Morgunblaðið - 08.07.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
35
Minning:
Grímur Jónsson
á Ketilvöllum
í borgarakstri þar sem nóg er af
bensínstöðvunum.
J-12 vegur frá 815 til 835 kg
og er bíllinn vel snöggur í við-
bragðinu og aflmikill. Fimm gíra
skiptingin er góð og eins og áður
hefur verið nefnt hér fær fimmti
gírinn að mestu að hvíla í friði í
borgarumferðinni en gott er að
grípa til hans á viðeigandi köflum
utanbæjar. Fjórhjóladrifsbíll sem
þessi nýtur sín að sjálfsögðu best
í hálku og erfiðri færð og er
smíðaður sem slíkur en hann er
annars framdrifinn. Fullyrða má
að hin auðvelda skipting í fjór-
hjóladrifið auki öryggistilfinningu
í vetrarakstri þótt það hafi ekki
verið unnt að sannreyna þessa
sumardaga í síðustu viku. En sem
venjulegur framhjóladrifsbíll er
hann skemmtilegur í akstri, lipur
og snöggur.
Hávaði finnst manni óþarflega
mikill frá vél og má vissulega segja
að ekki sé allt fengið í smábíl sem
þessum en þetta kemur helst fram
í borgarumferð. Við jafnan akstur
úti á vegum verður þetta minna
áberandi.
J-12 er búinn sjálfstæðri gorma-
fjöðrun á öllum hjólum sem er
mjúk. Það kemur einkum fram
þegar ekið er á holóttum malarveg-
um og ekki verður vart við að
hann sé laus á vegi. Hann er rás-
fastari í fjórhjóladrifi á malarveg-
um en við venjulegar aðstæður
gerist þó engin þörf á að nota það.
J-12 er 3,695 m að lengd, lengd
milli hjóla er 2,285 m, hæðin er
1,42 m og breiddinn 1,535 m. Hjól-
barðar eru á 13 þumlunga felgum
en voru áður 12 þumlunga og á
sú endurbót sinn þátt í betri akst-
urseiginleikum bílsins. Beygjurad-
íus er 4,9 metrar og er bíllinn því
sérlega snúningalipur ef nota má
það orð í þessu samhengi.
Smár en knár
Subaru J-12 er smábíll með
ýmsa eiginleika stærri bíla og vex
hann við aukin kynni, hann vinnur
á. Fjórhjóladrif er ekki lengur
bundið við bíla af millistærð eða
þaðan af stærri bíla eða jeppa, það
er orðin staðreynd í ýmsum minni
bílunum. J-12 er alvöru bíll sem
óhætt er að gera kröfur til. Vinnsl-
an er góð, hann er mjúkur, lipur
og allvel búinn og frágangur er
góður. Farangursýmið er ekki ógn-
ar stórt en það má stækka með
því að leggja niður bak aftursæta.
En hér er fyrst og fremst á ferð-
inni þokkalegur og fjölhæfur
fólksbíll sem hefur fleiri kosti en
galla. Margur er knár þótt hann
sé smár.
eða stærri.
Skrifstofa á hjóium
Húsbílar eða ferðabílar eru að
verða algengir og ýmis konar sér-
hannaðir bílar aðrir sem notaðir eru
í atvinnuskyni, viðgerðar- og þjón-
ustubílar. Skrifstofubílar eru hins
vegar fátíðir en því ekki að útbúa
einn slíkan? Taka venjulegan
sendibíl og skella í hann skrifborði
með farsíma, ferðatölvu, telefax-
tæki og ýmsum öðrum tilheyrandi
og ómissandi hlutum. Þetta ættu
margar stéttir að geta notað, sölu-
menn og aðrir viðskiptajöfrar,
blaðamenn og byggingamenn og
fleiri.
Að sigla eða aka?
Hollendingar eru kannski ekki
mesta bílaþjóðin en þar seljast
kringum 500 þúsund bílar árlega
þrátt fyrir að landið sé sundurskor-
ið af skurðum og margir sigli um
landið. íbúar eru um 14 milljónir
og 1% sölunnar eru ýmsir sérpant-
aðir bílar ef svo má segja, túrbó-
bílar og aðrir sem hafa mikinn
aukabúnað. Þar keppa margir um
hylli kaupenda, til dæmis Saab
9000, BMW 525 og Mareedes Benz
230.
Fæddur 3. febrúar 1910
Dáinn 2. júlí 1989
I dag kveðjum við Grím Jónsson,
bónda að Ketilkvöllum í Laugar-
dalshreppi.
Ég kynntist honum fyrst að ráði
þegar við hjónin fengum sumarbú-
staðablett í landi Ketilvalla fyrir
réttum 20 árum. Samskipti mín og
ijölskyldu minnar við Ketilvallafólk-
ið hafa verið mikil æ síðan. Ég hef
kynnst því betur og betur hvílíkur
mannkostamaður Grímur var. Hann
og Laufey, kona hans, og dæturn-
ar, Guðný og Gróa, hafa ekki talið
eftir sér alls konar aðstoð og snún-
inga til að hjálpa okkur við sumar-
bústaðinn í Hanskasæti. Til þeirra
hefur verið gott að leita og hús
þeirra staðið okkur opið. Eftir að
eiginmaður minn, Ingimar Karls-
son, lést hafa þau veitt mér styrk
og aðstoð sem ég met mikils. ■
Tengsl Gríms og Ingimars, sem
var bróðursonur Gríms, voru mjög
náin meðan báðir lifðu. Þegar Ingi-
mar var að alast upp hjá foreldrum
sínum í Efstadal í Laugardal, var
Grímur þar heimilismaður og var
honum fremur sem faðir en frændi.
Grímur var mjög sterkur per-
sónuleiki, greindur og víðsýnn, vel
heima á flestum sviðum og minnug-
ur með afbrigðum. Hann hafði iif-
andi áhuga á þjóðmálum, var góður
bóndi og glöggur fjármaður. Laus
við smámunasemi og kunni að skilja
hismi frá kjarna. Með Grími er
genginn einn af þeim framsýnu
umbótasinnum sem stuðluðu að því
að lyfta íslensku þjóðfélagi úr ör-
birgð í allsnægtir.
Grímur var léttur i lund og í
návist hans varð lífið bjartara. Til
síðustu stundar sá hann fremur
ljósu þættina í tilverunni en þá
dekkri. Ég minnist hans með hlýhug
og votta fjölskyldu hans samúð.
Guðrún Guðnadóttir
Hann gaf það oft í skyn síðustu
mánuðina sem hann lifði að hann
væri tilbúinn að deyja, hann Grímur
frændi minn. „Ég er nú orðinn gam-
all og ónýtur, það gerir ekki til með
mig,“ sagði hann, blátt áfram og
eðlilega eins og honum var lagið.
Ekki að hann langaði til að kveðja
lífið, því að hann gat vel hugsað
sér að koma ýmsu meira í verk.
En hann var sáttur við hlutskipti
sitt og fannst hann vera búinn að
fá meira en sanngjarnan skammt
af lífi og hamingju. Þó var líf hans
eiginlega sífelld vinna meðan hon-
um entust kraftar, og hann var
búinn að vinna mikið, sú hamhleypa
sem hann var til verka og alltaf
tilbúinn að taka ómak af öðrum.
En hann hafði tvær náttúrugáfur
sem gerðu honum lífið að nautn og
yndi: glaða lund og fijóan, næman
hug. Honum fannst svo margt
skemmtilegt sem okkur flestum
finnst hversdagsiegt eða rétt sæmi-
legt. Hann var lítill að vexti og
burðum, grannur og nokkuð lotinn
eftir að ég man eftir honum. En
það geislaði kraft og gleði úr svip
hans og fasi, alveg fram á síðasta
æviár. Þannig sá ég hann síðast
þegar hann var að yfirgefa Landa-
kotsspítalann eftir skurðaðgerð
síðastliðinn vetur á leið heim. Hann
sat keikur i hjólastólnum á leið út
spítalaganginn, örlítill og magur og
augun tindruðu af áhuga og lífi.
En því miður varð vistin ekki löng
heima. Á vordögum voru kraftarnir
þrotnir á ný og leiðin lá á Landa-
kotsspítalann aftur, þar sem hann
lést á sunnudaginn var.
Grímur fæddist í Úthlíð í Bisk-
upstungum 3. febrúar 1910, yngri
sonur hjónanna Guðnýjar Arnórs-
dóttur frá Minna-Mosfelli og Jóns
Grímssonar frá Laugardalshólum.
Á fyrsta ári fluttist hann með fjöl-
skyldu sinni að Ketilvöllum í Laugl
ardal, þar sem hún bjó í áratug.
Síðan lá ieiðin að Efstadal árið
1920, og þar lést faðir Gríms löngu
fyrir aldur fram árið 1923. Eldri
sonurinn, Karl, tók við búinu af
Guðnýju fjórum árum seinna en
Grímur vann heimilinu af dugnaði
sínum og tryggð öll árin sem fjöl-
skyldan bjó í Efstadál og fyrsta
sumarið eftir að hún fluttist að
Gýgjarhólskoti í Biskupstungum,
árið 1943. Ég var of ungur til að
muna nokkuð að ráði eftir Grími á
þessum árum, en hann barst oft í
tal á heimilinu á bernskuárum
mínum. Móðir mín rifjaði það til
dæmis oft upp hvað Grímur hefði
gengið rösklega í að þvo krakka-
hópnum á kvöldin, allt að sjö eða
átta krökkum og öllum eins skítug-
um og við var að búast.
Vorið 1944 fór Grímur að búa á
Ketilvöllum. Fyrstu árin bjó hann
einn yfir veturinn en hélt ráðskonur
á sumrin, auk þess sem Arnór bróð-
ir minn hafði sumarvist hjá honum.
Eitthvað rámar mig í bollaleggingar
um það í fjölskyldunni hvort þessi
eða hin ráðskonan mundi ílendast
á Ketilvöllum, enda vissu alllir að
Grími lét ekki að búa einum og öll-
um fannst að barnalán ætti hann
skilið. Svo fór líka áður en mörg
ár liðu að ein ráðskonan, Laufey
Bjarnadóttir, fór ekki frá Ketilvöll-
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR LEÓ ÞORSTEINSSON
málarameistari,
Jörfabakka 8,
lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 6. júlí.
Guðmunda Sveinsdóttir,
Erna S. Gunnarsdóttir, Gísli Jónsson,
Þórsteinn L. Gunnarsson, Bergljót Frímannsdóttir,
Kristjana Gunnarsdóttir, Guðmundur Pétursson,
Hrefná G. Gunnarsdóttir, Helgi Jónsson,
og barnabörn.
t
Eiginmaðir minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJÖRN STEFÁNSSON,
Mánagötu 9, Reyðarfirði,
verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju mánudaginn 10. júlí
kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Halldórsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
um um haustið, og árið 1957 fæddi
hún Grími tvíburana Gróu og
Guðnýju, sem hafa nú tekið við búi
á Ketilvöllum af foreldrum' sínum.
Mér bættist það upp að missa
af kvöldþvottunum hans Gríms eft-
ir að ég fór að muna almennilega
eftir mér. Veturna 1955—61 var
ég í skólum á Laugarvatni. Þá tók
ég oft mjólkurbílinn inn að Ketilvöll-
um á sunnudögum og stökk svo út
að Laugarvatni undir kvöldið. Svo
tók ég það eftir eldri bræðrum
mínum að setjast upp hjá þeim
Laufeyju og Grími í upplestrarfríum
fyrir próf. Þar fékk heimavistar-
strákurinn nákvæmlega allt sem
hann þurfti með, algert næði og
tillitssemi við daglegan lestur, til-
breytingu frá heimavistarfæðinu og
spjall við fullorðið fólk sem talaði
við hann eins og hvern annan mann.
Aldrei varð ég var við annað en
Grími þætti sjálfsagt og eðlilegt að
ungur maður sæti við það vorlangan
daginn að rýna í bækur. Ef hann
bauð mér að skreppa í verk með
sér, þá var það gert til að hlífa í
mér augunum og höfðinu. Það kom
sjaldan fyrir að hann blandaði sér
í það sem ég var að lesa. og ég
gerði mér enga grein fyrir j)ví þá
hvað hann var margfróður. Á þess-
um árum var hann sérfræðingur í
sauðfé, þekkti ærnar hveija frá
annarri langt upp í fy'alli, sá á svipn-
um á haustlömbunum undan hvaða
ám þau voru og var sagður þekkja
fé granna sinna betur en þeir sjálf-
ir. Ég fór einu sinni með honum
að sprauta ærnar í Stekkatúns-
húsinu við einhveijum kvilla. Það
þóttu mér skrýtnar aðfarir, því að
hann byijaði ekki innst í annarri
krónni og gekk skipulega á röðina.
Nei, hann óð beint í hópinn, spraut-
aði á báða hópa og hirti ekkert um
hvert þær ær fóru sem voru búnar
að fá sina sprautu. Hann mundi
semsé nákvæmlega hvaða ær í 70
kinda húsi hann var búinn að
sprauta og hveijar voru eftir. Það
var ekki fyrr en ég fór að heim-
sækja Grím á sjúkrahús hér í
Reykjavík, eftir að heilsa hans fór
að bila, að ég komst að því hvað
hann var sjófróður um marga hluti
aðra en sauðfé og búskap, sérstak-
lega sögu, ættfræði og gamla at-
vinnuhætti. Aldrei veit ég alveg
hvar hann fann tíma til að afla sér
alls þessa fróðleiks, en hann naut
þess auðvitað að hann tók vel eftir
og var stálminnugur. Einhvem
tímann í fyrravetur leit ég inn til
hans á Landakot. Hann var þá ný-
lega kominn úr aðgerð og var dálít-
ið utan við sig, svo að ég var farinn
að halda að ég mundi ekki ná neinu
sambandi við hann þann daginn.
Þá fór hann allt í einu að segja
mér hvaða íslandssögubók hann
hefði lesíð í barnaskóla og hvernig
honum hefði líkað hún. Allt gat það
staðist sem hann sagði og hefur
örugglega verið hárrétt. Hann hefur
nýtt sér út í hörgul þá stopulu far-
skólagöngu sem börnum í Laugar-
dal stóð til boða á uppvaxtarárum
hans. Síðar var hann meðal fyrstu
nemenda í íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar í Haukadal, veturinn
1927-28. Þess vetrar minntist hann
oft með ánægju, enda hefur mann-
dómshugsjón Sigurðar fallið í góðan
jarðveg hjá Grími.
Eftir að vinnuþrekið og heilsan
tóku að dvína las Grímur mikið,
bætti mörgu við fróðleik sinn og lét
rifjast upp fyrir sér það sem hann
hafði heyrt og lesið ungur. Hann
kunni líka að miðla því sem hann
vissi, sagði vel, skýrt og eftirminni-
lega frá, svo að það var jafnan
ánægjustund að heimsækja hann.
Fyrir aðeins örfáum vikum sagði
hann mér hvernig ætti að fara að
því að sauma brókarsaum, svo skýrt
að maður sá það fyrir sér, en sá
saumur var notaður á skinnklæði
sem áttu að verða vatnsþétt. Jafn-
vel þegar hann var veikur og sló út
í fyrir honum, þá var hugsunin svo
skýr í aðra röndina, og hugurinn
svo einlægur, að hann var vís með
að muna eftir því og hafa orð á því
þegar maður kom til hans næst.
Þessi einlægni í hugsun gerði
Grím hæfan til að tileinka sér nýjar
hugmyndir alveg fram á áttugasta
aldursár. Sífellt gat hann komið
manni á óvart. Það sem hann lang-
aði mest til að eiga eftir að gera
heima á Ketilvöllum var að græða
upp rofabörðin í hlíðinni og end-
urnýja skóginn til þess að gera jörð-
ina fallegri að sjá. Þessi gamli sauð-
fjárbóndi og útslitni erfiðismaður,
sem ekki tók nú snyrtimennskuna
alltaf fram yfir annað, hann reynd-
ist vera búinn að tileinka sér nýj-
ustu hugmyndir allsnægtasamfé-
lagsins um náttúruvernd.
Hann var okkur systkinunum
hollur vinur hann Grímur, ég veit
ég get sagt það fyrir hönd okkar
allra. Auðvitað var það rétt hjá
honum að hann var búinn að ljúka
sínu dagsverki og gat dáið með
góðri samvisku. Samt er óhjá-
kvæmilega mikill sjónarsviptir að
manni eins og honum, og það finna
þær best mæðgurnar, Laufey,
Gróða og Guðný. Þeim sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Karlsson
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
EDITHAR KAMILLU GUÐMUNDSSON
f. KAARBYE,
Ránargötu 22,
Reykjavík.
Heimir Áskelsson,
Gyda Bergendahl, Torbjorn Kaarbye.
Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR,
Hlemmiskeiði,
Skeiðum.
Sigurður Bjarnason,
Þórunn Sigurðardóttir, Jóhann Stefánsson,
Bjarni Sigurðsson, Hanna B. Hálfdánardóttir,
Björn Sigurðsson, Jóhanna B. Helgadóttir,
Ingvi Sigurðsson, Sigriður Bergsdóttir,
Þráinn Sigurðsson, Ingibjörg M. Guðmundsdóttir
og barnabörn.