Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 64
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Annar íslenzki hjartaþeginn: Nýtt hjarta grætt J sextán ára Grind- víking í Lundúnum Aðgerðin tókst vel og líðanin eftir atvikum góð NÝTT hjarta var í fyrrinótt grætt í 16 ára gamlan íslenzkan pilt, Helga Einar Harðarson frá Grindavík, á Brompton-sjúkrahúsinu í Lund- únum. Aðgerðina framkvæmdi prófessor Magdi Yacoub, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, og tók hún alls um sex klukkustundir. Helgi var ekki enn kominn til meðvitundar eftir svæfinguna er Morgunblaðið hafði síðast spumir af í gærkvöldi, en að sögn foreldra hans var líðan hans talin góð eftir atvikum. Helgi er annar íslenzki hjartaþeg- inn. Sá fyrsti var Halldór Halldórs- son, sem fékk nýtt hjarta og lungu í febrúar í fyrra. Prófessor Yacoub gerði einnig aðgerðina á Halldóri. ' Að sögn sr. Jóns A. Baldvinssonar, sendiráðsprests í Lundúnum, voru veikindi Helga erfiðari en Halldórs, sem gat lifað sæmilega eðlilegu lífi þar til réttu líffærin höfðu fundizt. Helgi hefur hins vegar verið mjög mikið veikur eftir að hann fékk slæma flensu og veirusýkingu upp úr henni, sem reyndi mjög á hjartað. Því varð að taka fyrsta hjartað, sem gafst. Hann hefur verið á Brompton- sjúkrahúsinu síðan 11. maí. Undan- fama daga hefur hann verið meðvit- undarlaus, og bæði í öndunarvél og Helgi Einar Harðarson, annar íslenzki hjartaþeginn. hjartavél. Sr. Jón sagði að á meðan pilturinn hefði haft meðvitund hefði hann tekið veikindunum eins og hetja. „Hann hefur sýnt mikið hug- rekki,“ sagði sr. Jón. Foreldrar Helga, þau Hörður Helgason og Sigurbjörg Asgeirs- dóttir, hafa verið hjá honum á sjúkra- húsinu allan tímann. Hörður sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir öllum atvikum væri líðan sonar síns talin góð eftir aðgerðina. Hún var gerð í tveimur áföngum og tók fyrri uppskurðurinn fjóra tíma en sá seinni tvo. „Nú bíðum við bara og vonum,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýtt hjarta hefði verið eina von Helga. „Líf hans hékk orðið á bláþræði," sagði hann. Prófessor Magdi Yacoub græddi hjartað í piltinn. Gengið lækkað um 1% Lækkað um nálægt 5% til viðbótar í júní ogjúlí SEÐLABANKINN notaði I gær hluta af heimild sinni frá 10. mai til 2,25% gengislækkunar og lækkaði gengi krónunnar um 1%. Heimildin hefur þá verið nýtt að mestu leyti eða sem nemur 2,2%. Frekari lækk- un gengis er fyrirhuguð af stjórnvöldum til að skapa fiskvinnslunni viðunandi rekstrarskilyrði. Ætlunin mun vera að vinnslan verði rekin taplaus að áliðnum júlímánuði, en til 6% á þeim tíma. Eins og áður hefur komið fram hét ríkisstjómin því við gerð al- mennra kjarasamninga í vetur að vinnslunni yrði tryggður viðunandi rekstrargmndvöllur á samnings- Akureyri; Mikil leit að 7 ára dreng SJÖ ára drengs var ákaft leitað á Akureyri í gær- kvöldi. Óttast var að dreng- urinn hefði fallið í Glerána en um miðnættið í gærkvöldi hafði hann ekki fiindist. Drengsins var saknað um kl. 21. Lögreglan hóf strax leit að honum og fékk til liðs við sig Hjálparsveit skáta og Flug- björgunarsveitina á Akureyri. Þar að auki tóku kafarar frá Slysavamafélaginu þátt í leit- inni. til þess þarf gengið að lækka um 5 tímanum. Heimildir Morgunblaðsins herma að því marki skuli náð í júlí, en til þess þarf gengi að lækka um 3 til 4% í þessum mánuði og 2 til 3% í júlí. Allar líkur eru á frekari gengis- lækkunum á haustmánuðum, þegar fiskverð hækkar á ný, eigi áfram að forða taprekstri fiskvinnslunnar. Gengislækkunin í gær var ákveðin til að halda gengi dollars stöðugu, en það féll í gærmorgun á alþjóða- gjaldeyrismörkuðum. Sölugengi doll- ars var því í gær óbreytt frá því á föstudag eða 56,81 kr. Sölugengi sterlingspunds hækkaði úr 89,967 kr. í 90,848 kr. og gengi dönsku krónunnar fór úr 7,3971 kr. í 7,517 kr. Þá hækkaði vestur-þýska markið úr 28,8017 kr. í 29,2421 kr. Dollar féll í gær á alþjóðagjaldeyr- ismörkuðum þegar tölur yfír atvinnu- ástand í Bandaríkjunum birtust en þær voru taldar benda til minni hag- vaxtar en áður hafði verið gert ráð fyrir. Sjá nánar gengisskráningu bls. 34. Morgunblaðið/RAX Jóhannes Páll páfi II heilsar fólkinu á tröppum Kristskirkju við upphaf hámessunnar á Landakots- hæð á sunnudagsmorgun. Drengirnir sem ganga á eftir páfa aðstoðuðu hann við messuna. Jóhannes Páll páfí II í samtali á leið frá íslandi: Það var kaJt, en kuldi fyllir mig lífsþrótti I fylgdarliði páfa, frá Önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaðsins. JÓHANNES PÁLL páfi II játaði á leiðinni frá íslandi á sunnudag að sér hefði verið kalt á samkirkjulegu bænastundinni á Þingvöll-- um. „Það var kalt,“ sagði hann, „en kuldi fyllir mig lífsþrótti." Hann þakkaði íslensku þjóðinni og ríkissljóminni fyrir móttökumar í skeyti sem hann sendi forseta Islands á leiðinni til Finnlands. Vél ítalska flugfélagsins Alitalia sótti páfa og fylgdarlið hans til Keflavíkur. Yfirþjónn vélarinnar sagði að flugfélagið hefði ekki get- að flogið með páfa og lið hans frá Tromsö til íslands vegna þess að vélin er ekki búin tækjum til að fljúga jafn nálægt heimskautinu og farið var. Flugleiðir voru þess vegna beðnir um að hlaupa í skarð- ið. ísland leið úr huga flestra í flug- vélinni um leið og hún hóf sig á loft. Fréttamenn vildu heyra við- brögð páfa við atburðunum í Kína og andláti Khomeinis í Íran. Hann sagði sænskum og dönskum blaða- mönnum að hann væri djúpt snort- inn og fullur samúðar vegna dauða ungmennanna í Kína. Við andlát Khomeinis sagðist hann hugleiða með fyllstu virðingu fyrir dauðan- um það sem hann hefði gert fyrir þjóð sína og stóran hluta heims- byggðarinnar sem trúar- og stjóm- málaleiðtogi. Páfínn sagði að í huga kristinna manna væri dauðinn upp- haf nýs lífs. Sjá fréttir af heimsókn páfa á bls.2,32,33,60,61,62 og63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.