Morgunblaðið - 15.07.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 15.07.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JULI 1989 3 Lambakjöt á tilboðs- verði: Meiri sala en menn bjuggust við AÐ SÖGN Þórhalls Arasonar hjá landbúnaðarráðuneytinu hefur sala á lambakjöti á tilboðsverði gengið mjög vel, og eftirspurn verið raeiri en reiknað var með. Ekki liggja fyrir tölur um söluna í þessari viku, en um síðustu helgi var búið að selja ríflega 130 tonn af þeim 600 tonnum, sem áætlað er að selja. Kjötiðnaðarstöðvar um allt land vinna nú við að brytja kjötið og pakka því, en að sögn Þórhalls hafa þær ekki annað eftirspurn. Morgunblaðið/KGA í göngugötunni á Akureyri voru þessar ungu stúlkur að sóla sig. ÁTVR: 30.000 krónur fyrir kílóið af æðardúni Sólskin og hiti Veður var mjög gott víðast hvar á landinu í gær. Þokuloft var við vesturströndina en léttskýjað á Vestfjörðum. Svalt var á annesjum norðan lands en á Akureyri fór hitinn yfir 20 stig. Svipaður hiti var víða á Austurlandi. Sunnan- og suðaustanlands var hlýtt og léttskýj- að. Mestur hiti á landinu var á Kirkjubæjarklaustri, þar sem hitinn varð 23 stig um miðjan daginn. Gert er ráð fyrir björtu veðri víðast hvar á landinu um helgina. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Haukur Gíslason í rabbarbaragarðinum í góða veðrinu á Stóru- Reykjum í Hraungerðishreppi. Fjórtántil- boð í bjór TILBOÐ frá flórtán þýskum bjór- framleiðendum hafa borist Inn- kaupastofrun ríkisins, en eins og komið hefur fram í Morgunblað- inu hefiir Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins leitað tilboða frá þýskum bjórframleiðendum í stað Kaiserbjórs frá Austurríki sem áætlað er að taka af mark- aði hérlendis. Ástæðan mun vera sú að austurríski framleiðandinn sér sér ekki fært að pakka bjóm- um í samræmi við íslenskar reglugerðir. Tilboð bárust frá framleiðendum Dab, Edelhell, Braumeister, Karls- brau, Warsteiner, Holsten, Dort- munder, Beck’s, Wickuler Pilsner, Acker Export, Hofbrau, Cristian Light, Kaiser Export, Edelherb Pils, Eku-Pils, Eku-Rubin og Eku- Export. Að sögn Þórs Oddgeirssonar, sölustjóra hjá ÁTVR, verður ein þessara tegunda valin á íslands- markað í lok næstu viku. Hann sagðist ekkert geta sagt til um að svo stöddu hvert þessara tilboða væri hagstæðast ÁTVR. Eftir væri að meta verð og gæði. Samningar flugfreyja við Flugleiðir: Deilan snýst um sokkabuxur Fundi frestað til mánudags eftir 30 klukkustunda viðræður EFTIR þrjátíu klukkustunda viðræður var samningafimdi í kjara- deilu Flugleiða og flugfreyja slitið hjá ríkisáttasemjara síðdegis í gær. Annar firndur hefiir verið boðaður á mánudag. Báðir deiluaðil- ar segjast bjartsýnir á að þá takist samningar og ekki reki til verk- falls. Því hefiir að mestu verið horfíð frá áformum Flugleiða um að leigja vélar og áhafhir. Þótt ekki beri mikið í milli virðist nokkur stífiii vera í samningafólki. Það sem helst stendur í vegi samkomu- lags eru fatapeningar flugfreyja; þær gera kröfu um að fá tvennar sokkabuxur á mánuði. Flugleiðir telja að þetta kosti 2-3 milljónir á ári og vilja ekki fallast á kröftina. Báðir deiluaðilar segjast hafa gengið talsvert í átt að samkomu- lagi í gærdag. Flugleiðamenn hafa teygt tilboð sitt um launahækkun úr 18 í 20% og geta að sögn Ein- ars Sigurðssonar blaðafulltrúa ekki boðið betur. Að sögn Erlu Hatle- mark, formanns samninganefndar flugfreyja, hafa þær gefið heilmikið eftir í kröfum sínum um 32% launa- hækkun. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að vinnuveitendur hafi metið stöðuna svo, að gríðar- legir hagsmunir í ferðaþjónustu hlytu að verða yfirsterkari rökrænu mati á eðlilegum hækkunum til flugfreyja miðað við aðra hópa. „Við höfum teygt okkur eins langt og unnt er og trúum því ekki að óreyndu að teflt verði í tvísýnu með verkfalli," segir Þórarinn. Erla Hatlemark kveðst afar bjartsýn á að samningar takist á mánudag. „Ég sé ekki ástæðu til verkfallshræðslu," segir hún, „það þokaðist töluvert á fundinum og eftir stendur sáralítið atriði. Þijóska hljóp í menn í gærdag og sáttasemj- ari vildi gefa fólki tíma til að hvílast og hugsa málið.“ Einar Sigurðsson segir að þegar líða tók á fundinn í gær hafi ekki lengur verið deilt um prósentur. Eftir hafi staðið krafa sem ein og sér sé ekki stórvægileg, en Flug- leiðamenn hljóti að líta á málið í heild. „Við höfum bundið mikla bagga og getum ekki bætt við þá, það er ekki hægt að ganga að þess- ari kröfu sem eftir stendur,“ segir Einar. Hann kveðst engu að síður telja allt útlit fyrir að samningar takist á mánudagsfundinum. Smáatriðið sem steytti á í viðræð- unum munu vera fatapeningar flug- freyja, krafa þeirra um tvennar sokkabuxur á mánuði. Mat Flug- leiðamanna er að buxurnar myndu kosta 2-3 milljónir á ári. Þórarinn V. Þórarinsson segir að þótt vinnu- veitendur séu stórhuga geti slík upphæð ekki talist smáræði. Sú krafa flugfreyja sem hvað efst var á baugi á fimmtudag, um greiðslur fyrir undirbúning flugs hefur að einhverju leyti verið tekin til greina. Samþykkt mun hafa ver- ið að mat á vinnutíma breytist í átt. að kröfunni. Einar Sigurðsson segir að Fiug- leiðir vilji ekki trúa öðru en að deil- an leysist á mánudag. Því hafi nán- ast verið hætt við undirbúning þess að taka flugvélar á leigu dagana tvo sem verkfall er boðað á. „En fyrir þá sem pantað hafa flug á þriðjudag og miðvikudag og vilja breyta bókunum sínum,“ segir Ein- ar, „ verða söluskrifstofur í Lækjar- götu og Kringlunni opnar frá 10 til 14 um helgina." Búvörudeild Sambandsins, sem sér um sölu æðardúns fyrir bænd- ur, vonast til að geta greitt þeim 30.000 krónur fyrir kílóið af dúni. Að sögn Jóhanns Steinssonar, deildarstjóra útflutningsdeildar hjá búvörudeildinni, hefúr æðardúnssala gengið mjög vel. Eftirspurn eftir dúni er mikil um þessar mundir og hefur verðið á honum hækkað töluvert í erlendri mynt, en einnig hækka gengis- breytingar verðið til bænda. Búvörudeildin er nýbúin að gera samning upp á 500 kíló æðardúns, en alls tína bændur um þrjú tonn af dúni á ári. Mest af honum er selt til Þýzkalands og Japans, þar sem hann er notaður í sængur og kodda. Morgunblaðið/Einar Falur Tölva Brunabótar út um glugga Tölva Brunabótafélags íslands var í gærkvöldi látin síga út um glugga á fjórðu hæð hússins við Laugaveg 103. Þar hefiir félagið haft aðset- ur, en flytur um helgina í húsakynni Samvinnu- trygginga að Ármúla 3. Fyrirtækin munu frá og með mánudeginum starfrækja þar sameigin- lega Vátryggingafélags íslands hf. Starfsmenn Vátryggingafélagsins verða 135 talsins og nokkr- ir þeirra mæta í Ármúlann síðdegis á sunnudag til að koma sér fyrir við ný skrifborð á nýjum vinnustað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.