Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR B
158. tbl. 77. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Verkföll í Sovétríkjunum:
Kreflast viðræðna
við leiðtoga landsins
Moskvu. Reuter.
VERKFÖLL hafa breiðst út til níu borga á næstmesta kolanáma-
svæði Sovétríkjanna, Kúznetskij Basíl, og hafa námamenn hótað að
loka ðllum námum á svæðinu gangi leiðtogar landsins ekki til við-
ræðna við sig.
Verkföllin hófust á mánudag í
kolanámum í borginni Mezhdúretsj-
ensk og var þess krafist að dregið
yrði úr miðstýringu í Sovétríkjunum
og að lífskjör yrðu bætt. Verkföllin
breiddust síðan út til annarra kola-
náma og æ meira fór að bera á
kröfum um róttækar stjórnarfars-
umbætur. Verkfallsmennirnir krefj-
ast þess meðal annars að hafin
verði þegar í stað umræða um
breytingar á stjómarskrá Sovétríkj-
anna og að æðstu embættismenn
ríkisins og kommúnistaflokksins
komi til viðræðna í Kúznetskíj Bas-
Fréttastofan TASS skýrði frá því
Brjóstkrabbi:
Háskóla-
menntaðar í
mestri hættu
Kaupmannaliöfn. Frá Nils Jörgen
Bruuu, firéttaritara Morgunblaðsins.
VEL menntaðar konur eru í
mestri hættu danskra kvenna,
þegar bijóstkrabbamein er
annars vegar, að því er fram
kemur í Berlingske Tidende.
Krabbamein þetta er 40% al-
gengara meðal háskóla-
kvenna en nemur meðaltalinu
hjá dönskum konum.
Elsebeth Lynge farsóttar-
fræðingur, sem starfar hjá
skráningarstofu danska krabba-
meinsfélagsins, segir, að þessu
valdi meðal annars lífshættir
kvennanna.
„Þetta tengist tvímælalaust
fæðuvali og fæðingarmynstri vel
menntaðra kvenna," segir hún,
„það er að segja hversu seint
þær verða barnshafandi og
hversu mörg börn þær eignast."
að verkamenn á svæðinu, sem ekki
taka þátt í verkföllunum, væru
reiðubúnir til að styðja kröfur verk-
fallsmanna og efna til verkfalla í
öllum námum á svæðinu.
TASS greindi einnig frá því að
Míkhaíl Stsjadov, sem fer með kola-
námamál í sovésku ríkisstjórninni,
hefði farið til Mezhdúretsjensk til
samningaviðræðna við verkfalls-
menn. Hann hefði lofað þeim kaup-
hækkunum, betri matvælum, fleiri
íbúðum og auknum mengunarvöm-
um. Hann hefði einnig afhent þeim
skriflegt loforð um að dregið yrði
úr miðstýringu frá Moskvu. Ekki
var ljóst í gær hvort kolanámamenn
í Mezhdúretsjensk hefðu fallist á
að hefja störf á ný.
Þetta eru mestu verkföll í Sov-
étríkjunum frá því Míkhaíl Gorb-
atsjov komst til valda árið 1985.
Reuter
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims ásamt Jacques Delors, framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins, fyr-
ir utan glerpíramíta við Louvre-safnið í París, þar sem þeir komu saman i gær. Delors er lengst til
vinstri, en við hlið hans eru: Ciriaco de Mita, forsætisráðherra Ítalíu; Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands; George Bush Bandarikjaforseti; Francois Mitterrand Frakklandsforseti; Margaret Thatch-
er, forsætisráðherra Bretlands; Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada; og Sosuke Uno, forsætisráð-
herra Japans.
Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims:
Kommúnistaríkín verði
hvött til markaðsbúskapar
París. Reuter.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja
heims komu saman í París í gær
og hvatti George Bush Banda-
ríkjaforseti leiðtogana til þess að
auðvelda kommúnistaríkjunum að
koma á markaðsbúskap að vest-
rænni fyrirmynd. Bandaríkja-
menn og Bretar höfnuðu tillögu
þriðja heims ríkja um að haldin
yrði ráðstefha um samskipti norð-
urs og suðurs, en Frakkar höfðu
áður fallist á hana. A fundinum í
dag fjalla leiðtogarnir meðal ann-
ars um hvernig létta megi á
Reuter
Olivier kvaddur hinstu kveðju
LÍKKISTA Laurence Oliviers, leikarans heimskunna, er hér borin
inn í kirkju í Ashurst í Englandi, þar sem fjölskylda hans og vinir
kvöddu hann hinstu kveðju í gær. Lík hans var síðan brennt. Olivier
lést á þriðjudag, 82 ára að aldri, á heimili sínu í Steyning.
skuldabyrði þriðja heims rílya.
Umhverfismál verða þar einnig
ofarlega á baugi, en þau hafa aldr-
ei áður verið rædd á fundum leið-
toga sjö helstu iðnríkja heims.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði að George
Bush hefði sagt í viðræðum leið-
toganna að hvetja bæri kommúnista-
ríki til þess að laga sig að alþjóðlega
efnahagskerfinu. Þessi ríki ættu í
verulegum erfiðleikum með að fá lán
hjá alþjóðlegum bönkum þar sem þau
væru ekki með markaðsbúskap. Fitz-
water sagði ekki hvaða ríki Banda-
ríkjaforseti hefði í huga, önnur en
Pólland og Ungveijaland.
Leiðtogar Egyptalands, Indlands,
Senegals og Venezuela fengu á
fimmtudag Francois Mitterrand
Frakklandsforseta til að styðja til-
lögu sína um að efnt yrði til „norður-
suður“-ráðstefnu í vor, en slík ráð-
stefna var síðast haldin í Cancun í
Mexíkó árið 1981. Sú skilaði litlum
árangri. „Vandamálin verða ekki
leyst með því að flokka svæði og
kalla þau norður og suður,“ sagði
Nicholas Brady, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, um tillögu þriðja
heims ríkjanna. Háttsettur breskur
embættismaður sagði að Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, væri einnig andvíg tillögunni.
Brady sagði að leysa bæri skulda-
vanda hvers þriðja heims ríkis fyrir
sig, því þau skulduðu mismikið og
sérhvert ríki hefði sín sérkenni. Mitt-
errand var eini sósíalistinn á meðal
leiðtoganna sjö, sem komu saman
við hringborð í Louvre-safninu í
París, og var hann einnig sá eini er
vakti máls á tillögu þriðja heims
ríkjanna. Utanríkisráðherra Kanada,
Joe (ilark, sagði þó síðar að tillagan
væri athyglisverð og að læra mætti
af fundinum í Cancun.
Sjá fréttir af þjóðarleiðtogum
og hátiðarhöldunum í París á bls.
21.
Forsetakjörið í Póllandi:
Samstaða reiðubúin
að styðja Jaruzelski
Varsjá. Reuter.
LIKUR hafa aukist á því að Wojciech Jaruzelski, leiðtogi pólska komm-
únistaflokksins, verði i framboði til forseta, að sögn málgagns Sam-
stöðu, Gazeta Wyborcza. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í gær
að verkalýðshreyfingin væri reiðubúin að styðja Jaruzelski til embættis-
ins en áður hafði hún hafiiað honum.
Jaruzelski kom Pólveijum á óvart
í síðasta mánuði þegar hann lýsti
því yfir að hann yrði ekki í framboði
þegar kosið yrði um forseta landsins
vegna þess að fólk tengdi nafn hans
við setningu herlaganna árið 1981.
Samstaða ræður yfir 46% þing-
sæta á pólska þinginu sem kemur
saman á miðvikudag í næstu viku
til að kjósa forseta. Vegna klofnings
hjá kommúnistum hefur verkalýðs-
hreyfingin því í hendi sér hver verð-
ur kjörinn.
Kommúnistaflokkurinn og yfir-
menn í hernum hafa reynt að telja
Jaruzelski hughvarf en það hefur
hingað til verið án árangurs. Tals-
maður hans sagði hins vegar á þriðju-
dag að á næstu dögum gæti svo far-
ið að Jaruzelski endurskoðaði afstöðu
sína. -
Vestrænir stjórnarerindrekar,
þingmenn Samstöðu og heimildar-
menn innan stjórnarinnar segja
ýmislegt benda til þess að svo geti
farið að Jaruzelski verði kjörinn for-
seti Póllands. Nokkur vafi leikur enn
á því hvort Jaruzelski geti fengið
tilskilinn meirihluta atkvæða á þing-
inu þrátt fyrir yfirlýsingu Walesa.
Getur þar ráðið úrslitum hvort kosn-
ingarnar verða leynilegar eður ei.
Samstaða vill að kosningamar verði
leynilegar til þess að allir þeir þing-
menn hennar, sem ekki geta látið
það spyrjast um sig að þeir styðji
manninn sem setti herlög árið 1981,
geti rólegir greitt Jaruzelski atkvæði
sitt. Kommúnistar á hinn bóginn eru
uggandi um hvernig atkvæði falla í
þeirra hópi ef kosningin verður leyni-
leg.