Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989
19
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Eitt af verkum Steinunnar Helgadóttur sem hún sýnir á Hvanneyri
til ágústloka.
Hvanneyri:
Grafíksýning Stein-
unnar Helgadóttur
Einkasýning Steinunnar Helgadóttur stendur nú yfir í setustofu
sumarhótelsins á Hvanneyri. Hún sýnir þar 18 grafíkverk, öll unnin
sl. vetur.
Steinunn hefur stundað nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
og Hovedskous malarskola í Gauta-
borg en er nú nemandi í grafíkdeild
Valand-listaháskólans þar í borg.
Hún hefur haldið einkasýningu þar
og tekið þátt í samsýningu í ráð-
húsi borgarinnar. Nokkrar stofnan-
ir og opinberir aðilar hafa keypt
verk hennar þar ytra.
Pjögur verkanna kallar hún ljós-
myndaætingar, sem eru grafík-
myndir úr ljósmyndum, unnar eftir
ýmsum aðferðum. Hinum myndun-
um er lýst sem „æting og fleira“.
Sumarhótelið á Hvanneyri er
opið ráðstefnum, hópum og öðrum
gestum og er sýningin opin til
ágústloka.
- D.J.
Bókin utan vegar
í enskri þýðingu
ÚT ER komin í enskri þýðingu
Bókin utan vegar eftir Steinunni
Eyjólfsdóttur er Bókrún hf. gaf
út 1987 og er nú endurútgefin á
íslensku samhliða ensku þýðing-
unni. Karl Guðmundsson og
Ragnhildur Ófeigsdóttir önnuð-
ust þýðingu ljóðanna sem hafa
hlotið nafiiið Elegy to my Son.
„Bókin utan vegar er ort í minn-
ingu sonar höfundar sem lést af
slysförum tvítugur að aldri. Hún
er tileinkuð foreldrum sem verða
fyrir slíkri reynslu og öllum hinum
líka. Ljóðin verða óður til lífsins sem
oft er ekki vitað hvers virði er fyrr
en dauðinn gerir vart við sig. Útgef-
endum þótti sem vert væri að koma
þessum ljóðum víðar á framfæri
miðað við þær viðtökur sem þau
hlutu hér á landi en fyrsta prentun
bókarinnar er uppseld. Kveilq'a ljóð-
anna, harmur foreldris vegna miss-
is barns, er sam-mannlegur hvar
sem er í heimi,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Bókrúnu hf.
Elegy to my Son er með slma
sniði og íslenska útgáfan, hönnuð
Steinunn Eyjólfsdóttir höfundur
ljóðabókarinnar „Bókin utan
vegar“ áritar hér fyrstu eintök
hennar í júlí 1987. Onnur prent-
un kom út í júní 1989 samhliða
enskri þýðingu „Elegy to my
Son“.
af Elísabetu Cochran og mynd-
skreytt af listamanninum Guðrúnu
Svövu Svavarsdóttur.
MÁLIN AFGREIDD
ÁSTAÐNUM
Sýnum allt það besta frá
NISSAN og subaru á stór-
bílasýningum laugardag og
sunnudag kl. 14.00-17.00 á
Höfn í Hornafirði, Akureyri
og Reykavík.
Bílar metnir og teknir upp í
á staðnum af okkar mönnum.
Lánskjör allt að þremur árum.
3ja ára ábyrgð.
- réttur bííl á réttum stað
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
GLÆSILEG J_J _r_r j r: J Br1 S YNING í TRÖNUHRAUNI8 — HAFNARFIRÐI. Opið í dag og á morgun kl. 13-1 kj S/óii er sögu ríkarí! ^ Iransit f
VSpiéP Meísölub/aó á hvetjum degi!