Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 H Brautry ðj endastarf sem ber að meta eftirBaldur Þorsteinsson Þann 25. maí sl. birtist í einu dagblaðanna ábúðarmikill frétta- pistill undir fyrirsögninni „Höfum við veifað röngu tré í 30 ár?“ Þessi pistill er, skv. frásögn blaðsins, að miklu leyti byggður á viðtölum við skógræktarmenn, sem þó hafa kos- ið að vera nafnlausir og þurfa ekki að standa við stóryrtar yfirlýsingar, sem hafðar eru eftir þeim. í stuttu máli má segja að frétt þessi gangi út á að ófrægja það skógræktar- starf, sem unnið hefur verið hér á landi á tilteknu árabili. Ein af staðhæfingum viðmæl- enda blaðsins'er sú, að vísindalegar aðferðir hafi ekki ráðið vali á teg- undum, árangur hafi orðið eftir því og milljónum króna eytt til einskis. Hér eru ekki aðeins á ferð stað- lausar fullyrðingar, heldur er jafn- framt kastað rýrð á það brautryðj- endastarf, sem unnið hefur verið í leit að tegundum og kvæmum til ræktunar hér á landi. Forsendum að þessari leit verður best lýst með tilvitnunum í ritgerð eftir Hákon Bjamason frá 1943 er hann nefnir „Um ræktun erlendra tijátegunda“. Þar segir: „Ef flytja skal tijátegundir milli fjarlægra staða svo tryggt sé, að þær geti lifað og starfað á eðlilegan hátt, verða lífsskilyrðin að vera hin sömu á báðum stöðunum." Hákon lagði einnig áherslu á að borin væru saman lengd vaxt- artíma, sumarhita og loftslagsgerð. Hákon fór hér í smiðju til prófess- ors Oscars Hagems í Noregi og fleiri vísindamanna austan hafs og vestan, er höfðu um langt skeið kynnt sér vaxtarskilyrði við norður- mörk skóga. Þá var í þessu sam- hengi einnig lögð áhersla á það atriði, að arfgengir eiginleikar fylgdu kvæmum og einstaklingum frá upprunalegum heimkynnum þeirra til nýrra vaxtarstaða. Einnig var mönnum ljóst, að suðlæg kvæmi vaxa að öðru jöfnu betur en norð- læg, og miklu skipti að fá úr því skorið, hve langt mætti seilast suð- ur á bóginn án þess að of mikil áhætta yrði á því að hitaskortur um vaxtartímann hnekkti vexti tijánna. En það er vandrataður meðalvegurinn í þessum efnum, því norðlægum kvæmum eða þeim, sem ættuð eru hátt úr fjöllum, hættir til að byija vöxt of snemma á vorin og skemmast síðan í vorfrostum á eftir ótimabærum hlýindum. Á hinn bóginn geta suðlæg kvæmi skemmst af haustfrostum vegna þess að þau vaxa of lengi frameft- ir. Þessi atriði voru öll höfð í huga við leit að tegundum og kvæmum. Sú staðhæfing að handahófskennd vinnubrögð hafi ráðið ferðinni eru því með öllu tilhæfulaus. Hér má einnig nefna, að eftir aspardauðann í vorhretinu 1963 var brugðist skjótt við til að afla nýrra aspar- kvæma. Árið eftir var safnað 18 asþarkvæmum á ýmsum stöðum í Alaska. Eru sum þeirra í dag talin vænlegust til ræktunar á sunnan- verðu landinu, en önnur talin henta betur á landinu norðanverðu. Hin tiltölulega umfangsmikla gróðursetning á skógarfuru hér á landi átti sér m.a. þær forsendur, að nokkur reynsla hafði þegar feng- ist af vexti hennar, þetta var teg- und sem óx allt norður undir 70° n.b. í Skandinavíu og kröfur hennar til jarðvegs voru einnig hógværar svo furan gat vaxið á lyng- og hrísmóum. Á þessum tíma var skortur á plöntum til gróðursetn- ingar, en unnt var að fá keyptar plöntur í gróðrarstöðvum í N-Noregi. Eins og síðan kom í ljós fylgdi lús plöntunum, og gerði hún síðan út af við furuna. Vorhretið 1963 kom hér ekki við sögu, enda var þá fyrir nokkrum árum hætt uppeldi og gróðursetningu skógar- furu. Dauði skógarfurunnar hér á landi átti sér hliðstæðu í Noregi um líkt leyti og hér. Þar hafði fura, ættuð úr innhéruðum í N-Noregi verið gróðursett út við ströndina, en sú fura varð einnig lúsinni að bráð, þótt hér væri furan aðeins flutt um skamman veg. Með nútíma tækni og rannsóknaraðferðum hefði sennilega mátt fyrirbyggja skógar- furuslysið, en á þeim tíma hafði Skógrækt ríkisins hvorki íjármuni, mannafla né aðstöðu til þess að slíkt væri framkvæmanlegt. Mörg- um árum seinna var svo fyrir for- göngu Hákonar Bjamasonar reist rannsóknastöð á Mógilsá þar sem fengist er við margvíslegar skóg- ræktarrannsóknir. Umsögn heimildarmanna um af- drif rauðgrenis er mjög orðum auk- in, svo ekki sé meira sagt. Að vísu hefur rauðgreni oft verið gróðursett á staði þar sem jarðvegur er of rýr eða vindar næða um það. Rauð- greni getur að vísu hjarað við slík skilyrði ámm saman, en bætir engu við sig. Það er hinsvegar fjarri lagi að halda þvi fram, að mest allt rauð- greni sem gróðursett hefir verið sé dautt eða ónýtt. Það hefur beðið hnekki á köldum árum t.d. um 1960, en fram undir það hafði ríkt góðæri hér á landi í ein 35 ár, og tijágróður tók því góðum fram- förum og því ekki óeðlilegt að menn væru bjartsýnir á árangur, en hve- nær fór það að teljast til ávirðinga að vera bjartsýnn? Þess má líka minnast, að í hretinu 1963 var rauð- grenið sú grenitegund sem beið minnst afhroð. Það má einnig nefna að rauðgrenið hefír á undanfömum 18-20 árum skilað Skógrækt ríkis- ins hátt í þriðjungi tekna hennar. „Hér eru ekki aðeins á ferð staðlausar fiillyrð- ingar, heldur er jafin- firamt kastað rýrð á það brautryðjendastarf, sem unnið hefiur verið í leit að tegundum og kvæmum til ræktunar hér á landi.“ Baldur Þorsteinsson Brúttótekjur af sölu jólatijáa árin 1971-1988, nema á núvirði um 100 milljónum króna. Það skal fúslega viðurkennt, að ýmislegt í skógræktarstarfinu hefði mátt betur fara, en það er nú einu sinni svo, að dæmið sem snýr að hinni lifandi náttúm verður seint reiknað til enda. Enginn getur sagt fyrir um, hvort von er á vorfrostum eða haustfrostum og jafnvel alinn- lend tegund eins og birkið varast þetta ekki alltaf og getur átt það til að kala eða deyja þgar þannig árar. Ábyrgð þeirra, er taka að sér að fella dóm um vandasöm brautryðj- endastörf er mikil og því hollt að temja sér að spara stóryrðin. Höfundur er skógfræðingur. Var þetta virkilega nauðsynlegt? Hefurðu ekki oft spurt þig þess- arar spurningar þegar buddan er orðin tóm í lok mánaðarins? Og hefurðu kannski líka heitið því að betur næst og eyða minna í arfa? Það er hægara sagt en gert en ekki vonlaust. notið ■* .Ví er gott ráð að leggja . . . . hluta launanna fyrir strax “ |>inum e.gm við lllborgim. fjarmalum. Með því ad leggja til höðar mán- unmm þai ftu bara að setjast aðarlega dálitla upphæð muntu Hvao innan tíðar eignast varasjóð. Þú J i ~ til hans þegar mikið látið hann ávaxtast eftirlaunaáranna. 10.000 krónur sem lagðar eru fyrir mánaðarlega verða að 5,1 milljón auk verðbóta á 20 árum ef vextir eru 7% yfir verðbólgu. niður og fara yfir útgjöldin. Hvað var algjör óþarfi, hvaö veitti ánægju og hvað var nauðsynlegt? Og nota svo peningana sem áður fóru í óþarfa til að verða þinn eiginn herra í fjármálum! Fyrirhöfnin þarf ekki að vera mikil. Þeir sem leggja fyrir mánaðar- lega hjá VIB geta fengið senda gíróseðla, látið inillifæra af banka- reikningi í Iðnaðarbankanum eða skuldfæra af greiðslukortum. Þann- ig verður spamaðurinn fyrirhafnar- lítill. Þeir fá einnig send yfirlit svipuð því sem sýnt er hér á mynd- inni á tveggja mánaða fresti og geta þannig fylgst nákvæntlega með því hvemig spariféð vex. Til að fá peninga greidda út nægir eitt símtal - við sjáum um afganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.