Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 27
(Í8GJ UUl .8 HUÐAQflÁOUAJ QIQAJaiíUOflOM di
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 2 7
Evrópumótið í brids:
Islenska liðið hækkaði um
9 sæti í þremur leikjum
Frá Sigurði B. Þorsteinssyni, fréttarit-
ara Morgunblaðsins í Turku.
ÚTLITIÐ er skyndilega orðið
öllu bjartara í íslensku herbúð-
unum á Evrópumótinu í brids.
Búðir er að sönnu réttnefni, því
flestir spilararnir búa við frem-
ur frumsfaeðar aðstæður í stúd-
entagarði. íslenska liðið var
komið í 13. sæti eftir 11 um-
ferðir og hafði þá hækkað um
9 sæti í þremur leikjum.
Eftir sigra á Bretum og Norð-
mönnum komu íslendingarnir
ákveðnir til leiks í 10. umferð
gegn Austurríkismönnum sem þá
voru í 2. sæti. Guðmundur Páll
Amarson, Þorlákur Jónsson, Jón-
as P. Erlingsson og Valur Sig-
urðsson spiluðu fyrri hálfleik og
voru þremur impum yfir. í seinni
hálfleik komu Aðalsteinn Jörgens-
en og Ragnar Magnússon inn fyr-
ir Jónas og Val og þá bættu ís-
lendingar 20 impum við.
Leikurinn var mjög vel spilaður
af íslands hálfu og sigurinn því
sanngjarn. Þorlákur og Guðmund-
ur renndu sér í alslemmu í þessu
spili sem Austurríkismennirnir
misstu:
Norður ♦ ¥ ♦ ♦
Vestur Austur
♦ Á109 ♦ KDG5
¥ KD65 II ¥ Á10943
♦ Á102 ♦ 9
*KD4 Suður ♦ ¥ ♦ * ♦ Á92
Með Guðmund í vestur og Þorlák
í austur gengu sagnir þannig:
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
2 grönd . 3 tíglar
3 spaðar 4 lauf
4 tíglar 4 spaðar
4 grönd 5 hjörtu
5 spaðar 5 grönd
7 hjörtu
2 grönd sýndu slemmuáhuga í
hjarta og 3 tíglar sýndu einspil í
tígli. Þá tóku við fyrirstöðusagnir
en 4 grönd spurðu um ása. 5 hjörtu
sýndu tvo ása af fimm (trompkóng-
ur er talinn með) en neituðu tromp-
drottningu. 5 spaðar var biðsögn
og 5 grönd sýndu spaðadrottning-
una. Þá gat Guðmundur talið 13
slagi.
I 11. umferð spiluðu íslendingar
við Ungveija. Guðmundur og Þor-
lákur voru ekki jafn farsæiir í slem-
munum og áður. Þeir spiluðu meðal
annars 6 grönd og töpuðu þeim
meðan Ungveijarnir unnu 7 hjörtu.
Þá reyndu þeir önnur 6 grönd sem
töpuðust. Samt sem áður var tapið
aðeins 14-16. Guðmundur og Þor-
lákur spiluðu allan leikinn en hin
pörin skiptu í hálfleik.
Eftir 11 umferðir var ísland í
13-14. sæti með 156,5 stig. Svíar
voru efstir með 213 stig, þrátt fyrir
10-20 tap fyrir Grikkjum. Pólveijar
voru í 2. sæti með 203 stig og
Austurríkismenn í 3. sæti með 200,5
stig en þeirtöpuðu 14-16 fyrirNorð-
mönnum. Danir voru svo komnir í
4. sætið með 199 stig eftir 25-3
sigur á Irum.
íslendingar spiluðu við Finna í
gærkvöldi, en Finnar, sem höfðu
einu stigi minna en ísiendingar hafa
verið að ná sér á strik, unnu m.a.
Frakka 22-8 í 11. umferð. í dag
spilar ísland við Pólveija og Tyrki.
Eyjaferðir sáu um að kynna Breiðafjörðinn fyrir gestunum.
Morgunblaðið/Árni Helgason.
(
Stykkishólmur;
Erlendir mjólkurfiræðingar í skoðunarferð
Stykkishólmi.
NÝLEGA var háð hér á landi
þing norrænna mjólkurfræðinga
og voru um 500 manns á þessu
þingi. Að því loknu bauð fyrir-
tækið Tetra Pak nokkrum þing-
fúlltrúum sænskum og norskum
í kynningarferð til BreiðaQarðar
og ferð til að skoða fúglalíf o.fl.
og tóku þátt í þessari ferð um
50 manns.
Flugleiðir hf. önnuðust ferðina
en leiguflug Sverris Þóroddssonar
sá um að koma mönnunum fram
og til baka. Það má því til tíðinda
teljast, að vegna þessa hóps lenti
hér Fokker-flugvél, sem ekki getur
talist daglegur gestur hér á Stykk-
ishólmsflugvelli. Eyjaferðir sf. sáu
svo um að kynna Breiðafjörðinn
fyrir gestunum og sýna það mark-
verðasta og fór með þá í útsýnis-
og skoðunarferð um Suðureyjar og
Hvammsfjarðarröstina.
- Árni
Neskaupstaður;
Fyrsta sjóstangaveiðimótið
Neskaupstað.
FYRSTA opinbera sjóstanga-
veiðimótið austanlands var hald-
ið hér í tengslum við 60 ára af-
mæli kaupstaðarins. Lionsklúbb-
ur Norðflarðar stóð fyrir mótinu
og voru þátttakendur 16 talsins.
Róið var á fimm bátum.
Jónas Þór Jónsson, Reykjavík,
aflaði mest einstaklinga, 94,4 kíló,
en Alfa Sigurðardóttir, Neskaup-
stað, varð aflahæst kvenna með 49
kíló, aflahæsti báturinn var Mónes
með 200 kíló, Páll Emil Beck veiddi
stærsta fiskinn sem reyndist vera
4,3 kíló.
Mótið þótti takast vel og stefna
forsvarsmenn þess að því að gera
slík mót að árlegum viðburði á
staðnum.
- Ágúst
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Fyrsta opinbera sjóstangaveiðimótið var haldið nýlega á Neskaup-
stað í tengslum við 60 ára afhiæli kaupstaðarins.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ný rakarastofa í Mjódd
Jóliann Helgason, hárskerameistari, hefúr opnað nýja rakarastofú í
Mjóddinni. Þar er opið frá klukkan 9-18 alla virka daga og frá 1.
september verður einnig opið á laugardögum frá klukkan 9-14. I
frétt frá Jóhanni segir, að hann bjóði gamla sem nýja viðskiptavini
velkomna.
Síberíuvorblóm. Myndin er tekin við Garðyrkjuskólann á Reykjum
23. júní 1989. Árni Kjartansson tók myndina.
Síberíuvorblóm
Draba siberica
Blóm vikunnar
Umsjón Agústa Björnsdóttir
130.þáttur
Vorblómaættin er ein af þeim
stærri í plönturíkinu með hátt á
þriðja hundrað tegundir. Fjöl-
breytnin er þó ekki eins mikil og
ætla mætti þar sem margar teg-
undirnar eru líkar hver annarri.
Þetta eru smávaxnar og fíngerðar
plöntur og oft ósköp lítið áberandi.
Hér á landi vaxa nokkrar teg-
undir sem eru í hópi þeirra plantna
sem fáir þekkja. Þær eru flestar
með örlítil hvít bióm nema ein
tegund sem ber gul falleg blóm.
Það er Fjallavorblómið Draba
alpina, sem er fremur sjaldgæft.
Annars staðar í Evrópu og
austur í Asíu vaxa margar aðrar
gulblómstrandi tegundir. Erlendis
eiu þær mikið ræktaðar í stein-
beðum og hleðslum og þykja
skemmtilegar þótt litlar séu. Fyrir
nokkrum árum voru allmargar
þeirra reyndar í Lystigarði Akur-
eyrar t.d.
Síberíuvorblómið, sem hefur
verið hér lengi í ræktun og þrifist
prýðilega, enda mun það hafa
verið flutt inn frá Grænlandi en
þar vex það villt. Einnig vex það
austur í Uralfjöllum og austur um
Síbéríu.
Vorblóm mynda oft reglulegar
og þéttar blaðhvirfingar en
síberíuvorblóm er mjög frábrugðið
í vaxtarlagi. Það hefur langa og
granna skriðula stöngla með ör-
litlum aflöngum eða lensulaga
blöðum. Stönglarnir skjóta rótum
og mynda fljótt þétta breiðu. Jurt-
in verður alþakin gullnum blómum
í maí/júní. Getur þá enginn sem
sér komist hjá því að veita þess-
ari lýsandi sólskinsbreiðu sérstaka
athygli. Hún nýtur sín allra best
fái hún að flæða innan um og
yfir steina og klappir t.d. með
snæbreiðu eða garðskriðnablómi.
Síberíuvorblóm ættu allir bló-
maunnendur að þekkja. Það virð-
ist fullkomlega harðgert, auð-
ræktað og auðfjölgað. Og það
gleðst svo fljótt og innilega yfir
komu vorsins.
Hólmfríður Sigurðardóttir
Þess má geta að á undanforn
um árum hafa fjölmargar vor-
blómategundir verið á frælista
Garðyrkjufélags íslands
Síberíuvorblómið hefúr þó ekki
enn sem komið er komist á
þann lista, en væntanlega verð-
ur úr því bætt. Meðal þeirra
tegunda sem á frælistann hafa
komist má t.d. nefiia: Grávor-
blóni (Draba crassifolia), gull-
vorblóm (D. aizoon), heiðavor-
blóm (D. Lactea), héluvorblóm
(D. nivalis), jöklavorblóm (D.
glacialis) og móavorblóm (D
norwegica).