Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Sigríður Auðuns- dóttír - Kveðjuorð Fædd 30. júní 1912 Dáin21. mars 1989 Þar sem ég var ekki stödd á landinu og gat því ekki fylgt henni Siggu í Hlaðbæ síðasta spölin, lang- ar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Hún fæddist að Efri-Hól undir Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Þor- bjargar Einarsdóttur og Auðuns Auðunssonar, en fór bam að aldri í fóstur til Halldóru og Bjama í Hlaðbæ, Vestmannaeyjum. Sigga var hluti af lífínu heima í Svanhól. Ef hún kom ekki daglega og ekki heyrðist kallað niður í stiga, „halló, er enginn heima?“, þá fannst manni eitthvað vanta. Það var alltaf gott á milli flölskyldnanna, vinátta Siggu og móður minnar stóð í rúm 60 ár og bar aldrei skugga á, enda mátu þær hvor aðra mikils. Sigga hafði létta lund og var alltaf spaug- söm og bamgóð með afbrigðum. Öll börn hændust að henni og allir vora alltaf velkomnir til hennar, jafnvel í pollagalla og stígvélum inn á mitt stofugólf. Sigga var dugnaðarforkur í orðs- ins fyllstu merkingu og vann mikið. Hún var í Netagerðinni í gamla daga og átti góðar minningar það- an, einnig í þurrkhúsinu og Fiskiðj- unni, og alls staðar vann hún á við duglegustu karlmenn. Hún stundaði mikið íþróttir á yngri áram og lék handbolta af annáluðum krafti með íþróttafélaginu Þór, en hún var einn af stofnendum þess félags, sem svo heiðraði hana af því tilefni í vetur á 75 ára afmæli félagsins. Hún var einnig með á nótunum í knattspym- ' l/H\ s flt OAGUiHTífd HIUAJ8H unni, bæði í þeirri íslensku og þeirri ensku. Sigga fór oftast á vorin heim að Efri-Hól undir Eyjaflöllum og það vora ófáir strákar, sem nutu góðs af og fengu að fara með henni í sveitina til móður hennar, meðan hennar naut við, og systkinanna, Maríu og Andrésar. Þau vora öll sömu góðu manneskjumar og fóm- uðu sér fyrir aðra alla tíð, þau era nú bæði látin, María fyrir nokkra, en Andrés á síðasta ári og var alla tíð mjög kært með þeim systkinum. Eftir lifír aðeins Guðrún sem dvelur á heimili fyrir aldraða við Dal- braut. Sigga giftist Áma Siguijóns- syni frá Fit undir Fjöllunum, hann lést árið 1971. Þau áttu einn son, Halldór Bjama, sem er góður og traustur drengur. Hann starfar sem flugmaður hjá Amarflugi. Sigga var hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún sagði sína meiningu, hvort sem fólki líkaði betur eða ver. Það var alltaf gaman að spjalla við hana Siggu og oft var þétt setinn bekkur- inn við eldhúsborðið, sem jafnan var þakið kræsingum. Það verður tómlegt að koma næst til Eyja og geta ekki verið hjá Siggu, spjallað við hana og spáð í spilin. Ég sakna þess líka að geta ekki slegið aðeins á þráðinn til hennar. Það er svo margs að sakna því hún var einstök og engu lík. En ég veit að hvíldin var henni kærkomin, og ég er þess fullviss að hún hefur fengið góðar móttök- ur. Hún var jarðsungin frá Landa- kirkju 31. mars að viðstöddu flöl- menni eins og við var að búast. Ég kveð Siggu og bið algóðan Guð að blessa hana og launa henni allt, sem hún var okkur öllum. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gðmlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, - sæt mun hvildin eftir vegferð stranga, - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Öm Amarson) Halla Sigurðardóttir Helga Larsen, Engi - Minning Fædd 14. mai 1901 Dáin 15. apríl 1989 Mig langar að minnast vinkonu minnar, Helgu á Engi, sem nú er nýlátin nær 88 ára að aldri. Ég kynntist Helgu 10 ára göm- ul, vorið 1938. Þá átti hún um sárt að binda, því hún hafði þá nýlega misst manninn sinn, Axel, af slys- förairi og baslaði ein með bömin sín þijú, Fanneyju, Ketil og Ingi- björgu. Ingibjörg var nær árs- gömul, Ketill tæplega Qögurra ára en Fanney, sem var mjög heilsuveil og dó á fermingaraldri, var þá á níunda ári. Ég man það enn glöggt þegar Guðrún í Gróðrastöðinni kom til mömmu og spurði hvort hún vildi ekki lána hana Solveigu til að passa böm, þar til hún færi í sveitina. Því svöruðu við mæðgumar játandi og ég var hjá Helgu í mánuð og fékk rúm í hennar heita hjarta til æviloka. Helga var þá nýflutt að Hjalla í Sogamýri, en henni hafði tekist að kaupa þetta draumahús og lítinn blett, sem fylgdi. Þama á blettinum tókst henni að koma upp litlu fjósi og hænsnakofa og síðar hesthúsi. Á Hjalla bjó Helga við mjög kröpp kjör og stritaði myrkranna á milli, en hún átti líka sínar gleði- stundir í baslinu. Þær sótti hún til dýranna sinna og fegurðar íslenskr- ar náttúra, sem hún unni heils- hugar. Eftir að hún eignaðist hesta urðu þeir hennar bestu vinir, henn- ar mestu og stærstu ljós. Helgu varð aldrei orðvant og hún talaði tæpitungulaust. Frásagnir sínar litaði hún sterkum litum og skoðanir hennar vora afdráttar- lausar. Þótt hugurinn væri að sjálfsögðu Blómastofa FriÖfmm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar viö öil tilefni. Gjafavörur. oft bundinn við bömin og búskapinn v£ir það síður en svo að umræðuefn- in snérast aðeins um það sem næst henni var, því henni var svo sannar- lega ant um annars hag. Auk þess hafði hún mikið hugarflug og ræddi um alla „heima og geima“ og lá oft mikið á hjarta. Eftir 15 ára vera á Hjalla fluttist Helga að Engi í Mosfellssveit. Þangað kom ég til hennar í gamla skúrinn, sem átti að heita íbúðar- hús, og fékk góðar viðtökur. Alltaf sauð Helga egg handa mér, þegar ég kom í þá daga, hún vissi frá gamalli tíð hvað mér kom. Ég fékk að fylgjast með áætlun- um hennar og draumum og síðar framkvæmdum á Engi. Þar kom hún upp dágóðu hænsnabúi, nokkr- ar kindur átti ijölskyldan og svo vora það blessaðir vinimir, hestam- ir. Stóra timburhúsið hennar reis smám saman af granni og draum- amir urðu að veraleika, þótt mörg tæki það árin og kostaði mikið erf- iði að láta þá rætast. Það býr nú Ingibjörg, dóttir Móðursystir okkar, Valgerður Stefánsdóttir frá Fossi í Grímsnesi, lést í Landspítalanum í Reykjavík 20. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Foreldrar hennar vora hjónin Sigríður Guðmundsdóttir frá Lýt- ingsstöðum, Holtahreppi, Rangár- vallasýslu, og Stefán Þorsteinsson frá Þjóðólfshaga, sömu sýslu. Var þeim hjónum ellefu bama auðið og var Valgerður níunda bamið í röð- inni. Vala, eins og við jafnan kölluðum hana, ólst upp á Fossi til sautján ára aldurs, er hún fluttist til Reylq'avíkur í atvinnuleit. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Erlingi Klemenzsyni stýri- manni úr Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1934. Þau hófu búskap á Vesturgötunni og voru þar fyrstu árin. Fóra síðan til Seyð- isfíarðar árið 1947 og bjuggu þar til ársins 1949, er þau fluttu suður aftur. Þá settust þau að á Hagamel 22 og áttu þar heima í 34 ár. Þá tóku þau sig upp og hugðust eyða efri áranum á Selfossi í nálægð hennar og Helga, yndi hennar í ell- inni. Á Engi hefur Ketill líka byggt sér hús, Tjamarengi, þar sem hann býr ásamt konu sinni Olöfu og böm- unum þeirra þrem. Þar var athvarf Helgu og friðarreitur í þungbæram veikindum síðustu ára. Helga var stórbrotin hugsjóna- kona. Hún va ein af hetjum hvers- dagslífsins með drottningarlund. Ég er þakklát fyrir að hafá átt hana að vini. Blessuð sé minning hennar. sonarins en veikindi hennar gerðu dvölina þar styttri en til stóð, þau fluttu á Hrafnistu í Reykjavík tveimur áram seinna, þar sem Erl- ingur býr enn. Á Hrafnistu undu þau hag sínum vel. Vala og Erlingur eignuðust þijú böm, misstu tvö þeirra á unga- aldri, en sonurinn Klemenz er bú- settur á Selfossi, kvæntur Erlu Haraldsdóttur frá Hólum í Rangár- vallasýslu og eiga þau fímm mann- vænleg böm. Alla tíð var henni mjög annt um velferð sonar síns og Qölskyldu hans. Þótt minningamar leiti á hugann, þá væri það ekki Völu frænku geðþekkt að hafa langan eftirmála eftir sinn dag. Hún var í eðli sínu svo hógvær kona að hafa aldrei mörg orð um hlutina. í gegn- um tíðina hefur rík frændsemi ríkt millum okkar með því sem henni fylgir. Okkar tími var þeirra tími á Hagamelnum, þangað var ætíð gott að koma. Við minnumst Völu að leiðarlok- um á hennar látlausa hátt, með þessum fátæklegu orðum, þótt margt mætti skrifa. Hlýhug bar hún einstakan í okkar garð og gleðiríkar vora samverastundimar. Móður Solveig Arnórsdóttir Minning: Valgerður Stefáns- dóttirtrá Fossi Fædd 19. október 1910 Dáin 20. mars 1989 Ragnheiður Jóns- dóttir - Minning 27. mars sl. lést Ragnheiður Jónsdóttir á heimili sínu í Reykjavík. Ragnheiðamafnið var raunar aldrei notað um hana, nema þá í manntalinu. Hún var jafnan kölluð Lilla. Sjálfsagt hefur það gælunafn fest við hana í bemsku en hæfði henni þó ævina út því hún var bæði lág og grannvaxin. Lilla var dóttir hjónanna Magda- lenu Gunnlaugsdóttur og Jóns Lár- ussonar. Ekki kann ég að rekja móðurætt hennar, en faðir hennar var sonur þeirra hjóna, Málfriðar Jónsdóttur og Lárasar G. Lúðvíks- sonar skókaupmanns. Vora þau bæði af reykvískum ættum allar götur aftur til Innréttinga Skúla fógeta. Árið 1944 giftist Lilla móður- bróður mínum, Lárasi Pjeturssyni, sem lést fyrir hálfum öðrifm 'ára- tug. Vora þau hjónin systkinaböm. Móðir Lárasar var Sigurlaug Lárus- dóttir Lúðvíkssonar en faðir hans var Pjetur H. Lárasson, kaupmaður á Akureyri. Foreldrar hans vora hjónin Elín Hafstein og Láras H. Bjamason hæstaréttardómari. okkar, Sigrúnu, er fráfall systurinn- ar mikill söknuður, því með henni gekk einnig góð vinkona. Samband þeirra var, seinni tíð, með heim- sóknum svo kært að minningarsjóð- ur æskudhganna var jafnan talinn og urðu þær sem ungar í annað sinn við uppriíjunina. Við systurdæturnar þökkum Völu frænku samfylgdina og óskum henni velfamaðar í nýjum heim- kynnum. Eiginmanni, syni, fjölskyldu hans og eftirlifandi systkinum vottum við samúð við fráfall góðrar konu. Blessuð sé minning hennar. Ólafía, Valdís, Sigrún og Stef- anía Bjamadætur. Árið 1945 fæddist þeim Lalla og Lillu einkabamið, Sigríður, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Reylqavík. Ýmsir telja dauðann einstakl- ingsbundin endalok þeirra sem mæta honum hveiju sinni, í það minnsta á því tilverastigi sem þekk- ing okkar spannar. Þó er það svo að þegar þeir deyja sem að ein- hveiju leyti hafa markað umhverfí okkar eða átt sér vísan stað í ein- hveiju hugarfylgsninu, þá deyr okk- ur sem eftir stöndum misstór hluti eigin tilvera. En um leið vakna minningar og framlengja með óljós- um hætti líf Iátinna. Því er dauðinn hægfara, eins þótt hann beri brátt að. Lilla frænka á sér ákveðinn stað í mínum huga. Þegar amma flutti með mig suður, norðan frá Akur- eyri að afa mínum látnum, árið 1957, dvöldum við fyrsta kastið á heimili Lalla og Lillu á Skúlagötu 60. Ég minnist þess að hafa látið mig hverfa þaðan einn góðan veður- dag, ásamt leikfélaga mínum. Þetta var landkönnunarleiðangur um áð- ur ókunnar slóðir og var víst tekið að skyggja þegar ég skilaði mér heim. Ég var ekki skammaður en þó varð nokkurt fjaðrafok enda var það álit annarra sem mál þetta varðaði, að menn ættu að halda sig að sínu. Ég fyrir mitt leyti hef hins vegar verið á flakki allar götur síðan. En á þessum flækingi hef ég átt mér vörður í mér staðfastara fólki. Vörður sem standa eins þótt sveipist þoku um sinn. Ein slík er Lilla frænka. Pjetur Hafstein Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.