Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 43 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Fíflablöðí máltíð dagsins Ætli fífíllinn sé ekki merki um sumarkomu í huga flestra íslenskra bama. Hann var það a.m.k. í mínum huga og er það enn. Fagurgulur fífíllinn um tún og haga er sann- arlega fallegur og meðan blöð hans eru ung og fersk eru þau mjög góð til átu og mikils metin suður um alla álfu, þótt íslendingar hafi ekki gert mikið af því að nýta þau. Þeir nýttu hér áður fyrr rætumar, sem ég kann ekki að meta, en blöðin em góð, jafnvel svo góð að þau em meira að segja fullboðleg'í salat handa páfa. Heldur fínnst mér ólíklegt að þau verði á borðum hans hér á norðurhjara, en er þess þó fullviss að hann hafi fengið þau suður á henni Ítalíu. En vonandi skín sólin i heiði svo að gulur kollur fífílsins brosi mót honum, þegar hann syngur messu á Landakotstúni og á Þingvöllum. Ýsa með fiflablöðum, beikoni og eggjum. 750 g ýsuflak 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 msk. sítrónusafí 20 g falleg fíflablöð (góður hnefi) 5 sneiðar beikon 2 harðsoðin egg 1. Roðdragið flakið, skerið úr þvi bein. 2. Hellið sítrónusafa yfír flakið, stráið á það salti og pipar og lát- ið bíða i 10-15 minútur. 3. Leggið flakið á smurt eldfast fat. 4. Hitið bakarofn í r190°C, blást- ursofn í 170°C, setjið fatið í miðj- an ofninn og bakið í 10-12 mínút- ur. 5. Hitið pönnu, skerið beikonið smátt og harðsteikið á pönnunni. 6. Harðsjóðið eggin, takið af þeim skumina og saxið. 7. Þvoið fíflablöðin vel, hvert blað fyrir sig, setjið á sigti og hristið vatnið af þeim. Saxið síðan gróft með hníf. 8. Blandið saman beikoni, eggj- um og fíflablöðin, setjið yfír físk- inn í fatinu. Stingið í bakarofninn í 3 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrá- salat. Brauð með fiflablöðum 10 dl hveiti 14dl ristað hveitikím /2tsk. salt 2 dl maltöl 2 dl vel heitt vatn úr krananum 1 msk. matarolía 2 tsk. þurrger 14msk. hunang Vkiós kotasæla u.þ.b. 50 g ung fallegfíflablöð eggjarauða og örlítið vatn til að pensla með. 1. Setjið hveiti, ristað hveitikím og salt í skál. 2. Blandið saman maltöli og heitu vatni, setjið matarolíu saman við. Setjið í stóra skál. 3. Setja helming mjölblöndunnar ásamt öllu þurrgerinu, hunangi og kotasælu út í. Hrærið saman en blandið strax á eftir meira mjöli í. Deigið á að vera lint, sleppi mjöli ef nóg er komið. 4. Setjið hreint stykki eða filmu yfír skálina og látið deigið lyfta sé á volgum stað í minnst 40 mínútur. Hægt er að setja volgt vatn í eldhúsvaskinn og skálina ofan i. 5. Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitistráða borðplötu. 6. Þvoið fíflablöðin vel, hvert blað fyrir sig, setjið á sigti og hristið vatnið af þeim. Saxið síðan frekar smátt. Setjið fíflablöðin saman við deigið og hnoðið saman við. Hálf- illa gengur að láta þetta jafnast vel, en gott er ef sem mest af blöðunum eru inni í hleifnum, þegar þið hafið mótað hann. 7. Fletjið deigið þykkt út þversum um kökukefli, síðan aftur langs- um. Vetjið saman, mótið kúlu- brauð og lagið til með höndunum. 8. Leggið brauðhleifinn á bökun- arpappír ábökunarplötu, leggið fílmuna eða stykkið aftur yfír og látið lyfta sér á volgum stað í 20-30 mínútur. 9. Hitið bakarofn í 180°C, blást- ursofn í 160°C, blandið saman eggjarauðu og vatni og penslið brauðið með henni. Gott er að taka eldhúspappír, væta í egginu og smyija brauðið með honum. Skerið síðan með beittum hníf rif- ur í brauðið langsum og loks þversum. Hafið snögg handtök. 10. Setjið brauðin í miðjan ofninn og bakið í 30 mínútur. Gott getur verið að auka hitann á ofninum um 10°C síðustu 10 mínútur bök- unartímans. 11. Takið brauðið úr ofninum, leggið hreint stykki yfir það með- an það kólnar örlítið. Þessi þáttur átti að birtast sl. laugardag, en af því varð ekki. Sólin átti líka að skina og fífíllinn að brosa við há- messu páfa á Landakotstúni á sunnudagsmorgni. En bros páfa, barna og fíillorðinna voru ekki frosin og þarna ríkti mikil hátíðarstemmn- ing þrátt fyrir nápra kulda þennan júnímorgun. Bókrún hf: Þrjár nýjar ljóðabækur Útgáfufélagið Bókrún hf. sem fimm konur hafa starfrækt frá júní 1984 efíiir til sérstakra af- mælisdaga 19.—21. júni nk. í Listasalnum Nýhöfii, Hafíiar- stræti 18 í Reykjavík. Stefnt er að því að þijá ljóðabæk- ur komi út hjá Bókrúnu þessa daga. Bar eg orð saman eftir Oddnýju Kristjánsdóttur í Feijunesi í Flóa og er hennar fyrsta bók. Stjörnurn- ar í hendi Maríu eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur sem hún tileinkar komu páfans til íslands. Hluti af upplagi þessara bóka er tölusettur og áritaður af höfundum og fer ein- göngu til áksrifenda. Bókin utan vegar eftir Steinunni Eyjólfsdóttur kemur út í enskri þýðingu Karls J. Guðmundssonar og Ragnhildar Ófeigsdóttur. Sú bók kom út hjá Bókrúnu 1987 en er uppseld og verður nú endurútgefín á íslensku samhliða ensku þýðing- unni. Listasalurinn Nýhöfn verður op- inn afmælisdaga Bókrúnar frá kl. 10 til 20 og verða eldri bækur út- gáfunnar á sérstöku afmælistilboði þá daga. Leiðrétting Ranglega var farið með nafn séra Hjalta Þorkelssonar, prests kaþólska safnaðarins í Hafnarfírði, í myndatexta í blaðinu á föstudag. Var hann sagður Rögnvaldsson. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. VELUR ÞU RICOH TELEFAX imm Fnemstirmeð (ax hf SKIPHOLTI 17 105 REYKJAVlK SÍMI91-2 7333 Aromatherapy - Námskeið Vegna fjölda áskorana er fyrirhugað að fara af stað með námskeið fyrir 3. hóp í Aromatherapy (meðferðarnudd með náttúrulegum olíum). Um er að ræða óvenjulegt námskeið er samanstendur af Aromatherapy, svæðameðferð, vöðvaprófun og þrýstipunktanuddi. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist helgina 17. og 18. júní nk. og Ijúki í febrúar 1990, tveir dagar í hverjum mánuði. Leidbeinandi dr. Anna Edström Öll kennsla túlkuð yfir á íslensku. Allar frekari upplýsinyar veittar á skrifstotu Ambrósíu í síma 91-680630.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.