflavíkurflugvallar. Hún segir að heimsókn páfa hafí verið ákaflega sérstök upplifun fyrir bömin og hana sjálfa. „Ég gleymi aldrei þeirri djúpu tilfínningu sem fermingin vakti með mér,“ segir Halína, „og ég fann aftur mikla sálarró þegar ég hitti páfann í móttökunni fyrir kaþólska í Krists- „ÞAÐ færðist yfír mig alveg sér- stök sálarró og gleði um leið og páfínn gekk inn í kirkjuna á laug- ardaginn," segir Halina Boga- dóttir, en hún er pólsk og hefúr SPURÐU UM & sem _ Límiö al't! neröir. _ þ/iafðar 9 TÓmSTUnDflHÚSIÐ HP Laugavegi 164, sími 21901 LITGREINING MEÐ CR0SFIELD ER LYKILLINN -f d í í Í í (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.