Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGÁRDAGUR -á' Rekstrarlán til fískeldisfyrirtækja: Samið um sjálfskuldar- ábyrgð Fram- kvæmdasjóðs VIÐRÆÐUNEFNDIR Lands- banka íslands og Framkvæmda- sjóðs íslands hafa náð samkomu- lagi um drög að tilhögun ábyrgða Framkvæmdasjóðs á rekstrar- lánum til fiskeldis. Samkvæmt samkomulagsdrögunum mun Framkvæmdasjóður bera sjálf- skuldarábyrgð gagnvart bankan- um á veittum lánum, en ábyrgðin verður bundin við hvern einstak- an viðskiptaaðila og þær ábyrgð- ir sem hann hefur fengið hjá Tryggingasjóði fiskeldislána. Sljórnir Landsbankans og Fram- kvæmdasjóðs eiga eftir að sam- þykkja samkomulagsdrögin formléga. Að sögn Snorra Tómassonar hjá Framkvæmdasjóði verður sjálf- skuldarábyrgð sjóðsins fólgin í því að ef vantar upp á greiðslu þeirra lána sem bankinn veitir, þá greiðir sjóðurinn þegar þann mismun hvetju sinni. „Ef til dæmis sölutekj- ur, birgðatryggingar eða tjónabæt- ur duga ekki til að stemma lánin af, þá kemur ábyrgð Framkvæmda- sjóðs í gagnið, og hann leggur þá út fyrir því sem munar. Upphæðin verður síðan færð á viðskiptareikn- ing viðkomandi viðskiptaaðila hjá sjóðnum, og hann greiðir síðan sjóðnum upphæðina þegar birgðir aukast. Þarna er um að ræða óbeina yfirdráttarheimild, sem þó verður að vera innan þeirra marka sem viðkomandi aðilar eru sáttir við, og mánaðarleg tilkynningarskylda verður af hálfu Framkvæmdasjóðs til bankans og viðskiptaaðilans um stöðu viðskiptareikningsins hveiju sinni ef slík skuld myndast," sagði Snorri. "SSSS'15 Morgunblaðið/RAX íslenskir og vestur-þýskir forystumenn í sjávarútvegi söddu sárasta hungrið með krásum af hlaðborði við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í hádeginu í gær. Von Geldem heldur heimleiðis ásamt fylgdarmönnum sínum í dag. Fiskvinnslufyrirtæki á Austurlandi vom skoðuð i gær og farið til Vestmannaeyja síðdegis. Þar snæddu leiðangursmenn kvöldverð en flugu til Reykjavíkur að svo búnu. Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands: EB-samningar taki til flökku- stolha og veiðileyfa á kolnnmna Stærsta skemmti- ferðaskip sumarsins: Haftiargarður- inn of stuttur STÆRSTA skemmtiferðaskip- ið, sem kemur til landsins í sum- ar, Evrópa, leggst við bryggju í Sundahöfh fyrir hádegi í dag. Skipið er frá Þýzkalandi. Skipið er hátt í 40.000 lestir og 200 metra langt. Korngarður- inn, þar sem það leggst að, er hins vegar ekki nema 184 metrar og stendur skuturinn því út fyrir. Hún hefur viðdvöl hér fram til klukkan 19 í kvöld. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að þörf sé á að semja um nýtingu kolmunna við aðrar þjóðir sem hafa að- gang að kolmunnamiðum ásamt Islendingum, líkt og gert hafí verið um loðnu. Wolfgang von Geldem sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands segir að Halldór hafi margoft gefið til kynna aö samkomulag við EB, m.a. um kolmunnaveiðar bandalagsins á fslandsmiðum, sé hugsanlegt. Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður segir að ráðherra hafi ekkert umboð til að semja við Evrópubandalagsþjóðir um veiði- réttindi í íslenskri lögsögu og frá- leitt sé að blanda því saman við loðnusamninga. EB hafi engar kröfur gert um veiðiréttindi í íslenskri lögsögu og það ættu íslenskir ráðamenn að vita. Halldór Ásgrímsson segir að aðalatriðið sé að íslendingar muni ekki hvika frá andstöðu sinni við þá stefnu EB að bandalagið fái aðgang að íslenskum auðlindum í stað aðgangs að mörkuðum þess. Þjóðveijar hafi nú lofað að vinna þessari skoðun íslendinga fylgi innan EB. Um nýtingu kolmunna þurfi að semja við þær þjóðir sem eigi sameiginleg veiðiréttindi með íslendingum á kolmunnamiðum. En engar óskir um slíkt hafi kom- ið frá Vestur-Þjóðveijum. Von Geldem segir í viðtali við Morgunblaðið að tímabært sé að íslendingar geri samkomulag við Evrópubandalagið um sjávarút- vegsmál. Það gæti byggst á því að EB fengi að veiða kolmunna á íslandsmiðum og að íslendingar og EB nýttu saman sameiginlega stofna íslands, og Grænlands af rækju, loðnu og karfa. Halldór Einar sumarbúðir starf- ræktar án tilskilinna leyfa EINAR sumarbúðir, á Núpi í Dýrafirði, starfa nú án þess að Barnaverndarráð ríkisins hafi mælt með umsókn þeirra til menntamálaráðuneytisins. Þá starfræktu aðilar á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði vikunámskeið fyrir börn án tiiskilinna leyfa til þess. Þrennar sumarbúðir hafa ekki fengið umsóknir afgreiddar hjá Bamavemdarráði af ýmsum ástæðum, en þær munu ekki he§a starfsemi fyrr en í ágúst og hafa því enn svigrúm. Þrjátíu og einar sumarbúðir og bamaheimili hafa starfsleyfi til eins eða tveggja ára. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu Barnaveradarráðs ríkisins. Guðjón Bjamason fram- kvæmdastjóri Bamavemdarráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðumar fyrir því að um- sóknir sumra sumarbúða væm ekki afgreiddar frá ráðinu væra margar. Hvað Núp í Dýrafirði varðaði, þá var t.d. bent á að branavamir væra ekki fullnægj- andi. Plögg frá búðahöldurum á Núpi, vottorð og slíkt hefðu að auki borist seint, þar hefði verið unnið að úrbótum og nýlega hefði ráðinu borist bréf frá Núpi þar sem farið væri fram á af- greiðslu umsóknarinnar á grand- velli þeirra úrbóta sem gerðar hafa verið. „Á þessu stigi er ekkert hægt að segja hvað verður í sambandi við mál Núps í Dýrafirði og þó að við höfum bent öllum á heim- ild til að loka sumarbúðum sem starfa án leyfis, þá liggur fyrir að slík aðgerð er hið mesta mál og getur verið erfið í fram- kvæmd. Foreldrar barna í svona búðum eru ef til vill erlendis og fleira getur torveldað að laga- bókstafnum sé framfylgt," sagði Guðjón. Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hafi margoft gefið til kynna að slíkt samkomulag sé hugsanlegt. En það sé skoðun vestur-þýsku ríkisstjómarinnar að meginregla EB um að krefjast aðgangs að auðlindum fyrir aðgang að mörk- uðum eigi ekki að gilda um ísland. Á blaðamannafundi sem Hall- dór Ásgrímsson og Wolfgang von Geldem héldu í gær kom fram að Þjóðveijar hefðu kvartað undan því, að íslenskur fískur, sem flutt- ur hefur verið inn til Þýskalands, væri ekki nógu góður. í sameigin- Iegri fréttatilkynningu ráðherr- anna segir að Þjóðveijar leggi áherslu á „náuðsyn samræmingar og stöðugleika í útflutningi fersks fisks frá íslandi", þannig að land- anir skipa, gámaútflutningur og flugfrakt verði metin í heild. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir í gær að það hefði oft komið fyrir að lélegur íslenskur fiskur hefði farið á Þýskalandsmarkað, t.d. flök. „Það hefur skemmt fyrir okkur og þeir vilja að við höfum stjórn á útflutningnum.“ Sagðist Halldór álíta að sérstakur aðili á vegum hagsmunaaðila í sjávarút- vegi þyrfti að samræma útflutning á Þýskalandsmarkað í ljósi þessara athugasemda Þjóðveija. Sjá samtal við vestur-þýska ráðherrann á miðopnu. Brids: Tap fyrir Finnum Frá Sigurði B. Þorsteinssyni, frétta- ritara Morgnnblaðsins í Turku. ÍSLAND tapaði fyrir Finnum, 10-20, í 12. umferð Evrópu- mótsins í brids. íslendingar eru nú í gamalkunna Eurovision- sætinu, eða því 16. Fyrri hálfleikurinn var hálf sorglegur og liðið var 27 impum undir í hálfleik. Okkar mönnum tókst aðeins að ná 4 impum til baka í seinni hálfleik og því varð niðurstaðan 10-20 tap fyrir þjóð sem við vonuðumst til að vinna. Svíar eru efstir með 235 stig. Pólveijar eru næstir með 228 stig og Danir eru komnir í 3. sætið með 221 stig, en þeir unnu Bretland 22-8. íslendingar era með 166,5 stig. Sjá einnig lrétt bls. 28. 36 þúsund lítrar af Selzer til Bretlands SÓL hf. hefiir nýverið sent 36.000 lítra af gosdrykknum Selzer til Bretlands. Þetta gerir tæplega 60.000 dósir. Jón Scheving Thorsteins- son hjá Sól sagði í samtali við Morgunblaðið að góð stígandi væri í sölunni á Selzer í Bretlandi og bjóst hann við að hér eftir myndi fyrirtækið senda út einn gám í viku hverri, en í einum gámi eru tæpar 30.000 dósir, eða um 18.000 lítrar. Jón sagði enn fremur að Selzer- væri ekki um stóraiarkaðavöra að inn væri dýr drykkur, enda unninn ræða, heldur hefði drykknum verið úr úrvals náttúralegum hráefnum, . dreift á stærri og dýrari líkams- það væri engum lit- eða rotvarnar- ræktarstöðvar þar sem hann ætti efnum bætt út í og notaður væri vaxandi vinsældum að fagna. ávaxtasykur. Sagði Jón að hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.