Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 32
__________________________________MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 19gg Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Blóðvöllur í Peking IUngveijalandi eru stjórn- völd og almenningur nú í óða önn að endurskoða at- burðina haustið 1956, þegar sovéskum herafla var beitt til að bijóta uppreisnina í landinu á bak aftur. Er litið á það uppgjör sem mikilvægan lið í þróuninni til fijálsræðis og fjölflokkakerfis í landinu. I Póllandi voru um helgina kosningar, þar sem fulltrúar Samstöðu, fijálsu verkalýðs- hreyfingarinnar, sýnast hafa gjörsigrað frambjóðendur valdastéttarinnar, kommún: istaflokksins og hersins. í byijun þessa áratugar, þegar Samstaða var að heija göngu sína, tók herinn völdin í Pól- landi. Þess er beðið með eftir- væntingu, hve langt Pólveijar ganga á lýðræðisbrautinni. Pólveijar og Ungveijar feta þessa braut með vísan til breyttra viðhorfa í Moskvu, sem kennd eru við perestrojku Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga. Að flestra mati hafa Sovétmenn verið á eftir Kínveijum á þessu sviði. Mikl- ar vonir hafa verið bundnar við það, ekki síst meðal ungs fólks, að Kínveijar kynnu að ryðja kommúnistaríkjum leið- ina frá alræði til lýðræðis. Þær vonir urðu að engu um helg- ina, þegar fréttir bárust af blóðbaði á Torgi hins himn- eska friðar kommúnismans í Kína. Helteknir af hernaðar- hyggju og ótta við að missa völd sín sendu leiðtogar Kína óvígan her gegn óvopnuðum námsmönnum sem hvíldust snemma morguns í skjóli „Lýðræðisstyttunnar", sem þeir höfðu reist málstað sínum til styrktar. Styttan var gerð af nemendum í listadeild há- skólans í Peking og var hún marin undir beltum skrið- dreka eins og námsmennimir sjálfír þegar herfylking rudd- ist inn á torgið og skotið var á hvem sem fyrir var. Tölur um fallna em á reiki en ljóst er að þeir skipta þúsundum. í gær bámst fréttir um að stúdentar í Peking-háskóla hefðu búist til vamar gegn áhlaupi á skólann og óttuðust listnemar sérstaklega um líf sitt vegna hefnda fyrir stytt- una góðu sem var eftirmynd af Frelsisstyttunni í New York. Ofbeldi kínverska hersins og þeirra sem gáfu honum fyrirmæli um að skjóta á al- menna, vopnlausa borgara er stalínskt. Alþýðuhemum kínverska hefur nú verið beitt gegn alþýðu eigin lands af hóflausri grimmd. Pólitískar íjöldaaftökur innan Kína em ekkert nýnæmi. Þannig birti dómsmálanefnd bandarísku öldungadeildarinnar skýrslu 1971, þar sem samanlögð tala líflátinna í Kína síðan 1949 er áætluð á bilinu milli 32,35 og 61,7 milljón manns. Þá hafa kínverskir kommúnistar sýnt íbúum Tíbets takmarka- lausa hörku. Blóðbaðið á Torgi hins him- neska friðar er sorgleg áminn- ing til okkar sem búum við lýðræði og frelsi um að engin trygging er fyrir því að um- bætur í ríkjum kommúnism- ans beri þann árangur sem við höfum vænst. Þeir sem halda um stjómartaumana, valdastéttin, sleppa þeim ekki auðveldlega og eru alls ekki reiðubúnir til að afhenda þá öðrum átakalaust. Þrátt fyrir kosningar í Póllandi, uppgjör í Ungveijalandi og nýja hugs- un í Sovétríkjunum hafa kommúnistaflokkarnir og þeir sem stjóma í umboði þeirra enn undirtökin og fara sínu fram án tillits til annarra. í umræðum á hinu nýja sovéska fulltrúaþingi síðustu daga hefur verið spurt: Hver gaf fyrirmæli um að nota eit- urgas gegn almenningi í Tíflis í Georgíu? Einn ræðumanna vildi vita, hvort það væri ekki öryggislögreglan KGB sem í raun stjómaði landinu. Gerð voru hróp að Andrei Sakharov þegar hann andmælti innrás- inni í Afganistan og mann- fórnunum þar. Á Torgi hins himneska frið- ar komu námsmenn saman í nafni frelsis og mannréttinda. Þeir vitnuðu í Abraham Lin- coln og aðra talsmenn vest- rænna, lýðræðislegra stjóm- arhátta. Þeir hafa nú verið skotnir, myrtir á annan hátt eða hraktir á brott. Kommún- isminn er enn samur við sig. .... ■—.......-.- ......... — ISLANDSHEIMSOKN JOHANNESAR PALS PAFA II Jóhannes Páll páfi II í dyrum Þingvallakirhju. Morgunblaðið/RAX Samkirkjuleg guðsþjónusta á Þingvöllum: Akall um aukið samstarf kirkjudeildanna á Islandi Um 6-7 þúsund manns sóttu guðsþjónustuna BÆÐI Jóhannes Páll páfi II og Pétur Sigurgeirsson biskup lögðu áherslu á sameiningu kristinna manna í ræðum sínum við samkirkju- lega guðsþjónustu á Þingvöllum á laugardag. Páfi sagði að mannkyn- inu væri mest þörf á að heyra fagnaðarerindið um elsku Guðs til vor, nú þegar þær breytingar yrðu í hinum siðmenntaða heimi, að svo virtist sem farið væri að leggja nýtt, veraldlegt mat á andleg verðmæti. Morgunblaðið/RAX Biskup íslands og páfi standa við altarið inni í tjaldinu þar sem guðs- þjónustan fór fram. Talið er að um 6-7 þúsund manns hafi hlýtt á guðsþjónustuna á Þingvöllum. Var fólk þegar farið að safnast saman neðan við Al- mannagjá upp úr klukkan 14, en athöfnin hófst klukkan 16.45. Kalt var í veðri, og fór sumt fólk áður en athöfninni lauk. Athöfnin fór fram á völlunum fyrir neðan Almannagjá, og hafði lögregla girt af svæðið í kring um tjald þar sem reist hafði verið alt- ari og ræðupallur, og pall þar sem boðsgestir sátu. Inn á þetta svæði var aðeins hleypt boðsgestum sem gengu í gegnum vopnaleitarhlið. í tjaldinu var altari innst, gler- plata á tveimur steinstöplum. Til hægri handar voru fjórir stólar. Til vinstri voru fjórir stólar og snéru tveir þeirra að áhorfendum. Fremst í tjaldinu var ræðustóll, gerður úr tveimur steinstöplum úr stuðlabergi með plexigleri. Tónlistarfólk gekk að áhorf- endapallinum í nokkrum hópum. Lúðrasveitin Svanur gekk fyrst á pallinn. Nokkru síðar kom söngfólk úr Dómkómum og Módettukór Hallgnmskirkju, og loks böm úr kór Öldutúnsskóla og Skólakór Garðabæjar. Hófst flutningur tón- listar klukkan 16.45. Boðsgestir komu einnig í hóp- um. Karmelsystur og kaþólskir prestar komu saman í hóp, og íslenskir prestar gengu hempu- klæddir í tvöfaldri röð yfir túnið að pallinum. Ráðherrar ríkisstjóm- arinnar og makar þeirra gengu saman á pallinn. Aðrir gestir vom m.a. forsetar alþingis og formenn þingflokka, forseti Hæstaréttar og ráðuneytisstjóri kirkjumálaráðu- neytissins. Til bílalestar páfa sást um klukkan 17.30 og ók hún að Þing- vallakirkju, þar sem fram fór stutt athöfn. Fimmtán mínútum síðar kom bílalestin að tjaldinu, og skyndilega stóð Jóhannes Páll páfí II á pallinum með fylgdarliði, ná- kvæmlega klukkan 17.45 eins og áætlun gerði ráð fyrir. Páfi fór inn í lítinn sumarbústað við hliðina á pallinum, en inn í tjaldið gengu sr. Heimir Steinsson prestur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, Alfred Jolson biskup ka- þólska safnaðarins á íslandi, sr. Kristján Búason dósent, formaður samstarfsnefndar kirkjulegra trú- félaga og Torfi Ólafsson formaður Félags katólskra leikmanna. Þeir settust í stólana fjóra til hægri. Páfi og biskup Island gengu þá inn í tjaldið, ásamt siðameistara og ritara páfa og settust á stólana. Loks gekk Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands á pallinn ásamt for- setaritara, og settist fremst. Athöfnin hófst með ávarpi sr. Heimis Steinssonar prests og þjóð- garðsvarðar. Hann rakti sögu þingvalla í stuttu máli, og sagði heimsókn páfa merkan viðburð. Þingvellir væru landfræðilegur fundarsalur tveggja heimshluta, austur- og vesturhvels jarðar, og ævarandi helgidómur sjálfstæðrar íslenskrar þjóðar og þjóðkirkju. „Megi nú þetta sameiningartákn og brunnur brigðalausrar arfleiðar vera gestinum góða veganesti heim til borgarinnar eilífu," sagði sr. Heimir, og bauð páfa síðan vel- kominn á latínu. Sr. Kristján Búason las fyrri ritningarlesturinn, úr 90. sálmi Davíðs. Torfí Ólafsson formaður las síðari ritningarlesturinn, kafla úr fyrra Kórintubréfi Páls postula og Alfred Jolson biskup las guð- spjallið úr Matteusarguðspalli: Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefíð á himni og jörðu. Farið þvi og gjörið allar þjóðir að lærisveinum. Skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar. Herra Pétur Sigurgeirsson bisk- up lagði út af guðspjallinu í ræðu sinni og sagði meðal annars, að árið 2054 væru 1000 ár frá því kirkjan klofnaði fyrst í Austur- og Vesturkirlq'u og 500 árum síðar klofnaði Vesturkirkjan í siðbótinni. „Betur væri ekki hægt að mæta þeim þúsund ára tímamótum en með því að þá verði öllum heimi augljós eining kirkjunnar," sagði biskup. Jóhannes Páll páfi II flutti sína ræðu. á eftir biskupi. Hann sagði í upphafi, að afar mikilvægt væri, að þessi bænasamkoma færi fram á Þingvöllum því kristnitakan á Alþingi árið 1000 væri sameigin- legur arfur allra kristinna manna landsins. Hann sagði að klofningur kirkjunnar hefði valdið djúpum sárum, sem enn væru ógrædd. Sameiningarhreyfingin reyndi að græða þau sár með því að byggja á skíminni sem sameiningartákni. Páfi sagði að ísland stæði frammi fyrir erfiðleikum, þegar nýtt árþúsund nálgaðist. Aukin lífsgæði heimtuðu að ísiendingar legðu skynsamlegt mat á þau sannindi og gildi sem tengd væru því besta í sögu þjóðarinnar. Þá hefðu djúpstæðar breytingar orðið á fjölskyldulífi, og ekki ævinlega til þess betra. Fjölskyldur yrðu fyrir nýjum og alvarlegum þrýsingi sem aðeins yrði létt með djúpri virðingu fyrir lífinu og meiri mann- ást. Því væri nauðynlegt að hefja siðferðileg verðmæti aftur til vegs. „Vér eru samankomin í Al- mannagjá. Getum vér þa'ekki hugsað okkur íslenska kaþólikka og Lúterstrúarmenn vinna saman að því að leysa verkefni komandi áratugar," sagði páfi síðan. Biskup íslands stóð upp þegar páfi hafði lokið máli sínu og þeir föðmuðust. Þeir fóru upp að altar- inu, og lásu níkeönsku trúaijátn- inguna og páfi blessaði söfnuðinn á íslensku. Biskup og páfi skiptust síðan á gjöfum. Biskup gaf pafa ljósprentaða Guðbrandsbiblíu, en páfi gaf biskupi myndskreytta latneska útgáfu af Nýja testament- inu frá 13. öld. Loks var íslenski þjóðsöngurinn sunginn og athöfn- inni var lokið. Páfi og fylgdarlið hans stigu upp í bíla sína og óku til Reykjavíkur aftur. Nokkuð tafsamt var fyrir fólk að komast í bíla sína og af staðnum eftir athöfnina. Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn sagði við Morg- unblaðið að einungis fjórir bílar hefðu verið í flutningum milli þjón- ustumiðstöðvarinnar og staðarins þar sem athöfnin fór fram, og því hefðu orðið tafír. En að öðru leyti hefði allt gengið vel og áfallalaust og samkoman verið öllum til sóma. Mágnús sagði erfítt að segja til um, hve margir voru á staðnum. Fólk hefði setið þétt saman vegna kuldans, og sumt farið áður en athöfninni lauk. Hann giskaði á að um 7-10 þúsund manns hefðu verið á Þingvöllum, en aðrir nefndu lægri tölu, 6-7 þúsund manns. Sr. Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður sagði við Morgunblaðið, að þessi samkirkjulega athöfn í þjóð- arhelgidómi Islendinga, þar sem 1059 ára saga væri að baki, væri sögulegur atburður sem gengi mönnum að hjarta. Hann sagðist vera ánægður hversu vel tókst til og þakklátur þeim fjölmörgu sem komið hefðu við sögu við undirbúning þessa stórviðburðar. Og það mikla fjöl- menni, sem á Þingvöllum var, hefði gengið sérlega vel um, og þjóðin hefði sýnt Þingvöllum þann sóma sem staðnum bæri öllum stundum. Þegar Heimir var spurður hvort ræðustóllinn yrði settur upp á staðnum til minningar um þennan atburð, sagði hann öldungis víst, að gripunum úr steindröngunum yrði ekki fargað, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvar þeir yrðu settir niður. Morgunblaðið/Bjami Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og Jóhannes Páll páfi II faðmast við guðsþjónustuna á Þingvöllum. Morgunblaðið/RAX Talið er að um 6-7 þúsund manns hafi verið viðstaddir guðsþjónustuna á Þingvöllum, og veifuðu áhorfendur islenskum og pólskum fánum, svo og fána Vatikansins í Róm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.