Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
47
TENNIS/WIMBLEDON
Stefan Edberg fagnar sigri en John McEnroe liggur
kylliflatur í leik þeirra í gær. Edberg mætir Boris Beck-
er eða Ivan Lendl í úrslitum á morgun.
Meistarinn sá um
„gamla manninn“
Edberg sigraði McEnroe í undanúrslitum
MEISTARINN á Wimbledon,
Stefan Edberg frá Svíþjóð,
tryggði sér rétt til að leika til
úrslita er hann sigraði „gamla
manninn" á Wimbledon, John
McEnroe, 7:5,7:6 og 7:6 í
spennandi leik. Óvíst er þó
hver andstæðingur Edbergs
verður, því fresta varð viður-
eign Ivans Lendls og Boris
Beckers. Þeir mætast í dag og
þá kemur í Ijós hvor þeirra etur
kappi við Edberg.
Leikurinn í gær var spennandi
og skemmtilegur, þrátt fyrir
að regn hafi sett strik í reikning-
inn. Stöðva varð leikinn eftir tvær
hrinur, sem Edberg hafði unnið,.
Eftir þriggja tíma hlé hófst leikur-
inn aftur og Edberg sigraði í loka-
hrinunni eftir spennandi viðureign.
Edberg lék af miklu öryggi, þrátt
fyrir að taugamar hafa ekki verið
uppá það besta í lokin. Hann fékk
mikla hjálp frá McEnroe sem fór
mjög illa með uppgjafir sínar þegar
mest reið á.
„Ég var smeykur eftir hléið og
vissi að ég þurfti að einbeita mér
vel ef ég ætlaði að ná að vinna
hann strax,“ sagði Edberg. „Hann
er frábær leikmaður og hefur sann-
að það. Það leikur sér enginn að
því að vinna hann á grasi,“ sagði
Edberg.
McEnroe var að vonum vonsvik-
inn eftir leikinn. „Uppgjafir mínar
vom slæmar og ég veit að ég get
gert betur,“ sagði McEnroe.
Úrslitaleikur karla fer fram á
morgun en í dag mætast Martina
Navratilova og Steffi Graf í úrslita-
leik í kvennaflokki.
KORFUBOLTI
Franskt
liðáeft-
irPétri
étur Guðmundsson, sem lék
Im með San Antonio Spurs, í
NBA-deildinni í vetur, mun á
næstu dögum eiga fund með
forráðamönnum 1. deildarliðs í
Frakklandi. Liðið hefur áhuga á
að fá Pétur til liðs við sig og
mun fylgjast með honum á sum-
armóti í Los Angeles. Þá hafa
Los Angeles Lakers og Mil-
waukee Bucks einnig lýst yfir
áhuga á að fá Pétur í sínar raðir.
„Eg mun taka þátt í móti í
Los Angeles í sumar og þá mun
þetta líklega skýrast. Mörg lið
hafa áhuga en vilja fá að sjá
mig spila áður en gengið verður
til samninga. Það em helst lið
Milwaukee og Los Angeles sem
koma til greina, enda vantar
bæði lið miðheija.
„Frakkarnir koma hingað og
fylgjast með mótinu. Franskur
körfuknattleikur hefur vaxið á
undanfömum ámm og ég gæti
vel hugsað mér að leika þar,“
sagði Pétur.
WIMBLEDON
UNDANÚRSLIT:
Einliðaleikur karla:
2-Stefan Edberg (Sviþjóð)—5-John McEnroe (Bandaríkin)7:5 7:6 (7:2) 7:6 (7:5)
1- Ivan Lendl (Tékkóslóvakía)—3-Boris Becker (V-Þýskaland)........frestað
Tvíliðaleikur kvenna:
2- Larisa Savtsjenkó/Natalía Zvereva (Sovétr.)—N. Provis/E. Reinach (S-Afr.).6:2 6:2
3- J. Novotna/H. Sukova (Tékkósl.)—1-M. Navratilova/P. Shriver (Bandar.) 7:6 (7:4) 7:5
Tvíliðaleikur karla:
1-Rick Leach/Jim Pugh (Bandar.)—Javier Frana/Leonadro Lavalle (Mexíkó).6:3 6:3 6:4
J. Fitzgerald (Ástr.)/A. Jarryd (Svíþj.)/K.Flach/R. Seguso (Bandar.).frestað
KNATTSPYRNA / 3. DEILD
ÍK komið á toppinn
Með 3:0 sigri sínum á Hvera-
gerði skaust ÍK á topp A-
riðils 3. deildar. Höfuðkeppinautar
liðsins, Þróttur, Grindavík og
Grótta, töpuðu allir stigum.
Grindavík og Þróttur gerðu jafn-
tefli 1:1 í Grindavík og Grótta beið
óvæntan ósigur fyrir Reyni Sand-
gerði, 0:2. Af öðmm leikjum í riðlin-
um er það að segja, að Leiknir sigr-
aði Aftureldingu 3:0 og BÍ burstaði
Víkverja 6:1.
ÚRSLIT
3. DEILD:
ÍK—Hveragerði............... 3:0
Hörður Magnússon, Reynir Björnsson,
Steindór Elísson.
Grindavík—Þróttur R...........1:1
Páll Bjömsson — Óskar Óskarsson.
Leiknir R,—Afturelding........3:0
Jóhann Viðarsson, Ingvar Hannesson, Sig-
urpáll Scheving.
Víkveqi—ÍB....................1:6
Jakob Haraldsson — Svavar Ævarsson 3,
Ömólfur Oddsson, Haukur Benediktsson,
Pétur Jónsson.
Grótta—Reynir S...............0:2
3. DEILD A-RIÐILL
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ÍK 8 6 1 1 14: 6 19
ÞRÓTTUR R. 8 5 2 1 22: 8 17
GRINDAVÍK 8 5 1 2 21: 8 16
GRÓTTA 8 4 2 2 15: 14 14
Bí 8 4 0 4 14: 10 12
VÍKVERJI 8 3 1 4 10: 20 10
LEIKNIRR. 8 3 0 5 13: 17 9
HVERAGERÐI 8 2 2 4 17: 17 8
REYNIRS. 8 2 0 6 11: 23 6
UMFA 8 1 1 6 11: 25 4
4. DEILD:
Stokkseyri—Fyrirtak...............2:3
Sigurður IUugason, Róbert Jónsson — Jör-
undur Jörandsson 2, Gunnar Valsson.
Ármann—Baldur.....................3:1
Konráð Árnason 2, Gústaf Alfreðsson —
Árni Sæmundsson
Skallagrímur—Léttir...............8:1
Valdimar Sigurðsson 3, Sigurður Már Harð-
arson 2, Snæbjöm Óttarsson 2, Sigurður
Halldórsson — Bjami Sigurðsson.
Hafiiir—Árvakur...................0:1
— Friðrik Þorbjörnsson.
4. DEILD C-RIÐILL
Fj. leikja u J T Mörk Stig
ÁRMANN 7 5 1 1 21: 6 16
SKALLAGR. 6 5 O 1 25: 4 15
ÁRVAKUR 7 4 1 2 12: 12 13
HAFNIR 7 2 1 4 12: 12 7
VÍK. ÓL. 5 2 1 2 6: 9 7
LÉTTIR 7 1 1 5 9: 30 4
BALDUR 5 0 1 4 6: 18 1
UMSE-b—S.M.............•••....1:1
Þröstur Guðmundsson - Örn Orlygsson.
FRJALSAR IÞROTTIR / STIGAMOT
Kennslubókar-
dæmi hjá Aouita
Sigraði örugglega í míluhlaupinu
SAID Aouita er síöur en svo
af baki dottinn, og í gær sigr-
aði hann í mfluhlaupi á stiga-
mótinu í Edinborg. Sigur
Aouita var sagður vera
kennslubókardæmi um það,
hvernig sigra ætti í hlaupi sem
þessu. í síðustu beygjunni
geystist hann fram úr Joseph
Chesire, frá Kenýa, sem hóf
lokasprettinn of snemma, og
átti ekki nóg eftir til að fyigja
Marokkómanninum í markið.
Aouita hafði verið gagnrýndur
töluvert fyrir þátttöku sína í
míluhlaupi í Osló um síðustu helgi,
en nú sýndi hann og sannaði hvað
í honum bjó og hljóp á tímanum
Um helgina
Laugardagur:
3. d. B Magni-KS..........Kl. 14.
3. d. B Þróttur—Reynir....Kl. 14.
4. d. A Augnablik—Njarðvík.Kl. 14.
4. d. B Geislinn—Emir....Kl. 14.
4. d. B Snæfell—Fjölnir..Kl. 14.
4. d. D Hvöt-TBA..........Kl.14.
4. d. D Neisti—HSÞ.b......Kl.14.
Sunnudagur:
1. deild Valur-KA.........Kl.20.
1. deild ÍBK—Fýlkir.......Kl. 20.
1. deild FH—Víkingur......Kl.20.
Bik. kv. Valur-KR.........Kl.14.
Bik. kv. ÍA-UBK...........Kl.14.
2. deild ÍR—Tindastóll....Kl.20.
Mánudagiu-:
1. deild Fram-ÍA..........Kl.20.
1. deild Þór-KR...........Ki. 20.
Bik. kv. KA—Stjaman.......Kl. 20.
2. deild UBK—Selfoss......Kl.20.
2. deild ÍBV—Stjaman......Kl.20.
2. deild Viðir—Einhetji...Kl. 20.
3. d. B Austri—Huginn....Kl. 20.
3:58,80 mínútum. Það átti heldur
ekki fyrir Kenýamanninum Robert
Kibet að liggja, að sigra í sínu
hlaupi, því hann varð einungis Jjórði
í 800 metra hlaupi á 1:46,18 mínút-
um.
Ólympíumeistarinn í 400 metra
hlaupi, Steve Lewis, varð fyrir
óvæntum ósigri, þegar samlandi
hans, Tom Simon, komst fram úr
honum við marklínuna og varð 14
sekúndubrotum á undan honum í
mark.
Margir snjallir fijálsíþróttamenn
mættu ekki til leiks í Edinborg.
Þeir munu verða þó flestir með í
Nice í Frakklandi á mánudaginn
og er búist við spennandi keppni
þar.
Mýmörg færi fóru forgörðum
í markalausum jafnteflisleik
Leifturs og Völsungs í gærkveldi.
Var alveg ótrúlegt að sjá til leik-
manna, hvernig þeir
Frá Helga klúðruðu hveiju
Jónssyniá dauðafærinu á fæt-
Olafsflrði. ur öðm> 0g voru
Leifturmenn alveg
sérlega mistækir.
Of langt mál yrði að telja upp
öll þau færi sem liðin fengu, en
ekki verður hjá þvi komist að nefna
Said Aouita sigraði í míluhlaupi í
Edinborg.
tvö þeirra. Á 40. mínútu áttu bræð-
umir Hafsteinn og Sigurbjöm Jak-
obssynir mjög fallegt samspil, þeg-
ar þeir skölluðu á milli sín inni í
vítateig Völsunga. Sigurbjöm lauk
svo sókninni með því að þruma í
hliðarnetið. í næstu sókn fengu
Völsungar sitt langbesta færi í
leiknum, þegar Hörður Benónýsson
gaf hárnákvæmt á Jónas
Hallgrímsson, sem hafði ekki við
neinn að kljást nema Þorvald í
markinu, sem varði laust skot hans.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Jafnt á Ólafsf irði
Mm
FOLX
■ CHICAGO tarfamir í körfu-
knattleiknum hafa rekið þjálfara
sinn, Doug Collins, og segja ástæð-
una vera ólíkar hugmyndir um að-
ferðir. Tarfarnir sigmðu í 47 af
82 leikjum sínum á síðasta keppn-
istímabili og komust alla leið í úr-
slit austurdeitdarinnar. Það þurfti
svo sjálfa meistarana, Detroit Pist-
ons til að slá þá út úr úrslitakeppn-
inni. Þessi annars ágæti árangur
Coilins með liðið, kom ekki í veg
fyrir að hann þyrfti að taka pokann
sinn.
H ÚRÚGUAY vann stórsigur,
3:0, á Chile í Suður-Ameríku-
meistarakeppninni í knattspyrnu.
Ruben Sosa, Antonio Alzamendi
og Enz Francescoli skomðu mörk
meistarana, sem hafa fjögur stig í
öðmm riðli eins og Ekvador, sem
gerði jafntefli, 0:0, við Bólivíu.
Argentína hefúr þrjú stig, en hefur
leikið einum leik minna.
■ CLIVE AUen hefur nú fallist
á að yfirgefa franska liðið Borde-
aux, sem hann hefur leikið með að
undanförnu og fara til Manchester
City, sem leikur í 1. deildinni ensku
næsta keppnistímabil. Kaupverðið
er sagt vera ein milljón sterlings-
punda. Allen hefur á undanförnum
áram þvælst svolítið á milli liða, en
stjarna hans reis hæst þegar hann
var kosinn knattspymumaður árs-
ins í Bretlandi eftir að hann hafði
skorað 49 mörk fyrir Tottenham
1986-87.
■ EDWIN Moses, heimsmethafi
og margfaldur heims- og ólympíu-
meistari í 400 m grindahlaupi, seg-
ir að meira sé talað en framkvæmt
í baráttunni gegn ólöglegri lyfja-
notkun íþróttamanna. Moses ætlar
að taka sér frí frá kepnni í sumar
og helga sig þessari baráttu. Einnig
ætlar hann að nota tímann til að
Ijúka háskólaprófi í viðskiptafræð-
um. Hann segist hins vegar ákveð-
inn í að mæta aftur til leiks á
hlaupabrautina næsta sumar, þrátt
fyrir að hann verði þá orðinn 35 ára.
■ HEIMIR Karlsson hefur verið
ráðinn þjálfari meistaraflokks
Fram í handknattleik kvenna. Þá
er Ingunn Bernótusdóttir, ein af
lykilmönnum Framliðsins, hætt við
að hætta.