Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚIÍ 1989
ai
Stórfelldar skattalækkanir
og raunhæfiir niðurskurður
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Hvort heldur stjórnmálamenn
eða hagspekingar láta ljós sitt
skína í umræðu um ríkisijármál
segja þeir að um tvær leiðir sé að
ræða, skattahækkanir eða stór-
felldan niðurskurð nema hvort
tveggja sé og fréttamenn éta spek-
ina eftir þeim. Hveiju á þá al-
múginn að trúa — hvar endar þetta
spyr hann — er ekki verið að hafa
okkur að fíflum er ekki verið að
etja okkur á foraðið. Hefur niður-
skurðarhnífnum ekki verið beitt
svo harkalega að jafnvel aldraðir
og sjúkir eru fluttir af spítölum
sem standa hálfauðir? Hefur ekki
atvinnuleysi verið skipulagt og
yfirvinna skorin niður? Hafa kjörin
ekki verið stórlega rýrð og hefur
ekki ríkissjóðsskepnan hallast
sífellt meir á vinstri hliðina,
ógæfuhliðina er hún ekki hreinlega
að verða afvelta skepnan sú?
Og ég spyr, ætla menn aldrei
að læra af reynslunni? Hún er sú
þegar hvolft er yfir þjóðina okur-
sköttum að hagurinn versnar og
verðlag æðir áfram. Það gleymist
yfirleitt alltaf að dálkar fjárlaga
eru tveir, útgjöld og tekjur. Ut-’
„Með stórfelldum
skattalækkunum að
hundraðshluta gæti
ríkið stöðvað verðbólgu
á augabragði, tryggt
kjör fólks og fyrirtækja,
eflt auðsköpun og skap-
að sjálfu sér örugga af-
komu með hóflegum
sköttum á öflugt at-
vinnulíf og batnandi
kjör þegar sjúklingur-
inn er orðinn heill
heilsu.“
gjöld ríkisins þegar upp er staðið
■ eru nánast einvörðungu bein og
óbein laun og svo gjaldeyrisnotk-
un. Laun hækka við verðlags-
hækkanir og verðlag við gengis-
fellingar. Olánssnældan spinnur
uppá sig með sívaxandi hraða og
ríkisstjómir deyja, flestar fyrir
aldur fram. Útgjöldin hækka
nefnilega langt á undan tekjunum
sem hækka raunar aldrei eins og
ætlast var til heldur lækka að
_ *
Enn hrapar Ikarus
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Björn Þorsteinsson: KVER SEM
ER. Eigin útgáfa 1989.
Ljóð Björns Þorsteinssonar
minna á ljóð ungra höfunda yfir-
leitt. Þau eru viðbrögð við samtím-
anum og íjalla líka um hin eilífu
gildi og hinn eilífa vanda.
Eitt ljóðanna nefnist Upplyfting
íkarusar:
Hægt og bítandi
sökkva mennirnir
í kviksyndi hversdagsleikans
kreppan skeið sitt á enda, ósællar
minningar. Og heimsstyijöldin
braust út 1. september það ár. »Um
þennan merkisatburð,« segir Jónas,
»fréttum við heiðabúar fyrst um
miðjan september, þegar síðast var
komið með vistir til okkar. Við höfum
því að öllum líkindum lifað 15 dögum
skemmri styijöld í vitund okkar en
flestir aðrir.« Allt er afstætt, það
má nú segja!
Af öðru efni þessa Húnvetnings
dettur mér í hug að nefna þáttinn
Valdimar K. Benónýsson skáldbóndi
á Ægisíðu á Vatnsnesi sem Björn
Þ. Jóhannesson hefur tekið saman.
Valdimar hefur verið einn þeirra
snjöilu hagyrðinga sem kenna mátti
til skáldskapar þegar honum tókst
best upp. Kjarnmikil og efnisleg eru
erfiljóð hans svo dæmi sé tekið. í
þætti Bjöms kemur fyrir bæjarnafn-
ið Torfastaðir. Fljótt á litið sýnist
mér sem þar muni vera átt við Torfu-
staði sem svo voru líka nefndir. Ef
til vill er fyrrtalda heitið, það sem
Björn notar, upprunalegra og þar
með réttara. Bæjanöfn jafnt sem
örnefni kunna að hafa breyst og af-
bakast með aldanna rás.
í ritinu eru líka niðjatöl og frá-
sagnir af ættarmótum. Þess háttar
samkomur hafa orðið algengari með
árunum. Og ættfræðiáhugi er ótrú-
lega almennur. Og hreint ekki ein-
skorðaður við eldri kynslóðina eins
og áður var,
En hvatinn að útgáfu rits eins og
Húnvetnings sýnist mér vera tvenns
konar. Annars vegar hreinn fræði-
áhugi sem hvorki þarf að vera bund-
inn við sveit né sýslu, hins vegar
tryggð og ræktarsemi við átthagana.
Ritið á því, þegar vel tekst til, erindi
til allra sem áhuga hafa á sögu og
þjóðfræðum, þó það höfði auðvitað
mest til Húnvetninga.
raungildi þegar tekist hefur að
koma kreppunni á, kaupgeta fer
minnkandi og þjóðarframleiðsla
staðnar, þ.e.a.s. þegar snillingum
í eldhúsi Kerfisins hefur tekist að
baka minni þjóðarkökur til skipt-
anna.
Ríkistekjur hérlendis eru svo til
allar í hundraðshlutum, prósentum
af tekjum og eignum ásamt stöð-
ugt hækkuðum þjónustugjöldum.
Staðgreiðsla skatta leiðir líka til
þess að nú fá fjármálaráðherrarn-
ir blessaðir tekjuskattinn óskertan
í stað verðbólgukróna. En þeir,
fjármálaráðherrarnir, virðast ekki
gera sér neina grein fyrir því að
þetta hrekkur hvergi til því að
byltingin étur skattkerfisbörnin
þeirra við fæðingu, þau lenda beint
í kjafti verðbólguófreskjunnar.
„Tekjur ríkissjóðs hafa vaxið
minna en áætlað var, en gjöldin
meira“ segja þeir og bretta upp
ermarnár. Nú dugar ekkert nema
handaflið! Og handaflinu mun beitt
næstu vikur og mánuði beint á
milli augnanna á fólki og fyrir-
tækjum.
Verðbólguna er auðvelt að
Eyjólfur Konráð Jónsson
kveða í kútinn aðeins ef ríkið slak-
ar á klónni á undan almenningi.
Á sl. ári flutti ég þrisvar .sömu
tillöguna til lausnar vanda útvegs-
ins í þingflokki sjálfstæðismanna.
Það var í febrúar, maí og septem-
ber. Hún var svohljóðandi:
Gengið verði fellt um 12-15%,
söluskattur verði lækkaður um 5%.
Allir viðurkenndu að 5% lækkun
söluskatts mundi að fullu vega upp
verðlagshækkanir af u.þ.b. 13%
gengisfellingu, en frekari lækkun
skattheimtu af matvælum var auð-
vitað uppi í erminni, þótt það
mætti ekki orða þá vegna trúar-
bragða krata. Alltaf var sama til-
lagan flutt þótt á tímabilinu yrðu
gengisfellingar og kák sem engan
vanda leysti, ástandið var óbreytt
eða fór versnandi.
Sjálfsagt grunar menn að það
sé útgjaldalaust fyrir mig og mína
að ég lýsi því nú yfir að ég hefði
getað hengt mig upp á að ofan-
nefnd úrræði hefðu nægt í fyrra
til að bjarga fólki og fyrirtækjum!
En ég fullyrði að úrræði eitthvað
í þessa áttina munu duga þegar
fijálslynd stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins verður mynduð.
Með stórfelldum skattalækkun-
um að hundraðshluta gæti ríkið
stöðvað verðbólgu á augabragði,
tryggt kjör fólks og fyrirtækja,
eflt auðsköpun og skapað sjálfu
sér örugga afkomu með hóflegum
sköttum á öflugt atvinnulíf og
batnandi kjör þegar sjúklingurinn
er orðinn heill heilsu. Sama krónu-
talan yrði fljótlega í kassanum
þegar verðlag hefði lækkað, fólk
sætti sig við kjörin og gengið héld-
ist stöðugt. Og skjótt mundi al-
vörukrónum fjölga hvarvetna í
þjóðlífinu. Sú hækkun skatta að
hundraðshluta sem orðin er geng-
ur a.m.k. aldrei upp hvað þá enn
nýjar álögur.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík.
sumir busla og bíta á jaxlinn
flestir fara á bélakaf
stundum næ ég
af fítonskrafti
að rífa mig uppúr eðjunni
og he§a mig tii flugs
til móts við ljósið
en aðeins skamma stund
ljós bræðir vax
fjaðrir Ijúka
mér fatast hugmyndaflugið
enn hrapar Íkarus.
Ljóðið skýrir í senn frá þeirri
reynslu að menn sökkva í kvik-
syndi hversdagsleikans og skáldi
fatast hugmyndaflugið. Sú
skamma stund sem orðuð er í ljóð-
inu á sér þó tilgang og jafnvel
hamingju.
Björn Þorsteinsson yrkir tölu-
vert um strætisvagna og stætis-
vagnastjóra. I hita leiksins (Sönn
saga 3) dregur upp mynd þess
þegar „vagnstjórinn/ ruglaðist í
ríminu/ í annríki dagsins/ og
beygði af/ hefðbundinni leið“.
Bjöm yrkir líka um þegar hvers-
dagsleikinn er rofinn með öðmm
og alvarlegri hætti, samanber í
svefnklefa hraðskreiðu feijunnar
til Feigðaróss. í því ljóði brennur
manneskja lifandi eftir að hún
hefur krýnt sig með „heddfónun-
um“, dýft fótunum í nuddtækið,
kveikt á vídeóinu og skipt um rás
í sjónvarpinu.
Björn er kaldhæðinn og opin-
skár um margt það sem er hluti
af tilveru nútímamannsins, en á
líka til trega þegar önnur og mikil-
vægari efni eru á dagskrá. Dæmi
þess er Dagur án þín þegar tilvist-
in er „tóm/ eða víti“. Áberandi er
hve ljóðin eru hnitmiðaðri þegar
ort er um sígild efni, en hvers-
dagsleikinn kallar á orðmörg ljóð,
mælsk án þess þó að vera gefin
fyrir yfirlýsingar.
í Kver sem er er viðleitni til
skáldskapar, en þó einkum við-
brögð eins og fyrr segir. Höfund-
urinn hefur ekki fundið þá leið sem
þarf til verulega skáldlegrar tján-
ingar, en með almennum hætti
hefur hann sitt til mála að leggja.
tomgfeö DDQlfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Úti um allt land eru vökulir
unnendur og veijendur móður-
málsins sem láta frá sér heyra
og til sín taka, þegar þeim þyk-
ir því misboðið. Einn þeirra er
Sigurður Jónsson á Patreksfirði
sem skrifar mér langt að til þess
að benda mér á mállýti í auglýs-
ingu um spariskírteini frá fjár-
málaráðuneytinu (Mbl. 18. maí
1989). Þar voru erlendir pening-
ar upp taldir frá mörgum löndum
og rétt farið með heiti þeirra að
íslenskum hætti. En ein var und-
antekning. Gríska myntarheitið
drakma var óbeygt í þágufalli
og hljóðvarpslaust: „af grískri
drakma“.
í Orðabók menningarsjóðs
stendur að drakma sé kven-
kynsnafnorð, aukaföll drökmu
og fleirtala drökmur. í auglýs-
ingunni hefði því átt að standa:
af grískri drökmu. Sigurður
Jónsson mundi eftir drökmunni
úr Lúkasarguðspjalli
(15,8-10), en þar stendur: „Eða
einhver kona á tíu drökmur og
týnir einni; kveikir hún þá eigi
á lampa, sópar húsið og leitar
vandlega, þangað til hún finnur
hana?“
Sigurður Jónsson var svo
varkár, að hann vildi vita hvað
stæði í Guðbrandsbiblíu. Með
góðri hjálp amtsbókavarðar á
Akureyri kom í ljós að í þeirri
biblíu og öllum síðan, til 1906,
stóð peningur, þar sem nú er
drakma. í endurskoðaðri útgáfu
Nýja testamentisins 1906 er
drakman komin í stað „penings-
ins“, og hefur svo verið síðan í
útgáfum Biblíunnar, sýnist
mér. Þetta var svolítið annar
handleggur, en umsjónarmaður
þakkar Sigurði Jónssyni og hans
líkum árveknina.
Og þá er það Ólöf Friðjóns-
dóttir, Leirárgörðum í Borgar-
fjarðarsýslu. Henni þykir mjög
ámælisvert, þegar vísur og ljóð
eru afbökuð í auglýsingum og
barnaefni og með því spillt brag-
eyraþjóðarinnar. Hún spyr hvort
enginn höfundarréttur sé til
gegn þessum ósköpum. Henni
finnst kynlegt að flestir sálfræð-
ingar, sem tala í útvarp, séu illa
máli farnir, og bætir við: „Venju-
legt fólk er oftast miklu áheyri-
legra og ég tekst á loft af hrifn-
ingu þegar ég heyri yngri kyn-
slóðir nota hárrétt gömul orð-
tæki og orðasambönd. Nú í vet-
ur hitti ég ungan pilt, sem spjall-
aði svo glaðlega og fijálst um
daginn og veginn við mig, blá-
ókunnuga, að ég er enn að dást
að honum. Þau eru ekki öll illa
talandi sem hafa alist upp við
sjónvarp og myndasögur." Ólöf
skopgerir svo það tal sem henni
mislíkar: „Ég verð að segja, að,
ég er illa í stakk búin, að skrifa
um íslenskt mál, á þennan máta,
það vill segja, að ég er ekki
áhafnarmeðlimur á málfarslegri
þjóðarskútu og allir taka ekki
mark á þessu, enda engin um-
frameftirspurn eftir mér á þeim
æðri vettvangi...“
Að lokum leggur Ólöf til að
orðið hnoðplast leysi „kennara-
tyggjó" af hólmi.
Umsjónarmaður tekur undir
þau orð Ólafar, að margt ungt
fólk er vel máli farið. Það þekk-
ir hann af góðri reynslu.
★
Bama vor böm munu lofa
blómstrin þíns penna,
sagði Bjami Thorarensen í erfi-
ljóðunum eftir Svein Pálsson
lækni (1762-1840).
Mér flugu þessar ljóðlínur í
hug, þegar ég las í Heilbrigðis-
málum (1/1989) um daginn
grein eftir Svein lækni um sjúk-
dóma og heiti þeirra (Sjá Lær-
dómslistafélagsritin 1789 og
90). Sveinn vildi m.a. sýna
„orðríki hinnar íslensku tungu,
er einna mest lætur sig í ljósi í
mennt þessari, fremur öðrum“.
Margt er stórskemmtilegt og
snjallt í grein Sveins. Teljast
með sjúkdómum garnagaul og
kvensemi, „þá hún fram úr keyr-
ir“. Önnur dæmi:
„Græðgi (Cynorexia) er ómett-
anleg matarlyst er einatt tilfellur
sjúklingum og óléttu kvenfólki;
stundum kallast þetta nálgur
vegna þess að þeir, sem í er
nálgur, eru sísvangir og sópnir.
Heimsótt (Nostalgia) kallast
einnig óyndi og í gömlu máli
494. þáttur
landmunur, landmuni og er ein
tegund geðveiki...
Holdríki (Polisarcia) eða offita
er af hinum yngri læknum talin
meðal sjúkdóma, fer það að
maklegleikum að ístrumagar eru
mörgum veikleikum undirorpnir
er kenna ættu þeim að hafa sig
í hófi.“
Hér vekur umsjónarmaður
sérstaka athygli á hinum ágætu
nöfnum heimsótt og holdríki,
svo og lýsingarorðinu sópinn.
Um það hafa ekki fundist dæmi
annarstaðar en virðist eftir sam-
bandinu merkja þyrstur, líklega
skylt súpa.
Þegar Sveinn læknir minnist
á landmun=heimþrá, dettur
mönnum auðvitað í hug hin
fræga Óvíd-þýðing Sveinbjarnar
Egilssonar um útþrá og heim-
þrá:
Leika landraunir
lýða sonum,
hveim er fúss e>- fara.
Romm er sú taug,
er rekka dregur
fóðurtúna til.
Próf. Baldur Jónsson á ís-
lenskri málstöð hefur heitið
mér stuðningi sínum til þess að
upp verði tekið kraftbensín fyr-
ir „súperbensín“. Hann hefur oft
beðið um kraftbensin og veit
til þess að fleiri málvandir menn
hafi gert.
Nú skora ég á alla bensínsala
og fréttamenn að rígfesta kraft-
bensín í málinu. Ætlum við
nokkuð að skíra risaveldin upp
og nefna þau „súperveldi"?
Það þykir mér undarlegt tal,
að bátar séu „vélarvana“, þegar
þeir eru með bilaða vél, aflvana.
Vélarvana er vélarlaus eins og
orðvana er orðlaus.
Gott þótti mér hins vegar að
sjá hér í blaðinu um daginn
(Staksteinum) að talað var um
vörpin í staðinn fyrir „ljósvaka-
miðlana".
Hlymrekur handan kvað:
1 stað þess að hamfletta hanana
og höggva af fílunum ranana
snerist Sambó á hæli,
fór heim í sitt bæli
og át brauðaldin, hnetur og banana.