Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
Sérðu ekki stafina hér á veggnum? Gott, þá færðu ný
gleraugu.
Kristín G. Magnús í sýningu Ferðaleikhúsins á Light Nights.
LIGHT NIGHTS
Leikendur og stjórnendur Light Nights: Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús, Matthías Arngríms-
son, Hanna R. Guttormsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Nátttröllið, Er-
lendur Pálsson og Magnús Snorri Halldórsson.
Haldið upp á 20 ára afmæli
Ferðaleikhúsið Light nights
hélt upp á 20 ára starfsaf-
mæli sitt með sérstakri afmælis-
sýningu síðastliðið sunnudags-
kvöld.
Sýningar Light Nights eru að-
allega ætlaðar erlendum ferða-
mönnum sem leggja leið sína til
íslands á sumrin. Fjallað er um
sögu og menningu íslensku þjóð-
arinnar frá víkingaöld til dagsins
í dag. Efninu er skipt í tuttugu
og fjögur atriði sem ýmist eru
leikin eða fjallað um með hjálp
íjölmyndatækni. Fyrri hluti sýn-
ingarinnar er um íslenskan
nútíma, þjóðtrú og menningar-
heim. I seinni hiutanum er m.a.
fjallað um víkinga, landnám Ing-
ólfs, kristnitökuna, glímu og Is-
lendingasögumar. Leikin eru brot
úr Eglu og sungnir íslenskir
söngvar. Allt efni, að undanskild-
um þjóðlagavísum og einstaka
lausavísum, er flutt á ensku.
Fimm leikendur taka þátt í sýn-
ingunni. Það em þau Ragnheiður
Þorsteinsdóttir, Guðrún Kristins-
dóttir, Erlendur Pálsson, Matthías
Arngrímsson og Kristín G. Magn-
ús. Stofnendur og eigendur ferða-
leikhússins eru Halldór Snorra-
son, Kristín G. Magnús og Magn-
ús S. Halldórsson.
íslendingar og erlendir ferða-
menn fjölmenntu á afmælissýn-
inguna á sunnudaginn og var
ekki að sjá annað en áhorfendur
skemmtu sér konunglega. Eftir
sýninguna var aðstandendum
hennar þakkað með lófaklappi og
gjöfum. Að lokum þakkaði Kristín
G. Magnús Jónasi Magnússyni,
Kristni Daníelssyni, Jóni Guð-
mundsyni, Herði Gunnarssyni,
Kristjáni Jónssyni, Leo Monroe
og Hönnu R. Guttormsdóttur sér-
staklega fyrir óeigingjarnt starf í
þágu Ferðaleikhússins. Þá bar
hún fram þakkir til allra sem
standa eða hafa staðið að sýning-
um Light Nights. Sérstakar þakk-
ir fengu Halldór Snorrason og
Magnús Snorri Halldórsson.
Að venju fara sýningarnar fram
í Tjarnarbíói fimmtudags-, föstu-
dags-, laugardags-, og sunnu-
dagskvöld kl. 21.
Tekið á móti gestum á sunnudagskvöldið.
COSPER
Ásta Hannesdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Lára Vig-
fusdóttir, Svava Alexandersdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir
I078Z
©PIB
MANNAMÓT
Fermingarsystkin
hittast
Helgina 19.-21. maí komu fermingarsystkin úr Vestmannaeyjum,
fædd árið 1929, saman og gerðu sér glaðan dag. Dagskráin
hófst með grillveislu föstudagskvöldið 19. maí en daginn eftir var farið
í Náttúrugripasafnið og Byggðarsafnið. Þá var einnig litið við í barna-
skólanum. Um kvöldið var samsæti í Akóges. Þar var glatt á hjalla,
súngið og dansað langt frameftir nóttu. A sunnudeginum var farið
til messu í Landakirkju.
Alls tóku 65 manns þátt í dagskránni, 40 fermingarsystkin og 15
makar. Þátttakendur komu alls staðar að af landinu. Undirbúningur
og framkvæmd mótsins þótti takast einkar vel.