Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 12
‘--12 G8fil LlÚl .8 3U0AQHAí)liAii BWAWtflfeiBflW —M0 Rírtí Nfl-LAfM Ð- -LzAUGARÐAGUR-&.-J UlT 1 á89- f i (TTTmT Nauðsynlegt að breyta íslenzkri löggjöf til að fá líffæri til ígræðslna: Hvernig er hægt að kasta á glæ líf- færum sem gætu bjargað mannslífum? - segir dr. Magdi Yacoub, þekktasti hjartalæknir Breta, sem grætt hefur líffæri í tvo íslendinga Lundúnum. Frá Ólafl Þ. Stephensen, blaðamanni Morgfunblaðsins. DOKTOR Magdi Yacoub, yfirlæknir við Brompton-sjúkrahúsið í Lundúnum, segist telja afar mikilvægt að íslenzkri löggjöf verði breytt á þann veg að hægt verði að taka líflæri úr sjúklingum, sem dánir séu heiladauða, til ígræðslu í sjúklinga á brezkum sjúkrastofn- unum, sem þurfa þeirra lífsnauðsynlega með. Engin skilgreining er til á því í íslenzkum lögum hvort menn teljist látnir við heila- dauða. Akjósanlegustu líffærin fást úr fólki, sem úrskurðað hefúr verið heiladáið, en hægt er að halda hjarta og fleiri líffærum starf- andi áfram. Dr. Yacoub, sem er frægasti hjartalæknir Breta og talinn einn sá færasti, græddi hjarta og lungu í Halldór Halldórs- son fyrir hálfú öðru ári og fyrir hér um bil mánuði bjargaði hann lifi Helga Einars Harðarsonar með hjartaígræðslu. Hann segir að brezkir hjartalæknar myndu meta það mikils, ef íslenzkur almenn- ingfur legði sitt af mörkum til þess að þannig mætti gefa fleirum nýtt líf með nýjum líflærum. Yacoub hefúr sent íslenzkum læknum bréf þessa efiiis, og segir að hann hafi fengið jákvæð svör, en þáttur stjómvalda ráði úrslitum. Morgunblaðið/Ó. Þ. Stephensen Dr. Magdi Yacoub á skrifstofú sinni á Brompton-sjúkrahúsinu. Þar hefiir hann prófessorsnafhbót í hjarta- og öndunarfæraskurð- lækningum. Að fá líffæri til ígræðslu frá Islandi er dr. Yacoub slíkt hjart- ans mál, að hann gerði undan- tekningu á þeirri reglu að ræða aldrei við blaðamenn, til þess að skýra Morgunblaðinu frá sjónar- miðum sínum í þessu máli. Við tylltum okkur niður á skrifstofu hans í örstuttu hléi milli upp- skurða. Bráður skortur á líffærum Yacöub segir að fjöldi vel- heppnaðra líffæraflutninga hafi gert læknum kleift að hjálpa fjölda manns, sem ella hafi átt stutt líf eða varanlega örorku fyr- ir höndum. „Velgengni líffæraí- græðslna hefur orsakað bráðan skort á gjafalíffærum. í þessu landi hefur það færzt í vöxt að fólk gefi líffæri, og almenningur hefur stutt líffæraflutningana með þeim hætti. Að sjálfsögðu myndum við vilja hjálpa öllum sem þurfa ný líffæri, en biðlistinn eftir þeim lengist stöðugt og við getum ekki aðstoðað alla, sejn á honum eru, vegna líffæraskortsins. Þess vegna verðum við að grípa til þeirra úrræða að velja úr fólkið, sem er í brýnastri neyð. Almenn- ingur verður að vinna með okkur læknunum til þess að leysa þenn- an vanda.“ Yacoub minnist á ungu íslend- ingana tvo, sem hann hefur grætt líffæri í. „Við vorum mjög glaðir að geta hjálpað þeim. Við mýnd- um einnig meta það afar mikils ef íslenzkur almenningur styddi málstað líffæraflutninga, einmitt vegna þess að nú höfum við séð að það er hægt að hjálpa ungu fólki eins og þeim, fólki sem ann- ars myndi deyja. Þú hefur hitt Helga Harðarson. Hann er allur annar maður eftir hjartaígræðsl- una. Okkur þótti öllum ákaflega leitt að sjá hvað hann þjáðist mik- ið og hvað hann var langt leidd- ur.“ — Hafið þér fengið einhver svör frá íslenzkum starfsbræðrum við fyrirspurnum yðar? „Já, við fengum mjög ánægju- legt bréf, þar sem þeir sögðust myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði; til þess að svo mætti verða að Islendingar gætu lagt líffæri af mörkum. Þeir sögðust einnig myndu ræða málin í sinn hóp, en þeir skýrðu okkur frá því að á íslandi væri engin löggjöf, sem skilgreindi dauða. í Bretlandi eru menn úrskurðaðir látnir ef þeir hafa dáið heiladauða. Ef læknastéttin á íslandi féllist á dánarúrskurð á þeim forsendum, og hann yrði leiddur í lög, yrði það mikið framfaraspor til hjálpar sjúkum.“ Önnur lönd leggja til líffæri — Fá brezkir læknar líffæri frá öðrum þjóðum, sem senda sjúkl- inga til Bretlands í líffæra- ígræðslu? „Nánast allar þjóðir, sem njóta aðstoðar okkar, senda okkur líffæri. Við viljum hins vegar alls ekki gera upp á milli sjúklinga eftir því hvort við fáum gefin líffæri frá heimalandi þeirra eða ekki. Ég hef sjálfur aldrei viljað slíkt; sjúklingar eru sjúklingar. Það er hins vegar mjög mikilvægt að fólk geri sér ljósa þörfina fyrir gjafalíffæri. Hver veit nema ís- lendingar framkvæmi sjálfir líffæraflutninga innan tíðar. Það gæti reyndar orðið erfitt að rétt- læta slíkt í svo fámennu landi. Við yrðum mjög glaðir ef við gætum haldið áfram að hjálpa ykkur og notið gagnkvæmrar að- stoðar Islendinga." — Hvernig yrði flutningi íslenzkra gjafalíffæra til Bret- lands háttað, éf úr yrði? „Við myndum sjálfir koma og sækja líffærin. Við höfum flogið í einkaflugvélum út um alla Evr- ópu í því skyni, oft um miðja nótt. Að nálgast líffærin er ekkerí vandamál fyrir okkur.“ — Er einhver þrýstingur á hjartalækna af hálfu brezks al- mennings að græða líffæri úr Bretum aðeins í brezka sjúklinga? „Slíkt væri ómerkilegur hugs- unarháttur, og hann er ekki til meðal lækna. Ég held að það sé ekki heldur álit almennings að brezk líffæri eigi aðeins að græða í Breta. Raunverulega vandamálið er að hundruð sjúklinga bíða eftir líffærum, og gjafalíffærin frá Bretlandi hrökkva hvergi til. Hin siðferðilega spuming, sem við spyijum, bæði aðra og okkur sjálfa, er þessi: Hvernig getur Bretland hjálpað öllum heiminum þegar fólk er að deyja hér vegna þess að það vantar líffæri?" Yacoub segir að svarið við þess- ari spurningu sé ekki aðeins að önnur lönd sendi líffæri til Bret- lands. „Við höfum hvatt aðrar þjóðir til þess að taka upp eigin líffæraflutninga og við emm til- búnir að miðla þeim af reynslu okkar." Sex til sjö líffæri árlega — Hver ættu að vera fyrstu skref íslendinga til að geta gefið líffæri til ígræðslna? „Það þarf fyrst og fremst að koma af stað umræðu lækna, stjórnvalda og almennings um þessi mál. Ef hún yrði árang- ursrík myndu miklu fleiri njóta góðs af en þeir, sem þurfa á hjarta eða lungum að halda. Nú þegar hafa verið grædd ným í allmarga íslendinga. Framboð á þeim myndi aukast, sömuleiðis á lifur og öðrum líffærum. Það er að vísu ekki hægt að búast við að mikið af nothæfum líffæmm falli til árlega. Það er oft miðað við að líffæri frá 15-20 manns á hverja milljón íbúa fáist árlega. Þið gætuð þess vegna búizt við að fá líffæri úr fjórum eða fimm látnum á ári. Það gæti engu að síður bjargað sex til sjö mannslíf- um, ef við reiknum með að fá til dæmis eitt hjarta, tvö lungu, nokkur ným og lifur. Það óskar enginn þess að fólk lendi í slysum og deyi heiladauða. Engu að síður gerist það, og úr þessu látna fólki má fá nýtileg líffæri. Sem stendur er þessum líffæmm fleygt. Þetta er siðfræðilegt vandamál, sem verður að takast á við; hvemig er hægt að láta ónotuð líffæri, sem gætu bjargað mannslífum — hreinlega kasta þeim á glæ?“ Saknæmt í sumura ríkjum að nýta ekki líffæri Yacoub segir að í sumum ríkjum Bandaríkjanna hafi nú verið tekin upp löggjöf, sem skyldi lækna til þess að spyija ættingja fólks, sem dáið hefiir heiladauða, hvort þeir leyfí að líffæri úr hinum látna verði notuð til ígræðslna. Láti læknar það undir höfuð leggj- 'ast að nýta þannig líffærin, eigi þeir yfir höfði sér málssókn og háar fjársektir fyrir vanrækslu í starfi. „Röksemdafærslan er þá sú, að læknirinn hafi í raun skað- að sjúklinga, sem þurfa á líffær- unum að halda, jafnvel þótt hann hafi aldrei séð þá. Þrátt fyrir mikl- ar umræður í Bretlandi hefur þess ekki verið krafizt að löggjöf þessu lík verði sett. Það sem hins vegar er gert hér er einkum þríþætt. í fyrsta lagi auglýsir heilbrigðis- ráðuneytið eftir líffæragjöfum í dagblöðum. í öðru lagi styðja fjöl- miðlar málstaðinn, segja frá því hvernig fólk er læknað með ígræðslum og hvetja fólk til að gefa líffæri. I þriðja lagi spyijast stjórnvöld fyrir um afdrif líffæra úr fólki, sem úrskurðað hefur ver- ið heiladáið, hvort þau hafi nýtzt eða þeim verið fleygt. Hálfsmán- aðarlega eða svo er gerð könnun á slíku á öllum gjörgæzludeildum. Könnun af þessu tagi kemur illa við lækna, ef þeir vita að þeir hefðu getað gert betur. í stað þess að saka lækna beinlínis um afglöp eru þeir neyddir til að velta því fyrir sér, hvort það sé réttlæt- anlegt að nýta ekki líffæri sem til falla.“ Stórkostlegt að sjá fólk öðlast nýtt líf Dr. Yacoub er fæddur í Egypta- landi en lærði til læknis í Eng- iandi. Hann er geðþekkur maður, hæglátur en hefur breitt bros og hlýtt handtak. Halldór Halldórs- son og Helgi Harðarson láta báð- ir einstaklega vel af kynnum sínum við hann, og honum er greinilega hlýtt til íslenzku hjarta- þeganna. Yacoub hefur enn sam- band við Halldór, sem kemur reglulega til Englands í rannsókn. Hann segir að það sé stórkostlegt að fylgjast með sjúklingum eins og Halldóri, sem hafi öðlazt nýtt líf með líffæraígræðslu. „Það veit- ir mér mikla ánægju," segir dr. Yacoub. Hann er þekktur fyrir að hafa unun af starfi sínu, og hann er alltaf til taks ef skyndi- lega bjóðast heppileg líffæri til ígræðslu, jafnt á nóttu sem degi. Hann hefur ásamt aðstoðarmönn- um sínum framkvæmt hátt á ann- að hundrað hjartaflutninga og á fjórða tug hjarta- og lungnaflutn- inga. í níu af hveijum tíu tilvikum heppnast uppskurðir hans með prýði. „Stundum verður maður fyrir vonbrigðum, en að sjá árang- urinn af öðrum verkum sínum gerir starfið þess virði,“ segir dr. Yacoub. Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen Helgi Einar Harðarson ræðir í síma við Armann bróður sinn í Grindavík. Hjartaígræðsla dr. Yacoubs bjargaði lífi hans. -4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.