Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
Samstarfi útflutningshóps 1 lauk í gær:
Hópurinn hefur skilað
því sem til var ætlast
- segir í skýrslu um samstarfið sem varað hefur 1 fjögur ár
FJÖGURRA ára samstarfi fyrirtækja sem mynda svokallaðan út-
flutningshóp 1 lauk í gær, en þá komu fulltrúar fyrirtækjanna
saman til fundar á Akureyri ásamt fulltrúum Iðnlánasjóðs og Út-
flutningsráðs. Á fundinum var farið yfir starfið á tímabilinu og
árangur metinn. I Ijós kom að frá árinu 1985-1988 jókst sala fyrir-
tækjanna sem mynda hópinn úr 14,8 milljónum króna í 73,8 milij-
ónir og er þá einungis miðað við sölu á fyrirfi’am ákveðið markaðs-
svæði hópsins sem var Grænland og Norður-Ameríka. Útflutnings-
hópinn mynda fyrirtækin Plasteinangrun hf. og Vélsmiðjan Oddi
hf. á Akureyri, Sæplast hf. á Dalvík og Sjóklæðagerðin hf. í
Reykjavík, en auk áðurtalinna fyrirtækja tók Skipasmiðjan Hörður
í Njarðvík þátt í samstarfi fyrirtækjanna um skeið.
Stofnað var til útflutningshóps
1 í júlí árið 1985, en Útflutning-
smiðstöð iðnaðarins, fyrirrennari
Útflutningsráðs, hóf viðræður um
;Stofnun slíks hóps við iðnfyrirtæki
sem framleiða vörur fyrir sjávarút-
veg og fiskvinnslu og höfðu
nokkra reynslu af útflutningi. Til-
gangur samstarfsins var að stunda
markvissa markaðssetningu á til-
teknum framleiðsluvörum fyrir-
tækjanna á ákveðnum markaðs-
svæðum erlendis. Leitað var til
Iðnlánasjóðs um styrk við verkef-
nið þar sem fyrirtækin treystu sér
ekki til að taka þátt í dýru mark-
aðsstarfi sem ekki hafði áður ver-
'ið reynt hér á landi. Fyrsta árið
greiddi Iðnlánasjóður 70% kostn-
aðar við verkefnið, en sú hlutdeild
hefur minnkað og fyrirtækin tekið
á sig meiri kostnað.
Valdimar Kristjánsson hefur
verið markaðsstjóri útflutnings-
hópsins og í skýrslu hans sem lögð
var fram á fundinum í gær kemur
fram að sala fyrirtækjanna er
nokkuð misjöfn og árstíðabundin,
sem endurspeglar það hversu
sveiflukennd atvinnugrein fiskiðn-
aðurinn er. Fyrsta árið sem út-
flutningshópurinn starfaði seldi
hann vörur fyrir 14,8 milljónir
króna á þessi fyrirfram ákveðnu
markaðssvæði. Næsta ár var salan
39,1 milljón króna og árið 1987
var salan komin upp í 70,1 millj-
ón. Á síðasta ári nam salan 73,2
milljónum króna. í skýrslu Valdi-
mars. segir að hópurinn hafi skilað
því sem til var ætlast þar sem
töluverð aukning hafi verið á miili
Skátamót í Leyningshólum;
Meiriháttar gaman
sögðu Gylturnar og stúlkur úr Sporinu
„ÞAÐ er meiriháttar gaman
hérna, eiginlega alveg frábært,"
sögðu nokkrar ungar skátastúlk-
ur sem urðu á vegi Morgunblaðs-
manna í Leyningshólum, en þar
er nú haldið heilmikið skátamót
undir nafiiinu „Þegar amma var
ung“.
Stúlkurnar voru úr tveimur
skátafélögum, annars vegar Spor-
inu og hins vegar Gyltunum. Þær
voru að leggja upp í sex klukkutíma
gönguferð, eða svokallaða „hike-
ferð“ og ekki annað að sjá en þær
væru hinar bröttustu.
Þær töldu að hátt á þriðja hundr-
að skáta væru á mótinu og „mórall-
inn er svakalega góður,“ sögðu
stúlkurnar. Næg verkefni er við að
glíma á móti þessu, svo sem venja
er á skátamótum, vatnasafari,
þrautabrautir, trönubyggingar og
þá gefst einnig tækifæri á að kynn-
ast störfum hjálparsveitanna.
„Svo er varðeldur á hveiju kvöldi
og á laugardagskvöldið ætlum við
að hafa tivolí." Mótinu lýkur á
sunnudag, en það er skátafélagið
Kiakkur á Akureyri sem veg og
vanda hefur af mótshaldinu.
Húsbílar
520 ■ 550 • 610 A -610 B
Útvegum allt í húsbílinn.
Ýmsar vörur á lager, gas-mið-
stöðvar, ofnar, vatnshitarar, elda-
vélar, vaskar, plasttankar, kranar,
dælur, ódýr ferða WC, léttar inn-
réttingaplötur, læsingar, loftlúgur,
ísskápar o.m.m.fi.
Húsbílar sf.,
Fjölnisgötu 6, Akureyri.
Sími 96-27950 milli kl. 16 og 18.30.
flesta daga. Fax 96-25920.
Ath.: Lokað 19. júli- 25. águst.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
i Drottinn Guó, veit mér
vernd þina, og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreiö.
I Jesú nafni. Anien.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 100,-
Orð dagsins, AKureyri.
ára hjá flestum fyrirtækjanna.
Kostnaður við rekstur hópsins
hefur numið 13,9 milljónum króna
og þar af hefur framlag Iðnlána-
sjóðs verið um 6,3 milljónir króna.
Hópurinn hefur ekki þurft að
greiða fyrir aðstoð Útflutningsr-
áðs, sem m.a. hefur verið í formi
ýmiskonar þjónustu.
í skýrslunni kemur fram að
nauðsynlegt er fyrir framleiðslu-
fyrirtækin að dreifa áhættunni á
fleiri en eitt markaðssvæði. Fram
kemur að mikið hafi verið fjárfest
á Grænlandsmárkaði á undanförn-
um tveimur árum og hann mettað-
ur orðinn fyrir tækjabúnað, en
helstu möguleikamir liggi í sölu
rekstrarvara til útgerðar. Vegna
samdráttar á mörkuðum á austur-
ströndinni hefur hópurinn litið
hýru auga til markaða á vestur-
strönd Bandaríkjanna, en þar hef-
ur mikill uppgangur verið í fiskiðn-
aði að undanförnu og segir í
skýrslu Valdimars að nauðsynlegt
sé að ná fótfestu á vestursvæðinu,
en reikna megi með nokkrum örð-
ugleikum vegna íjarlægða. Vörur
fyrirtækisins eigi hins vegar góða
möguleika á þessu svæði.
Verksmiðjuhús Sæplasts á Dalvík.
Sæplast hf. og Plasteinangrun hf.:
Ekkert verður af
sameining’unni
EKKERT verður af sameiningu fyrirtælganna Sæplasts hf. á Dalvík
og Plasteinangrunar hf. á Akureyri. Á aðalfundi Sæplasts hf. sem
haldinn var nýlega voru samningar um kaup fyrirtækisins á öllum
hlutabréfum í Plasteinangrun hf. bornir undir atkvæði þar sem þeir
voru felldir einum rómi.
Pétur Reimarsson framkvæmda-
stjóri Sæplasts sagði að hagur
Plasteinangrunar hefði verið annar
en talið var og forsendur samninga
félaganna þar með brostnar.
„Það er ekki með léttum huga
sem við föllum frá þessu, en samn-
ingar voru fullfrágengnir með þeim
fyrirvara að þeir yrðu samþykktir
á hluthafafundi í Sæplasti. En at-
burðarásin var önnur en við áttum
von á og upplýsingarnar sem í ljós
komu voru þess eðlis að ekki var
við unað,“ sagði Pétur.
Sumartónleikar:
Gunnar og
Guðný hefja
leikinn
SUMARTÓNLEIKAR í þrem-
ur kirkjum á Norðurlandi eru
nú að heijast í þriðja sinn.
Tónleikar þessir hafa notið
vinsælda bæði heima- og
ferðamanna og því var ákveðið
að efna einnig til tónleika
þetta sumar. Tónleikamir
verða sem fyrr haldnir í Akur-
eyrarkirkju kl. 17.00 á sunnu-
dögum, í Húsavíkurkirkju á
mánudagskvöldum kl. 20.30
og í Reykjahlíðarkirkju á
sama tíma á þriðjudagskvöld-
um. Alls verða haldnir fernir
tónleikar á Húsavík og í
Reykjahlíð, en fimm á Akur-
eyri. Fyrstu tónleikarnir
verða nú um helgina.
Það eru hjónin Guðný Guð-
mundsdóttir og Gunnar Kvaran
sem hefja tónleikaröðina á þessu
sumri, en þau munu á næstunni
halda til Bandaríkjanna þar sem
þau starfa við tónleikahald og
kennslu í boði Manchester Music
Festival í Vermont-fylki. Guðný
lauk einleikaraprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík árið
1967 og nam síðan við tónlistar-
háskóla í Bandaríkjunum. Hún
hefur verið konsertmeistari Sin-
fóníuhljómsveitar íslands frá
1974. Hún hefur víða komið
fram bæði hér á landi og erlend-
is. Gunnar nam sellóleik við Tón-
listarskólann í Reykjavík og
síðan í Kaupmannahöfn, hann
er deildarstjóri strengjadeildar
Tónlistarskólans í Reykjavík og
hefur haldið fjölmarga tónleika
á íslandi og erlendis.
Um aðra helgi verða Hlíf Sig-
uijónsdóttir og David Tutt frá
Sviss á ferðinni og þar á eftir
Einar Kristján Einarsson gítar-
leikari og Robyn Koh sem leikur
á sembal. Það verður svo þýskur
hópur sem lýkur tónleikaröðinni
að þessu sinni, en Bjöm Steinar
Sólbergsson orgelleikari í Akur-
eyrarkirkju heldur tónleika í
kirkju sinni í lokin.
Stuðmenn í
Sjallanum
STUÐMENN gera stans á
Akureyri á hringferð sinni um
landið. Hljómsveitin heldur tón-
leika í Sjallanum á sunnudags-
kvöld og hefst leikurinn um eða
upp úr kl. 22. Tónleikarnir
standa til kl. 1 eftir miðnætti. Á
tónleikunum gefst Akureyring-
um og nærsveitarmönnum kost-
ur á að hlýða á lög af nýrri plötu
hljómsveitarinnar og eflaust
fljóta nokkur eldri með.
Jassinn dunar
á Stefaníu
TRÍÓ Guðmundar Ingólfssonar
skemmtir gestum á Hótel Stef-
aníu um helgina. Jassinn mun
duna á Stefaníu laugardags-,
sunnudags og mánudagskvöld
og ætla þeir félagarnir að leika
af fingram fram. I fréttatilkynn-
ingu frá Hótel Stefaníu segir að
viðburður þessi sé einn af stærri
jassviðburðum á Akureyri á
þessu ári og era jassáhugamenn
því hvattir til að láta hann ekki
fram hjá sér fara.
Hver verður
aflrauna-
meistari?
AFLRAUNAMEISTARI ís-
lands er titill sem keppt verð-
ur um í aflraunakeppni sem
Kraftlyftingafélag Akureyrar
ætlar að standa fyrir um miðj-
an næsta mánuð. Keppnin
stendur í tvo daga og fer fram
í miðbæ Akureyrar og á
íþróttavellinum.
Keppt verður í ýmsum nýjum
greinum í þessari kraftakeppni,
m.a. er ætlunin að draga steypubíl
ákveðna vegalengd. Keppnis-
greinum verður verulega fjölgað
miðað við það sem tíðkast hefur
á slíkum mótum, en alls verður
keppt í tólf greinum á mótinu.
Þeir sem hug hafa á að taka þátt
í keppninni. geta fengið nánari
upplýsingar um keppnisfýrir-
komulag og skráð sig til þátttöku
hjá Flosa Jónssyni á Akureyri.
Blásarasveitin
býðurátónleika
BLÁSARASVEIT Tónlistar-
skólans á Akureyri heldur tón-
leika í íþróttaskemmunni á
sunnudagskvöld og heQast
þeir kl. 20.30.
Blásarasveitin heldur í næstu
viku á heimsmót blásarasveita
sem haldið er í Hollandi og mun
halda í vikuferð um Þýskaland
í framhaldi af mótinu.
Fjölmörg fyrirtæki hafa veitt
sveitinni stuðning fyrir ferðina
og þá veitti Akureyrarbær einnig
myndarlegan fjárstyrk. Blásara-
sveitin ætlar að þakka stuðning-
inn með því að bjóða bæjarbúum
og sérstaklega starfsfólki þeirra
fyrirtækja sem stutt hafa sveit-
ina á tónleikana.