Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 29
Reuter Klnverskir innflytjendur víða um heim hafa brugðist hart við fjöldamorðunum í Peking. Hér sést hópur mótmælenda fyrir utan kinversku ræðismannsskrif- stofuna í San Francisco í Kali- forníu. Fréttamiðlun með faxtækjum Hong Kong, Reuter. DAGBLÖÐ i Hong Kong hvöttu í gær íbúa nýlendunnar til þess að brjóta á bak aftur fréttabann kommúnistastjómarinnar í Pek- ing með því að senda fréttir með fax-myndsenditækjum, bréfsím- um, til vina, viðskiptafyrirtækja og stofiiana í Kína. „Sendið þessar fréttir til ættingja yðar og vina og látið þá vita hvað er að gerast í þeirra eigin landi,“ sagði í blöðunum." Helstu blöðin prentuðu sérstakan fréttaútdrátt ætlaðan til fax-sendinga. Bréfsímar eru gífurlega algeng í Austurlöndum fjær, enda ódýr og hentug lausn til þess að senda skjöl skrifuð á austrænu ritmáli. Matvara hömstr- uð í Peking Peking, Reuter. ÍBÚAR Peking mynduðu langar raðir við matvöruverslanir á mánudagsmorgun, til þess að kaupa það sem enn er til. Mat þverr nú óðum í Peking, en umsát- ur hersins um borgina hefiir nú staðið í þijá daga. Verð á matvælum hefur í mörgum tilvikum tvöfaldast á einni nóttu og þrátt fyrir að engan veginn sé óhætt að vera á ferli á götum úti, þar sem hermenn hafa átt það til að skjóta af tilefnislausu á óbreytta borgara, er fjölmenni hvar sem fréttist af mat til sölu. byssuhlaupið. Hermenn hlupu þeg- ar að og drógu hann inn í hliðar- götu. Til mannsins hefur ekki spurst síðan. 'Gífurleg heift er nú í Peking- búum og var herforingi hengdur af múg í suðausturhluta Peking. Heyrst hefur að námsmenn hafi þurft að fela fangna hermenn fyrir almenningi af ótta við að frá þeim yrði gengið. Pekingbúar sameinaðir Heiftin í garð hermanna hefur þó aðallega sameinað Pekingbúa frekar en að verða til ódæðisverka. „Það hefur aldrei ríkt jafnmikil ein- ing meðal Pekingbúa og nú,“ sagði gamall maður við fréttaritara Reut- ers. „Við getum ekki grátið lengur. Þetta er of mikil mannvonska til þess að gráta yfir,“ sagði ung kona. „Við getum aðeins barist og reynt að segja heiminum sannleikann.“ „Blóð verður aðeins endurgoldið með blóði," var málað á vegg á mánudagsmorgunn. Vestrænn stjómarerindreki sagði: „Enn sem komið er flýtur blóðið aðeins í eina átt.“ 7 WotóíJNBiífití©' MiÐJúbjíéúk'e/iúNí1 ié89 ^9 Uzbekístan: Tveir menn féllu í þjóðernisóeirðum Moskvu. Reuter. TVEIR menn féllu í þjóðernisó- eirðum, sem blossuðu upp um helgina í Sovétlýðveldinu Úz- bekístan í Mið-Asíu, að sögn TASS-fréttastofunnar. Bardagar héldu áfram í gær, þriðja daginn í röð, og sögðu embættismenn í borginni Ferg- ana að barist væri með skotvopn- um. í átökunum eigast við Úzbekar annars vegar og hins vegar mesk- hetar, en þeir em af tyrkneskum þjóðflokki, sem er í minnihluta í Uzbekístan. Heimkynni þeirra voru í suðvestur Georgíu, skammt frá tyrknesku landamæmnum, en Jósef Stalín lét flytja þá nauðuga árið 1944 til ýmissa svæða í Mið-Asíu. Að sögn TASS-fréttastofunnar höfðu að minnsta kosti 72 særst í átökunum og verið lagðir inn á sjúkrahús. Yfirvöld sögðu að átta lögreglumenn hefðu slasast. Palme-málið: Neitar sakargiflbunum Stokkhólmi. Reuter. CHRISTER Pettersson neitaði því í gær að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í febrúar fyrir þremur árum og gert tilraun til að myrða Lisbet, eiginkonu hans. Á þessum fyrsta degi réttarhaldanna í Palme-málinu lagði veijandi sakborningsins áherslu á, að verulegir ágallar væru á málatilbúnaði saksóknarans. „Ég myrti ekki Olof Palme for- augliti til auglitis, heldur aðeins á sætisráðherra og reyndi ekki að ráða Lisbet Palme af dögum,“ sagði Pettersson við upphaf réttarhald- anna í gær. „Morðið var óhæfu- verk, sem ég hefði aldrei getað unnið.“ í ræðu sinni réðst veijandi Petterssons, Ame Liljeros, mjög harkalega á vitnisburð Lisbetar og sagði, að hún hefði aldrei séð hann myndbandi. Málið gegn Pettersson hvílir að miklu leyti á framburði Lásbetar, sem þekkti hann í hópi 12 annarra manna á myndbandsupptöku. Voru mennimir líkir á vöxt og flestir með yfírskegg eins Pettersson. Búist er við, að réttarhöldin yfir Christer Pettersson standi fram í miðjan júlí. París: Aukið oflbeldi í neð- anjarðarlestunum Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FARÞEGAR og starfsfólk neðanjarðarlestanna í París óttast nú um öryggi sitt í kjölfar öldu ofbeldisverka í þesum „undirheimum" París- ar. A síðasta ári jukust ofbeldisverk í neðanjarðarlestakerfinu um 18,2% og bendir allt til þess að í ár muni þeim Qölga enn frekar. Er nú svo komið að 1% allra glæpa, 10% allra líkamsárása og 50% allra þjófhaða í París verða í neðaiyarðarlestakerfinu. Verkalýðsfélög og samtök farþega hafa gagnrýnt stjómvöld fyrir aðgerðarleysi og krafist þess að úr þessu ófremdarástandi verði bætt. Stærsta verklýðs- félag Frakklands, GGT, var ipjög ómyrkt í máli og sagði stjómvöld vera með blóði drifiiar hendur í þessu máli. Neðanjarðarlestarkerfið væri orðið að höfuðstöðvum eiturlyQaviðskipta í borginni. Ein af ástæðunum fyrir því að svona er nú komið er eflaust sú að núverandi ríkisstjóm hefur dregið töluvert úr útgjöldum til öryggis- mála. Innanríkisráðherra síðustu ríkisstjómar, Charles Pasqua, var mjög stórtækur í þeim efnum, en sá núverandi, sósíalistinn Pierre Joxe, hefur dregið úr útgjöldunum að nýju. Þegar talsmenn lögregl- unnar svara gagnrýni um slælega öryggisgæslu bera þeir líka við manneklu. Þeir halda því þó fram að „Metró“-kerfi Parísar sé eitt ömggasta neðanjarðarlestakerfi í heimi. Daglega noti um 4,5 milljón- ir farþega neðanjarðarlestimar en ofbeldisverk séu um 7-8 á dag. í umræðunni hefur einnig verið bent á að þær brautarstöðvar þar sem mikið er um verslanir virðist vera ömggari en aðrar. Ef sú er raunin er þróunin í rétta átt. Hinir 60 kílómetrar af brautapöllum og 80 kílómetra af göngum sem er að finna á brautarstöðvunum mynda einhveija stærstu verslunarmiðstöð Frakklands. Telur lögreglan að hin- ar 740 verslanir og þjónustufyrir- tæki sem þarna er að finna geri allt að sama gagn og þeir um 700 öryggisverðir sem gæta eiga far- þega. Jacques Chirac, borgarstjóri Parisar, hefur látið kviða sinn í ljós vegna þess hversu öryggi borgar- anna í París virðist vera áfátt þessa dagana. Það sé ekki síst áhyggju- efni vegna þess að framundan sé einhver ásetnasti mánuður í sögu borgarinnar. í júlí er von Gorbatsjov í opinbera heimsókn þann 4., Coraz- on Aquino þann 10., og síðast en ekki síst verða svo byltingarhátíðar- höldin í gangi allan mánuðinn. Hef- ur Chirac lagt til að einkennis- klæddir hermenn verði látnir að- stoða lögregluna við að gæta örygg- is borgaranna í júlímánuði. Sovétríkin: Verk Solzhen- ítsynsbirtáný Moskvu. Reuter. SOVÉSKA vikuritið Ogonjok birti á laugardag fyrsta hlu- tann af smásögunni Hús Matrjoníns eftir Alexander Solzhenítsyn. Er þetta i fyrsta skipti sem verk eftir Solzhenítsyn birtist opinber- lega í Sovétrikjunum siðan hann var rekinn úr landi árið 1974. Við hlið fyrsta hluta smásög- unnar birtist athugasemd frá ritsjóm Ogonjoks. Þar vom önnur blöð og tímarit hvött til að hjálpa til við að útrýma goð- sögnum sem myndast hefðu þegar Solzhenítsyn var ofsóttur á sjöunda og áttunda áratugn- um. Þögnin í kringum verk hans hefði leitt til eins konar dýrkunar á honum hjá vissum hópi fólks og væri slík dýrkun einnar persónu ætíð varasöm. Hermt var að átökin hefðu brot- ist út á laugardag í afskekktum dal skammt frá borginni Fergana, sem er 250 km suðaustur af Tashkent, höfuðborg Úzbekístans. Til átaka kom einnig í héraðinu Kúvasaj í Úzbekístan 26. aprfl sl. Einn Uz- beki beið bana og annar særðist. Talið er að rekja megi orsakir áta- kanna nú til atburðanna í Kúvasaj. Rafík Níshanov, leiðtogi komm- únistaflokksins í Úzbekístan, hélt til lýðveldisins í gær frá Moskvu, þar sem hann hefur setið fundi Fulltrúaþingsins. Míkhaíl Gorbatsj- ov, forseti Sovétrflqanna, Qallaði um atburðina í Úzbekístan í ræðu á þinginu í gær og hvatti deiluaðila til að sýna skynsemi og leysa deilur sínar með friðsamlegum hætti. BOSCH STARTARAR—RAFALAR ___viðgerðarþjónusta_ > BRÆÐURNIR (©jORMSSONHF Lágmúia 9, sfmi: 38820 L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Einkaþjónusta Landsbankaris er greiðsluþjónusta, sem sparar þér bœði tíma og fyrirböfn. Sérstök umslög, merkt Einkaþjónustu, fást á afgreiðslustöðum Landsbankans. í Einkaþjón- ustuumslagið safnar þú sam'an þeim gíró- og greiðslu- seðlum sem greiða skal hverju sinni. Umslaginu má síðan koma á framfœri við afgreiðslufólk Landsbankans eða setja í póstkassa merkta Einkaþjónustu, sem eru á flestum afgreiðslustöðum Lands- bankans. Strax nœsta virka dag sér Ixmdsbankinn um að gangafrá greiðslunum með millifœrslu af intilánsreikningi viðkomandi viðskiptamanns. Ekki skal setja reiðufé í umslögin, hér er aðeitis um millifœrsluviðskipti að rœða. Nýttu þér Einkaþjónustu Ixmdsbankans nœst þegar þú þatft að börga reikninga — jafnt á nóttu sem degi. í LANDSBANKANUM GETUR ÞÚ GREITT REIKNINGA JAFNT Á NÓTTU SEM DEGI i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.