Morgunblaðið - 15.07.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989
21
<*•
Blaðió sem þú vaknar við!
Björn og Guðrún tilheyra venjulegri 4 manna íslenskri fjölskyldu.
Þau vinna mikið og hafa 180 þúsund krónur í mánaðarlaun.
Það tekur þau 141 dag á þessu ári að vinna fyrir
sköttum hins opinbera. Með aðgerðum sinum á siðustu
6 mánuðum hefur rikisstjórnin lengt þessa skattavinnu
um rúmar tvær vikur.
Eftir það kemur að því að vinna fyrir nauðþurftum fjölskyldunnar,
mat, fatnaði, húsbúnaði, bensíni á bílinn, afborgunum af lánum,
rafmagni, hita o.s.frv.
Þau hafa hlustað undrandi á forystumenn vinstri stjórnarinnar
hrósa sér af því að hér á landi séu litlar skattaálögur á einstaklinga,
fjölskyldur og fyrirtæki. Þau grunar að þar hljóti þeir félagar Stein-
grímur Hermannsson, Ó. Grímsson og Jón Hannibalsson að fara
frjálslega með tölur.
En þau nenna heldur ekki að standa í flóknum samanburði við
fólk í öðrum löndum, sem býr við ólík efnahagskerfi og verð á
neysluvarningi. Þau vita sem er að þótt þau séu ekki í hópi þeirra
verst settu, þá nægja laun þeirra varla til þess að endar nái saman.
Útgjöld fjölskyldunnar eru há og matarverð er með þvi hæsta sem
gerist í heiminum. Ríkið tekur þar sannarlega sitt bæði með
þrjósku gagnvart matarinnflutningi og matarskatti.
Ungt sjalfstæðisfólk mótmælir skattpíningarstefnu ríkis-
stjórnarinnur. Landnámsmenn komu hingað til þess að forð-
ast skattglaða konunga og njóta frelsis. Áríð 1989 stöndum
við enn í frelsisbaráttu gegn vinstristjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn er í brjóstvöm frelsisbaráttunnar.
Sjálfstæðisflokknum ber að afnema vinstrí skattana og lækka
vöruverð í næstu ríkisstjórn sem hann verður aðili að.
Samband ungra sjálfstæðismanna
Við viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda
á Barbour fatnaði. Durham jakkinn hefur þessa
kosti: Hann er framleiddur úr laufléttu bómullar-
efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann
er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er
fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er
hann tvímælalaust hentugasti jakki í lengri
eöa skemmri ferðir.
Opið laugardaga
frá kl. 10-16.
Veiðimaöurinn sf.,
Hafnarstræti 5, sími: 16760.
Mikill mannQöldi tekur
þátt í hátíðahöldunum
París. Reuter.
200 ÁRA afmælis frönsku stjórn-
arbyltingarinnar var minnst um
boðnir voru til hátíðahaldanna í
Frakklandi snæddu saman kvöld-
verð í Elysee-höllinni, embættis-
bústað Frakklandsforseta, á
fimmtudagskvöld. Fundur leið-
toga sjö mestu iðnríkja heims átti
að hefjast í gær en japönsk blöð
hafa velt vöngum yfir því hvort
Sosuke Uno, forsætisráðherra
Japans, verði tekið af vinsemd
þrátt fyrir þau hneykslismál sem
hann er flæktur í.
Athygli vakti að leiðtoga Afríska
þjóðarráðsins (ANC), Oliver Tambo,
var boðið til kvöldverðarins á
fimmtudag, en Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, hefur
sakað ANC um hryðjuverk.
32 leiðtogar erlendra ríkja komu
til Parísar til að minnast 200 ára
afmælis frönsku stjórnarbyltingar-
innar. Engir konungbornir þjóðhöfð-
ingjar eru viðstaddir hátíðahöldin.
Sérútgáfa
Liberation
París. Reuter.
Föstudagsútgáfa franska
dagblaðsins Liberation var
með óveiýulegu sniði í tilefni
af 200 ára afmæli frönsku
byltingarinnar.
Blaðið var prentað á þykkan
blágrænan pappír sem líkist
þeim pappír sem var notaður í
dreifirit byltingarmanna fyrir
tveimur öldum. Að sögn blaðsins
var hann sérstaklega meðhöndl-
aður til þess að endast í 200 ár.
allt Frakkland í gær. Mannfjöldi
fyllti götur og torg Parísar fram
Japanskir fjölmiðlamenn biðu
spenntir eftir því að sjá hvort leið-
togar erlendra ríkja myndu sýna
Sosuke Uno, forsætisráðherra lands-
ins, fyllstu kurteisi og þeir viður-
kenndu að þeir hefðu minni áhuga á
alþjóðlegum málum en því að fylgj-
ast með Uno, einkum þegar hann
hitti frú Margaret Thatcher.
Kvennamál Unos hafa verið í
brennidepli í Japan og vakið hneyksl-
an margra.
eftir nóttu en leiðtogar erlendra
ríkja og aðrir boðsgestir hlýddu
á heimsfræga söngvara í nýja
óperuhúsinu á Bastillutorginu,
en samkvæmt frönsku sjón-
varpsstöðinni Antenne 2 er
hljómburður óperuhússins frá-
bær.
Víða um borgina voru tónleikar
og dansleikir sem stóðu fram á
nótt. Tónleikarnir í óperuhúsinu á
Bastillutorginu voru aðeins fyrir
erlenda leiðtoga og aðra boðs-
gesti, þ.á.m. leikkonuna Catherine
Deneuve og kvikmyndaframleið-
andann Costa-Gavras.
Mitterrand Frakklandsforseti
var hylltur með dynjandi lófataki
við upphaf tónleikanna en á þeim
komu fram m.a. Placido Domingo,
June Anderson og Barbara
Hendricks. Mjög ströng öryggis-
gæsla var á meðan í nágrenni ópe-
runnar. Lögreglumenn voru á
húsaþökum og öryggisverðir um-
kringdu Bastillutorgið. Síðar um
kvöldið sóttu 45 þúsund manns
rokktónleika sem haldnir voru á
torginu fyrir framan uppljómað
óperuhúsið.
í gærkvöldi fór mikil skrúð-
ganga eftir Champs-Elysees breið-
götunni. Að minnsta kosti sex þús-
und manns, víðs vegar úr heimin-
um gengu í litskrúðugri fylkingu
og með í förinni voru fílar, gufuvél-
ar, rússneskur björn á listskautum
og verðir frá Kreml sem gengu
gæsagang.
Fyrr um daginn var hersýning
sem 800 þúsund manns fylgdust
með. Skammdrægum kjarnorku-
flaugum Frakka af Pluton-gerð var
ekið eftir Champs-Elysees en yfir
Sigurboganum flugu herþotur og
dreifðu litrákum í frönsku fánalit-
unum á himininn.
Þegar hersýningunni lauk eftir
tvo tíma komu um 50 bifreiðar að
Concorde-torgi til að sækja þá er-
lendu leiðtoga sem fylgst höfðu
með sýningunni. Mikið öngþveiti
skapaðist þegar leiðtogarnir þustu
að bílum sínum sem reyndu allir
að leggja samtímis af stað frá torg-
inu. Bílstjóri Margaret Thatcher
varð að hemla snögglega þegar
bíllinn fyrir framan hægði á sér
til að taka upp farþega og aðrir
bílstjórar máttu hafa sig alla við
til að forðast árekstra. Forsetar
Frakklands og Bandaríkjanna fóru
á undan öðrum leiðtogum og lentu
því ekki í öngþveitinu.
Reuter
Franskar herþotur flugu yfir Sigurbogann og skildu frönsku fánalit-
ina efltir sig, en á meðan fór hersýning fram á Champs-Elysees breið-
götunni.
Vangaveltur um
Uno í hópi jafningja
París. Reuter.
LEIÐTOGAR erlendra ríkja sem
Fjölskyldan fótum troðin
með skattpíningu
vinstri stjórnarinnar
HÁTÍÐAHÖLDIN í PARÍS