Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGlÍll 8. JÍJLÍ 1989
Aðild íslands að EFTA 1969
Meirihiuti utanríkismálanefiidar 1969:
„Einsýnt að gerast
aðili að EFTA“
Framsókn leggur til frestun aðildar
Alþýðubandalagið þjóðaratkvæði eða synjun
EFTA-lönd 1970
EB-lönd 1970
Það er enginn pólitískur ágreiningur í þjóðfélaginu um aðild ís-
lands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu [EFTA] í dag. Öðru máli
gegndi þegar aðildin var samþykkt á þingi fyrir bráðum tuttugu
árum. Þá var mikill hiti í kolunum. Þannig klofnaði utanríkismála-
neíhd Alþingis í þrjá hluta í umsögn um tillögu til þingsályktunar
um aðild íslands að EFTA árið 1969. Aðdragandi þessa máls og
niðurstaða á þingi eru lítillega rakin hér, en ísland fer nú með for-
ystu í samstarfi EFTA-ríkjanna.
Meirihluti utanríkismálanefhdar (4 af 7), fúlltrúar Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, lögðu til að tillagan yrði samþykkt. FuIItrúar Fram-
sóknarflokks (2) fluttu rökstudda dagskrá um frestun málsins. Full-
trúi Alþýðubandalags (1) flutti breytingartillögu um þjóðaratkvæða-
greiðslu. „Nái þessi breytingartillaga ekki fr'am að ganga, legg ég
til, að þingsályktunartillagan verði felld,“ segir í nefhdaráliti hans.
• 6) Komið verður á fót norræn-
íslenzkir hagsmunir
tryggðir
í nefndaráliti Birgis Kjarans (S),
Gylfa Þ. Gíslasonar (A), Matthíasar
Á. Mathiesen (S) og Guðlaugs
Gíslasonar (S) sagði m.a.:
„Niðurstaða samningaviðræðna
um hugsanlega aðild Islands að
Fríverzlunarsamtökunum er sú, að
meginefni aðildarsamnings, að því
er Island snertir, geti orðið þessi:
• 1) Aðildarríki Fríverzlunarsam-
takanna fella þegar við inngöngu
íslands niður alla þá vemdartolla
og öll þau höft á vörum frá ís-
landi, sem þau hafa fellt niður inn-
an samtakanna.
• 2) íslendingar fá 10 ár til þess
að fella niður vemdartolla á þeim
vömm, sem fríverzlunarsamningur-
inn tekur til.
• 3) íslendingar geta haldið nú-
verandi innflutningsleyfakerfi á ol-
íum og benzíni, þannig að viðskipt-
in við Sovétríkin eiga að geta hald-
ið áfram í sama horfi og nú.
• 4) Ekki þarf að gefa innflutning
ýmissa vörutegunda (sælgætis, öls,
sements, lína og kaðla, spenna og
húsgagna) fijálsan fyrr en 1975,
og innflutningur sumra þessara
vörutegunda (sælgætis, öls og sem-
ents) þarf ekki að hefjast fyrr en
1972. Innflutning á sams konar
burstum og þeim, sem blindir fram-
leiða hér, þarf ekki að leyfa.
• 5) íslendingar verða aðilar að
samkomulagi Breta annars vegar
og Dana, Norðmanna og Svía hins-
vegar um nýtt fyrirkomulag varð-
andi innflutning á frystum fiski til
Bretlands. Er samkomulagið fólgið
í því, að freðfiskútflytjendur innan
Fríverzlunarsamtakanna mega
flytja til Bretlands tollfrjálst eins
mikið af frystum flökum og þeim
sýnist, ef innflutningsverð er ekki
undir vissu lágmarki. Hefur orðið
samkomulag um hærra lágmarks-
verð en nú ríkir á brezka markaðin-
um eða svipað verð og á Banda-
ríkjamarkaði, og gert ráð fyrir frek-
ari verðhækkunum.
um iðnþróunarsjóði fyrir Island, að
upphæð 14 milljónir dollara eða
1.232 m.kr., í því skyni að auðvelda
aðlögun íslenzks iðnaðar að mark-
aði Fríverzlunarsamtakanna. Eiga
íslendingar að greiða 0,5 milljónir
dollara í sjóðinn.
• 7) Hin Norðurlöndin hafa sam-
þykkt að leyfa innflutning á allt að
2.200 tonnum af dilkakjöti, en verð
þar er mun hærra en á þeim mark-
aði, sem nú er aðallega selt til,
brezka markaðinum.
Meiri hluti nefndarinnar telur,
að niðurstaða samningsins sé ís-
lendingum svo hagstæð, að einsýnt
sé, að þeir eigi að gerast aðilar að
Fríverzlunarsamtökunum eins fljótt
og þeir eiga kost á og að ábyrgðar-
hluti væri að slá aðildinni á frest.“
Rökstudd dagskrá:
málið í salt!
Eysteinn Jónsson og Þórarinn
Þórarinsson, Framsóknarflokki,
fluttu rökstudda dagskrá [frá-
vísun], þess efnis, „að frestað verði
að taka ákvörðun varðandi afstöðu
íslands til Fríverzlunarsamtaka
Evrópu, en nú þegar hafizt handa
um nauðsynlegar áætlunargerðir
og málið kynnt þjóðinni sem bezt“.
í áliti þeirra segir m.a. að af
þátttöku í EFTA hljótist svo „mikl-
ar breytingar á þjóðarbúskapnum,
að endurskoða þurfi flesta þætti
hans með hin nýju viðhorf í huga.
Þar undir kemur sjálfur ríkisbú-
skapurinn og tekjuöflun til hans og
þá um leið áhrif hennar á tekju-
skiptinguna og lífskjör almennings
. . . Þetta mikilvæga starf hefur
verið alveg vanrækt ..."
Þá segir í hinni rökstuddu dag-
skrá að ekki hafi verið gerð íslenzk
iðnþróunaráætlun, sem feli í sér
aðlögun að fríverzlun við önnur
lönd, né viðhlítandi áætlun um aðra
þætti þjóðarbúskaparins við slík
skilyrði, og „með því að fríverzlun
sú, sem kostur er á, er ekki aðkall-
andi nauðsyn vegna útflutnings,
eins og hann er nú“ sé rétt að slá
ákvörðun um þetta efni á frest.
„Kemur í veg fyrir
félagslegan
áætlunarbúskap“
Magnús Kjartansson, Alþýðu-
bandalagi, flutti breytingartillögu,
sem fól í sér þjóðaratkvæði um
aðild að EFTA. Ef hún nær ekki
fram að ganga er lagt til að þings-
ályktunin um aðildina verði felld.
í nefndaráliti segir að skattaálög-
ur aukist með aðild og skattheimtan
verði ranglátari. Aðild leiði og
hættu yfir „vemdaðar iðngreinar"
þar sem 4.000 manns starfi. Allt
tal um nýjar útflutningsgreinar séu
„órökstuddar bollaleggingar". „Að-
ferðirnar til þess að Iaða hingað
erlent fjármagn og fyrirtæki eru
þær að bjóða upp á ódýra orku og
ódýrara vinnuafl en fáanlegt er
annars staðar í V-Evrópu.“
Orðrétt segir í álitinu:
„Aðild að EFTA á að festa „við-
reisnarstefnuna" í sessi, gera geng-
islækkanir að enn virkara hag-
stjórnartæki en þær hafa verið og
koma í veg fyrir félagslegan áætl-
unarbúskap. Reynsla síðasta ára-
EFTA-lönd, eftir aðild íslands 1970. Nú hafa Bretland, Danmörk og
Portúgal gengið í Evrópubandalagið.
tugar sannar ótvírætt, að viðreisn-
arstefnan megnar ekki að leysa
vandamál hins íslenzka samfélags;
því tel ég algerlega fráleitt að binda
landsmenn við þá stefnu með
milliríkjasamningi . . .
Hér er hins vegar um að ræða
ákvörðun, sem mundi raska högum
þjóðarinnar svo stórlega, að fráleitt
er að stíga slíkt skref, nema kjós-
endur séu til kvaddir. Eg vil freista
þess að fá um það samkomulag á
þingi, að málið verðið borið undir
þjóðaratkvæði . . .“
Aðdragandinn að EB og EFTA;
Aukið samstarf ^
V estur-E vrópuríkja
vaxandi frjálsræði í viðskiptum
Allt frá lyktum heimsstyijaldarinnar síðari (1939-1945) fram að
stofhun EB og EFTA sýnist þróun efiiahagsmála í Vestur-Evrópu
hafa mótast af auknu samstarfi Evrópuþjóða og vaxandi frjálsræði
í viðskiptum.
Vörður á þessum vegi, fram að þeim tíma er íslendingar gengu
í Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) 1969, eru meðal annars:
1947: GATT - Samkomulag hagssamvinnustofnun Evrópu, sem
um tolla
Árið 1947 gerðu 23 ríki víða um
heim fjölþjóðlegt samkomulag um
viðskipti og tolla. Tala aðildarríkja
óx ört. Island varð eitt þeirra.
Utanríkisviðskipti þeirra þjóða,
sem aðilar vóru að GATT, námu
80% alþjóðaviðskipta þegar sam-
komulagið var tíu ára.
1948: Efnahags-
samvinnustoftiun Evrópu
Eitt fyrsta skrefið til aukinnar
samvinnu og frjálsræðis í viðskipt-
um Vestur-Evrópuríkja var Efna-
stofnuð var í París 1948.
Stofnunin miðlaði fjárhagsaðstoð
frá Bandarílqunum til aðildarríkj-
anna, svokölluðu Marshallfé. Hún
vann og ötullega að auknu fijáls-
ræði í viðskiptum milli aðildarríkja,
m.a. í gjaldeyrisviðskiptum.
íslendingar gerðust strax aðilar
að þessu samstarfi.
1952: Kola- og
stálsamsteypan
Næsta skref á sviði efnahags-
samvinnu Vestur-Evrópuríkja var
stofnun Kola- og stálsamsteypunn-
ar 1952. Þar áttu einkum hlut að
Samþykkt með 34:7 atkvæðum
Þjóðaratkvæði og frávísun felld
19. dag desembermánaðar árið
1969 samþykkti Alþingi íslend-
inga, 90. löggjafarþing, þings-
ályktun um heimild til handa
ríkisstjóminni til þess að gerast
fyrir íslands hönd aðili að
Fríverzlunarsamtökum Evrópu,
EFTA. Tillagan var samþykkt
með 34:7 atkvæðum, að viðhöfðu
nafiiakalli, tveir þingmenn vóm
fjarstaddir.
Aður, eða 12. nóvember 1968,
hafði Alþingi samþykkt þings-
ályktun um heimild rikisstjómar-
innar til að sækja um aðild Is-
lands að EFTA.
Rökstudd dagskrá [frávísun]
Eysteins Jónssonar og Þórarins
Þórarinssonar, Framsóknarflokki,
var felld með 34:24 atkvæðum.
Breytingartillaga Magnúsar
Kjartanssonar (Abl), þessefnis að
þjóðaratkvæði færi fram um aðild
Islands að EFTA, var felld með
32:26 atkvæðum.
Tveir þingmenn Fijálslyndra og
vinstri manna greiddu atkvæði
gegn frávísunartillögu Framsóknar
en með tillögu Alþýðubandalags um
þjóðaratkvæði. Þeir (Björn Jónsson
og Hannibal Valdimarsson) sam-
þykktu síðan aðildina að EFTA sem
og allir viðstaddir þingmenn Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks.
Tillögunni um aðild Islands að
EFTA fylgdi ítarleg greinargerð
sem og samningar við ráð EFTA
um tollamál, innflutningshöft og
önnur atriði.
Sérstök nefnd þingflokka, undir
forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, við-
skiptaráðherra, stóð að umfangs-
mikilli könnun á hugsanlegri aðild
íslands að fríverzlunarsamtökunum
frá í desember 1967. Auk formanns
vóru í nefndinni: Magnús Jónsson
fi ármálaráðherra, Helgi Bergs
bankastjóri, Pétur Benediktsson
sendiherra og Lúðvík Jósepsson al-
þingismaður. Jón Baldvin Hannib-
alsson hagfræðingur kom siðar inn
í nefndina. Að Pétri Benediktssyni
látnum tók Jóhann Hafstein iðnað-
arráðherra sæti í nefndinni.
máli Frakkland, Vestur-Þýzkaland,
Ítalía, Belgíga, Holland og Lúxem-
borg.
1957: Rómarsáttmálinn —
EB
' Fyrrgreind ríki stóðu síðan að
sérstökum samningi, Rómarsátt-
málanum svokallaða, 1957, um
stofun Efnahagsbandalags Evrópu.
Grundvöllur sáttmálans var að
fella niður tolla og höft í viðskiptum
milli ríkjanna, en koma á einum
sameiginlegum tolli fyrir sérhveija
vöru gagnvart ríkjum utan banda-
lagsins.
Jafnframt var kveðið á um
víðtæk og gagnkvæm réttindi ein-
staklinga og fyrirtækja eins aðild-
arríkis í öðrum.
1960: Stokkhólms-
samningurinn — EFTA
í ársbyijun 1960 gerðu Aust-
urríki, Bretland, Danmörk, Noreg-
ur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð samn-
ing í Stokkhólmi um stofnun
Fríverzlunarsamtaka Evrópu,
EFTA. Finnar bættust fljótlega í
hópinn. Og Islendingar 1969.
Bretar, Danir og Portúgalir fóru
síðar úr EFTA í EB.
Markmið EFTA var afnám tolla
og hafta í viðskiptum með iðnaðar-
vörur milli aðildarríkja. Hinsvegar
var ekki gert ráð fyrir sameiginleg-
um tolli ríkjanna gagnvart um-
heiminum, eins og hjá EB.
Efnahagssamvinna EFTA-ríkja
var ekki jafn náin og hjá EB. Þann-
ig var ekki gert ráð fyrir hliðstæð-
um, gagnkvæmum réttindum fyrir-
tækja í öllum aðildarríkjunum.
EFTA-ríki geta og sagt sig úr sam-
tökunum með eins árs fyrirvara,
en engin uppsagnarákvæði vóru í
Rómarsáttmálanum.