Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Leið páfa um Norðurlönd. Brotna línan sýnir leiðina frá Tromsö tíl Islands en á henni ferðaðist páfinn með Flugleiðum. Leið páfa myndar kross- mark yfir Norðurlöndum Með því að marka leið hinnar páfi er áhugasamur um dulúð og ítölsku flugvélar páfa um Norð- tákn sem alltaf hafa verið ríkur urlönd inn á landabréf sést að á þáttur í kaþólskri trú,“ sagði Þórar- ferðaáætlunin myndar kross- inn þegar hann var inntur eftir mark yfir Norðurlöndum. Þetta hvemig honum hefði hugkvæmst benti Þórarinn Þórarinsson arki- a-ð skoða málið frá þessu sjónar- tekt Morgunblaðinu. Páfi ferðað- homi. Hann benti á að svo virtist ist með sínu venjulega flugfélagi, sem páfinn hefði viljað gera kross- Alitalia, frá Róm til Noregs en mark yfir Norðurlöndum. Flugvél frá Tromsö fór hann með Flug- hans hefði flutt hann til Tromsö leiðum til Keflavíkur. Héðan fór að kvöldi föstudags en Flugleiðavél- han sem kunnugt er til Finnlands in sótt hann þangað að morgni laug- og með því að undanskilja kaf- ardags. Á sunnudag hefði ítalska lann frá Tromsö til Keflavíkur vélin verið komin á Keflavíkurflug- sést að leið flugvélarinnar mynd- völl til að sælq’a páfa aftur. Því ar krossmark milli Rómar, virtist svo sem páfinn hefði farið Tromsö, Keflavíkur og Helsinki. með Flugleiðum til að ijúfa ekki „Ég hef lagt mig eftir táknum feril krossmarksins. og merkingu þeirra, og vissi að I Karmelsysturnar í Hafnarfírði: , Fengu undanþágn til að hitta páfa tvisvar SYSTURNAR í Karmelklaustr- inu í Hafnarfirði fengu sérstaka undanþágu Páfagarðs til að hitta Jóhannes Pál páfa n tvívegis, meðan hann var staddur hér á landi, en þeim er að jafhaði ekki heimilt að yfirgefa klaustur sitt. Heimsókn hans var þeim mjög mikilvæg, þar sem þær líta á páfa sem eftirmann Péturs post- ula og staðgengil Krists á jörðu. í Karmelklaustrinu í Hafnarfírði dvelst nú 21 nunna frá Póllandi. Þær tóku þátt í undirbúningnum fyrir heimsókn páfa og voru við- staddar er hann tók á móti katólska söfnuðinum í Landakotskirkju á laugardaginn. Einnig tóku þær þátt í hámessunni á sunnudagsmorgun. Regla Karmelíta er ströng og er systrunum að jafnaði óheimilt að fara út fyrir klausturmúrana. Und- anteknig er þó gerð vegna heim- sókna páfa, en þeim er þá leyft að ná fundi hans einu sinni. Að þessu J sinni var þó vikið frá þessari reglu og var Karmelsystrunum veitt sér- stök heimild Páfagarðs til að hitta páfa tvisvar. í samtali við Morgun- blaðið sagði systir Agnes, ein úr þeirra hópi, að sennilega væri það vegna þess hve katólski söfnuður- inn hér á landi er lítill. Þegar páfí tók á móti söfnuðinum á laugardaginn kölluðu systumar til hans á pólsku og svaraði hann þeim á sama máli. Að sögn systur Agnesar kölluðu þærtil hans: „Heil- agi faðir, vertu velkominn!" og síðan: „Heilagi faðir, við elskum þig!“ Hann svaraði þeim með orðun- um: „Við eigum að vera stillt.“ Systir Agnes sagði, að heimsókn Jóhannesar Páls páfa H væri afar mikilvæg fyrir þær systumar. Ekki vegna þess að hann væri pólskur eins og þær, heldur vegna hlutverks hans innan kirkjunnar. „Hann er eftirmaður Péturs og staðgengill Krists á jörðu og það er svo mikil- vægt fyrir alla sem trúa,“ sagði systir Agnes. Páfamessa á Landakotstúni: Kalsaveður aftraði ekki mannfiöldanum ÞRÁTT fyrir þungbúið veður og aðeins fimm stiga hita þyrptust þúsundir manna upp á Landa- kotstún á sunnudag til að hlýða páfamessu. Reist hafði verið mikið altari við austurenda Landakotss- pítala og meira en tveir tugir manna aðstoðuðu hans heilagleika Jóhannes Pál H páfa við messuna. Hópur kaþólskra bama, meðal þeirra allmörg frá vamarstöðinni í Keflavík, gengu í fyrsta sinn til altaris við þetta tækifæri og ávarpaði páfi þau nokkrum orðum á islensku og ensku. Mikill hluti kaþólska safiiaðarins á íslandi sat á sérstaklega afinörkuðu svæði fyrir framan altarið ásamt boðs- gestum. Öryggisráðstafanir lög- reglu voru gífurlegar enda tók messan rúmar tvær stundir og var páfi allan þann tima uppi á altaris- pallinum; meðal annars var varð- maður uppi í turni Kristskirkju. Lögregla taldi ógeming að nefna ákveðna tolu um fjölda fólks við messuna þar sem margir dvöldu að- eins skamma hríð á svæðinu. Kuldinn var napur og undir lokin mátti sjá suma kirkjuhöfðingjana uppi á altar- ispaliinum blása í kaun. Messan fór að mestu fram á latínu og íslensku en stólræðu sína flutti Jóhannes Páll U páfí að miklu leyti á ensku að undanskildum nokkrum setningum á íslensku. Ræðan er birt í heild í blaðinu í dag. Á undan mess- unni flutti Söngsveitin Fflaharmonía sálma eftir Allessandro Scarlatti og Jakob Arcadelt. Er páfi, þrír kardiná- lar, fjórir erkibiskupar og aðrir prel- átar, sem aðstoðuðu við messuna, gengu í skrúðfylkingu frá Krists- kirkju að altarispallinum var sunginn sálmur í þýðingu séra Matthíasar Jochumssonar, „Við skírnarheitið". Þess má geta að talið er að séra Matthías hafi þýtt flesta sálmana í sálmabók íslenskra kaþólikka en þýð- andinn var ekki nafngreindur í fyrstu útgáfunni. Páfi bar mítur á höfði og hafði páfastaf í hendi; hann heilsaði altarinu með því að kyssa það en áður höfðu allir prelátar tekið ofan höfuðföt sín. Höklar páfa og æðstu klerka voru grænir að lit, ísaumaðir gulli, en Karmelsystur í Hafnarfírði unnu að gerð þeirra allan síðastliðinn vetur.Áður en páfi gekk til sætis var borið reykelsi að altarinu. Að loknum inngöngusálminum sneri páfí sér að söfnuðinum og blessaði hann. Ka- þólski biskupinn á íslandi, hr. Alfred Jolson bauð síðan páfa velkominn með stuttu ávarpi. Messan sjálf hófst á syndajátn- ingu, síðan var latneskur söngur og endað á safnbæn og settu guðsmenn- imir þá upp rauðar húfur sínar og mítur á ný. Ragnar Brynjólfsson las nú fyrri ritningalestur sem var úr I Konungabók 8, 41-43 og sungið var sálmavers sem hófst á orðunum: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni." Versið er einkunnarorð hirðisheim- sóknar Jóhannesar Páls H páfa til Norðurlanda og er úr Markúsarguð- spjalli. Síðari ritningalesturinn las Gunn- ar Eyjólfsson og var hann úr Galata- bréfínu 1, 1-2, 6-10 þar sem Páll postuli hvetur Galatamenn. til að halda fast við upprunalega kenningu. Áður en guðspjallið var lesið var rey- kelsi lagt í ker og presturinn, séra Hjalti Þorkelsson, hneigði sig fyrir páfa og bað lágum rómi: „Herra, blessa mig.“ Páfi svaraði: „Drottinn sé í hjarta þínu og á vörum þínum svo að þú verðuglega og réttilega boðir fagnaðarerindi hans; í nafni föður og sonar og heilags anda.“ Guðspjallið var úr Lúkasarguðspjalli 7, 1-10; fyrirfram ákveðið guðspjall er notað í öllum kirkjum kaþólikka í heiminum á sunnudögum. Guðspjal- lið fjallar um það er Jesús læknaði þjón hundraðshöfðingjans. Að lestr- inum loknum kysstu prestur og páfi bókina eftir að söfnuðurinn hafði lofað Krist. Fólk úr söfnuðinum las nú nokkrar fyrirbænir, þar á meðal nunna úr reglu Fransiscusarsystra, ungmenni og bam. Kórinn söng þar næst „Sic- ut cervus desiderat" eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina en textinn er úr 42. Davíðssálmi: „Eins og hindin sem þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði. Hvenær mun ég fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs? Tár urðu fæða mín dag og nótt, af því menn segja við mig allan daginn. „Hvar er Guð þinn?“ Meðan sunginn var sálmurinn „Jesús Kristur lífsins ljómi" báru messuþjónar á brott messubók, kal- eik og fleira áður en altarisþjónusta hófst. Þar næst voru fómargjafir til stuðnings kirkjunni bomar fram; tvær konur báru fram vatnið og vínið til nota við altarisþjónustuna. Karm- elsystur færðu páfa að gjöf málverk Elísabetar príórinnu af Reykhóla- Maríu, litlu Maríulíkneski úr tré er ■ krýnt var við athöfnina í Kristkirkju á laugardag og hlaut þá blessun páfa. Halldór Rafnar, framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins; samtaka blindra og sjónskertra á íslandi, og ’Asgeir Gunnarsson framkvæmda- stjóri gáfu þríkrossa sem sá síðar- nefndi hefur hannað og ætlunin er að selja eintök af um allan heim, meðal annars til stuðnings blindum hérlendis sem í öðmm löndum. Gunn- ar Markússon, sóknamefndarform- aður og fyrrum skólastjóri í Þorláks- höfn, hafði meðferðis ljósmynd af altaristöflu Þorlákskirlqu. Gjörbreytinguna nefna kaþólskir það er brauðið og vínið breytist í líkama og blóð Krists en að því loknu var Faðirvorið sungið á latínu. Páfi veitti nú bömunum og fleira safnað- arfólki hið heilaga sakramenti. Hann ávarpaði íslenska æsku og blessaði kross sem smíðaður var í Póllandi og reistur verður af skátum við Úl- fljótsvatn. Er þetta svonefndur kelta- kross. í messulok var flutt Angelusbæn, er páfi flytur á hveijum sunnudegi •og var þessum hluta messugjörðar- innar útvarpað víða um heim; talið að allt að 600 hundmð milljónir manna hafí fylgst með útsending- unni. Áður en hann flutti bænina sagði Jóhannes Páll H páfí nokkur orð um ísland og sagðist vænta þess að mikill árangur næðist í sameining- artilraunum kristinna manna fyrir næstu aldamót. Messugjörð lauk með því að sungið var Te Deum í þýðingu Stefáns frá Hvítadal. Er páfi gekk niður altariströppumar vörpuðu nunnur rósablöðum að honum; fögn- uður þeirra vegna páfakomunnar var mikill og einlægur. Eftir að hafa hvílt sig í Landa- kotsspítala og þakkað Davíð Odds- syni borgarstjóra fyrir góðar móttök- ur og viðurgjöming í Reykjavík hélt páfi til bifreiðar sinnar ásamt fylgd- armönnum. Hann stansaði óvænt aftan við altarispallinn þar sem hann ræddi í fáeinar mínútur við nokkrar St. Jósefssystur og fleiri viðstadda áður en lagt var af stað til Keflavík- urflugvallar. Flugvél páfa hélt síðan af stað til Helsinki í Finnlandi stund- arfjórðung yfir tólf á hádegi. GjöfÞorlákshafharbúa Meðal gjafa sem páfi tók á móti í messunni á Landakotstúni var ljósmvnd af altaristöflu Þorláks- kirkju í Þorlákshöfn. Töfluna málaði Gunnsteinn Gíslason í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Það var Gunnar Markússon sóknamefiidarformaður sem afhenti páfe gjöfina. „Hugmyndina fékk ég fljótlega eftir að ég heyrði um fyrirhugaða heimsókn páfe hingað til lands og sóknamefnd reynd- ist henni hliðholl. Kirlgan er hin eina á öllu landinu sem kennd er við Þorlák helga Þórhallsson sem var Skálholtsbiskup á tólftu öld, og er vemdardýrlingur kaþólskra hér á landi. Ég kom þessu á framfæri við séra Georg, skólastjóra Landakotsskóla, og fleiri ráðamenn kirkjunnar hér á landi. Að sjálfsögðu þurfti að bera þetta undir valdamenn í Páifegarði en að lokum fengum við jákvætt svar.“ Altaristaflan heitir „Herra, bjarga þú mér.“ Neðan við ljósmyndina er áletrun á íslensku þar sem skýrt er frá tilefni gjaferinnar og Þorláki helga; aftan á er sami texti á ensku. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.