Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
SJONVARP / MORGUNN
09:00 09:30 10:00 10:30 11:00 11:30 12:00 12:30 13:00 13:30
STÖD2 9.00 ► Með Beggu frænku. Begga frænka sýnir teikni- myndirnarum TaoTao, Óskaskóginn, Snorkana og Maju býflugu. Myndirnar eru allar með (slensku tali. 10.30 ► Jógi.Teikni- mynd. 10.50 ► Hinir um- breyttu.Teiknimynd. 11.15 ► Fjölskyldusögur. Leikin barna- og unglinga- mynd. 12.05 ► Ljáðu mér eyra .. . Endursýndur tónlistarþáttur. 12.30 ► Lagt Pann. Endurtek- inn þátturfrá síðastliðnu sunnu- dagkvöldi. Á veðreiðum í Edin- borg. 13.00 ► Ævintýrasteinninn (Ro- mancing the Stone). Ævintýra- mynd. Aðalhlutverk Michae Dou- glas, KathleenTurnerog Danny DeVito. Leikstjóri RobertZemeokis.
SJÓNVARP / SÍÐDEGI
14:30 15:00 15:30 16:00 16:30 17:00 17:30 18:00 18:30 19:00
19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00
STÖD2 19.30 ► Hringsjá. Dagskrá frá fréttastofu sem hefst á fréttum kl. 19.30. 20.20 ► Ærslabelgir — Svindlarinn (Comedy Ca- pers — Little Nell). 20.40 ► Réttan á röng- unni. Gestaþraut í sjón- varpssal. 21.10 ► Áfertugsaldri. Nýr, bandarískurgaman- myndaflokkur. 21.35 ► Fólkið ílandinu. Svipmyndir af (slendingum ( dagsinsönn. 22.00 ► Fyrir vestan Paradís (West of Paradise). Ný, bresk sjón- varpsmyndfrá 1986. Leikstjóri David Cunliffe. Aðalhlutverk Art Malik, Debby Bishop, Alphonsia Emmanuel og Nadim Sawalha. Tvö systkini komast að upplýsingum um falinn fjársjóð á Seyc- helleseyjum. Þau halda þangað, en það eru fleiri sem hafa áhuga á fjársjóðnum. 23.45 ► Allirvegirfær- ir (Willa). Bandarísk mynd frá árinu 1983. 1.20 ► Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
19.19 ► 19:19. Fréttir og fréttatengt efni. 20.00 ► Heims- metabók Guinness. 20.25 ► Stöðin á staðnum. Stöð 2 á hringferö um landiö. Fáskrúðsfjörður. 20.40 ► - Ruglukollar (Marblehead Manor). Bandarískir gamanþættir. 21.10 ► Fríða og dýrið (Be- auty and the Beast). Ævintýra- þættir. Aðalhlutverk Linda Ham- ilton og Ron Perlman. 22.05 ► Leynilögreglumæðginin. Sadie hefur starfað á lögreglustöð í nærtuttugu ár. Hún vill gerast leynilög- reglukona, en yfirmenn hennartelja hana ekki valda slíku starfi. Þess í stað bjóða þeir henni að vakta kirkju- garð þar sem fjöldamorðingi hefur verið á ferð. Aðal- hlutverk Debbie Reynolds, Brian McNamara o.fl. 23.35 ► Herskyldan. Spennu- þáttaröð um herflokk í Víetnam. 00.25 ► Eftirförin. Bönnuð börnum. 2.00 ► Dagskrárlók.
UTVARP
©
RÍKISÚTVARPIÐ
FM 92,4
6.45 Veðurfregnir. Bæn, sr. Valgeir Ást-
ráðsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pét-
ur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir á
ensku kl. 7.30. Fréttir kl. 8.00, þá lesin
dagskrá og veðurfregnir kl. 8.15. Pétur
Pétursson kynnir morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Litli þamatíminn á laugardegi:
„Froskurinn í brunninum." Lítið ævintýri
eftir Alvin Tresselt, í þýðingu Þorsteins
frá Hamri. Umsjón Sigurlaug M. Jónas-
dóttir.
9.20 Sígildir morguntónar.
Tristia op. 18 eftir Hector Berlioz. John
Alldis-kórinn og Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna flytja; Sir Colin Davies stjómar. (Af
hljómdiski.)
9.35 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björns-
dóttir svarar fyrirspumum hlustenda um
dagskrá útvarps og sjónvarps.
9.45 Innlent fréttayfirlit vikunnar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Fólkiö í Þingholtunum. Fjölskyldu-
mynd eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og
Sigrúnu Óskarsdóttur. Flytjendur: Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson,
Erla B. Skúladóttir og Þórdis Arnljóts-
dóttir. Umsjón: Jónas Jónasson.
11.00 Jilkynningar.
11.05 í liðinni viku. Umsjón: Kristjana
Bergsdóttir. (Frá Egilsstöðum.)
12.00 Tilkynningar. Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin.
Tilkynningar.
13.30 Á þjóðvegi eitt. Sumarþáttur með
fróðlegu ívafi. Umsjón: Bergljót Baldurs-
dóttir og Ómar Valdimarsson.
15.00 Þetta vil ég heyra. Leikmaður velur
tónlist að sínu skapi, að þessu sinni Thor
Vilhjálmsson rithöfundur. Umsjón: Berg-
þóra Jónsdóttir.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Sumarferðir Barnaútvarpsins. Krist-
jana Bergsdóttir ræðir við krakka sem
nýkomnir eru úr ferð til Færeyja. (Frá
Egilsstöðum.)
18.00 Af lífi og sál. Skotveiði. Erla B. Skúla-
dóttir ræðir við Guðrúnu Guðjónsdóttur
framkvæmdastjóra og Hallgrím Marinós-
son verslunarmann um áhugamál þeirra.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Ábætir. Pistlar og söngvar Fredmans
eftir Carl Michael Bellman. Sven-Bertil
Taube syngur með Barrokksveit Stokk-
hólms og félögum úr Fílharmóníusveit
Stokkhólms; Ulf Björling stjórnar.
20.00 Sagan: „Ört rennur æskublóð" eftir
Guðjón Sveinsson. Pétur Már Halldórs-
son les (2).
20.30 Vísur og þjóðlög.
21.00 Slegið á léttari strengi. Inga Rósa
Þórðardóttir tekur á móti gestum. (Frá
Egilsstöðum.)
21.30 María Markan syngur íslensk og er-
lend lcg.
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Dansað með harmonikuunnendum.
Saumastofudansleikur í Útvarpshúsinu.
Kynnir: Hermann Ragnar Stefánsson.
23.00 Dansað í dögginni. Sigríður Guðna-
dóttir. (Frá Akureyri.)
24.00 Fréttir.
24.10 Svolítið af og um tónlist undir svefn-
inn. Jón Örn Marinósson kynnir.
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á samtengdum rásum
til morguns.
FM90.1
8.10 Fréttir kl. 8.00. A nýjum degi með
Pétri Grétarssyni. Fréttir kl. 9.00.
10.03 Fréttir kl. 10.00. Nú er lag. Gunnar
Salvarsson leikur tónlist og kynnir dag-
skrá útvarps og sjónvarps.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Kæru landsmenn. Berglind Björk Jón-
asdóttir og Ingólfur Margeirsson.
Fréttir kl. 16.00.
17.00 Fyrirmyndarfólk lítur inn hjá Lísu
Pálsdóttur.
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Áfram fsland. Dægurlög með
íslenskum flytjendum.
20.30 Kvöldtónar. Fréttir kl. 22.00.
22.07 Síbyljan. (Einnig útvarpað nk. föstu-
dagskvöld á sama tíma.)
24.10 Fréttir kl. 24.00. Ut á lífið. Skúli
Helgason ber kveðjur milli hlustenda og
leikur óskalög.
2.00 Næturútvarp á báðum • rásum til
morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
2.00 Fréttir.
2.05 Eftirlætislögin. SvanhildurJakobsdóttir
spjallar við Harald Sigurðsson (Halla) sem
velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þátt-
ur frá þriðjudegi á Rás 1.)
3.00 Róbótarokk. Fréttir kl. 4.00.
4.30 Veðurfregnir.
4.35 Næturnótur.
5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
5.01 Áfram ísland. Dægurlög með íslensk-
um flytjendum.
6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
6.01 Úr gömlum belgjum.
7.01 Morgunpopp. Fréttir kl. 7.00.
7.30 Fréttir á ensku.
BYLGJAN
FM 98,9
9.00 Pétur Steinn Guðmundsson.
13.00 Kristófer Helgason.
18.00 Ólafur Már Björnsson.
22.00 Hafþór Freyr.
3.00 Næturdagskrá.
STJARNAN
FM 102,2
9.00 Sigurður Helgi Hlöðversson.
13.00 Margrét Hrafnsdóttir. Loksins laugar-
dagur. Fréttirkl. 10.00,12.00og 16.00.
18.00 Bjarni Haukur Þórsson.
22.00 Sigursteinn Másson á næturvaktinni.
2.00 Næturstjörnur.
RÓT
FM 106,8
10.00 Útvarp Kolaport. Bein útsending frá
markaðinum í Kolaporti, litið á mannlífið
i miðborginni og leikin tónlist úr öllum
áttum.
15.00 Af vettvangi baráttunnar. Gömlum
eða nýjum baráttumálum gerð skil.
17.00 Um Rómönsku-Ameríku. Mið-
Ameríkunefndin.
18.00 S-amerísk tónlist. Ingvi Þór Kristins-
son.
19.00 Laugardagur til lukku. Gunnlaugur
og Þór.
20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá Árna
Freys og Inga.
21.00 Síbyljan með Jóhannesi K. Kristjáns-
syni.
23.30 Rótardraugar.
24.00 Næturvakt.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 Felix Bergsson.
12.00 Steínunn Halldórsdóttir.
15.00 Stefán Baxter.
18.00 Kristján Jónsson „Bigfoot".
22.00 Sigurður Ragnarsson.
03.00 Nökkvi Svavarsson.
NENEH CHERRY
RAW LIKE SIISHI
Laugavegur24
Austurstræti 22
Rauðarárstígur16
Glæsibaer
Strandgata37 S t e i n a r
Póstkrafa:9l-11620
Fimmtudagslokun?
Nú verð ég bara að fá að nöldra
svolítið þó ekki yfir blessuðu
veðrinu því þessa stundina glyttir
í ljósbláan himininn í gegnum grá-
móskuleg sumarskýin er hafa fylgt
okkur hvert fótmál hér á suðvestur-
horninu. Hver sólarblettur er þeg-
inn með þökkum líkt og vatnsdropi
á eyðimörk. Tilefni nöldursins er
dönsk heimildarmynd er ríkissjón-
varpið sýndi á fimmtudaginn var.
Lífí litum
Myndin nefndist Líf í litum eða
Kulör p tilværelsen og vænti undir-
ritaður þess að hún lýsti andartak
upp grámósku sumarsins því nafnið
var ekki bara uppörvandi heldur
sagði í prentaðri dagskrá: í mynd-
inni er sýnt hvernig unnið er með
liti og hljóð á nýstárlegan hátt og
reynt að leita nýrra leiða í mynd-
sköpun.
En myndin léði hinu gráleita
sumarkveldi ekki lit því þama var
á ferð á besta sýningartíma stór-
furðuleg kennslumynd sem var ætl-
uð efri bekkjum grunnskóla að mér
sýndist, en þar að auki var skotið
inn í myndina fáránlegum athuga-
semdum er drógu allan mátt úr
þeim er hér ritar því þar kepptust
myndsmiðimir við að sanna með
tölum og allskyns tilvitunum að í
raun biði uppvaxandi kynslóðar
ekkert annað en kjarnorkuvetur
hvort sem hann stafaði af mengun
frá kjamorkuúrgangi, eyðingu
ósonlagsins eða öðmm umhverfis-
slysum. Hinn lífsglaðasti unglingur
hlyti að leggjast í vol og víl við lok
slíkrar myndar. Það er því í raun
ábyrgðarhluti að demba slíkum
myndum yfir óharnaða unglinga í
fræðsluvörpum eða í kennslustofum-
en í fljótu bragði virtist Kulör pá
tilværelsen helst eiga þar heima en
ekki hvarflaði að undirrituðum að
myndin sæi dagsins ljós á besta
sýningartíma rikissjónvarpsstöðv-
ar. Dagskrárstjórar ríkissjónvarps-
ins virðast ekki hafa sama kvik-
myndasmekk og undirritaður nema
þeir hafi látið duga að kíkja á heiti
myndarinnar: Kulör pá tilverelsen.
Að mati undirritaðs væri forsvars-
mönnum ríkissjónvarpsins nær að
lækka svolítið afnotagjöldin og taka
á ný upp fimmtudagslokunina frem-
ur en að fylla upp í dagskrána með
slíku rusli.
Gönguleiðir
En þar sem hér er í heiðri höfð
sú vinnuregla að benda jöfnum
höndum á það sem betur má fara
í dagskrá ljósvakamiðla og skraut-
fjaðrirnar þá verður ekki undan vik-
ist að minna á nýja þáttaröð er hóf
göngu á ríkissjónvarpinu skömmu
áður en Kulör pá tilværelsen sá
dagsins ljós en þessi þáttaröð ber
yfirskriftina: Gönguleiðir. Er ætlun-
in að spranga um þekktar og
óþekktar gönguleiðir fyrir framan
sjónvarpsmyndavélina og var í
fyrsta þætti sprangað um Reykja-
nesið í fylgd með hinum landskunna
fræðaþul Jóni "Böðvarssyni.
Jón er prýðilega skýrmæltur og
hafsjór fróðleiks eins og fyrrum
nemendur kappans minnast með
bros á vör. Reykjanesgönguleiðin
var annars all framandi og ógn-
vekjandi á köflum enda hafa banda-
rískir orrustuflugmenn víst meiri
ótta af Reykjaneshrauninu en öðr-
um stöðum lands vors. Er því ekki
svolítið vafasamt að etja fólki út í
þessar gljúpu hraunbreiður nema
fylgi nákvæm leiðsögukort? Reynd-
ar var leiðsögukortið á skjánum
afar glöggt og markaði vel ferð
Jóns en það dugir nú skammt þeg-
ar ókunnugir eru á ferð í auðninni.
Því skorar undirritaður á bókaút-
gefendur að safna gönguleiðunum
í lítið og handhægt kver svo við
fáum notið landsins okkar fagra
utan sjónvarpsstofunnar.
Ólafur M.
Jóhannesson