Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÍ>IÐ ÞRIBJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 FJÖLDAMORÐIN í PEKING: Frásagnir sjónarvotta: Frömdu grimmdar- verkin hlæjandi og kveiktu í líkunum Peking. Reuter. Kínversku hermennimir, sem sendir voru inn á Torg hins himneska friðar á aðfaranótt sunnudags að kínverskum tíma, frömdu grimmdar- verk sín hlæjandi að sögn sjónarvotta, sem fréttamaður Reuters-frétta- stofunnar ræddi við í gær. Þeim sem urðu vitni að fjöldamorðunurn ber saman um að árasin hafi verið þaulskipulögð en talsmenn náms- manna segja að fólkinu á Torgi hins himneska friðar hafi ekki verið gefið tækifæri til að hverfa þaðan eftir að yfirvöld höfðu haft í hótun- um við námsmennina. Þúsundir manna voru á torginu er Qöldamorðin voru framin. Reuter Lik kinversks námsmanns er borið af Torgi hins himneska friðar eftir að hermenn höfðu ráðist inn á torgið. Margir námsmenn létust þegar skriðdrekar óku á fullri ferð yfir tjöld á torginu, sem þeir voru sofandi í. „Fyrst skutu hermennimir upp í loftið en síðan tóku þeir að miða á höfuð manna,“ sagði ónefndur náms- maður í samtali við fréttamann Reut- ers-fréttastofunnar í gær. „Þeir voru hlæjandi og það var engu líkara en þeir tækju þetta ekki alvarlega," bætti hann við. Annar heimildamað- ur fréttastofunnar lýsti því er skrið- Torg hins himneska Mð- ar blóði drifinn vígvöllur Óstaðfestar fréttir herma að allt að 7.000 manns hafí verið myrt Peking’. The Daily Telegraph, Reuter. SKRIÐDREKAR óku um götur í miðborg Peking snemma í gærdag að kínverskum tima. Skothvellir kváðu við og eldar loguðu í strætisvögnum og farartálmum sem námsmenn og stuðningsmenn þeirra höfðu reist til að hindra árás hermanna sem talin var yfirvofandi. Slagorð höfðu verið máluð á strætisvagnanna áður en eldur var lagður að þeim og á einum þeirra sagði „Hefnum blóðbaðsins 4. júní“. Tæpum sólarhring áður höfðu kínverskir hermenn gráir fyrir jámum og studdir skriðdrek- um látið til skarar skríða gegn umbótasinnum, sem haldið hafa til á Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking undanfamar vikur og krafist lýðræðis og upprætingu spillingar í landinu. Án sýnilegs tilefnis hófii hermenn vopnaðir hríðskotabyssum skothríð á fólkið á torginu. Blóðbaðið var óskaplegt en fréttir herma að 3.000 til 7.000 manns hafi verið á torginu er íjöldamorðin voru framin. Stjómvöld hafa enn ekki skýrt frá því hversu margir féllu, en erlendir sendimenn telja að a.m.k. eitt þúsund manns hafi verið myrtir á Torgi hins himneska friðar og í nærliggjandi götum. Aðrar heimildir herma að talan sé mun hærri. Frétta- ritari Reníers-fréttastofunnar í Pek- ing kvaðst í gær hafa heyrt óstað- festar fregnir þess efnis að 7.000 manns hefðu verið myrtir á laugar- dag. Dagblað hersins í Kína lýsti árásinni sem miklum sigri yfir „gagn- byltingarmönnum". Fjöldamorðin voru framin á að- faranótt sunnudags að kínverskum tíma en fyrstu fréttir af atburðum þessum bárust til Vesturlanda um klukkan 16 að íslenskum tíma á laug- ardag. Að sögn sjónarvotta hófst árás hersins klukkan 4 á aðfaranótt sunnudags að kínverskum tíma. Skyndilega Varð miðborg Peking ljóslaus. Námsmennirnir á torginu ákváðu að fara hvergi og hófu að syngja „Intemationalinn", baráttu- söng kommúnismans. Skömmu síðar þustu hermenn vopnaðir hríðskota- byssum út úr Alþýðuhöllinni miklu við Torg hins himneska friðar. Um leið birtust brynvarðir liðsflutninga- bflar á torginu. Segja sjónarvottar að ijöldi manns hafi látist og særst er vagnamir óku yfír tjöld náms- manna sem þeir höfðu komið þar upp. í fréttaskeytum Reuters-frétta- stofunnar segir að talið sé að 6.000 til 7.000 manns hafi verið á torginu er herliðið hóf skothríð. Sjónarvottar segja að hermennimir hafi skotið á fólkið, sem var óvopnað, og lítt hirt um hvar byssukúlumar lentu. Fólkið lagði á flótta í átt að götum í ná- grenninu. Hermennimir tóku einnig á rás og hleyptu af vopnum sínum á hlaupunum. Fólkið hrópaði: „glæpa- menn, glæpamenn". Skipulögð Qöldamorð hafa ekki verið framin í Peking með þessum hætti í þau 40 ár sem kommúnistar hafa ráðið ríkjum í Kína. Fótum flör að launa Um klukkan 5.30 að kínverskum tíma birtust sex skriðdrekar og óku þeir yfir farartálmana í átt að torg- inu. Að sögn Grahams Hutchings, fréttaritara breska dagblaðsins The Daily Telegraph í Peking, lögðu þús- undir manna á flótta er biyndrekam- ir birtust. Sjálfur átti hann fótum fjör að launa. Fólkið hljóp inn í hliðar- götur en skriðdrekamir fylgdu á eft- ir. Ærandi vélbyssuskothríð kvað við og eldglæringamar úr byssuhlaupun- um sáust greinilega í myrkrinu. Skriðdrekamir óku í röð að torginu og komu inn á það úr austri en áður höfðu hermenn haldið inn á torgið úr norðri og vestri. Fréttaritari The Daily Telegraph telur að þá hafi um 3.000 umbótasinnar verið á torginu. Bryndrekamir óku yfir allt það sem fyrir þeim varð og herma sjónarvott- ar að flöldi manns hafi orðið undir þeim er þeir óku niður Changan- breiðgötuna framhjá Peking-hóteli og inn á torgið. Um 15 brynvarðir liðs- flutningavagnar fýlgdu skriðdrekun- um. Einn skriðdrekinn ók á fullri ferð að eftirlíkingu að bandarísku Frelsis- styttunni, sem námsmenn höfðu kom- ið upp á torginu. Styttan, sem gerð var af listnemum í Peking-háskóla og kölluð „Lýðræðisstyttan" féll til jarðar og tættist í sundur undir jám- beltum skriðdrekans. Hollir forsetanum Talið er að herliðið sem framdi fjöldamorðin heyri undir 27. herinn en hann er að jafnaði staðsettur í Hubei-héraði í miðhluta landsins. Herinn er sagður vel þjálfaður og agaður en hann er talinn hollur Yang Shangkun, forseta Kína. Vitað er að Yang sem er 82 ára að aldri hvatti til þess að mótmæli námsmanna yrðu barin niður af fullri hörku og virðist svo sem hann hafi nú náð að treysta stöðu sína innan valdakerfisins. Hugsanlegt er talið að hann komi til með að beijast um völdin við Deng Xiaoping, hinn eiginlega leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins. drekar birtust á torginu. „Skriðdrek- amir óku yfir námsmenn sem voru sofandi í tjöldum sínum á torginu" sagði hann en bætti við að flestir þeirra sem létust hefðu verið verka- menn og óbreyttir borgarar. Talið er að um 10.000 hermenn hafi tekið þátt í árásinni. Stjómvöld segja að ótilgreindur fjöldi manna hafi fallið er herliðið hélt að Torgi hins himneska friðar en í tilkynningum yfirvalda hefur verið fullyrt að ekki hafi komið til blóðsúthellinga á torginu sjálfu. Námsmenn hafa aðra sögu að segja. Að sögn þeirra vömðu stjómvöld umbótasinna á torginu tvívegis við því að vera þar áfram. Talsmenn námsmanna segja að strax eftir að seinni aðvörunin var birt hafi her- menn gráir fyrir jámum birst á torg- inu og hafíð skothríð. Þúsundum manna hafi þannig ekki verið gefið tækifæri til að yfirgefa torgið áður en herliðið lét til skarar skríða. Heim- iidarmaður Reuters-fréttastofunnar telur að um 4.000 til 5.000 manns hafi yfirgefíð torgið en segir að ajls hafi um 7.000 manns verið þar. „Ég veit ekki hversu margir féllu. Við gerðum ráð fyrir því að táragasi yrði beitt og blóði yrði úthellt. En við gátum ekki ímyndað okkur að eitt- hvað í líkingu við þetta myndi ger- ast. Enginn gat búist við því her- menn myndu myrða landa sína.“ „Hermenn skutu á námsmenn sem voru við jaðar torgsins og kveiktu í líkunum," sagði 21 árs námsmaður. „Við ætluðum að fjarlægja líkin en þeir sem það reyndu voru barðir til dauða." „Fólkið söng en þá kváðu byssu- hvellimir við,“ sagði vestrænn frétta- maður sem var á Götu hins eilífa friðar sem liggur að torginu. „Við köstuðum okkur til jarðar og byssuk- úlur hvinu yfir höfðum okkar. Fólk féll til jarðar og aðrir létu lífið í troðn- ingunum." Hugrekki og eining svar Pekingbúa við íjöldamorðuni hersins Peking, Reuter. BORGARAR Peking beijast nú gegn skríðdrekum og vélbyssum með miðaldavopnum og helsta vopnið er ótrúlegt hugrekki. Margir hætta ekki einungis lífi sínu, heldur virðast þeir beinlínis bjóða kúlunum byrginn með líkömum sínum, likt og um fómarathöfn væri að ræða. Þegar Alþýðuherinn ruddist inn í miðborg Peking í dögun á sunnu- dag leit allt út fyrir að fjöldamorð hersins myndu kæfa allt andóf. Þess í stað þyrptist almenningur — verkamenn, langömmur og kær- ustupör — út á götur og gerðu hróp að hermönnunum. A Torgi hins himneska friðar höfðu félagar í “Dauðastorkunar- herdeildinni" — ungir einhleypir verkamenn, sem hafa heitið því að veija stúdenta allt tii dauðans — vopnast stuttum kylfum og steinum kvöldið áður en herinn breytti torg- inu í blóði drifinn vígvöll. Sjónarvottar sáu strætisvagn fullan af mótmælendum þeysa að torginu eftir að hermennimir höfðu hafið fjöldamorðin og sögðust þeir ætla að bjarga hinum særðu. Vagn- inum var ekið í gegn um véibyssuk- úlnahríð og staðnæmdist ekki fyrr en hann var gersamlega sundur- skotinn. Nú, tveimur dögum síðar, heldur manníjöldinn áfram að koma. Vest- rænir sjónarvottar hafa lýst því hvemig hundruð hjólreiðamanna hafa þokast nær herflokkum og skriðdrekum á torginu, hrópandi „Villidýr, villidýri", þrátt fyrir að á Reuter Ungur Pekingbúi grýtir lögreglubifreið, sem hefur verið velt á hliðina. þá væri skotið hvað eftir annað og sífellt fleiri féllu í valinn. Seinna, þegar hermenn hófu sókn á ný til þess að ryðja Breið- götu hins eilífa friðar, gékk maður fram fyrir skjöldu og stiilti sér upp með útrétta handleggi í vegi fremsta skriðdrekans. Þegar skrið- drekinn var í þann veginn að aka yfir hann, stökk hann upp á fall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.