Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 30
f8
3G
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JULÍ 1989°
ATVINNUA UGL YSINGAR
Hafnarfjörður
- blaðberar
Blaðbera vantar víðsvegar um bæinn í sum-
ar, vegna sumarafleysinga.
Upplýsingar í síma 652880.
Kennarar
rm
Tónlistarkennari
Kennara vantar að Hrafnagilsskóla í Eyjafirði
næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru
enska og heimilisfræði.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma 96-31230
eða formaður skólanefndar í síma 96-31227.
mregmiMnftlft
Handflakarar
Óskum að ráða vana handflakara. Húsnæði
á staðnum.
Upplýsingar í símum 97-71801 og 97-71803,
heimasími 97-71567.
Ness hf.,
Neskaupstað.
Útgáfustjóri
Skrifstofa Alþingis óskar að ráða starfsmann
(útgáfustjóra), er hafi umsjón með útgáfu-
starfi þingsins (prentun Alþingistíðinda o.fl.).
Háskólamenntun og þekking á ritvinnslu
æskileg.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á
skrifstofunni, sími 11560.
Umsóknarfrestur er til 28. júlí nk.
Tónskóla Ólafsfjarðar vantar kennara sem
kennir á hljómborð og gæti tekið að sér org-
anistastarf.
Upplýsingar veittar á bæjarskrifstofunni í
síma 62151 eða hjá Soffíu Eggertsdóttur í
síma 62357.
Hafnarfjörður -
fóstrur
Deildarfóstrur óskast til starfa á nýjan leik-
skóla, sem mun taka til starfa í haust og
verður við Hjallabraut í Hafnarfirði. Gott
tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu upp-
eldisstarfs frá grunni við góðar aðstæður.
Fóstrumenntun áskilin.
Forstöðumaður, Margrét Pála Ólafsdóttir,
mun verða til viðtals á félagsmálastofnun
miðvikudag, fimmtudag og föstudag í næstu
viku og veita nánari upplýsingar. Sími 53444.
Byggingavöru-
verslun
Óskum að ráða afgreiðslumenn til framtíðar-
starfa strax. Reynsla æskileg í verslunar-
störfum.
Umsóknum um starfið skal skila til Vöruhúss-
stjóra, sem gefur allar nánari upplýsingar í
síma 98-21000.
Vöruhús KÁ,
Selfossi.
Kennara vantar
Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar
kennarastöður. Meðal kennslugreina eru
íslenska og danska. Yfirvinna í boði ásamt
ódýru húsnæði. Upplagt fyrir hjón eða sam-
býlisfólk sem kenna bæði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
97-51159.
Skrifstofa Alþingis.
Féiagsmáiastjóri.
Skóianefnd.
BÁTAR-SKIP
Kvóti
Viljum kaupa botnfiskkvóta.
Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast
hafið samband í símum 95-13209, 95-13203
og 95-13308.
Hólmadrangur hf.
ÝMISLEGT
Ódýrttil Danmerkur
Síðasta tækifæri sumarsins
Aðeins 12 sæti eru laus í leiguflugi Norræna
félagsins til Billund á Jótlandi þann 19. júlí
nk. Heimkoma 2. ágúst. Verð 16.300 kr.
Uppselt er í allar aðrar leiguflugferðir félags-
ins í sumar. Þetta er síðasta tækifærið fyrir
félagsmenn til þess að fá ódýrt flugfar til
Danmerkur í sumar. Getum útvegað sumar-
hús og bílaleigubíla.
Norræna félagið.
TIL SÖLU
Til sölu
vel þekkt fótaaðgerðarstofa.
Stofan er í fullum rekstri, á góðum stað í
miðbænum. Vandaður, sérhannaður stóll og
góð tæki, gott leiguhúsnæði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Brottflutningur - 10682.“
Sumarbústaðalönd
Til sölu sumarbústaðalönd (eignarlönd) í
landi Úteyjar I við Laugarvatn. Gott land á
fallegum útsýnisstað. Aðgangur að köldu
vatni og mögulega heitu. Stutt í silungs-
veiði. Uppl. í síma 98-61194 (Útey I).
TILKYNNINGAR
’WBSSZTHa:: :;“7U.T-' •
Starfsmenntunarstyrkir
til náms í Noregi og
Svíþjóð
Lausir eru til umsóknar fáeinir styrkir sem
norsk og sænsk stjórnvöld veita á námsárinu
1989-90 handa Islendingum til náms við
fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirn-
ir eru einkum ætlaðir til ýmiss konar starfs-
menntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi.
Fjárhæð styrks í Noregi er 20.400 n.kr. og
í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils
árs.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
20. júlí nk. og fylgi staðfest afrit prófskír-
teina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð
fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
5. júlí 1989.
Nauðungaruppboð
þriðju og síðustu fara fram á eftirtöldum fasteignum mánudaginn
10. júlí nk. á eignunum sjálfum.
Kl. 10.00. Hafnargata 32b, þingl. eign Brynjólfs Sigurbjörnssonar,
eftir kröfu Árna Halldórssonar, hrl.
Kl. 14.00. Múlavegur 17, þingl. eign Gyðu Vigfúsdóttur en talin eign
Magnúsar Stefánssonar, eftir kröfu Magnúsar M. Norðdahl, hdl.,
Brunabótafélags (slands og veðdeildar Landsbanka Islands.
Kl. 16.00. Fjaröarbakki 1, þingl. eign Magnusar Karlssonar, eftir kröfu
Magnúsar M. Norödahl, hdl., Árna Halldórssonar, hrl. og veðdeildar
Landsbanka islands.
Sýslumaður Norður-Múlasýslu.
Bæjarfógetinn Seyðisfirði.
SJALFSTJEÐISFLOKKURINDM
FÉLAGSSTARF
Norðurland vestra
Kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra
gangast fyrir plöntun trjáplantna á Siglufirði laugardaginn 8. júli.
Mæting við Hótel Höfn kl. 14.00. Opinn stjórnarfundur verður hald-
inn eftir plöntun. Allir sjálfstæðismenn hvattir til að mæta.
Stjórn kjördæmissamtakanna.
Wélagslíf
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma með dr. Lester Sumr-
all mánudag 10. júlí kl. 20.30 í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Allir velkomnir.
iBlj Útivist
Sunnudagsferðir 9. júlí
1) Kl. 10.30 Innstidalur-Heng-
ill. Gengið upp hjá hverasvæð-
inu uppá Skeggja og niður í
Marardal. Skemmtileg fjall-
ganga. Fjórða feröin i ferðasyrp-
unni „Fjallahringurinn". Verð
1000,- kr.
2) Kl. 13.00. Nesjavallavegur-
Marardalur-Draugatjörn. Ekinn
verður Grafningsvegur á Nesja-
velli og þaðan inn á Nesjavalla-
veginn. Gengið um fallega
hamradali vestan Henglis að
Draugatjörn. Gönguferð við allra
hæfi. Verð 1000,- kr.
3) Kl. 08.00. Þórsmörk-Goða-
land. Stansað 3-4 klst. i Mörk-
inni. Verð 1.500,- kr. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu. Frítt fyrir börn
m. fullorðnum.
Kvöldsigling að Lundey (lunda-
byggð skoðuð) á miðvikudags-
kvöld kl. 20. Brottför frá Sunda-
höfn.
Hekluganga á laugardag 15.
júlí kl. 08.00. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir
Ferðafélagsins:
Sunnudagur 9. júli:
Kl. 13.00 Ármannsfell (766 m).
Ekið að Skógarhólum og gengið
þaðan. Verð kr. 1.000,-.
Kl. 13.00 Eyðibýlin á Þingvöllum.
Ekið inn að Sleöaási og gengið
þaðan um Hrauntún, Skógarkot
að Vatnskoti. Létt gönguferð við
allra hæfi. Verð kr. 1.000,-.
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð.
Kynnið ykkur tilboðsverö Ferða-
félagsins á dvalarkostnaði i
Skagförðsskála/Langadal.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Fritt fyrir börn að 15 ára aldri.
Ferðafélag íslands.
Auðbrekku 2.200 KOpavogur
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Samkoma á morgun kl. 14.00.
Ath. breyttan samkomutfma.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn bænasamkoma í kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir.
H ÚSNÆÐI í BOÐI
Falleg einstaklingíbúð
til leigu m/innbúi í miðbæ. S-
svalir. Uppl. í síma 656080.