Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 17
'jiowumLWJÐ mmmm ,<?, mw* Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpaði á sjómannadag- inn minnisvarða um líf og störf sjómanna á Grundarfirði. Með henni á myndinni er höfundur verksins, Steinunn Þórarinsdóttir og séra Jón Þorsteinsson. í baksýn sést minnisvarðinn. Grundarfj örður: Engir treysta jafiimikið á konur og sjómenn Grundarfirði. „SJÓMENl'J* sem voru á hafi úti við skyldustörf kvöddu mig til áfram- haldandi starfa,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, þeg- ar hún afhjúpaði minnisvarða um sjómannadaginn. Koma forsetans s sjómannadag á Grundarfirði. Mikil hátíð var á Grundarfirði á sjómannadaginn. Þar bar hæst að forseti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir afhjúpaði minnisvarða um líf og störf sjómanna í Eyrarsveit. Verk- inu, sem unnið er af Steinunni Þórar- insdóttur myndhöggvara, hafði verið valinn staður milli kirkjunnar og dvalarheimilisins Fellaslqóls og snýr það eins og Kirkjufellið, stolt Grund- fírðinga. Listakonan sótti hugmynd að verkinu m.a. í fjallið, sem í verki hennar rís bakvið konuímynd — sjó- mannskonu, sem horfir til hafs og vonar, að sá sem fór, komi aftur. Einnig má sjá í verki Steinunnar, í fjallinu bakvið konulíkneskið, hafið, því sá hluti verksins er unninn úr stáli. Konan er hins vegar steypt í brons. Sr. Jón Þorsteinsson hafði umsjón með vinnslu og uppsetningu verksins fyrir hönd undirbúnings- nefndar og lýsti því hugmyndinni á bakvið konulíkneskið, en engir leggja jafn mikið traust á konuna og sjó- menn sem eru fjarri heimilum sínum langtímum saman. Hann þakkaði einnig félagasam- ' og störf sjómanna í Eyrarsveit á ti hátíðarsvip á kaldan og bjartan tökum og fyrirtækjum í Grundarfirði sem og ýmsum samtökum sjómanna, íjárframlög sem standa undir gerð þessa listaverks. Hátíðarræðu flutti Danfríður Skarphéðinsdóttur þing- maður og að henni lokinni heiðraði forseti íslands þrjá aldraða sjómenn, þá Guðmund Runólfsson, Soffanías Cecilsson og Bjöm Asgeirsson. Áhöfn og útgerð Farsæls SH 30 hlaut viðurkenningu Siglingamála- stofnunar sem snyrtilegasti og best útbúni báturinn með tilliti til öryggis sjómanna við Breiðafjörð. Hefðbundin skemmtiatriði voru svo niður við höfnina, svo sem kapp- róður, koddaslagur, netabæting, reiptog og hjólböruakstur. Kvenfé- lagið Gleym-mér-ey var með kaffí- sölu allan seinni hluta dagsins í sam- komuhúsinu og rann ágóðinn til minnisvarðans. Forsetinn þáði kaffi áður en hún flaug aftur til Reykjavíkur, að sinna fleiri störfum. Kunna íbúar Eyrar- sveitar henni kærar þakkir, fyrir að setja svip sinn á hátíðisdag sjó- manna. - Ragnheiður CO * 17 «— VILTU GERA GÓÐKAUP? 30-80% AFSLÁTTUR! VEGNA TJÓNS í VERSLUN OKKAR BJÓÐUM VÐ MIKÐ ÚRVAL AF LÍTILSHÁTTAR GÖLLUÐUM VÖRUM Á HREINT ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI. Barnabœkur í miklu úrvali. Leikföng, púsiuspil o.fl. Ritsöfh: Takmarkað magn. Alls kyns pappírsvörur: Möppur, blokkir o.fl. Lisfaverkabœkur. Fagbœkur fyrir feiknara -ogótalmargffleira. Ólafsvík: Lét ekkert aftra sér ÓlafBVÍk. Sjómannadagurinn á rík itök i sjómönnum og er þeim mikið i mun að geta glaðst i vinahópi þennan dag. Þetta sannaði nú á sjómannadag- inn gamla kempan Víglundur Jónsson fyrrum skipstjóri, heiðursborg- ari Olafsvikur. Þannig var að eitthvað hafði farið á milli mála við ættingjana hvort hann hefði hug á að vera á kvöld- skemmtuninni i félagsheimilinu á Klifí og fór fólkið því án Víglundar. En hann hefur aldrei verið ráðalaus. Þrátt fyrir sjúkleika sem meðal ann- ars gerir honum ókleift að nota síma og hindrar hann mjög til gangs lét hann sig ekki muna um að ganga alla leið inn á Klif. Birtist hann þar glaðbeittur fyrir miðnættið og skemmti sér síðan konunglega eins og vera ber. Vakti þetta framtak hans óskipta aðdáun yngri manna. Hátíðahöld sjómannadagsins fóru vel fram í sæmilegu veðri. Fjölmenni var í Ólafsvíkurkirkju við guðsþjón- ustu þar sem sóknarpresturinn, séra Friðrik J. Hjartar, prédikaði og kirkjukór Ólafsvíkurkirkju söng ásamt Þorvaldi Halldórssyni. Þá sungu nokkrir sjómenn sálm. Hátíð- arhöldin voru svo með hefðbundnum hætti. Helgi Ath.i Útsalan hefst í dag í Síðumúla 7-9 og stendur aðeins í eina viku. Mál og menning Síðumúla 7-9. Sími 68 85 77. >ingawOnustan ' SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.