Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 1

Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 1
56 SIÐUR B 152. tbl. 77. árg. Kröggur Póllandsstjórnar; Beðið um vest- rænan stuðning Varsjá. Bonn. KOMMÚNISTASTJÓRN Póllands hefiir farið fram á það að landið fái nokkra milljarða Bandaríkjadala að láni frá Vesturlöndum og verði greiðslunum dreift á nokkurn áraíjöida. Talsmaður stjórnvalda sagði leiðtoga kommúnistaflokksins, Woiciech Jaruzelski, hafa sent frönsku stjórninni bréf þessa efiiis en í næstu viku hefst fiindur sjö helstu iðnríkja heims í París. Að sögn talsmannsins er heildarijár- hæðin nokkru lægri en í lánaáætlun Samstöðu, hinnar óháðu verka- lýðshreyfingar Póllands, sem telur þörf á 10 milljörðum Bandaríkjad- ala. George Bush Bandaríkjaforseti kemur í opinbera heimsókn til Póllands á morgun en hann hefiir áður heitið landsmönnum Qár- hagsaðstoð verði lýðræði komið á Bronislaw Geremek, leiðtogi Samstöðu á pólska þinginu, átti í gær fund með Helmut Kohl, kansl- ara Vestur-Þýskalands, og fleiri ráðamönnum í Bonn. „Það er aðeins rétt að veita Pól- landi fjárhagslega aðstoá ef komið verður á raunverulegum umbótum í landinu," sagði Geremek á blaða- mannafundi í borginni. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar sagði hana telja að binda ætti frekari lánveitingar við ákveðin verkefni. Blað Samstöðu, Gazeta Wyb- orcza, hefur viðrað þá hugmynd að Samstaða styðji frambjóðanda kommúnista til forsetaembættis gegn því að samtökin myndi ríkis- stjórn og er talið líklegt að Ger- emek verði þá forsætisráðherra. Kohl kanslari frestaði fyrir skömmu fyrirhugaðri ferð sinni til Póllands vegna óvissunnar í pólskum stjórn- málum eftir kosningamar í júní og afhroð kommúnista. Viðbrögð kommúnista vora harðar árásir á Vestur-Þjóðveija sem sakaðir voru um þvergirðingshátt í samningavið- ræðum um ýmis deilumál, þ. ám. aðbúnað og réttindi þýska þjóðar- brotsins í Póllandi. Zbigniew Bujak, varaformaður Samstöðu, hefur sagt að hreyfingin sé reiðubúin að taka á sig ábyrgð á erfiðum aðgerðum að því tilskildu að þær verði framkvæmdar af skyn- semi og komið verði á markaðs- kerfi. „Við vitum að umbætur verða erfiðar og munu krefjast mikilla fórna af þjóðinni,11 sagði Bujak. Talið er að ummælin bendi til nokk- urs ágreinings innan Samstöðu um það hve langt skuli ganga í sam- vinnu við kommúnistasjómina þar sem Geremek segir ekki tímabært að heija beina samvinnu við stjórn- ina. Margir óttast að þegar líða taki á árið muni verða óeirðir í Póllandi vegna skorts á brýnustu nauðsynj- um en nú þegar era flestar vörar skammtaðar, erlendar skuldir era um 39 milljarðar Bandaríkjadala og verðbólga nálgast 100%. Reuter Með mannýg naut á hælunum Tarfar I borginni Pamplona á Norður-Spáni voru í fyrsta sinn á þessu ári látnir renna skeið við ofurhuga borgarinnar, en það er rótgróin hefð í landi nautaatsins. Færri tóku þátt í hlaup- inu í gær en oftast áður, en búist er við meiri þátttöku í dag. Engin alvarleg óhöpp hentu hlauparana í gær. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tveggja daga fiindur leiðtoga Varsjárbanda- lagsríkja hófst í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í gær og urðu þá fagnaðarfundir með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta og Nicolae Geausescu Rúmeníuforseta, eins og sjá má á myndinni. Ceausescu tók á móti leiðtogunum á Otopeni- flugvelli í Búkarest og vakti athygli að hann faðmaði þá alla að sér nema Rezso Nyers, leið- toga ungverska kommúnistaflokksins. Samskipti Ungverja og Rúmena hafa verið slæm, enda hafa rúmensk sljórnvöld verið sökuð um kúgun á ungverska þjóðarbrotinu í Rúmeníu. Gorbatsj- ov sagði á fundinum í gær að ríki Varsjárbanda- lagsins þyrftu að laga sig að breyttum heimi. „Nýr hugsunargangur hefiir rutt sér til rúms í Varsjárbandalaginu," sagði Sovétforsetinn og bætti við að sérhverju aðildarríkja bandalagsins væri í sjálfsvald sett hvaða leið það kysi „í átt til sósíalísks lýðræðis". Fjórir dæmdir til dauða íyrir eiturlyfjasmygl á Kúbu: Sakaðir um að hafa rýrt traust Fídels Kastrós Havana, Washington. Reuter, Daily Telegraph. HERRÉTTUR á Kúbu dæmdi byltingarhetjuna Arnaldo Ochoa Sanch- ez hershöfðingja og þijá herforingja til dauða fyrir aðild að smygli a sex tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Tíu til viðbótar fengu 10-30 ára fangelsisdóma. Saksóknarinn hafði krafist dauðadóms yfir sjö af sakborningunum og sakað þá um að hafa „rýrt traust Fídels Kastrós". Kúbuleiðtoginn hafði ítrekað vísað á bug ásökunum banda- rískra stjórnvalda um að Kúbveijar væru viðriðnir eiturlyfiasmygl til Bandaríkjanna. Yfirmaður kúbversku leyniþjón- ustunnar sagði fyrir réttinum að sakborningarnir hefðu stefnt þjóð- aröryggi í hættu með því að heim- ila eiturlyfjasmygl um landið. Sak- sóknarinn sagði að sakbomingarnir hefðu „stungið rýtingi í bak þjóðar- innar“. Ochoa hershöfðingi naut mikillar virðingar og barðist við hlið Fídels Kastrós í kúversku byltingunni fyr- ir þremur áratugum. Hann var yfir- maður kúbverska heraflans i An- góla og Eþíópíu og hafði verið sæmdur fjölmörgum orðum. Evrópskir stjórnarerindrekar segja að líklega náði Kastró hers- höfðingjann, því hann hafi gefið slíkt í skyn í veislu með sendiherram ríkja Evrópubandalagsins í síðustu viku. Nokkrir fréttaskýrendur telja þó að með dauðadóminum hafi Kastró losnað við hugsanlegan keppinaut um völdin. Þeir segja að Ochoa og fjölmargir fleiri innan hersins séu óánægðir með að ekki skuli hafa verið staðið við loforð um að hermönnum, sem gegndu herþjónustu í Angóla, verði veitt viss forréttindi í þakkarskyni. Auk Ochoa voru flotaforingi, ofursti og höfuðsmaður dæmdir til dauða. Sex herforingjar fengu 30 ára fangelsisdóma, þrír 25 ára og einn 10 ára. Sakborningarnir vora dæmdir fyrir að aðstoða þekktan kólumbískan smyglhring, Medellin, við að smygla um sex tonnum af kókaíni um kúbverska herflugvelli til Bandaríkjanna. Þeir játuðu allir aðild að smyglinu. Talið er að þeir hafi þegið að minnsta kosti 3,4 milljónir Bandaríkjadala (197 millj- ónir ísl. kr.) í mútur. Palme-réttarhöldin: Nýtt vitni gef- ur sig fram Stokkhólmi. Reuter. ANNAÐ vitni hefur gefið sig fram við sænsku lögregluna og sagst geta veitt Christer Pettersson fiarvistarsönnun, en honum er gefið að sök að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Áður hafði Algot Asell sagt fyrir rétti að hann hefði séð Pettersson við járnbrautarstöð í sama mund og Palme var myrtur. Það er hins vegar um seinan að láta manninn bera vitni fyrir rétti, þar sem réttarhöldunum yfir Pettersson er að ljúka. Sækjand- inn hefur lokið málflutningi sínum en veijandi Petterssons heldur varn- arræðu á mánudag. Verði Pettersson fundinn sekur um morðið á Palme verður unnt að hefja ný réttarhöld og kalla fyrir nýtt vitni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.