Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 ____________________________________________17
. ■ ■ ■ ' 1 ......1 1 1 " — . .
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptaráð- Bjarni Benediktsson, forsætis- Ólafur Jóhannesson, form. Fram- Magnús Kjartansson 1969 Björn Jónsson 1969.
rierra 1969 ráðherra 1969 sóknarflokksins 1969
Gylfi Þ. Gíslason :
Breikkar
grundvöll
atvinnulífsins
Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra við-
skipta- og menntíimála, mælti fyr-
ir tillögu um aðild íslands að
Fríverzlunarsamtökum Evrópu,
EFTA, í sameinuðu þingi 8. des-
ember 1969.
„A fyrstu árum Fríverzlunarsamtak-
anna urðu íslendingar ekki fyrir
verulegu óhagræði vegna starfsemi
samtakanna. Að vísu lækkuðu tollar
á ýmsum sjávarafurðum smám sam-
an innan Fríverzlunarsamtakanna,
t.d. fóru Norðmenn að fá hærra
verð í Bretlandi fyrir þær sjávaraf-
urður, sem samningurinn tekur til.
En verðlag á sjávarafurðum var á
þessum árum yfirleitt hvarvetna
hækkandi, svo að tjónið var ekki
tilfinnanlegt. Þegar tollar höfðu
hinsvegar að fullu verið afnumdir
fyrir tveimur árum og sjávarútveg-
urinn við norðanvert Atlantshaf átti
við vaxandi erfiðleika að etja, fór
aðstöðumunurinn að verða æ tilfinn-
anlegri. Einkum og sér í lagi kom
þetta í ljós á árunum 1967 og 1968,
þegar íslendingar urðu fyrir meira
efnahagsáfalli en þeir höfðu nokkurn
tíma orðið fyrir á öldinni og meira
áfalli en dæmi eru um, að nokkur
nálæg þjóð hafi orðið fyrir á jafn-
skömmum tíma.“
Ráðherra vakti síðan athygli á
nauðsyn þess að breikka grundvöll
íslenzks atvinnulífs, en rnannfjölda-
spár stæðu til þess að íslendingum
á vinnualdri fjölgaði um 34 þúsund
á árabilinu 1965-1985. Ljóst væri
jafnframt að störfum héldi áfram
að fækka í landbúnaði (markaðarins
vegna) og fjölgaði ekki að ráði í sjáv-
arútvegi (vegna nýtingarmarka
nytjastofna).
„Þessvegna hníga öll rök að því,“
sagði Gylfi, „að vinna beri að því
að koma á fót nýjum fyrirtækjum
og nýjum atvinnugreinum jafnhliða
því, sem unnið verði af alefli að efl-
ingu þeirra atvinnugreina, sem nú
eru stundaðar, og þá fyrst og fremst
allra greina sjávarútvegs.“
Gylfi sagði og:
„Ekki kemur til greina að tryggja
íslendingum tollfrjálsan aðgang að
EB-markaðinum, þar sem Rómar-
samningurinn óbreyttur verður með
engu móti talinn aðgengilegur fyrir
íslendinga. Eini tollfrjálsi markaður-
inn, sem hugsanlegt var að íslend-
ingar gætu fengið aðgang að með
kjörum sem þeir gætu sætt sig við
og væru þeim til hagsbóta, var
markaður Fríverzlunarsamtakanna
. . . sem um 40% utanríkisviðskipta
þjóðarinnar fara nú [1969] fram
við . . .
En ef við eigum að geta komið á
fót umtalsverðum útflutningsiðnaði,
er aðild að samtökum eins og
Fríverzlunarsamtökunum [EFTA]
nauðsynleg. Þetta eru meginrökin
fyrir því, að íslendingar eiga að
gerast aðilar að Fríverzlunarsamtök-
um Evrópu."
Bjarni Benediktsson:
V-Evrópu-
viðskiptin
mikilvægust
Bjarni Benediktsson, þá forsæt-
isráðherra, lagði áherzlu á það í
þingræðu um aðild íslands að
EFTA í desember 1969, að meiri
hluti milliríkjaviðskipta okkar,
bæði innflutnings og útflutnings,
væri við V-Evrópuríki, sem stæðu
að EB og EFTA.
„Það væri okkur stórhættu-
legt“, sagði hann, „ef við værum
algjörlega utan tengsla við þann
mikla markað“.
Orðrétt sagði forsætisráðherra:
„Eg er sannfærður um, að ein-
mitt sú staðreynd, að við blasa á
næstu misserum ■ samningar við
Efnahagsbandalagið, á að vera hvöt
fyrir ísland til að gerast aðili að
EFTA, vegna þess að svo varhuga-
vert sem það er fyrir okkur að vera
utan við EFTA og Efnahagsbanda-
lagið, þeim mun hættulegra verður,
ef við verðum utan við algera heild
höfuðviðskiptaþjóða okkar, samein-
aðra í Efnahagsbandalaginu.“
Með þessu segi ég ekki, — ég
undirstrika það alveg greinilega, —
ég tel, að það komi ekki til álita,
að ísland gerizt fullkominn aðili að
Efnahagsbandalaginu. Það hefur
verið rakið fyrr í þessum umræðum,
að það bandalag er þeim mun sterk-
ara á alla vegu og strangara, að
ísland á þar ekki heima, a.m.k. svo
langt sem við getum séð. Hitt er
mér ljóst, að við þurfum, ef þarna
myndast ný, stór heild, að ná ein-
hveijum viðskiptatengslum við þá
efnahagsheild, vegna þess að þá eru
þar samankomin þau ríki, sem við
höfum haft a.m.k. helming og stund-
um allt að því 60% af okkar viðskipt-
um við, og það væri okkur stór-
hættulegt, ef við værum algerlega
utan tengsla við þann mikla mark-
að...
En það er nauðsyn á einhvers
konar samningum við þau samtök,
og sú nauðsyn verður því ríkari sem
þau verða sterkari og öflugri. Hvort
það næst með viðskiptasamningum,
hvort það næst með einhvers konar
aukaaðild, það er mál, sem verður
tekið upp á sínum tíma, þegar það
liggur ljóst fyrir, hvort nokkuð verð-
ur úr þessari stækkun, og þá í hvaða
mynd“.
Forsætisráðherra sagði nauðsyn-
legt að láta reyna á EFTA-aðild,
a.m.k. í nokkur ár. „Eg sé ekki að
neinu yrði tapað. Þá hafa menn ein-
mitt færi til þess, ef þeir telja skyn-
samlegt, að draga sig í hlé“.
„En það sem við vinnum þegar í
stað, er það, að við fáum tollfrelsi
nú þegar innan EFTA-ríkja. En sam-
keppnin af þeirra hálfu við Island
kemur ekki til með að bitna á
íslenzkum fyrirtækjum, ekki að
neinu marki, fyrr en eftir fjögur ár
og smám saman á tíu ára tímabili,
þannig að við höfum allt að vinna á
því árabili, sem hér er verið að tala
um, en engu að tapa í raun veru“.
Ólafur Jóhannessson :
EFTA-
aðild engin
nauðsyn
„Ég tel ísland ekki undir það
búið, eins og sakir standa, að
gerast aðili að EFTA ... Ég tel
rétt að slá gildistöku samninga
við Fríverzlunarsamtökin á frest
og samþykkja nú samtímis fastar
ákvarðanir varðandi tilteknar
aðgerðir og ákveðna iðnþróunar-
steíiiu".
Þannig komst Olafur Jóhannes-
son, þá formaður Framsóknar-
flokksins, að orði, er hann mælti
gegn aðild íslands að EFTA í þing-
ræðu í desember 1969.
Formaður Framsóknarflokksins
sagði orðrétt:
„Það er engin sérstök knýjandi
nauðsyn til aðildar að EFTA ein-
mitt nú. Það er ekkert sérstakt sem
rekur á eftir í því efni. Engin aðkall-
andi þörf atvinnuveganna kallar á
aðild, eins og nú standa sakir. Einn-
ig má á það benda, eins og hv. við-
skiptaráðherra kom að áðan, að
framtíð EFTA er vægast sagt óviss
um þessar mundir. Þau ríki, sem
til þessa hafa verið höfuðstoðir
Fríverzlunarsamtakanna, sækja nú
um inngöngu í Efnahagsbandalag-
ið, og sterkar líkur benda til þess,
að þau verði innan tíðar aðilar. Eg
hygg, að það hafi m.a.s. komið fram
í fréttatilkynningu, sem út hefur
verið gefin, að það væri vilji
ríkjanna, að undirbúningsviðræður
við Breta hæfust fyrir mitt næsta
ár. Hvað verður þá um EFTA? Eru
þá fríverzlunarsamtökin ekki úr
sögunni? Um það spyrja menn“.
Síðar í ræðu sinni sagði flokks-
formaðurinn m.a.:
„Mér sýnist það liggja í augum
uppi, að það geti orðið skammgóður
vermir að EFTA-aðild nú í skyndi,
ef upplausn samtakanna er alveg á
næstunni. Er ekki skynsamlegra,
þegar svo stendur á, að bíða átekta
um sinn og sjá, hveiju fram vind-
ur? Það sýnist mér.
Þegar rætt var um aðildarum-
sókn að EFTA á síðasta þingi, tók
ég fram, að ég væri því alls ekki
andvígur, að að kannað væri, hvort
og með hvaða kjörurn ísland gæti
með einhveijum hætti gerzt aðili
að EFTA, en ég taldi ekki aðild
tímabæra þá, eins og sakir stóðu.
Ég tók einnig fram, að svo gæti
farið, að óhjákvæmilegt yrði fyrir
íslendinga að tengjast EFTA með
einhveijum hætti, framvindan gæti
orðið sú. En ég tók einnig skýrt
fram, að áður en aðild Islands kæmi
til greina, þyrftum við að athuga
margt hjá okkur sjálfum og lag-
færa, marka hjá okkur ákveðna
iðnþróunarstefnu og búa iðnaðinn
þannig í stakk, að hann gæti staðið
sig í samkeppni við iðnað EFTA-
landahna“.
Magnús Kjartansson :
Klúbbur
ríkra háþró-
aðraþjóða
„Þetta [EB og EFTA] eru sem
sé ekki bandalög, sem stuðla að
almennri fríverzlun í heiminum,
heldur þvert á móti. Og við skul-
um gera okkur það ljóst, að þau
ríki, sem utan standa, t.d. nýfrjáls
ríki, líta á þessar viðskiptaheildir
báðar sem eins konar klúbba
ríkra og tiltölulega háþróaðra
þjóða, sem reyna að halda yfir-
burðum sinum gangvart öðrum
með þessari samvinnu“.
Þannig komst Magnús Kjartans-
son, Alþýðubandalagi, að orði í þing-
ræðu, er hann mælti gegn aðild Is-
lands að EFTA í desember 1969.
„Menn hafa rætt um gagnsemi
fríverzlunar", sagði Magnús, „og
það er ástæða til að taka undir það
sjónarmið. Vaxandi og fijáls verzlun
er ákaflega mikilvægur þáttur í sam-
skiptum ríkja í heiminum, og það
er ekki nokkur vafi á því, að það
eflir bæði efnahag þjóða og pólitíska
samvinnu að tryggja sem greiðust
viðskipti þjóða um heim allan. Hins-
vegar skulum við gera okkur ljóst, -
að þær viðskiptaheildir í Evrópu,
sem við ræðum um, hafa öldungis
ekki þann tilgang. Tilgangur þeirra
er að auðvelda takmörkuð viðskipti
milli þeirra landa, sem eru aðilar að
þessum viðskiptaheildum, en tak-
marka á sama tíma viðskipti við
aðra“.
„Ef við göngum í EFTA núna,“
sagði þingmaðurinn, „vitum við í
rauninni ekki, hvert við erum að
fara. Við vitum ekki, hvort afleiðing-
in verður sú, að aðild að Efnahags-
bandalaginu komizt óhjákvæmilega
á dagskrá næstunni...
Á hinu kynni að vera hætta, ef
við göngum í EFTA, að það geti
stuðlað að einangrun, vegna þess
að þar með erum við að mismuna
viðskiptaríkjum okkar eftir því,
hvort þau eru með okkur í þessum
samtökum eða ekki. Slíkt kann að
hafa áhrif á viðskipti við aðila utan
EFTA.“
Magnús komst svo að orði um
meintar forsendur þáverandi ríkis-
stjórnar fyrir EFTA-aðild:
„Hvað er það, sem gerir það að
verkum, að hv. ríkisstjórn leggur á
þetta slíkt ofurkapp einmitt nú? Eg
er ekki í nokkrum vafa um það að
meginástæðan... er sú efnahags-
stefna, sem felst í sjálfum EFTA-
samningnum. EFTA-samningurinn
fjallar ekki einvörðungu um við-
skipti. í EFTA-samningnum eru til-
tekin ákvæði um það, hvað okkur
er heimilt að gera í efnahagsmálum
og hvað okkur er ekki heimilt að
gera. Með því að ganga í EFTA
skrifum við undir skuldbindingar um
það, hvernig við eigum að haga
málum eins og innflutningstollum,
fjáröflunartollum, innlendum álög-
um, útflutningstollum, takmörkun á
innflutningi og útflutningi, ríkis-
styrkjum, skipun verðlagsmála
o.s.frv.. .
Björn Jónsson :
Otvírætt
hagsmunir
launþega
„Er rétt fyrir okkur og hag-
kvæmt að taka upp þá efiiahags-
samvinnu, sem felst í aðild að
EFTA, eða er þessu öfiigt farið?
Svar mitt við þessari spurn-
ingu er hiklaust, að það sé ekki
aðeins hagkvæmt heldur og
nauðsynlegt, vegna þeirrar at-
vinnu-, eftiahags- og lífskjaraþró-
unar, sem ég æski og vil vinna
að, að ísland gerizt aðili að
Fríverzlunarbandalaginu. Ég tel
það líka nauðsynlegt af menning-
arlegum og félagslegum ástæð-
um, og ég tel það beint og ótví-
rætt hagsmuni íslenzkrar launa-
stéttar."
Það var Björn Jónsson, þingmað-
ur Fijálslyndra og vinstri manna
[og forseti ASI um árabil], sem
þann veg komst að orði í þingræðu
[1969] um aðild íslands að EFTA.
Orðrétt sagði Björn:
„Flestum hlýtur að vera augljóst,
að við lifum nú um skeið a.m.k.
tímabil þróunar til stóraukinnar
efnahagssamvinnu þjóða í milli og
skiptingar þróaðra landa í efna-
hagsblokkir. Allar þjóðir V-Evrópu
hafa nú, að Spáni og íslandi undan-
skildu, skipt sér í tvær efnahags-
heildir, EFTA og EB, og tekið sínar
ákvarðanir í þessum efnum, að því
er ég bezt veit, af fijálsum og fús-
um vilja og þá af þeirri ástæðu
einni, að þær telja sér aðildina vera
hagstæða. Þessar blokkir eru þó
að flestu gerólÍKar að eðli og
gerð . . .
Allt eðli EFTA-sáttmálans er
þessu gjörólíkt. Þar er einvörðungu
um að ræða tollabandalag, sem
leiða á til innbyrðis fríverzlunar í
tilteknum greinum, og þar með
væntanlega til hagstæðari verka-
skiptingar í framleiðslugreinum
þeim, sem sáttmálinn nær til, og í
kjölfarið til örari hagvaxtar og
efnahagslegra framfara, þ.e. undir-
stöðu betri lífskjara. Þessi sáttmáli
gerir engri þjóð að skyldu að halda
sig lengur innan bandalagsins en
hún telur sér þátttöku hagkvæma,
og pólitískur ákvörðunarréttur er í
engu skertur. Við íslendingar eig-
um meira undir hagstæðum utan-
ríkisviðskiptum en allar aðrar þjóð-
ir í V-Evrópu, og gefur því auga-
leið, að hagur okkar af rýmkuðum
mörkuðum fyrir útflutningsfram-
leiðslu okkar ætti og hlýtur raunar
að vera mikilvægari en flestra eða
allra annarra. Okkur er brýn nauð-
syn, hvað markaði snertir, að eiga
sem flestra kosta völ. Það sannar
líka öll saga okkar og reynsla bæði
fýrr og síðar.“