Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6, JLINÍ1989 51 Success GL'ARANTEED |i%S PERFECTIN HrlF'Í^ 8 MINUTES BTLB^fr Hjfr Beef Orientaj Beef Ffai-ored fíke wllít V?#eU*frfts Bragðgóður hrísgjrónaréttum með nautakjötskrafti og ör- litlu hvítlauksbragði. Saman- við er bætt ferskum grænum baunum og gulrótum. Sérlega góðuppfylling. Fyrir 4 - suóutími 8 min. Heildsölubirgðin K/VRL k. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Reykjavik, sími 62 32 32 Magnús Sveinsson kennari - Kveðjuorð Fæddur 6. september 1906 Dáinn 5. maí 1989 Mjög kom það mér á óvart að sjá dánarfregn eina nýlega. Þar stóð, að Magnús Sveinsson fyrrum kennari væri látinn. Ég hafði skömmu áður heilsað honum niðri í Lækjargötu, en þar mátti oft sjá hann á seinni árum. Horfinn var af sviði lífsins heiðursmaður, sem engum vildi mein gera. Hann var þar að auki vammlaus maður, orð- heldinn og áreiðanlegur. Sagt er að slíkum mönnum fari ört fækk- andi, og er illt til að vita, ef satt er. Magnús Sveinsson fæddist á Hvítsstöðum á Mýrum snemma á þessari öld, eins og yfirskrift þessa greinarkorns ber með sér, sonur bændafólks. Foreldrar hans voru Sveinn Helgason og Elísabet Jóns- dóttir. Mörg voru systkini Magnús- ar. Tveir af bræðrum hans urðu kennarar: Jakob og síra Helgi í Hveragerði. Þorsteinn var héraðs- dómslögmaður og Sigurður garð- yrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Rey kj avíkurborgar. Magnús lagði á menntabraut, líkt og fleiri systkini hans, og stundaði nám á Hvítárbakka 1928—30, í skólastjóratíð Lúðvígs Guðmunds- sonar. Eftir námið á Hvítárbakka lagði Magnús leið sína til Svíaríkis og stundaði nám í lýðháskóla þar, Táma Folkehögskola, 1931—32. Ekki lét Magnús þar staðar numið í námi, heldur settist hann nú á skólabekk í Kennaraskóla íslands, til að ná sér í kennararéttindi við bamaskóla, en hafði árin 1932—34 stundað bamakennslu. Sat því að- eins einn vetur í kennaraskólanum og útskrifaðist vorið 1935, þá tek- inn að nálgast þrítugt. Sést af þessu að Magnús var vel menntaður mað- ur orðinn, bæði af námi hér heima og erlendis. Kennsla varð aðalstarf Magnúsar frá Hvítsstöðum. Hann hætti kennslu árið 1975, og hafði þá kennt í fjóra áratugi. Um fertugt stundaði hann nám í landafræði við Stokkhólmsháskóla og lauk fyrri hluta prófí þar í þeirri fræðigrein. Einnig stundaði Magnús nám á Norðurlöndum í orlofi sínu áratug síðar. Hann var óþreytandi lær- dómshestur, ef svo má að orði kveða. Magnús ritaði talsvert. Þannig komu þrjár bækur frá hans hendi: Hvítárbakkaskólinn og Mýra- mannaþættir. Auk þess kom minn- ingabók eftir hann fyrir síðustu jól, er hann gaf út sjálfur og seldi. um s£-4 aú iÆm □ Meö eindrif eöa aidrif □ Til fóiksflutninga eöa vöruflutninga □ Rúllubelti í öllum sætum □ Aflstýri/veltistýri □ Dagljósabúnaöur (samkvæmt nýju umferöarlögunum) Adstaða ökumanns i serfíokki Verðfrákr. 1.007.000,- Til afgreiðslu strax Niðsterk burðargnnd með sérstakt afíög- unarsvið til verndar farþegum, komi til árekstrar BILL FRA HEKLU BORGAR SIG íj-fl H i ■ tiya HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Magnús ritaði auk þess margar blaðagreinar, meðal annarra um bækur sem ég hafði séð um útgáfu á. Allt var það af skilningi mælt. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri konu sína missti hann frá nýfæddri dóttur. Var hún einkabam Magnús- ar. Aftur kvæntist Magnús ágætri konu, Guðnýju Sveinsdóttur ljós- móður. Þau var gott heim að sækja. Aðstandendum Magnúsar frá Hvítsstöðum votta ég samúð mína við fráfall hans. Hvíli hann í friði. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. Leiðrétting: í minningarorðum um Magnús Sveinsson hér í blaðinu 17. maí eftir Ásdísi Magnúsdóttur um Magnús stendur á einum stað að hann hafi dvalið á summm á heim- ili Guðnýjar Nielsdóttur. Hún var fóstursystir hans en ekki föðursyst- ur eins og stendur í greininni. Þetta leiðréttist hér með. HITACHI Sjónvarpstæki sem treystandi er á. 3ja ára ábyrgð JÆ^RÖNNING •//Fé heimilistæki KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.