Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 32
MÓRbÚtfBIÍAÐlö LAÚÓARDAGÚR' 8. JÚLÍ lðSð'
-3§p
Samtökum aldraðra í Reykjavík meiuuð
þátttaka í Landssambandi aldraðra
eftir Hans Jörgensson
Félag eldri borgara í Reykjavík
barðist gegn því að Samtök aldr-
aðra fengju inni í Landssambandi
aldraðra.
Við í Samtökum aldraðra í
Reykjavík höfðum fengið öll gögn
um áætlun að síofnun Landssam-
bands aldraðra og höfðum tilkynnt
þátttöku okkar.
Nokkrum dögum fyrir stofnfund-
inn átti ég tal við formann Félags
eldri borgara, Bergstein Sigurðs-
son, og þá heyrði ég á honum að
einhver andstaða væri fyrir því að
við fengjum að vera með í þessu
tilvonandi landssambandi þó að
hann væri því fylgjandi.
• Við í stjórn Samtaka aldraðra
vorum því mest að hugsa um að
hætta við að senda fulltrúa á þenn-
an stofnfund,. En óneitanlega vor-
um við undrandi á þessu. Við vorum
aðilar að stofnun Félags eldri borg-
ara og alltaf verið talað um sam-
starf á sem flestum sviðum. Var
samstarfstalið blekking?
í gegnum síma fengum við áeggj-
un um að láta á það reyna hvort
þátttaka okkar yrði samþykkt eða
ekki, svo það var ákveðið að ég og
Sigurður Guðmundsson frá Laugar-
vatni skyldum mæta þarna, og við
létum vita um þessa ákvörðun okk-
ar.
Við mættum á Akureyri nokkru
fyrir fundartímann. Fyrir fundar-
setningu voru allir formenn aðildar-
félaga, nema ég, kallaðir á fund.
Þegar átti að ganga inn til stofn-
fundar kom Snorri Jónsson, sem
virtist vera aðalstjórnandi Reyk-
víkinganna, til mín og tilkynnti
mér, að ég og félagi minn skyldum
fara, okkur væri bannað sitja fund-
inn, en við mættum koma klukkan
16, þegar búið væri að samþykkja
lögin, og eftir kaffíð, og fengjum
við þá u.þ.b. 10 mínútur til að gera
grein fyrir erindi okkar á þessa
samkomu.
Ég fór fram á að við fengjum
að bera upp erindi okkar um inn-
göngu í þennan félagsskap í byijun
fundarins, við skyldum svo yfirgefa
samkomuna ef erindi okkar yrði
hafnað. Nei, sagði Snorri og var
reiður og skellti á okkru hurðinni.
En það gengu fleiri um, og einn
bauð okkur að koma inn og hlusta
á Kór aldraðra á Akrueyri, sem
fenginn var til að syngja fyrir sam-
komugesti og Sigríður Guðmunds-
dóttir Schiöth stjórnaði.
Við fengum okkur sæti og sátum
svo sem fastast, því við vorum
ákveðnir í að sitja fundinn þar til
máli okkar væri hafnað, og Snorri
taldi víst ekki rétt að reka okkur
út svona opinberlega.
Söngur kórsins var mjög góður,
falleg og erfið lög sungin af leikni
undir góðri stjórn. Ég lýsi fundinum
ekki nákvæmlega, en Snorri Jóns-
son var fundarstjóri og sá um að
allt gengi eftir fastmótaðri áætlun.
Eftir fundarsetningu fékk Berg-
steinn Sigurðsson orðið. Eitt aðal-
Lions-
menn gefa
sjúkrarúm
FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum
Frey hafa aflient Styrktarfélagi
vangefinna sjúkrarúm að gjöf.
Sjúkrarúmið er í Víðihlíð 9, þar
sem rekin er skammtímavistun
fyrir þroskahefta. Að sögn Sól-
veigar Theodórsdóttur, forstöðu-
konu heimilisins, kemur rúmið að
góðum notum þar sem margir
heimilismanna eru hreyfihamlaðir
eða fjölfatlaðir.
efni í mali hans var, að þau drög
að lögum sem fyrir fundinum lægju
þyrftu að samþykkjast að mestu
óbreytt, og sérstaklega þyrfti sú
grein að samþykkjast sem ákvarð-
aði „að aðeins eitt félag frá hveiju
sveitarfélagi hefði rétt á inngöngu
í þessi landssamtök".
Þetta væru formenn félaganna
og fleiri búnir að samþykkja, og
hann teldi það svik við gefin loforð
ef þessari grein yrði breytt.
Éftir þessa ræðu voru fulltrúar
kynntir og lýst eftir kjörbréfum.
Kjörbréfanefnd var kosin og eftir
ákveðinn tíma reyndust bréfin öll í
lagi. Fundarfrí var gefið meðan
nefndin starfaði.
Næst voru iögin lesin upp. Þtjár
smávægilegar breytingatillögur
komu fram á eftir frá fulltrúum.
Þá var nefnd kosin til að yfirfara
breytingatillögurnar og var Adda
Bára Sigfúsdóttir fyrir þeirri nefnd.
Frí var gefið meðan nefndin starf-
aði, og eftir fríið kom álit nefndar.
Tvær breytingatillögurnar voru
dæmdar úr leik, en eina, um full-
trúakjör til landsfundar, taldi
nefndin sig geta mælt með. Ekki
voru samt allir sammála, svo að
greinin var aftur sett til nefndarinn-
ar. Þá varð, utan áætlunar, hlé á
fundarstörfum, og bað þá Sigurður
félagi minn um orðið. Því var ekki
sinnt, en eftir smáhlé og hvísl við
háborðið stóð Snorri upp og sagði
frá veru okkar á fundinum og að
Sigurður hefði beðið um orðið, svo
að best væri að gefa okkur 10
mínútur til að gera grein fyrir komu
okkar. Okkur Sigurði kom saman
um að ég talaði á undan.
Ég sagði frá starfsemi Samtaka
aldraðra sem fyrsta félags aldraðra
sem stofnað hefði verið á íslandi
til að vinna sameiginlega að eigin
malefnum. Ég læt þetta erindi mitt
koma hér á eftir í lok frásagnarinn-
ar af fundinum.
Sigurður fékk svo, með semingi,
að segja nokkur orð, þar sem ég
hefði næstum talað allan gefinn
tíma. Hann lýsti undrun sinni á því
að Samtökum aldraðra væri meinað
að taka þátt í þessum landssamtök-
um fyrir áætluðu samstarfi, eftir
allt samvinnutalið og þörfina á sam-
starfi í málefnum aldraðra. Ennþá
væri ekki endanlega búið að sam-
þykkja greinina „að aðeins eitt félag
frá hveiju sveitarfélagi hefði rétt á
inngöngu í þessi landssamtök“ og
líka mætti bæta aftan við greinina
þessum orðum, „nema landsfundur
samþykkti annað“, og þá gætu full-
trúar greitt atkvæði um inntöku
okkar í þessi samtök. En hvernig
sem færi um veru okkar innan eða
utan þessara samtaka, þá værum
við ávallt tilbúnir að veita áhuga-
mönnum um málefni aldraðra allar
þær upplýsingar sem reynsla okkar
í löngu starfi fyrir gamla fólkið
getur veitt. Enginn fulltrúanna tók
undir það að breyta, eða bæta við
lagagreinina sem sett var þarna til
að útiloka okkur frá þessu sam-
starfi.
Laganefndin kom svo inn og
dæmdi breytingartillöguna um full-
trúakjörið úr leik. Lögin voru svo
samþykkt án breytinga._
Kaffihlé var boðað. Ég stóð þá
upp, án þess að biðja um orðið,
óskaði öllu raunverulegu samstarfi
fyrir málefnum aldraðra góðs geng-
is en sagði jafnframt að ég losnaði
við að þakka hér fyrir gestrisni við
okkur félaga úr Samtökum aldr-
aðra, þar sem okkur hefði verið
vísað á dyr og hurðum skellt á okk-
ur. Aðeins þijóska og vantrú á því
að finna ekki samstarfsvilja hér
meðal aldraðra hefði haldið okkur
hér inni, þar til úrskurður hefði
fengist.
Við gengum svo af fundi, en
ósjálfrátt kemur upp í hugann á
eftir: Hver var tilgangurinn með
stofnun Landssambands aldraðra?
Hér á eftir fer svo fyrrgreint
erindi mitt:
Til að gera grein fyrir starfi Sam-
taka aldraðra í Iteykjavík hefi ég
tekið saman þessa greinargerð í
stuttu mali.
Félagið var stofnað 1973. Það
var stofnað fyrst og fremst með
það fyrir augum að standa að bygg-
ingu þjónustuíbúða fyrir 60 ára fé-
laga og eldri.
Reykjavíkurborg hafði þá þegar
byggt nokkrar þjónustuíbúðir, og
rekstur þeirra var talinn það sem
koma þyrfti í stað elliheimila. Bið-
listi eftir þessum íbúðum var og er
langur.
Hugmyndin um söluíbúðir með
þjónustukjarna fékk hljómgrunn og
nú átti að hrinda í framkvæmd
byggingu þjónustuíbúða, þar sem
þeir sem sparað höfðu til elliáranna
hefðu möguleika á því að komast
í þessa aðstöðu með þjónustu og
félagsskap. Þetta var kveikjan að
stofnun félagsins.
Farið var af stað, en fjárráðin
voru engin og kostnaðurinn við all-
an undirbúning reyndist mikill.
íbúðirnar töldust dýrar í áætlun,
svo að þeir sem ábyrgðina höfðu
treystu ser ekki til að ráðast í fyrir-
tækið. Ekkert varð úr framkvæmd-
um og lóðinni, sem búið var að fá,
var skilað.
Talið var að þar með væri félag-
ið dautt, og þannig tók ég við því
sem kosinn formaður 1978.
Það tók mig 4 ár að komast af
stað með íbúðarbyggingar fyrir
aldraða, en árið 1982 var hafist
handa með 14 íbúðir við Akraland
í Reykjavík.
Það fór lítið fyrir öðrum félags-
málum á þessum árum, en líka var
hoiít í það, að Félagsmálastofnun
Reykjavíkur starfaði þá af miklum
dugnaði að ýmsum félagsmálum og
tómstundaiðju í félagsmiðstöðvum
þjónustuíbúða borgarinnar, auk
hópferða til sólarlanda og fleira.
Þörfin fyrir byggingarmálin var
brýnasta verkefnið þá.
En þó voru smá hliðarspor tekin.
Árið 1979 fékk ég bréf frá PRO í
Svíþjóð, Pensionáremas Rigsorgan-
ition, sem em samtök ellilífeyris-
Hans Jörgensson
„Eftir að hafa mætt
hérna á Akureyri til
þessa stofnfimdar þá
flögrar ósjálfrátt að
mér hvort samstarfs-
hjalið sé öfugmæli og
aðeins orðaleikur að
einhverju öðru mark-
miði. Hvaða mark-
miði?“
þega. í bréfinu var Samtökum aldr-
aðra boðið að senda a.m.k. tvo full-
trúa a'norrænt þing þeirra, sem
halda átti í Danmörku á næsta ári.
Þeir höfðu heyrt að þetta félag
væri til í Reykjavík, það eina á ís-
landi sem félag aldraðra.
Við hjónin mættum á þessu þingi
í júní 1980.
Þessi samtök sem þama hittust
reyndust vera Samtök ellilífeyris-
þega Verkamannasamtaka Norður-
landa, og er víst sama sambandið
og í 12. gr. í drögum að lögum
fyrir Landssamband aldraðra hér,
er nefnt Norræna samvinnunefndin.
Ég komst fljótt að þvi, að aðal-
áhugamál ráðamanna þama gagn-
vart íslandi, var að komast í sam-
band við ráðamenn í Verkamanna-
sambandi íslands um stofnun félags
ellilífeyrisþega á íslandi og sam-
vinnu við það félag í norrænu sam-
starfi. Tveir fulltrúar þarna ætluðu
að koma til Reykjavíkur þá um
haustið í ákveðnum erindum, og
þeir báðu mig sérstaklega að koma
þeim í samband við þessa ráðamenn
í Reykjavík.
Ég gerði þetta, kom á fundi með
þeim og helstu mönnum Verka-
mannasambandsins og Alþýðusam-
bands íslands, þegar þeir komu.
Ég veit ekki hvort þessi fundur
hafði áhrif á þátttöku við stofnun
Félags eldri borgara síðar.
Ég fékk bréf aftur næsta ár og
boð um þátttöku í næsta norræna
þingi þeirra, að mig minnir í
Svíþjóð, en þa'gátum við ekki far-
ið, og töldum þetta kannski meira
kurteisisboð en að við værum þeir
fulltrúar sem þeir sæktust sérstak-
lega eftir.
Árið 1983 gerðumst við hluthaf-
ar, með Rauðakrossi Reykjavíkur
og Sambandi íslenskra berklasjúkl-
inga, að stofnun dagvistunarheimil-
is fyrir aldraða og öryrkja að
Múlabæ. Þarna geta dvalið yfir 40
dvalargestir daglega, og með skipu-
lagi, þar sem margir dvalargestir
eru t.d. bara tvo daga í viku, kom-
ast þarna miklu fleiri einstaklingar
að. Dagvistun þessi er frá kl. 8.00
á morgnana til kl. 16-17 á daginn.
Þarna er félagsaðstaða, tómstunda-
iðja, hvíldaraðstaða og endurhæf-
ing. Dvalargestir fá mat og að-
hlynningu frítt, en verða að borga
ferðir að og frá heimilinu, en þær
ferðir eru ódýrar og skipuiagðar.
Dagvistargjöld eru greidd af ríki,
en við sem að þessu stöndum, greið-
um rekstrarhalla sem alltaf er
nokkur.
Árið 1986 settum við á stofn,
Morgunblaðið/Bjami
Hér sést Sigurður Tómasson, varaformaður Freys, afhenda Magnúsi Krist-
inssyni, formanni Styrktarfélags vangefinna, sjúkrarúmið að gjöf. Við
hlið þeirra standa Sólveig Theodórsdóttir forstöðukona heimilisins að
Víðihlíð 9 og Jónatan Guðjónsson, formaður líknarnefndar Freys.
sömu aðilar og starfrækjum
Múlabæ, dagvistun fyrir heilaskerta
sjúklinga að Hlíðarbæ. En þetta
fólk þarf mikla umönnun og er
naumast inni í sjúkrakerfinu eins
og það er núna. Borgin lét okkur í
té hús undir þessa starfsemi, en við
kostuðum innréttingu í kjallara og
fleiri breytingar. Um 20 sjúklingar
dvelja þarna daglega og njóta
umönnunnar og aðhlynningar.
Við höfum efnt til happdrættis
annað hvert ár til fjáröflunar við
að Ijármagna þessa starfsemi að
okkar hluta.
Frá árinu 1981 höfum við haft
opna skrifstofu daglega. Nokkuð
hefur verið leitað til okkar víða frá
til að spyija um starfsemi okkar
og þó sérstaklega um fjármögnun-
arleiðir við íbúðabyggingar okkar
og þá með það i huga hvort þeir
geti eitthvert gagn haft af okkar
starfi eða ráðleggingum, og t.d. var
leitað til okkar frá Akrueyri, þegar
stóð til að stofna félag aidraðra þar
fyrir nokkrum árum.
Ég var beðinn að koma norður
og segja frá starfsemi okkar, sem
ég gerði og sagði jafnframt frá því
sem ég taldi að vantaði helst hjá
okkur. Þegar stóð til að stofna Fé-
lag eldri borgara í Reykjavík, þá
komu þeir Jón Hjálmarsson og
Bergsteinn Sigurðsson til mín og
ræddu við mig um stuðning og sam-
starf við að stofna þetta félag, og
það gerði ég og félagi minn Sigurð-
ur Gunnarsson fyrrverandi skóla-
stjóri, eins og við gátum og óskað
var eftir. Við töldum báðir það mik-
ilvægt að koma meira lífi í félags-
mál aldraðra, þó að Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur starfaði vel,
þá væri þörf á miklu meira félags-
starfi.
Við vorum þá reyndar lítilsháttar
byijaðir á að reyna að auka félags-
starf okkar með vor- og haustsam-
komum, stuttum ferðum á sumrin,
vikudvöl á Hvanneyri fyrir félaga
okkar og tilraunum til að safna í
utanlandsferðir. Við vorum búnir
að gera félagsskírteini og fá afslátt
fyrir félaga okkar í nokkrum versl-
unum út á þau í tvö ár, áður en
Félag eldri borgara fór að vinna
að þeim málum, en þeir náðu strax
miklu lengra á því sviði en við höfð-
um náð.
Eftir að Félag eldri borgara var
stofnað drógum við saman seglin í
okkar félagsmálum.
Ef ég tek saman hvernig félags-
mál okkar standa í dag, þá erum
við að skila af okkur í næsta mán-
uði 60 þjónustuíbúðum við Afla-
granda í Reykjavík ásamt húsvarð-
aríbúð, og þá höfum við í allt byggt
189 þjónustuíbúðir fyrir aldraða.
Ég tek það fram að Reykjavíkur-
borg hefur aðstoðað okkur dyggi-
lega í sambandi við byggingu og
rekstur þjónustumiðstöðva í tengsl-
um við mestan hluta þessara íbúða,
og við höfum líka fengið aðstoð
traustra verktaka.
Við erum aðilar að rekstri
tveggja. dagvistunarheimila. Við
styðjum Öldrunarráð íslands, við
erum aðilar að samtökunum „Þak
yfir höfuðið", sem er samvinna 8
félagasamtaka sem unnið hafa sem
áhugahópur um „kaupleiguíbúða-
kerfið“ og þá sérstaklega að for-
gangshópar í því-kerfi verði: Aldr-
aðir, öryrkjar, Sjálfsbjörg, Búseti,
leigjendasamtökin og leiguíbúðir
fyrir skólafólk utan af landi í sér-
skólum Reykjavíkur o.fl.
Við erum núna líka að vinna með
kvikmyndatökumönnum að upp-
töku á myndbandi, — þróunarsögu
á aðbúnaði aldraðra frá síðustu
aldamótum og til okkar daga.
Nokkur hluti þess verður leikinn.
Við fengum bréf um stofnun
þessa landssambands, sem nú er
verið að stofna, og ég hringdi strax
og boðaði þátttöku okkar félags.
Við töldum aðalatriði að þarna
væri um samstarf að ræða til al-
hliða hagsbóta fyrir aldrað fólk.
En eftir að hafa mætt hérna á
Akureyri til þessa stofnfundar þá
flögrar ósjálfrátt að mér hvort sam-
starfshjalið sé öfugmæli og aðeins
orðaleikur að einhveiju öðru mark-
miði. Hvaða markmiði?
Höfundur er formailur Sam taka
aldraðra í Rcykjavík.