Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LÁtJGÁRDAGUR 8. JÚLÍ' 1989
19r
Greinargerð Hannesar Jónssonar, sendiherra:
Ráðherra ruglar saman
persónulegnm tillögum
og stefhu ríkisstjórnar
HANNES Jónsson, sendiherra, hefiir sent Jóni Baldvin Hannibals-
syni, utanríkisráðherra, greinargerð þar sem hann gagnrýnir ráð-
herrann harðlega, meðal annars fyrir hugmyndir um að um að leggja
niður hin svonefiidu heimasendiráð og að kalla heim alla sendiherra,
sem náð hafa 65 ára aldri. Enn fremur kemur fram, að Hannes telur
sér heimilt að tjá sig um persónulegar tillögur utanríkisráðherra.
Ráðherrann rugli hins vegar saman slíkum tillögum og steftiu ríkis-
stjórninnar. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna þessa máls í gær.
Morgunblaðið/Valdimar
Þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson á Snjalli (lengst til vinstri), Sigurbjörn Bárðarson á Skelmi, Einar
Öder á Fjalari og Baldvin Ari á Trygg hafa á fyrri degi úrtökumótsins tryggt sér sæti í landsliði
Islands í hestaíþróttum.
Urtökukeppni fyrir EM í hestaíþróttum:
Fjórir með tryggt sæti
FJORIR knapar tryggðu sér og hestum sínum sæti í landsliði
Islands í hestaíþróttum á fyrri degi úrtökukeppninnar á Varmár-
bökkum í Mosfellsbæ í gær.
í vor kynnti utanríkisráðherra
ríkisstjórn, utanríkismálanefnd og
embættismönnum tillögur um
ákveðnar skipulagsbreytingar í ut-
anríkisþjónustunni. Þessar tillögur
hafa ekki enn verið kynntar almenn-
ingi, en þó var þeirra að nokkru
getið í fréttaflutningi af lausnar-
beiðni Benedikts Gröndals sendi-
herra í síðasta mánuði. Hannes
Jónsson, sendiherra, lýsti þá yfir
andstöðu sinni við þær og sagði
ráðgjafa utanríkisráðherra vera
fúskara. Ráðherra vítti Hannes fyr-
ir ummælin og sagðist ekki sætta
sig við, að einstakir embættismenn,
sem ættu að framfylgja stefnu ráð-
herra og ríkisstjórnar, væru með
órökstuddan skæting í Ijölmiðlum
um stefnu ráðuneytisins í mikilvæg-
um málum.
í greinagerð Hannesar er meðal
annars vikið að hugmyndinni að
kalla sendiherra með mikla starfs-
reynslu heim og að þeir starfi ekki
erlendis eftir 65 ára aldur. Kemur
fram að Hannes er ekki andvígur
reglunni sem slíkri, heldur telur
óskynsamlegt að framkvæma hana
með offorsi og kalla sex sendiherra
heim á einu bretti, án þess að hafa
undirbúið störf fyrir þá í ráðuneyt-
inu. Telur hann slíkt mundi kosta
að minnsta kosti 10 til 12 milljónir
króna og að með því að framkvæma
þetta í áföngum megi spara mikið
fé.
I greinargerðinni er einnig gagn-
rýnd sú tillaga, að leggja niður
heimasendiráðin og færa starfsemi
þeirra til alþjóðadeildar utanrikis-
ráðuneytisins. Núverandi sendiherr-
ar hafi fengið samþykki og afhent
viðkomandi þjóðhöfðingjum trúnað-
arbréf á þeirri forsendu, að þeir
væru „venjulegir ambassadorar,
ekki kontóristar í ráðuneytisdeild".
Að breyta þessu væri brot á sam-
þykktu fyrirkomulagi, nema leitað
væri samþykkis viðkomandi ríkis,
sem líklegt mætti telja að fengist
ekki.
Hannes víkur síðan að þeim um-
mælum ráðherrans, að sendiherra
eigi ekki að tjá sig um stefnu ríkis-
stjórnar eða utanríkisráðherra. Seg-
ir hann að enginn ráðherra hafi
vald til að svipta embættismenn
utanríkisþjónustunnar skoðana- og
tjáningarfrelsi. Sendiherra túlki
stefnu ríkisstjórnarinnar hveiju
sinni gagnvart aðilum umdæmis-
landanna en í þessu tilviki rugli
ráðherrann saman persónulegum
tillögum sínum og stefnu stjórnar-
innar í meiriháttar milliríkjamálum.
Tillögurnar hefðu hvorki verið sam-
þykktar í utanríkismálanefnd né í
ríkisstjórn sér vitanlega.
Að lokum segir Hannes í greinar-
gerð sinni til utanríkisráðherra:
„Vonandi verður þessi greinargerð
til að auka enn skilning þinn á
málinu, þannig að þú hættir við að
vinna þann skaða á utanríkisþjón-
ustunni, sem stefnt er að með tillög-
um þínum, ^uk þess sem þær myndu
hafa í för með sér stóraukin ríkisút-
gjöld að ástæðulausu.“
VALTÝR Sigurðsson borgarfógeti
í Reykjavík úrskurðaði í gærdag
102 óþinglýst tryggingarbréf, út-
gefin af Ólíuverslun Islands hf.
Baldvin Ari Guðlaugsson á
Trygg frá Vallanesi vann sér
sæti í liðinu fyrir fjórgang. Aðal-
steinn Aðalsteinsson á Snjalli frá
Gerðum vann sér sæti fyrir tölt,
og Einar Öder Magnússon á stóð-
hestinum Fjalari frá Hafsteins-
með veði í fasteignum félagsins,
verðlaus sem tryggingu fyrir
kröfú Landsbanka Islands á hend-
ur félaginu. Olís skaut þessum
stöðum vann sér sæti fyrir Fimm-
gang. Sigurbjörn Bárðarson á
Skelmi frá Krossanesi vann sér
sæti fyrir næst besta árangur í
einni af áðurgreindum keppnis-
greinum, sem var í þessu tilfelli
árangur í tölti.
úrskurði fógeta umsvifalaust til
Hæstaréttar. Þau tryggingarbréf
sem um er að ræða hljóða upp á
rúmar 298 miiljónir króna. Að
Eftir eru þijú sæti laus í lands-
liðinu, og verður keppt um þau í
dag. Þar er um að ræða bestan
árangur í 250 metra skeiði og
þarf viðkomandi keppandi að ná
tíma undir 24 sekúndum. Þá verð-
ur keppandi með bestan árangur
í fimmgangi og skeiði valinn í lið-
ið, og að síðustu keppandi sem
nær bestu hlutfalli úr tölti, fjór-
gangi eða fimmgangi.
auki lagði Olís fram tryggingar
að mati 102,5 milljónir króna, sem
munu verða metnar af virðingar-
mönnum. Urskurðinn kvað upp
Valtýr Sigurðsson borgarfógeti.
Tryggingarbréf Olís:
Bréf að verðmæti 298 milljónir
úrskurðuð verðlaus sem trygging
Olís kærir úrskurðinn strax til Hæstaréttar
Urskurður borgarfógeta í Olísmálinu
HÉR fer á eftir úrskurður Valtýs máli aðila frá 3. júlí sl. þar sem íjall- stafað þeim eftir sem áður með lög- missir hún marks. Mál þetta hefur
Sigurðssonar borgarfógeta, sem
hann kvað upp í gær:
í fógetarétti í dag bauð gerðar-
þoli, Olíuverslun Islands hf., fram
tryggingar tilhanda gerðarbeiðanda,
Landsbanka íslands, til að afstýra
framkominni kyrrsetningarkröfu hins
síðarnefnda. Tryggingar þessar voru
framlagðar sem flokkur 17 til 22
eftir eðli þeirra. Gerðarþoli hefur lát-
ið bóka að þessar tryggingar séu
boðnar fram í forgangsröð í samræmi
við framlagningu þeirra þannig að
mati, ef krafist yrði, verði hætt þegar
fullnægjandi trygging hefur fengist.
Samtals nemur verðmæti framboð-
inna trygginga að mati gerðarþola
kr. 400.601.000,-.
Af hálfu gerðarbeiðanda hefur ver-
ið óskað mats á öllum framboðum
tryggingum.
Meðal framboðinna trygginga eru:
í flokki 17. 20 tryggingarbréf, öll
útgefin af gerðarþola með veði í fast-
eignum gerðarþola víðs vegar um
landið að nafnvirði samtals kr.
172.5000.000,- (í flokki 17 eru auk
þess 3 þinglýst veðbréf samtals kr.
41.000.000,-). I flokki 18. 82 trygg-
ingarbréf, útgefin af gerðarþola, með
veði í ökutækjum í eigu gerðarþola
samtals að nafnvirði kr.
125.560.000,-.
Með tryggingarbréfunum þessum
veðsetur gerðarþoli gerðarbeiðanda
fasteignir sínar víðs vegar um landið
og skráningarskyld ökutæki úr öllum
lögsagnarumdæmum landsins. Veð-
bréf þessi eiga það sammerkt að þeim
hefur ekki verið þinglýst.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar í
að er um meginhluta þessara veð-
bréfa segir: „Hvergi er þess getið að
veðbréfi þurfi að vera þinglýst þegar
það er boðið fram sem trygging."
Þá kom fram í dómi Hæstaréttar
að skort hafi á upplýsingar um verð-
mæti eigna og kvaða til að bréfin
teldust tryggingarhæf. Þá hafi skort
á um útgáfu framlagðra tryggingar-
bréfa í lausafé. Hafi fógeta borið að
gefa gerðarþola kost á að lagfæra
tryggingarbréfin. Gerðarþoli hefur
nú bætt úr þessum atriðum og teljast
öll þessi veðbréf því tryggingarhæf
að þessu leyti.
Fógeti metur, eða lætur meta ef
með þarf, framboðnar tryggingar
sbr. 12. gr. laga nr. 18/1949, sbr.
13. gr. sömu laga.
Við mat umræddra tryggingar-
bréfa ber almennt að líta til atriða
svo sem stöðu skuldar í veðröð, verð-
mæti veðsettra eigna svo og fjár-
hagsstöðu skuldara.
I því tilviki er hér um ræðir kemur
það fyrst til skoðunar, hvort þessum
tryggingarbréfum, sem eru óþinglýst,
verði yfirleitt komið í verð og þá með
hvaða hætti, enda felst tryggingar-
gildi þeirra fyrir gerðarbeiðanda í því
að fá megi greiðslu í skjóli bréfanna.
Það er forsenda fyrir almennum
viðskiptum með veðskuldabréf og þá
einnig tryggingarbréf, að þeim skuli
þinglýst. Þetta verður að teljast eðli-
legt þar sem annars er handhafi
þeirra ekki tryggður gegn ráðstöfun-
um skuldara sjálfs á hinum veðsettu
eignum. Þannig getur gerðarþoli,
þrátt fyrir veðsetningu umræddra
eigna sinna til gerðarbeiðanda, ráð-
gemingi til grandalauss aðila. Sá
aðili getur tryggt rétt sinn með þing-
lýsingu er gengur framar rétti gerð-
arbeiðanda. Enn fremur geta aðrir
lánardrottnar gerðarþola gengið að
eignum þessum og öðlast, að vissum
skilyrðum uppfylltum, ríkari rétt en
gerðarbeiðandi ef þinglýsing fer ekki
fram.
Ekki verða gerðar minni kröfur
um umrædd tryggingarbréf en geng-
ur og gerist í viðskiptum þegar verð-
mæti þeirra er virt. Það að bréf þessi
eru óþinglýst hlýtur því að ráða mestu
um verðmat þeirra.
Eftir lögum nr. 18/1949, sbr. 16.
gr. kemur ekki skýrt fram, hvort
gerðarbeiðandi eigi rétt til að fá
tryggingarbréfin í sínar hendur, eftir
að þau hafa verið tekin sem trygg-
ing, eða hvort fógeti varðveiti þau. í
síðara tilvikinu gæti gerðarbeiðandi
ekki annast þinglýsingu bréfanna.
Þess verður heldur ekki krafist að
fógeti láti á sinn kostnað þinglýsa
framboðnum veðskuldabréfum til að
tryggja rétt gerðarbeiðanda sam-
kvæmt þeim.
Við mat á tryggingaverðæmætum
verður að miða við þann tíma er
tryggingin er lögð fram. Mat á verð-
gildi umræddra tryggingarbréfa mið-
að við síðari tíma kemur því ekki til
álita enda yrði slíkt mat háð of mörg-
um óvissuþáttum.
Kyrrsetning er bráðabirgðagerð er
staðfesta þarf fyrir héraðsdómi. Stað-
festingarmál þarf einnig að höfða ef
gerðinni er afstýrt með tryggingu að
öllu leyti eða að hluta. Kyrrsetningar-
gerð skal hafa skjótan framgang ella
nú verið rekið reglulega hér fyrir
rétti frá 30. maí sl. Það er ekki eðli
kyrrsetningar, að hægt sé að hindra
framgang hennar með deilum um
tryggingar sem lagðar eru fram til
að afstýra henni. Þetta sjónarmið á
sér stoð í 1. mgr. 13. gr. laga nr.
18/1949 þar sem segir, að kyrrsetn-
ingu, sem fram hefur farið, skuli fella
niður að því marki sem tryggingar
kunni síðar að verða settar.
Það er mat fógeta að þau óþing-
lýstu tryggingarbréf er gerðarþoli
hefur boðið gerðarbeiðanda til trygg-
ingar í flokki 17 og 18 til að afstýra
kyrrsetningu, samtals talin að verð-
mæti kr. 298.060.000,- skuli talin
verðlaus sem slík trygging.
Rétt þykir vegna kröfu gerðarþola
um röð á mati framboðinna trygginga
svo og þar sem þessi tryggingarbréf
eru stór hluti framboðinna trygginga
að mat fógeta kæmi fram nú. Aðrar
framboðnar tryggingar, þ.e. 3 þing-
lýst tryggingarbréf í 17. flokki og
tryggingar í flokkum 19 til 22, skulu
teknar til virðingar af virðingarmönn-
um.
Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti,
kvað upp úrskurð þennan.
Úrskurðarorð: 20 óþinglýst trygg-
ingarbréf útgefin af gerðarþola, Olíu-
verslun íslands hf., samkvæmt 17.
flokki svo og 82 óþinglýst tryggingar-
bréf, útgefin af sama, samkvæmt 18.
flokki, samtals talin að verðmæti kr.
298.060.000,- skulu teljast verðlaus
sem trygging fyrir kröfu gerðarbeið-
anda, Landsbanka íslands. Aðrar
framboðnar tryggingar skulu virtar
af virðingarmönnum.
Forsaga málsins er sú, að þegar
fógeti hafði til meðferðar kyrrsetn-
ingarbeiðni Landsbankans á hendur
félaginu í síðastliðnum mánuði lagði
Olís fram tryggingar að mati 530
milljónir, sem virðingarmenn flokk-
uðu í sextán liði. Að auki voru lögð
fram 69 tryggingabréf með veði í
fasteignum félagsins. Fógeti hafnaði
bréfunum sem tryggingu, __ á þeim
forsendum að þau væru óþinglýst
og að á þeim væru vissir formgallar.
Þá úrskurðaði hann að tryggingar í
fimmtán af fyrrnefndum sextán
flokkum skildu metnar rúmlega á
215 milljónir, en tók sextánda liðinn
ekki til úrskurðar. Úrskurði fógeta
varðandi tryggingabréfin var ásamt
þremur öðrum áfrýjað til Hæstarétt-
ar, þar sem þeim var hnekkt. Hæsti-
réttur staðfesti hins vegar aðrar nið-
urstöður fógeta, þar á meðal að þær
tryggingar sem fram væru færðar í
fjórtán af sextán liðum bæri að meta
á 210 milljónir. Hins vegar var mati
fógetaréttar á 28% hlutafjár í Olis
hnekkt, en fógeti hafði metið hluta-
féð á 5 milljónir króna. Taldi Hæsti-
réttur að við þann úrskurð hefði ver-
ið beitt ólögmætum sjónarmiðum. í
áliti Hæstaréttar varðandi trygg-
ingabréfin var áréttað að formgallar
væru á þeim, og var Olís veittur
frestur til að leiðrétta þá, en að því
loknu væri félaginu frjálst að leggja
þau fyrir fógeta sem tryggingar að
nýju.
Þá sagði í dómnum: „Hvergi er
þess getið að veðbréfi þurfi að vera
þinglýst þegar það er boðið fram sem
trygging." Olís lagði bréfin síðan
fyrir fógetarétt að loknum breyting-
um, að viðbættum öðrum trygginga-
bréfum og tryggingum, og kvað fó-
geti í gær upp þann úrskurð er áður
var tíundaður.