Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 48
48 JjjpRGU^BLABIB ÞRI&UIDAGUR 6, JÚNÍ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Það hefur vakið athygli mína að það eru yfirleitt innri bremsur sem stöðva okkur og verða þéss valdandi að við náum ekki þeim árangri sem við ella gætum náð. Margir segja að ytri aðstæður, t.d. uppéldi eða þjóðfélagsástand, hafi komið í veg fyrir vel- gengi þeirra, en oftar en ekki eru slík viðhorf ekki annað en afsökun. Land tœkifœranna Ef við skoðum þjóðfélag okkar getum við varla sagt annað en að hér hafí hveijum manni boðist fjölmörg tæki- færi. Hér hefur t.d. verið lítið atvinnuleysi og hver sem er hefur getað gengið mennta- veg. Mennta- og heilsugæslu- kerfi sem er opið öllum þegn- um landsins er t.d. sjaldgæft fyrirbæri er litið er til heims- ins alls. Hugarfar Ytri aðstæður hafa því verið íslendingum hagstæðar og því ekki í sanngimi hægt að kenna þjóðfélaginu um ófarir einstakra manna. Það sem ég tel að skipti mestu í sambandi við velgengni eða erfiðleika er hugarfar okkar, eða frá hvaða sjónarhóli við horfum á eigin hæfileika og þá mögu- leika sem okkur bjóðast. Sjálfstraust Maður sem er jákvæður og hefur sjálfstraust á augljós- lega auðveldara með að spjara sig í lífínu en sá sem efast um eigin hæfileika og venur sig á það að mála skrattann á vegginn. Sjálfstraust og já- kvæð viðhorf eru því meðal eiginleika sem við verðum að telja hvað æskilegasta. Afhverju? Það sem getur í þessu sam- bandi vakið spumingar er af hveiju einn máður er bjart- sýnn og jákvæður og annar svartsýnn og neikvæður. Svarið við því er ekki einfalt. Sumir menn era einfaldlega jákvæðir að upplagi og virðist þá sama hvað yfir þá dynur. Aðrir era jákvæðir ef vel gengur en fyllast svartsýni þegar á mót blæs o.s.frv. Líferni Ég tel að það megi berida á nokkur atriði sem geta styrkt jákvæð viðhorf og eytt neikvæðum. Það fyrsta er heilsusamlegt lífemi; að borða hollan mat og hreyfa sig. Annað atriði er að finna hæfi- leikum sínum farveg. Frægir menn og velmetnir segja gjaman að þeir séu svo heppn- ir að vinna þeirra sé um leið áhugamálið. Það skiptir því miklu að finna sjálfan sig. Líftð er vinna Ég held að vandamál okkar séu oft fólgin í því að við geram okkur ekki grein fyrir því að lífíð er vinna. Við bón- um bílinn okkar og föram regiulega með hann á verk- stæði, en höldum að vélin og sálin í okkur sjálfum sé eilíf og þurfi ekki umönnun. Þegar sálartetrið fer að mótmæla horfum við stíft á umhverfið, kennum því um eða höldum að okkur höndum og teljum að erfiðleikar séu óumbreyt- anlegt náttúrulögmál. Svo er ekki. Við getum hreyft okkur og borðað hollan mat, nóg er úrvalið. Fjöldinn allur af góð- um bókum er til um sálfræði og margir velmenntaðir og hæfir sállæknar starfa á landinu. Allt sem til þarf er vilji til að vinna með líf sitt. Eitt skrefíeinu Það er auðveldara að segja en framkvæma. En allt er til einhvers fyrst. Ef við tökum eitt skref í dag getum við kannski tekið tvö á morgun. Byijum því að hreinsa til í líkama og sái og þá mun ann- að fyigja á eftir. fiw;Hi»nii!aiHniiii;;'«;in';;iii;Ht»;f!fT!wtnwri'mn;i;'iMiHiniiU;n;i;Wniiiiaun]nii!iirn»i»wmr GARPUR E6 VE/T EKK/.. TÖFfSAE /HiM/F HEFÐU tiTTAÐ KO/Vl/i / nss Fy/s/H að <s/uepue /M/ssn aflj GRETTIR JÍ’AA h-16 @ 1988 United Feature Syndicate. Inc. BRENDA STARR /M//CH/L LESSUF AFSUB T/L COCO ~ X/ER.TU SÆL, G/SETLLE l /ETL \SERTU HU Þ/F6J / EtCK/ Á£> ~ ' /assfi sh/ic/e L i/T/t , p/t&e/? Ti/H/MM KOST/H PEM/UÓA/ /COAIC’U FLUGUEL/MM/ AFST/0 HMnahs semdi ée sfacie SE/Tt FLU&fyi/MK I VATNSMYRINNI FERDINAND iiJ:Hi;iiiniif;rj;)i;iii;;jii)i)i;;;iiiimrm;:iniiii ' SMAFOLK THIS VEAR l'M 60IN6 TO MAKE ALL MV CHRI5TMA5 PRE5ENT5..ANP 6UE55 WHAT l‘M 6IVIN6 EVERYBOPV.. I ár ætla ég að búa til aliar mínar jólagjafir og hvað heldurðu að ég ætli að gefa öllum? Þú ert heppinn. Þú fékkst þína snemma! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar menn standa frammi fyrir því að hafa gefið spil í vörninni (sem er daglegt brauð hjá bridsspiluram) vaknar iðu- lega spumingin um sekt eða sakleysi. Hvert er álit lesandans á vörn AV í spilinu að neðan — hvoru megin iiggur villan? Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ G654 ♦ 96 ♦ 109654 ♦ 42 Vestur Austur ♦0109 .. ♦ K732 ♦ G853 ♦ D107 ♦ D832 ♦- ♦ 87 ♦ÁDG1053 Suður ♦ Á8 ♦ ÁK42 ♦ ÁKG7 ♦ K96 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Dobl Pass 1 tígull 2 lauf 2 grönd Pass Pass Pass Utspil: laufátta. Austur lét tíuna duga í fyrsta slag og sagnhafi dúkkaði rétti- lega. Austur tók þá laufás og spilaði drottningunni. Suður átti slaginn á kóng og vestur henti tígli. Meira þurfti ekki til, sagnhafi gat nú nýtt sér tígulinn í blindum og hlaupið heim með 8 slagi. Hendi vestur ekki tígli getur hann dúkkað tígulgosann og haldið sagnhafa í 7 slögum. Fyrsta viðbragðið er ávallt að áfellast þann_ sem tók úrslita- ákvörðunina. í þessu tilfelli vest- ur. En vandi hans er mikill. Hann gefur þó ekki slag með því að henda tígli, en það gæti hann hæglega gert með því að fleygja frá öðrum hvorum hálitn- um. Að vísu bendir tveggja granda sögn suðurs til þess að hann eigi góðan tígulstuðning, en ekki endilega flórlit. í þessu spili er austur söku- dólgurinn. Hann á að sjá fyrir hugsanleg vandræði makkers og spila laufdrottningunni í öðram slag. Hlífa makker við óþarfa þrýstingi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu alþjóðlegu móti I Róm í febrúar kom þessi staða upp í skák ungversku stúlkunnar Sofiu Polgar, 14 ára, sem hafði hvítt og átti leik, og sovézka stórmeist- arans Palatnik. 41. Hxd5! — Hxf8 (Þvingað, því svartur er mát eftir 41. — cxd5 42. Dxf6+ - Hg7 43. Df8+ - Hg8 44. Be5) 42. exf8=D+ - DxfiS 43. Bxf8 og hvítur vann endataflið auðveldlega. Sofia Polgar vann yfirburðasigur á mót- inu, hlaut 8 v. af 9 mögulegum, tveimur vinningum á undan næstu mönnum. Á meðal fómarlamba hennar á mótinu vora stórmeistar- arnir Chemin, Palatnik og Razuvajev, Sovétríkjunum, og Suba, Englandi. Fram að þessu móti hafði Sofia þótt slökust Polg- ar-systranna þriggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.